Rannsókn á millifærslum til Pace í Panama lokið

Embætti sérstaks saksóknara, nú héraðssaksóknari, hefur árum saman rannsakað lánveitingu Fons til Pace í apríl 2007. Rannsókninni er nú lokið og er beðið er ákvörðunar um hvort ákært verði í málinu eða ekki.

Pálmi, jón Ásgeir Hannes
Auglýsing

Rann­sókn á þriggja millj­arða króna lán­veit­ingu frá íslenska fjár­fest­inga­fé­lag­inu Fons, þá í eig­u ­at­hafna­mann­anna Pálma Har­alds­sonar og Jóhann­esar Krist­ins­son­ar, til­ ­fé­lags­ins Pace Associ­ates í apríl 2007 er lokið hjá hér­aðs­sak­sókn­ara, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans. Málið hefur verið í rann­sókn hjá emb­ætt­inu árum sam­an. Nú er beðið ákvörð­unar um hvort sak­sótt verði í því eða ekki. Sam­kvæmt frétta­flutn­ingi DV og RÚV árið 2010 runnu millj­arð­arnir þrír að end­ingu í vasa Pálma og athafna­mann­anna Jóns Ásgeirs Jóhann­es­sonar og Hann­esar Smára­son­ar. Þeir hafa ætið neitað því.

Pace Associ­ates er skráð til heim­ilis í Panama og var sett á fót af lög­fræði­stof­unni Mossack Fon­seca, sem nú er í kast­ljósi fjöl­miðla út um allan heim vegna leka á 11,5 milljón skjölum frá henni. Skjölin sýna víð­ferma aflands­fé­laga­eign sem Mossack Fon­seca hefur búið til fyrir við­skipta­vini banka út um allan heim. Um er að ræða stærsta leka heims­sög­unn­ar.

Þegar hefur verið upp­lýst um aflands­fé­laga­eign íslenskra ­stjórn­mála­manna. Sú opin­berun hefur þegar leitt til þess að Sig­mundur Dav­íð G­unn­laugs­son sagði af sér sem for­sæt­is­ráð­herra Íslands vegna aðkomu sinnar að aflands­fé­lag­inu Wintr­is. Auk þess varp­aði hún ljósi á tengsl for­manns og vara­for­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Bjarna Bene­dikts­sonar og Ólafar Nor­dal, við aflands­fé­lög.

Auglýsing

Í skjöl­unum eru hins vegar upp­lýs­ingar um alls 800 aflands­fé­lög ­sem tengj­ast 600 Íslend­ing­um. Því er ljóst að mikið magn upp­lýs­inga um aflands­fé­laga­eign, og umfang þeirra eigna sem vistaðar eru í slík­um, eiga enn eftir að koma fram.

The Sunday Times setti í gær í loftið leit­ar­vél sem nær yfir­ 37 þús­und félög sem tengj­ast Mossack Fon­seca og skatta­skjól­inu Panama. Eitt þeirra félaga sem hægt er að finna þar er áður nefnt Pace Associ­ates. Í upp­lýs­ing­unum kemur fram að félagið hafi verið stofnað 20. júní 2005 en lag­t ­niður 26. nóv­em­ber 2010.

Fjöl­miðlaum­fjöll­un ­fyrir sex árum síðan

Félagið Pace var mikið til umfjöll­unar í íslenskum ­fjöl­miðlum árið 2010. Þá fjall­aði DV um það í tengslum við þriggja millj­arða króna lán­veit­ingu fjár­fest­inga­fé­lags­ins ­Fons, þá í eigu athafna­mann­anna Pálma Har­alds­sonar og Jóhann­esar Krist­ins­son­ar, til Pace Associ­ates í apríl 2007.

RÚV sagði fréttir af því árið 2010 að pen­ing­arnir sem lán­aðir voru til Pace hafi á end­anum runnið í vasa Pálma, Jóns Ásgeirs Jóhann­es­sonar og Hann­esar Smára­son­ar. Lána­við­skipt­in ­fóru fram í gegnum Lands­banka Íslands í Lúx­em­borg, en sá banki var í miklu­m við­skiptum við lög­fræði­stof­una Mossack Fon­seca í Panama um stofn­un aflands­fé­laga. Í frétt­inni sagði að lána­samn­ing­ur­inn hafi verið útbú­inn sex ­dögum eftir að milli­færsla fjár­hæð­ar­innar átti sér stað og um hafi verið að ræða svo­kallað kúlu­lán þar sem öll fjár­hæðin var á gjald­daga þremur árum eft­ir ­gerð lána­samn­ings­ins. Í frétt­inni var enn fremur sagt frá því að sama dag og ­gengið var frá lána­samn­ingn­um, þremur árum fyrir gjaldaga, hafi lánið í heild verið afskrifað í bók­haldi Fons.

Höfð­uðu meið­yrða­mál og unnu

Jón Ásgeir og Pálmi höfð­uðu meið­yrða­mál gegn frétta­mann­inum sem sagði frétt­ina og unnu þau á end­anum fyrir Hæsta­rétti. Frétta­mað­ur­inn, Svavar Hall­dórs­son, sagði í Face­book-­stöðu­upp­færslu í kjöl­far dóms í mál­inu sem Jón Ásgeir höfð­aði: "Fréttin er sönn, til eru ­gögn fyrir öllum efn­is­at­riðum umræddrar við­skiptafléttu og málið er til­ ­rann­sóknar á fleiri en einum stað í kerf­inu (eins og stað­fest er í yfir­lýs­ing­u ­Sér­staks sak­sókn­ara). Sá hluti frétt­ar­innar sem fjall­aði um hvernig yfir­völd ­töldu raun­veru­lega í pott­inn búið, byggð­ist hins vegar á trún­að­ar­upp­lýs­ing­um frá heim­ild­ar­mönnum sem ekki geta komið fram. Þeirra trún­aði mun ég ekki bregðast! Jóni Ásgeiri tókst engan vegin að sýna fram á að neitt rangt við frétt­ina – enda er þetta allt rétt."

Heim­ildir Kjarn­ans herma að rann­sókn máls­ins sé nú lokið og að það bíði ákvörð­unar sak­sókn­ara um hvort ákært verði í mál­inu eða ekki.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Óskar Guðmundsson
Hugmynd að nýju launakerfi öryrkja
Kjarninn 29. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None