Sigurður Már Jónsson, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, segir að fréttatilkynning sem send var til erlendra fjölmiðla í gær hafi átt að vera til þess fallin að útskýra stjórnmálaástandið á Íslandi.
„Mér þykir leitt ef þetta hefur misskilist,” segir Sigurður Már í samtali við Kjarnann. „Við héldum að þetta myndi útskýra málið frekar.”
Hann á ekki von á því að ný tilkynning verði send út til erlendra fjölmiðla, enda sé staðan að breytast hratt.
Fjölmiðlar víða um heim fjalla um þann rugling sem orðið hefur vegna tilkynningarinnar til erlendra fjölmiðla í gærkvöldi. Þar kom fram að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefði lagt til að Sigurður Ingi Jóhannsson tæki við forsætisráðuneytinu í óákveðinn tíma. Sigmundur Davíð hefði ekki sagt af sér og myndi áfram vera formaður Framsóknarflokksins.
Norska ríkisútvarpið NRK segir að enginn skilji hvað sé að gerast á Íslandi.
Financial Times segir að einhver þurfi að kalla inn Wallander og Lund í málið. Sigmundur Davíð hafi sagt af sér en svo hafi það verið dregið til baka.
„Iceland’s prime minister resigned on Tuesday…or did he?
Sigmundur David Gunnlaugsson apparently became the first casualty of the leaked Panama documents affair when it was announced he was stepping down. But a government spokesman later denied he had resigned, saying that he had only asked Sigurdur Ingi Johannsson, the minister of fisheries and agriculture, to take over as prime minister “for an unspecified amount of time”.
Í Independent er sagt að Sigmundur Davíð sé ekki að segja af sér, heldur bara hvíla sig.
Í grein á Slate er gert grín að ástandinu öllu saman.
Og fólk eins og Edward Snowden tjáir sig einnig um ruglinginn sem þetta hefur valdið.