Píratar með 43 prósent fylgi – Hrun hjá stjórnarflokkunum

Frá mótmælunum á Austurvelli á mánudag þar sem krafist var afsagnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra.
Frá mótmælunum á Austurvelli á mánudag þar sem krafist var afsagnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra.
Auglýsing

Píratar mæl­ast nú með 43 pró­sent fylgi en stjórn­ar­flokk­arn­ir t­veir, Sjálf­stæð­is­flokkur og Fram­sókn­ar­flokk­ur, tapa sam­tals ell­efu ­pró­sentu­stigum af fylgi á milli kann­anna. Þetta kemur fram í könn­un Frétta­blaðs­ins, Stöðvar 2 og Vísis sem birt var í dag. Könn­unin var gerð dag­anna 4. og 5. apr­íl.

Fylgi Pírata er það mesta sem flokk­ur­inn hefur nokkru sinn­i ­mælst með.Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er eftir sem áður næst stærsti flokk­ur lands­ins og mælist með 21,6 pró­sent fylgi. Það lækkar þó mikið á milli kann­anna miðla 365, en í síð­ustu könnun fékk flokk­ur­inn sam­tals 27,6 pró­sent fylgi. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er orð­inn næst minnsti flokkur lands­ins, en 7,9 ­pró­sent lands­manna segja að þeir myndu kjósa flokk frá­far­andi for­sæt­is­ráð­herra, ­Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar. Fylgi hans hrynur úr 12,8 pró­sentum á milli kann­anna. Sam­tals mælist því fylgi við sitj­andi valda­flokka undir 30 pró­sent. Í síð­ustu kosn­ingum fengu þeir sam­tals 51,1 pró­sent atkvæða sem dugði til að fá 38 þing­menn og góðan meiri­hluta á Alþingi.

Auglýsing

Þær for­dæma­lausu aðstæður sem eru uppi í íslensku sam­fé­lag­i í kjöl­far opin­ber­unar á aflandseignum íslenskra ráða­manna og stærstu mót­mæla Íslands­sög­unn­ar á mánu­dag, eru ekki að skila öðrum stjórn­ar­and­stöðu­flokkum en Pírötum mik­illi aukn­ingu á fylgi. Vinstri græn mæl­ast með 11,2 pró­sent og Sam­fylk­ingin með 10,2 ­pró­sent. Ein­ungis 3,8 pró­sent segja að þeir myndu kjósa Bjarta fram­tíð.

Þá sögð­ust 15,5 pró­sent ekki ætla að kjós­a eða skila auðu, 14 pró­sent sögð­ust vera óákveðið en 13,9 pró­sent svör­uðu ekki.

Tæp 70 pró­sent vilja að Bjarni víki

Í könn­un­inni var einnig spurt hvort að Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, ætti að segja af sér ráð­herra­emb­ætti vegna tengsla sinna við aflands­fé­lag. Alls vilja 69 pró­sent þeirra sem tóku afstöðu til spurn­ing­ar­innar að Bjarni víki en 31 pró­sent ekki. Þá vildu 63 pró­sent þeirra sem tóku afstöðu að Ólöf Nor­dal, vara­for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, myndi víkja vegna tengsla sinna við aflands­fé­lag en 37 pró­sent að hún myndi sitja áfram.

Hringt var í 1.052 í könn­un­inni­þangað til náð­ist í 800 svar­endur og var svar­hlut­fall því 76,1 pró­sent. Þátt­tak­endur voru valdir með lag­skipt­u slembi­úr­taki úr þjóð­skrá. 56,6 pró­sent tóku afstöðu til spurn­ing­ar­inn­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar Alþingis.
Heilbrigðisráðuneytið gerir „alvarlegar athugasemdir“ við orð Helgu Völu
Heilbrigðisráðuneytið telur að málflutningur formanns velferðarnefndar í frétt RÚV um Sjúkratryggingar Íslands í gærkvöldi hafi verið ógætilegur og að trúnaðar um það sem fram fór á lokuðum nefndarfundi hafi ekki verið gætt.
Kjarninn 2. mars 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir nauðsynlegt að ræða áhrif launabreytinga á verðbólgu
Hvaðan kemur verðbólgan?
Verðbólga hér á landi mælist nú í rúmum fjórum prósentum og hefur ekki verið jafnmikil í rúm sjö ár. Hvað veldur þessari miklu hækkun?
Kjarninn 2. mars 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður dómsmálaráðherra.
Segir það vekja furðu hvernig stjórnmálamenn og fjölmiðlar „hamast á dómsmálaráðherra“
Hreinn Loftsson segir dómsmálaráðherra ekki hafa gert neitt rangt þegar hún hringdi í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag vegna Ásmundarsalsmálsins. Fjölmiðlar hafi ekki virt helgifrið og heimtað svör frá ráðherranum.
Kjarninn 2. mars 2021
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Sósíalistaflokkurinn hefur aldrei mælst stærri í könnunum Gallup
Stjórnarflokkarnir hafa saman tapað fylgi á kjörtímabilinu en eru við það að geta endurnýjað samstarfið, samkvæmt könnunum, standi vilji þeirra til þess. Þrír stjórnarandstöðuflokkar hafa styrkt stöðu sína á kjörtímabilinu en tveir veikst.
Kjarninn 2. mars 2021
Guðmundur Ingi var kjörinn varaformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs árið 2019.
Tveir keppast um oddvitasæti VG í Kraganum
Guðmundur Ingi Guðbrandsson hefur tilkynnt að hann stefni á oddvitasætið í Suðvesturkjördæmi. Nú þegar hefur Ólafur Þór Gunnarsson tilkynnt að hann vilji fyrsta sætið.
Kjarninn 2. mars 2021
Hjálmar Sveinsson
Framtíðaráætlun fyrir Reykjavík
Kjarninn 2. mars 2021
Bóluefni Johnson & Johnson hefur fengið neyðarleyfi í Bandaríkjunum.
Aftur fjölgar dauðsföllum vestanhafs – „Vinsamlega hlustið á mig“
Framkvæmdastjóri bandarísku smitsjúkdómastofnunarinnar er uggandi yfir stöðunni á faraldrinum í landinu. Smitum og dauðsföllum hefur fjölgað á ný. Nýtt bóluefni, sem aðeins þarf að gefa einn skammt af, er rétt ókomið á markað.
Kjarninn 2. mars 2021
Fimm forvitnilegar (og covid-lausar) fréttir
Stórmerkilegur fundur í Argentínu, fugl vakinn upp frá dauðum, úlfur á landshornaflakki, „frosnar“ skjaldbökur teknar í skjól og alveg einstaklega áhugaverð mörgæs. Það er ýmislegt að frétta úr heimi dýranna.
Kjarninn 1. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None