Ímynd og ásýnd Íslands ekki beðið umtalsverða hnekki til skamms tíma þrátt fyrir ágjöf

Lilja D. Alfreðsdóttir utanríkisráðherra hefur látið greina umfjöllun erlendra fjölmiðla um Ísland og Panamaskjölin.
Lilja D. Alfreðsdóttir utanríkisráðherra hefur látið greina umfjöllun erlendra fjölmiðla um Ísland og Panamaskjölin.
Auglýsing

Sam­kvæmt sam­an­tektum utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins hefur umfjöllun um atburði lið­innar viku á Íslandi erlendis ver­ið ­stað­reynda­miðuð og beitt. Nei­kvæðs tóns hafi gætt í upp­hafi en hann orðið jákvæð­ar­i eftir að mót­mæli hófust á Aust­ur­velli og ný rík­is­stjórn tók við. Þar sé vís­að til þess­ara við­bragða þegar spurt er hvort aðrir muni bregð­ast eins við og á Ís­landi. Til skemmri tíma litið hafi ímynd og ásýnd Íslands á alþjóða­vett­vangi ekki beðið umtals­verðan hnekki þrátt fyrir tals­verða ágjöf. Þetta segir Urður Gunn­ars­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trú­i ut­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins, í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um þá vinnu sem ráðu­neytið hefur ráð­ist í vegna erlendrar umfjöll­unar um aflands­fé­laga­eign ­ís­lenskra ráða­manna og þau áhrif sem sú umfjöllun hefur haft hér­lend­is.

Urður segir að svo virð­ist sem mesta athyglin sé nú farin af Ís­landi. Til lengri tíma litið séu hins vegar áskor­anir framundan þar sem enn á eftir að birta upp­lýs­ingar um aflands­fé­lög hund­ruð Íslend­inga.

Auglýsing

Þús­undir frétta

Lilja D. Alfreðs­dótt­ir, nýr utan­rík­is­ráð­herra þjóð­ar­inn­ar, ­sagði í fyrstu ræðu sinni á Alþingi fyrir helgi að í ráðu­neyti hennar væri verið að „greina áhrif þeirrar erlendu umfjöll­unar sem hefur verið og sú vinna er í gangi. Það er brýnt að meta skað­semi umræð­unnar og bregð­ast við á við­eig­andi hátt." Lilja fór einnig yfir erlenda um­fjöllun um Ísland og Panama­skjölin á fyrsta rík­is­stjórn­ar­fundi sínum í morg­un­ og þau vibrögð sem fyr­ir­huguð eru vegna henn­ar.

Urður segir frétt­irnar sem ­sagðar hafa verið af Íslandi vegna opin­ber­unar á Panama­skjöl­unum skipta ­þús­und­um. Þá skipti sam­fé­lags­miðla­færslur tugum þús­unda. Ekki hafi verið mik­ið fjallað um áhrif máls­ins á efna­hag eða orð­spor lands­ins. „Umfjöll­unin um Ísland hefur beinst að helstu ger­endum í stjórn­málum lands­ins og mót­mælum almenn­ings en síður að við­skipta­líf­inu og þaðan af síður hefur umfjöll­unin beinst að Íslandi almennt og þeim stóru verk­efnum sem rík­is­stjórnin hefur unnið að við losun fjár­magns­hafta. Það er ljóst að umfjöll­unin öll hef­ur verið í nei­kvæðu ljósi framan af,  þar sem Ísland var fyrsta vest­ræna lýð­ræð­is­ríkið sem litað er af upp­ljóstr­un­un­um. Ítar­leg umfjöllun um eignir og ­fé­lög fyrrum for­sæt­is­ráð­herra og ann­arra ráð­herra í rík­is­stjórn­inni í skatta­skjól­u­m og ekki síður mynd­ræn fram­setn­ing í helstu miðlum er ekki jákvæð.

Ímynd og ásýnd Ísland ekki beðið skaða

Umfjöllun um afsögn Sig­mundar Dav­íðs G­unn­laugs­sonar sem for­sæt­is­ráð­herra og nýskipan rík­is­stjórnar Sig­urðar Inga hafi hins vegar verið með hlut­lausum og jafn­vel jákvæðum hætti. Þá hafi ­mót­mælum almenn­ings verið gerð góð skil og þyki þau almennt til marks um virkt og öfl­ugt lýð­ræði. Urður telur ólík­legt að kast­ljós alþjóð­legra fjöl­miðla muni aftur bein­ast að ­ís­lenskum stjórn­mála­mönnum með jafn­miklum þunga, enda séu upp­ljóstr­anir í Panama­skjöl­unum ekki ein­ungis ein­skorð­aðar við Ísland. „Til lengri tíma lit­ið eru áskor­anir framund­an. Enn eru óbirtar upp­lýs­ingar um hund­ruði íslenskra að­ila og leiða má líkur að því að það verði hluti af hluti af frá­sögn­um al­þjó­legra fjöl­miðla um hvað fór úrskeiðis á Íslandi á árunum fyrir hrun. Mat okkar í utan­rík­is­ráðu­neyt­inu, sem jafn­framt er bygg­t á stöðu­töku helstu sendi­skrif­stofa Íslands og Íslands­stofu, að til skemmri tíma litið hafi ímynd og ásýnd Íslands á alþjóða­vett­vangi ekki beðið umtals­verð­an hnekki þrátt fyrir tals­verða ágjöf.“

Utan­rík­is­ráðu­neytið er enn, á­samt fleiri ráðu­neyt­um, að skoða nánar hvort ástæða sé til að bregð­ast við, til dæmis með greina­skrif­um, við­tölum eða öðru móti. Þeirri vinnu sé ekki lok­ið.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
80 milljarða skattsvik á ári
Leslistinn 6. júlí 2020
Huawei á undir högg að sækja beggja vegna Ermasunds
Kínverski fjarskiptarisinn Huawei hefur mætt andstöðu franskra og breskra yfirvalda í kjölfar viðskiptaþvingana Bandaríkjanna gegn fyrirtækinu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Úthlutar 400 milljónum til einkarekinna fjölmiðla
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur undirritað reglugerð um stuðning við einkarekna fjölmiðla.
Kjarninn 6. júlí 2020
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júní
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júnímánuði, en flutti 553 þúsund farþega í sama mánuði í fyrra. Mun minni samdráttur hefur orðið í fraktflutningum hjá félaginu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín: Ég vonast til þess að við finnum lausn á þessu máli
Forsætisráðherrann hefur tjáð sig um þá ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar að hætta að skima fyrir COVID-19 sjúkdómnum.
Kjarninn 6. júlí 2020
Veirufræðideildin ekki í stakk búin til að taka við fyrr en í lok ágúst
Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, segist vonast til þess að Kára Stefánssyni snúist hugur varðandi aðkomu Íslenskrar erfðagreinar að landamæraskimunum. Deildin sé ekki tilbúin til að taka verkefnið að sér strax.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kári Stefánsson
Íslensk erfðagreining mun hætta öllum samskiptum við sóttvarnalækni og landlækni
„Okkar skoðun er sú að öll framkoma þín og heilbrigðismálaráðherra gagnvart ÍE í þessu máli hafi markast af virðingarleysi fyrir okkur,“ segir í opnu bréfi Kára Stefánssonar til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kjarnafæði og Norðlenska renna saman í eitt eftir tveggja ára viðræður
Norðlenska og Kjarnafæði hafa náð samkomulagi um samruna félaganna tveggja. Hátt í 400 manns vinna hjá þessum fyrirtækjum í dag. Samruninn er háður samþykki Samkeppniseftirlitsins og um 500 bænda, sem eiga Norðlenska í sameiningu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None