Sigmundur Davíð segist tilbúinn að rjúfa þing og boða til kosninga

Forsætisráðherra setur framvinduna í hendur samstarfsflokksins.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra.
Auglýsing

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra segir að ef þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins treysti sér ekki til að styðja rík­is­stjórn­ina við að ljúka sam­eig­in­legum verk­efnum hennar myndi hann rjúfa þing og boða til kosn­inga hið fyrsta. Þetta kemur fram í Face­book-­færslu sem hann setti inn rétt í þessu. Hann seg­ist stoltur af verkum sínum og óhræddur við að leggja þau í dóm kjós­enda hvort sem það ger­ist nú eða síð­ar. 

Sig­mundur seg­ist hafa átt mjög góðan fund með Bjarna Bene­dikts­syni í morgun þar sem þeir hafi rætt árangur rík­is­stjórn­ar­innar og mik­il­vægi þess að klára þau stóru verk­efni sem und­ir­búin hafi verið síð­ustu miss­eri og ár. Það þurfi að klára ýmis­leg verk­efni, „sé vilj­inn fyrir hend­i.“ 

Ef hins vegar sjálf­stæð­is­menn treystu sér ekki til að styðja rík­is­stjórn­ina við að ljúka sam­eig­in­legum verk­efnum þeirra „myndi ég rjúfa þing og boða til kosn­inga hið fyrsta.“ 

Auglýsing

Færsl­una má lesa hér að neð­an. 

„Nú í morgun átti ég mjög góðan fund með Bjarna Bene­dikts­syni, for­manni Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Við ræddum árangur rík­is­stjórn­ar­innar og mik­il­vægi þess að klára þau stóru verk­efni sem und­ir­búin hafa verið síð­ustu miss­eri og ár. Mörg þeirra eru gríð­ar­lega mik­il­væg fyrir íslenskt sam­fé­lag. Meðal ann­ars þarf að ljúka afnámi fjár­magns­hafta, end­ur­skipu­leggja fjár­mála­kerfið svo að það virki í þágu almenn­ings, ljúka því sem rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir höfðu sam­þykkt um afnám verð­trygg­ingar og inn­leiða umfangs­miklar úrbætur í hús­næð­is­mál­um. Mörgum þess­ara verk­efna hefði ég viljað sjá vinda hraðar fram en enn er þó nægur tími til að klára þau, sé vilj­inn fyrir hendi.

Jafn­framt fór ég yfir það með for­manni Sjálf­stæð­is­flokks­ins að ef þing­menn flokks­ins treystu sér ekki til að styðja rík­is­stjórn­ina við að ljúka sam­eig­in­legum verk­efnum okkar myndi ég rjúfa þing og boða til kosn­inga hið fyrsta.

Ég er stoltur af verkum mínum í stjórn­málum til þessa og óhræddur við að leggja þau í dóm kjós­enda hvort sem það verður gert nú eða síð­ar. Ég er líka stoltur af eig­in­konu minni og þeim heið­ar­leika og fórn­fýsi sem hún hefur ætíð sýnt.

Hvort sem litið er til stjórn­mála­bar­áttu und­an­far­inna ára og alls þess sem þar hefur gengið á, bæði opin­ber­lega og inn­byrð­is, eða til per­sónu­legra mál­efna fjöl­skyldu minnar get ég óhrædd­ur, óhikað og með ánægju svarað fyrir verk mín og ákvarð­an­ir. Þegar ég ákvað að hefja þátt­töku í stjórn­málum gerði ég það vegna þess að ég hafði ákveðna sýn á hvað væri nauð­syn­legt að gera til að koma íslensku sam­fé­lagi á réttan kjöl og gera því kleift að nýta þau óþrjót­andi tæki­færi sem þjóðin býr yfir, sam­fé­lag­inu öllu til heilla. Það hefur gengið betur en jafn­vel ég þorði að vona að vinna að þeirri fram­tíð­ar­sýn og henni mun ég fylgja áfram á meðan mér gefst tæki­færi til.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Óskar Guðmundsson
Hugmynd að nýju launakerfi öryrkja
Kjarninn 29. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None