Ímynd og ásýnd Íslands ekki beðið umtalsverða hnekki til skamms tíma þrátt fyrir ágjöf

Lilja D. Alfreðsdóttir utanríkisráðherra hefur látið greina umfjöllun erlendra fjölmiðla um Ísland og Panamaskjölin.
Lilja D. Alfreðsdóttir utanríkisráðherra hefur látið greina umfjöllun erlendra fjölmiðla um Ísland og Panamaskjölin.
Auglýsing

Samkvæmt samantektum utanríkisráðuneytisins hefur umfjöllun um atburði liðinnar viku á Íslandi erlendis verið staðreyndamiðuð og beitt. Neikvæðs tóns hafi gætt í upphafi en hann orðið jákvæðari eftir að mótmæli hófust á Austurvelli og ný ríkisstjórn tók við. Þar sé vísað til þessara viðbragða þegar spurt er hvort aðrir muni bregðast eins við og á Íslandi. Til skemmri tíma litið hafi ímynd og ásýnd Íslands á alþjóðavettvangi ekki beðið umtalsverðan hnekki þrátt fyrir talsverða ágjöf. Þetta segir Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, í svari við fyrirspurn Kjarnans um þá vinnu sem ráðuneytið hefur ráðist í vegna erlendrar umfjöllunar um aflandsfélagaeign íslenskra ráðamanna og þau áhrif sem sú umfjöllun hefur haft hérlendis.

Urður segir að svo virðist sem mesta athyglin sé nú farin af Íslandi. Til lengri tíma litið séu hins vegar áskoranir framundan þar sem enn á eftir að birta upplýsingar um aflandsfélög hundruð Íslendinga.

Auglýsing

Þúsundir frétta

Lilja D. Alfreðsdóttir, nýr utanríkisráðherra þjóðarinnar, sagði í fyrstu ræðu sinni á Alþingi fyrir helgi að í ráðuneyti hennar væri verið að „greina áhrif þeirrar erlendu umfjöllunar sem hefur verið og sú vinna er í gangi. Það er brýnt að meta skaðsemi umræðunnar og bregðast við á viðeigandi hátt." Lilja fór einnig yfir erlenda umfjöllun um Ísland og Panamaskjölin á fyrsta ríkisstjórnarfundi sínum í morgun og þau vibrögð sem fyrirhuguð eru vegna hennar.

Urður segir fréttirnar sem sagðar hafa verið af Íslandi vegna opinberunar á Panamaskjölunum skipta þúsundum. Þá skipti samfélagsmiðlafærslur tugum þúsunda. Ekki hafi verið mikið fjallað um áhrif málsins á efnahag eða orðspor landsins. „Umfjöllunin um Ísland hefur beinst að helstu gerendum í stjórnmálum landsins og mótmælum almennings en síður að viðskiptalífinu og þaðan af síður hefur umfjöllunin beinst að Íslandi almennt og þeim stóru verkefnum sem ríkisstjórnin hefur unnið að við losun fjármagnshafta. Það er ljóst að umfjöllunin öll hefur verið í neikvæðu ljósi framan af,  þar sem Ísland var fyrsta vestræna lýðræðisríkið sem litað er af uppljóstrununum. Ítarleg umfjöllun um eignir og félög fyrrum forsætisráðherra og annarra ráðherra í ríkisstjórninni í skattaskjólum og ekki síður myndræn framsetning í helstu miðlum er ekki jákvæð.

Ímynd og ásýnd Ísland ekki beðið skaða

Umfjöllun um afsögn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem forsætisráðherra og nýskipan ríkisstjórnar Sigurðar Inga hafi hins vegar verið með hlutlausum og jafnvel jákvæðum hætti. Þá hafi mótmælum almennings verið gerð góð skil og þyki þau almennt til marks um virkt og öflugt lýðræði. Urður telur ólíklegt að kastljós alþjóðlegra fjölmiðla muni aftur beinast að íslenskum stjórnmálamönnum með jafnmiklum þunga, enda séu uppljóstranir í Panamaskjölunum ekki einungis einskorðaðar við Ísland. „Til lengri tíma litið eru áskoranir framundan. Enn eru óbirtar upplýsingar um hundruði íslenskra aðila og leiða má líkur að því að það verði hluti af hluti af frásögnum alþjólegra fjölmiðla um hvað fór úrskeiðis á Íslandi á árunum fyrir hrun. Mat okkar í utanríkisráðuneytinu, sem jafnframt er byggt á stöðutöku helstu sendiskrifstofa Íslands og Íslandsstofu, að til skemmri tíma litið hafi ímynd og ásýnd Íslands á alþjóðavettvangi ekki beðið umtalsverðan hnekki þrátt fyrir talsverða ágjöf.“

Utanríkisráðuneytið er enn, ásamt fleiri ráðuneytum, að skoða nánar hvort ástæða sé til að bregðast við, til dæmis með greinaskrifum, viðtölum eða öðru móti. Þeirri vinnu sé ekki lokið.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var bólusett í Laugardalshöllinni í gær. Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Páll Magnússon er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Nefnd búin að afgreiða fjölmiðlastyrki og umsóknarfrestur verður til loka maímánaðar
Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar hefur skilað áliti um stuðningskerfi til fjölmiðla. Þar er lagt til að þrengja skilyrði fyrir stuðningi úr ríkissjóði og gildistími laganna er færður í eitt ár.
Kjarninn 7. maí 2021
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, og verk Libiu og Ólafs áður en það var tekið niður af gafli Hafnarborgar.
Bæjarstjóri hafnar því að hafa gerst sek um ritskoðun þegar listaverk var fjarlægt
Fulltrúar minnihlutans í Hafnarfirðii segja fjarlægingu listaverks Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar af gafli Hafnarborgar síðastliðinn sunnudag „alvarlega aðför að tjáningarfrelsi“ og vilja að bæjaryfirvöld biðji tvíeykið afsökunar.
Kjarninn 7. maí 2021
Svæðið fyrir og eftir að Rio Tinto hafði farið yfir það með stórvirkum vinnuvélum.
Hluthafar Rio Tinto hafna starfskjarastefnu sem ofurlaun forstjórans fyrrverandi byggðu á
Fyrstu viðbrögð Rio Tinto og forstjóra þess, þegar upp komst að fyrirtækið hefði eyðilagt 46 þúsund ára gamla steinhella, voru að segjast ekki hafa vitað að þeir væru heilagir í hugum frumbyggjanna. Þessar afsakanir voru hluthöfum ekki að skapi.
Kjarninn 6. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None