Hjálmar Bogi Hafliðason frá Húsavík hefur tekið sæti Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra og þingmanns Framsóknarflokksins, á Alþingi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forseta Alþingis á vef þingsins, og er vitnað til hennar á vef mbl.is.
Sigmundur er farinn í ótímabundið frí þar sem hann hyggst fara yfir málin og taka frí með fjölskyldunni, að því er haft er eftir Ásmundi Einari á vef mbl.is.
Hjálmar Bogi mætti á þingflokksfundinn í stað Sigmundar og staðfesti Ásmundur að Sigmundur væri þegar kominn í frí.
Auglýsing