Íslensk hópfjármögnunarsíða fyrirmynd í Slóveníu

Karolina Fund er í samstarfi við slóvenska hópfjármögnunarfyrirtækið Adrifund eftir að skiptinemi kynntist starfseminni við dvöl sína á Íslandi.

Matej Rauh við stofnviðburð síðunnar
Matej Rauh við stofnviðburð síðunnar
Auglýsing

Stofnuð hefur verið hópfjármögnunarsíða að íslenskri fyrirmynd í Slóveníu, Adrifund.com. Notast er við sama kerfi og hjá Karolina Fund og mikið samstarf er á milli fyrirtækjanna tveggja. Matej Rauh, stofnandi slóvensku síðunnar, fékk hugmyndina þegar hann var staddur á Íslandi við nám í Háskólanum í Reykjavík. Efni meistararitgerðar hans var hópfjármögnun og lagalegir þættir hennar í Bandaríkjunum og í Slóveníu. Hann segir að hann hafi strax byrjað að leita af slíkri starfsemi hér á Íslandi og fundið Karolina Fund eftir leit á netinu. 

„Þetta er mjög spennandi fyrir okkur. Við höfum afrekað mikið síðasta tvo og hálfan mánuðinn og viðbrögðin í Slóveníu um þetta fyrsta hópfjármögnunarfyrirtæki eru mjög jákvæð,“ segir Matej. Þau byrjuðu með sjö verkefni sem gengið hafa vonum framar. Kórar af ýmsum toga hafa m.a. nýtt sér hópsöfnunina til ferðalaga.

Matej kláraði meistaranám í Háskólanum í Ljubljana í nóvember 2015 og hafði fljótlega samband við forsvarsmenn Karolina Fund. Hann vildi nýta þá lagalegu þekkingu sem hann hafði til þess að stofna hópfjármögnunarfyrirtæki í heimalandinu. „Engin slík fyrirtæki voru fyrir í Slóveníu fyrir tíma Adrifund en stór hluti verkefna safna fé á Kickstarter og Indiegogo, svo ég vissi að það væri góð hugmynd að stofna fyrirtæki heima,“ segir Matej. Hann bætir við að Karolina Fund hafi strax sýnt áhuga á samstarfinu. 

Auglýsing

„Matej kom til okkar en hann var að skrifa ritgerð um hópfjármögnun. Hann var mjög áhugasamur um síðuna okkar og hvernig við vorum að vinna þetta eftir hrunið. Hann var hrifin af sögu okkar,“ segir Ingi Rafn Sigurðsson, einn af stofnendum Karolina Fund.

Úr varð að Matej pantaði sér flugfar til Reykjavíkur og hitti forsvarsmenn Karolina Fund í janúar 2016. Hann segir að þeir hafi fundað daglega og aðeins tveimur dögum eftir að hann kom aftur til Slóveníu var hann búinn að stofna Adrifund og byrjaður að vinna. 

Uppsetning síðunnar er með sama sniði og Karolina Fund og er kerfið byggt á sama grunni. Starfsfólk Karolina Fund veitir Adrifund tæknilega aðstoð og hjálpar til við viðskiptahliðina. Ingi Rafn segir að þeir hafi byggt sitt kerfi alveg upp frá grunni en vefsíða þeirra var sett á laggirnar árið 2012. Hann segir að umsvif hennar hafi tvöfaldast á hverju ári síðan þá. 

Karolina Fund er einnig í norrænu hópfjármögnunarbandalagi, The Nordic Crowdfunding Alliance, en Ingi Rafn segir tilganginn með bandalaginu að sameiga krafta lítilla hópfjármögnunarsíðna til þess að styrkja innviði slíkrar starfsemi á Norðurlöndunum. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það er erfitt að ímynda sér að það snjói í Brasilíu en snjókoma er eflaust algengari þar en ætla mætti. Þessi mynd er tekin eftir snjókomu í Brasilíu í ágúst árið 2020
Snjór fellur í Brasilíu
Sumir íbúar í syðsta héraði Brasilíu hafa tekið snjónum fagnandi enda ekki á hverjum degi sem þar snjóar. Bændur gætu aftur á móti átt von á lakari uppskeru og verð á hrávörumörkuðum hefur hækkað í kjölfar kuldakastsins.
Kjarninn 30. júlí 2021
Landspítalinn er á hættustigi vegna kórónuveirufaraldursins.
Sjúklingur á krabbameinsdeild reyndist ekki með COVID
Sjúklingur og starfsmaður á blóð- og krabbameinslækningadeild Landspítalans, sem sagt var frá í gær að hefðu greinst með COVID-19 reyndust ekki smitaðir af kórónuveirunni.
Kjarninn 30. júlí 2021
Óli varð efstur í forvali VG í Norðausturkjördæmi en Bjarkey Olsen í öðru.
Óli Halldórsson hættur við að leiða lista VG í Norðausturkjördæmi
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir mun leiða lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi. Óli Halldórsson færist niður í þriðja sætið en hann stígur til hliðar úr oddvitasætinu vegna veikinda í fjölskyldunni.
Kjarninn 30. júlí 2021
Um 85 prósent Íslendinga sextán ára og eldri eru bólusett
Fjórðungur smitaðra óbólusettur
Að minnsta kosti 255 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með kórónuveiruna hér á landi á þremur vikum. Tæplega 750 smit, um 72 prósent, eru hjá fullbólusettum.
Kjarninn 30. júlí 2021
Þessir frambjóðendur skipa sjö efstu sæti Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi.
María Pétursdóttir og Þór Saari leiða sósíalista í Suðvesturkjördæmi
María hefur starfað innan Sósíalistaflokksins í fjögur ár sem formaður Málefnastjórnar. Raðað er á lista flokksins af hópi flokksfélaga sem hefur verið slembivalinn.
Kjarninn 30. júlí 2021
Ísland og Ísrael örva bólusetta
Á Íslandi og í Ísrael er bólusetningarhlutfall með því hæsta sem fyrirfinnst á jörðu. Bæði löndin sáu smit nær þurrkast út en rísa svo í hæstu hæðir á ný. Og nú hafa þau, sama daginn, ákveðið að gefa þegar bólusettum borgurum örvunarskammt.
Kjarninn 30. júlí 2021
Stóru bankarnir þrír fækkuðu allir í starfsliði sínu á fyrstu sex mánuðum ársins.
Starfsmönnum stóru bankanna fækkaði um rúmlega 80 á fyrri helmingi árs
Í lok júní störfuðu 2.167 manns hjá stóru viðskiptabönkunum þremur, Íslandsbanka, Landsbanka og Arion banka. Samanlagður hagnaður bankanna nam 37 milljörðum á fyrstu 6 mánuðum ársins.
Kjarninn 30. júlí 2021
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None