Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra mætti til vinnu í ráðuneytinu í morgun.
Enginn þingfundur verður haldinn í dag, frekar en í gær. Ákveðið var að loknum þingfundi á mánudag að aflýsa þingfundinum á þriðjudag. Þá var hins vegar enn áætlað að halda þingfundi í dag og á morgun, en ekki var boðað til þingfundar í dag með dagskrá heldur.
Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, segir í samtali við Kjarnann að hann muni funda með þingflokksformönnum allra flokka fyrir hádegi í dag og þá muni það vonandi skýrast hvernig þinghaldið verður á næstunni.
Stjórnarandstaðan óskaði eftir því í gær að þing kæmi saman tafarlaust til að takast á við þá dæmalausu stöðu sem upp er komin í íslenskum stjórnmálum.
Fréttin hefur verið uppfærð