Ímynd og ásýnd Íslands ekki beðið umtalsverða hnekki til skamms tíma þrátt fyrir ágjöf

Lilja D. Alfreðsdóttir utanríkisráðherra hefur látið greina umfjöllun erlendra fjölmiðla um Ísland og Panamaskjölin.
Lilja D. Alfreðsdóttir utanríkisráðherra hefur látið greina umfjöllun erlendra fjölmiðla um Ísland og Panamaskjölin.
Auglýsing

Sam­kvæmt sam­an­tektum utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins hefur umfjöllun um atburði lið­innar viku á Íslandi erlendis ver­ið ­stað­reynda­miðuð og beitt. Nei­kvæðs tóns hafi gætt í upp­hafi en hann orðið jákvæð­ar­i eftir að mót­mæli hófust á Aust­ur­velli og ný rík­is­stjórn tók við. Þar sé vís­að til þess­ara við­bragða þegar spurt er hvort aðrir muni bregð­ast eins við og á Ís­landi. Til skemmri tíma litið hafi ímynd og ásýnd Íslands á alþjóða­vett­vangi ekki beðið umtals­verðan hnekki þrátt fyrir tals­verða ágjöf. Þetta segir Urður Gunn­ars­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trú­i ut­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins, í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um þá vinnu sem ráðu­neytið hefur ráð­ist í vegna erlendrar umfjöll­unar um aflands­fé­laga­eign ­ís­lenskra ráða­manna og þau áhrif sem sú umfjöllun hefur haft hér­lend­is.

Urður segir að svo virð­ist sem mesta athyglin sé nú farin af Ís­landi. Til lengri tíma litið séu hins vegar áskor­anir framundan þar sem enn á eftir að birta upp­lýs­ingar um aflands­fé­lög hund­ruð Íslend­inga.

Auglýsing

Þús­undir frétta

Lilja D. Alfreðs­dótt­ir, nýr utan­rík­is­ráð­herra þjóð­ar­inn­ar, ­sagði í fyrstu ræðu sinni á Alþingi fyrir helgi að í ráðu­neyti hennar væri verið að „greina áhrif þeirrar erlendu umfjöll­unar sem hefur verið og sú vinna er í gangi. Það er brýnt að meta skað­semi umræð­unnar og bregð­ast við á við­eig­andi hátt." Lilja fór einnig yfir erlenda um­fjöllun um Ísland og Panama­skjölin á fyrsta rík­is­stjórn­ar­fundi sínum í morg­un­ og þau vibrögð sem fyr­ir­huguð eru vegna henn­ar.

Urður segir frétt­irnar sem ­sagðar hafa verið af Íslandi vegna opin­ber­unar á Panama­skjöl­unum skipta ­þús­und­um. Þá skipti sam­fé­lags­miðla­færslur tugum þús­unda. Ekki hafi verið mik­ið fjallað um áhrif máls­ins á efna­hag eða orð­spor lands­ins. „Umfjöll­unin um Ísland hefur beinst að helstu ger­endum í stjórn­málum lands­ins og mót­mælum almenn­ings en síður að við­skipta­líf­inu og þaðan af síður hefur umfjöll­unin beinst að Íslandi almennt og þeim stóru verk­efnum sem rík­is­stjórnin hefur unnið að við losun fjár­magns­hafta. Það er ljóst að umfjöll­unin öll hef­ur verið í nei­kvæðu ljósi framan af,  þar sem Ísland var fyrsta vest­ræna lýð­ræð­is­ríkið sem litað er af upp­ljóstr­un­un­um. Ítar­leg umfjöllun um eignir og ­fé­lög fyrrum for­sæt­is­ráð­herra og ann­arra ráð­herra í rík­is­stjórn­inni í skatta­skjól­u­m og ekki síður mynd­ræn fram­setn­ing í helstu miðlum er ekki jákvæð.

Ímynd og ásýnd Ísland ekki beðið skaða

Umfjöllun um afsögn Sig­mundar Dav­íðs G­unn­laugs­sonar sem for­sæt­is­ráð­herra og nýskipan rík­is­stjórnar Sig­urðar Inga hafi hins vegar verið með hlut­lausum og jafn­vel jákvæðum hætti. Þá hafi ­mót­mælum almenn­ings verið gerð góð skil og þyki þau almennt til marks um virkt og öfl­ugt lýð­ræði. Urður telur ólík­legt að kast­ljós alþjóð­legra fjöl­miðla muni aftur bein­ast að ­ís­lenskum stjórn­mála­mönnum með jafn­miklum þunga, enda séu upp­ljóstr­anir í Panama­skjöl­unum ekki ein­ungis ein­skorð­aðar við Ísland. „Til lengri tíma lit­ið eru áskor­anir framund­an. Enn eru óbirtar upp­lýs­ingar um hund­ruði íslenskra að­ila og leiða má líkur að því að það verði hluti af hluti af frá­sögn­um al­þjó­legra fjöl­miðla um hvað fór úrskeiðis á Íslandi á árunum fyrir hrun. Mat okkar í utan­rík­is­ráðu­neyt­inu, sem jafn­framt er bygg­t á stöðu­töku helstu sendi­skrif­stofa Íslands og Íslands­stofu, að til skemmri tíma litið hafi ímynd og ásýnd Íslands á alþjóða­vett­vangi ekki beðið umtals­verð­an hnekki þrátt fyrir tals­verða ágjöf.“

Utan­rík­is­ráðu­neytið er enn, á­samt fleiri ráðu­neyt­um, að skoða nánar hvort ástæða sé til að bregð­ast við, til dæmis með greina­skrif­um, við­tölum eða öðru móti. Þeirri vinnu sé ekki lok­ið.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fasteignamarkaðurinn að taka aftur við sér
Fasteignaverð tók kipp í októbermánuði og hækkaði vísitala markaðarins um 0,5 prósent frá því mánuðinn á undan.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Þjóðskrá afhendir upplýsingar um meðlimi í trú- og lífsskoðunarfélögum
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál mat það svo að netföng væru ekki viðkæmar persónuupplýsingar.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
SFS segjast gera kröfu til sjávarútvegsins um að starfa heiðarlega og löglega
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segjast vilja vera fyrirmynd og í fremstu röð í heiminum þegar kemur að sjávarútvegi. Þau ætla að styðja stjórnvöld í aðgerðum sínum sem eru tilkomnar vegna Samherjamálsins.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristbjörn Árnason
Enn einu sinni springur kapítalisminn í loft upp á græðginni og siðleysinu
Leslistinn 19. nóvember 2019
Árni M. Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Fyrrverandi ráðherra á meðal stjórnenda stofnunar sem gerir úttekt á útgerðum
Árni Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, er aðstoðarframkvæmdastjóri fiskveiðisviðs stofnunarinnar sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, hefur falið að gera úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
FAO vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra mun hafa frumkvæði að því Alþjóðamatvælastofnunin vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Björgólfur úr stjórn Sjóvá „vegna anna“
Björgólfur Jóhannsson hefur ákveðið að víkja tímabundið úr stjórn Sjóvá. Hann var stjórnarformaður félagsins. Björgólfur tók nýverið við forstjórastöðunni hjá Samherja.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Julian Assange
Rannsókn gegn Assange felld niður
Samkvæmt WikiLeaks hefur rannsókn á hendur Julian Assange verið felld niður. Ritstjóri miðilsins, Kristinn Hrafnsson, segir að um réttarfarsskandal sé að ræða.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None