Bjarni og Sigmundur ósammála um muninn á aflandsmálum þeirra

7DM_6374_raw_1187.JPG
Auglýsing

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, segir að það sé enginn munur á máli hans og Bjarna Benediktssonar, ef fólk líti á þetta út frá prinsippum. Þetta kom fram í Íslandi í dag í kvöld. 

Ef að menn eru fyrst og fremst að líta á þetta sem prinsip-mál að þeir sem hafi verið á einhvern hátt viðriðnir svona félög, átt ættingja sem hefur það, að þeir eigi þá að gefa pólitíkinni frið á meðan málið er að lægja, nei, þá er ekki munur,“ sagði Sigmundur Davíð aðspurður um málið í Íslandi í dag í kvöld. Umræðan hafi snúist um að aflandsfélög í skattaskjólum séu ekki boðleg á Íslandi. Hann sagðist samt skilja að Bjarni héldi því fram á pólitískum forsendum að það sé munur á málum þeirra.

Bjarni Benediktsson var líka í viðtali í Ísland í dag og hann sagði að það væri grundvallarmunur á málum þeirra tveggja. Ráðherrar ættu ekki að hafa neitt aflandsfélag neitt nálægt sér. „Ég held að það sé óhætt að segja að það sé mikill grundvallarmunur á því að vera sem ráðherra ekki með neitt slíkt félag nálægt sér og það er ekki nein uppi nein spurning um hagsmunaárekstra af nokkrum toga. Ég held að það sé hægt að segja, og nú er ég bara að lýsa minni skoðun, þegar ég horfi yfir sviðið og horfi á fréttir reyni að rýna í það hvað menn eru að reyna að draga út úr þessi og kannski ekki síst að utan, glöggt er gests augað og allt það. Þá staldra menn við það að þarna voru kröfur á slitabúin á sama tíma og ríkisstjórnin var að vinna að lausn þeirra mála. Þetta er auðvitað auðvitað mikill grundvallarmunur.“

Auglýsing

Áhrifafólk vildi fórna Sigmundi og Bjarna

Sigmundur Davíð sagði líka í viðtalinu að áhrifafólk innan Sjálfstæðisflokksins hafi verið að velta því fyrir sér hvernig nýta mætti aðstæðurnar sem upp komu á síðustu dögum og að það hafi átt að fórna honum og fórna Bjarna Benediktssyni líka. Staða ríkisstjórnarinnar og hans hafi verið orðin mjög þröng.

Sigmundur Davíð var líka spurður um fund sinn með forseta Íslands en sagðist ætla að skrifa sjálfur um þann fund síðar og hlakkaði til þess. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórður Snær Júlíusson
Áframhaldandi tilfærsla á peningum úr ríkissjóði til þeirra sem hafa það best
Kjarninn 25. júní 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Viðbrögð borgaryfirvalda voru til skoðunar hjá ráðuneytinu
Mennta- og menningarmálaráðuneytið var með viðbrögð borgaryfirvalda varðandi plássleysi í sérdeildum grunnskóla borgarinnar til skoðunar. Reykjavíkurborg hefur nú mál einhverfra nemenda til úrlausnar og hefur þegar leyst mörg þeirra, samkvæmt ráðuneytinu.
Kjarninn 25. júní 2021
Mesta aukning atvinnuleysis á Norðurlöndunum
Atvinnuleysi hefur aukist um þrefalt meira hér á landi en á hinum Norðurlöndunum á síðustu tveimur ársfjórðungum, miðað við sama tímabil árið á undan, samkvæmt tölum úr vinnumarkaðskönnun landanna.
Kjarninn 24. júní 2021
Sektað vegna grímuskyldu í Ásmundarsal
Eigendur Ásmundarsalar hafa sent frá sér tilkynningu vegna máls sem kom upp á Þorláksmessu í fyrra er varðar brot á grímuskyldu. Lögreglan neitaði að greina frá niðurstöðunni fyrr í dag.
Kjarninn 24. júní 2021
Eva Dögg Davíðsdóttir
Hringrásarhagkerfið – hvar stöndum við?
Kjarninn 24. júní 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 39. þáttur: Veiðiferð sjógunsins I
Kjarninn 24. júní 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var á meðal gesta í samkvæminu í Ásmundarsal.
Lögreglan neitar að upplýsa um niðurstöðuna í Ásmundarsalar-málinu
Lögreglan hóf sjálf hið svokallaða Ásmundarsalar-mál með því að greina frá því að ráðherra, sem síðar var opinberað að væri Bjarni Benediktsson, hefði verið í ólögmætu samkvæmi á Þorláksmessu. Nú neitar lögreglan að upplýsa um niðurstöðuna í málinu.
Kjarninn 24. júní 2021
Drangaskörð eru stórkostleg náttúrusmíð.
Skipuleggja frístundabyggð við ysta haf
Kríuvarp, sóleyjar og jökull. Eitt sérstæðasta náttúrufyrirbrigði Vestfjarða og þótt víðar væri leitað. Þúsund ára menningarsaga. Á landnámsjörðinni Dröngum er fyrirhugað að reisa frístundabyggð. Drangar eru sömuleiðis í friðlýsingarferli að ósk eigenda.
Kjarninn 24. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None