81 prósent treysta ekki Sigmundi Davíð - 61 prósent treysta ekki Bjarna

Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð
Auglýsing

81 pró­sent lands­manna treysta Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni, frá­far­andi for­sæt­is­ráð­herra, frekar eða mjög lít­ið. 60,6 pró­sent treysta Bjarna Bene­dikts­syni, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra og for­manni Sjálf­stæð­is­flokks­ins, frekar eða mjög lít­ið. Ein­ungis tíu pró­sent lands­manna treysta Sig­mundi Davíð frekar eða mjög mikið og 21,7 pró­sent ber traust til Bjarna. Þetta kemur fram í nýrri könnun  MMR um traust til for­ystu­fólks í stjórn­mál­um. Könn­unin var gerð dag­anna 4. og 5. apríl og tekur því til atburða síð­ustu daga. 

Þegar van­traust á Sig­mund Davíð var síð­ast mælt, í apríl 2015, mæld­ist það 63,2 pró­sent. Hann nýtur nán­ast ein­ungis trausts hjá kjós­endum Fram­sókn­ar­flokks (77,8 pró­sent) og Sjálf­stæð­is­flokks (23,1 pró­sent). Núll pró­sent kjós­enda Sam­fylk­ingar og 0,5 pró­sent kjós­enda Pírata treysta hon­um. Nær sömu sögu er að segja af Bjarna Bene­dikts­syni. Sjálf­stæð­is­menn treysta honum best (74.6 pró­sent) og Fram­sókn­ar­menn næst best (47,6 pró­sent). Traust til hans er vart mæl­an­legt hjá kjós­endur stjórn­ar­and­stöð­unn­ar.

Auglýsing

Sá stjórn­mála­maður sem nýtur mests trausts er Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri grænna. Alls segj­ast 59,2 pró­sent aðspurðra treysta henni en 21,2 pró­sent van­treysta henni. Ólafur Ragnar Gríms­son, for­seti Íslands, er sá for­ystu­maður í stjórn­málum sem nýtur næst mest trausts, eða 54,5 pró­sent. Van­traust gagn­vart honum er svipað og hjá Katrínu, eða 21,5 pró­sent. Óttar Proppé, for­maður Bjartrar fram­tíð­ar, mælist með 42,3 pró­sent traust en 26,6 pró­sent van­traust. Það kemur á óvart þar sem fylgi við Bjarta fram­tíð mælist ítrekað undir fimm pró­sentum í könn­unum og hefur gert það mán­uðum sam­an. 

Traust til Helga Hrafns Gunn­ars­son­ar, þing­manns Pírata, er mælt í könn­un­inni, en flokkur hans mælist með 43 pró­sent fylgi í nýrri könnun miðla 365 sem birt var í morg­un. 40 pró­sent aðspurða segj­ast treysta honum frekar eða mjög vel. Dagur B. Egg­erts­son, borg­ar­stjóri í Reykja­vík, kemur þar á eftir með 28,6 pró­sent traust en 44,3 pró­sent van­traust. Það eru umtals­vert betri tölur en for­maður hans, Árni Páll Árna­son, mælist með. Ein­ungis 14,7 pró­sent treysta honum en van­traust á hann mælist 50,7 pró­sent.

Könn­unin var gerð dag­anna 4. og 5. apr­íl. Svar­fjöldi var 969 ein­stak­ling­ar, 18 ára og eldri sem valdir voru handa­hófs­kennt úr hópi álits­gjafa MMR.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
SFS: Alvarlegar ásakanir og allir verða að fara að lögum
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segja að það sé sjálfsögð krafa að öll fyrirtæki fari að lögum.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Eimskip lækkaði um tæp fimm prósent – Samherji stærsti hluthafinn
Félög í Kauphöllinni þar sem Samherji er stór hluthafi lækkuðu í virði í dag.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Spyr hvort greiðslur lögaðila til stjórnmálaflokka eigi að vera heimilaðar
Formaður Viðreisnar segir að það sé engin tilviljun að ríkisstjórnin hafi beitt sér fyrir milljarða lækkun á veiðigjaldi.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Samherjamálið og afleiðingar þess í erlendum fjölmiðlum
Meintar mútugreiðslur Samherjamanna til áhrifamanna í namibísku stjórnkerfi til þess að fá eftirsóttan kvóta þar í landi og afleiðingar þess hafa ratað í erlenda fjölmiðla.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Disney+ byrjar að streyma
Kjarninn 13. nóvember 2019
Þórður Snær Júlíusson
Íslenska kerfið sem bjó til skipulagða glæpastarfsemi
Kjarninn 13. nóvember 2019
Vill að Kristján Þór stigi til hliðar og að eignir Samherja verði frystar
Þingmaður vill að sjávarútvegsráðherra Íslands víki og að eignir Samherja verði frystar af þar til bærum yfirvöldum. Samherji átti 111 milljarða í eigið fé í lok síðasta árs.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Fannst þetta minna óþægilega á gamaldags nýlenduherra
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að ef það sem kom fram í fréttaskýringaþætti Kveiks í gærkvöldi reynist rétt þá sé þetta mál hið versta og til skammar fyrir Samherja.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None