Fylgi Framsóknarflokksins minnkar um tæp fjögur prósentustig milli kannana, samkvæmt nýrri könnun frá MMR. Það mælist nú 8,7% og Framsóknarflokkurinn er þar með með næstminnst fylgi allra flokka á þingi. Sjálfstæðisflokkurinn stendur hins vegar nánast í stað, og mælist með 22,5% fylgi.
Ríkisstjórnin mælist með 26% traust og hefur þessi ríkisstjórn aldrei mælst með minna fylgi. Það er 6,4 prósentustigum minna en í síðustu mælingu, sem fór fram um miðjan marsmánuð.
Píratar eru áfram langstærsti flokkur landsins og mælist með 36,7% fylgi í könnuninni. Vinstri græn bæta við sig 3,5 prósentustigum milli kannanna og Björt framtíð um 2,4 prósentustig. VG er með 12,8 prósent og Björt framtíð kemst upp fyrir fimm prósentin og er með 5,8%. Samfylkingin mælist með 9,9 prósenta fylgi.