Spurt um formlega aðkomu forsætisráðherra að samningum við kröfuhafa

Lögð hefur verið fram fyrirspurn á Alþingi um aðkomu Sigmundar Davíð Gunnlaugssonar að samningum við kröfuhafa, hvaða upplýsingar hann hafi fengið og að hvaða stjórnsýsluákvörðunum hann kom.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur sagt af sér sem forsætisráðherra. Máli hans er hins vegar fjarri því að vera lokið.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur sagt af sér sem forsætisráðherra. Máli hans er hins vegar fjarri því að vera lokið.
Auglýsing

Árni Páll Árna­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar, hefur lagt fram ­fyr­ir­spurn til Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, um aðkomu ým­issa aðila að samn­ingum við kröfu­hafa og að með­ferð slita­búa föllnu bank­anna. Þar spyr hann meðal ann­ars um form­lega aðkomu Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, ­fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, að þeim samn­ingum sem gerðir voru við kröfu­hafa, hvaða trún­að­ar­upp­lýs­ingar hann hafi fengið vegna máls­ins og með hvaða skil­mál­u­m ­Sig­mundur Davíð hafi fengið þær upp­lýs­ing­ar. Þá er einnig spurt að hvaða ­stjórn­sýslu­á­kvörð­unum Sig­mundur Davíð kom og á hvaða tíma, hver bein aðkom­a beinna und­ir­manna hans og hvernig þeir eru bundnir trún­aði eða látnir fylgja ­reglum um inn­herj­a­skrán­ingu.

Í fyr­ir­spurn­inni er líka spurt um aðkomu ráð­herra­nefndar um efna­hags­mál að samn­ingum við kröfu­hafa, en Sig­mundur Davíð sat í henni ásam­t ­Bjarna. Árni Páll vill fá að vita hvaða ákvarð­anir voru teknar á fundum henn­ar og hvað af því sem nefndin ræddi snéri að samn­ingum við kröfu­hafa. Söm­u ­spurn­ingar eru til­greindar vegna stýri­hóps um afnám hafta og spurt er hvort ­Sig­mundur Dav­íð, sem átti ekki sæti í stýri­hópn­um, hafi setið ein­hverja fund­i hans.

Árni Páll spyr líka almennt um hvaða reglur hafi gilt um þá ­sem komu að samn­ingum við kröfu­hafa og með­ferð slita­búa föllnu bank­anna, grein­t eftir hópum og regl­um. Hann vill einnig fá að vita hvernig þess var gætt að þeir sem komu að  mál­inu af háld­u ­stjórn­valda væri ekki fjár­hags­lega tengdir eða hags­muna­tengdir kröfu­höf­um, bæð­i ­sjálfir og í gegnum maka eða vensla­menn.

Hægt er að lesa fyr­ir­spurn­ina í held sinni hér.

Ekki bund­inn af inn­herja­reglum

Kjarn­inn greindi frá því 23. mars að Sig­mundur Davíð hafi ekki verið bund­inn af inn­herja­reglum sem ­stað­festar voru af Bjarna Bene­dikts­syni, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, 7. októ­ber 2014 og tóku gildi 1. nóv­em­ber 2014. Þetta stað­festi fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið í svari við ­fyr­ir­spurn Kjarn­ans.  Fyr­ir­spurnin var send í kjöl­far þess að opin­ber­að var að Sig­mundur Davíð og eig­in­kona hans hefðu átt aflands­fé­lagið Wintris sem á kröfur upp á 523 millj­ónir króna í bú bank­anna. Félag­ið, sem á eignir upp á rúm­lega millj­arð króna, er skráð til heim­ilis á Bresku Jóm­frú­areyj­un­um.

Auglýsing

Regl­urnar voru sett­ar ­vegna vinnu við losun hafta. Bjarni sjálf­ur, aðstoð­ar­menn hans, ráðu­neyt­is­stjóri fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins, skrif­stofur­stjórar þess og aðrir starfs­menn sem komu að vinn­unni um losun hafta féllu hins vegar und­ir­ ­regl­urn­ar. Þær náðu einnig til allra þeirra sér­fræð­inga sem unnu að áætlun um losun hafta, meðal ann­ars í fram­kvæmda­hópi stjórn­valda, sem und­ir­rit­uð­u ­trún­að­ar­yf­ir­lýs­ingu vegna starfa sinna. Brot gegn við­kom­andi reglum gat þýtt að sá sem framdi það brot ætti yfir höfði sér fang­els­is­vist.

Þær inn­herj­a­upp­lýs­ingar sem um var að ræða, og bannað var að miðla til ann­arra eða hag­nýta sér, eru til dæmis efni fyr­ir­hug­aðra laga­frum­varpa og vit­neskja um að­gerðir stjórn­valda í efna­hags­mál­um.

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, lagði fram fyrirspurnina.Ástæða þess að um­ræddar inn­herja­reglur voru settar var sú að þeir sem störf­uðu að áætl­ana­gerð um losun hafta bjuggu yfir mjög verð­mætum upp­lýs­ingum sem gætu nýst á mark­að­i til að hagn­ast veru­lega. Í trún­að­ar­yf­ir­lýs­ingu sem allir sem unnu með­ hafta­hópnum voru látnir skrifa undir kom fram hversu við­kvæmar upp­lýs­ing­arn­ar voru og hversu mik­il­vægt það var fyrir sér­fræð­ing­anna að halda trúnað um þær. Brot gegn þeim trún­aði, eða ein­hvers konar mis­notkun á upp­lýs­ing­unum gat talist sak­næmt athæfi, og við­kom­andi gat í kjöl­farið verið ákærð­ur.

Kom að mál­inu á ýmsum­ ­stigum

Yfir­stjórn hafta­los­un­ar­á­ætl­un­ar­innar var í höndum stýrinefnd­ar um losun fjár­magns­hafta. Bjarni Bene­dikts­son leiddi þá nefnd. Auk þess sátu í henni Már Guð­munds­son seðla­banka­stjóri, ráðu­neyt­is­stjórar for­sæt­is- og fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyta og Bene­dikt Árna­son, efna­hags­ráð­gjafi ­for­sæt­is­ráð­herra. Sig­mundur Davíð sat því ekki í þeirri nefnd þótt að sér­leg­ur ráð­gjafi hans, Bene­dikt Árna­son, hafi gert það.

En hann sat hins veg­ar, líkt og áður sagði, í ráð­herra­nefnd um efna­hags­mál ásamt Bjarna Bene­dikts­syni. Þeg­ar ­Seðla­banki Íslands hafði kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að veita ætti slita­bú­um ­föllnu bank­anna und­an­þágur frá fjár­magns­höftum til að klára nauða­samn­inga sína, ­sem gerð­ist 28. októ­ber 2015, var fjallað um málið í ráð­herra­nefnd­inni. Þá var einnig fjallað um málið í rík­is­stjórn Íslands. Sig­mundur Davíð sat báða þá fundi.

Sig­mundur Davíð hefur einnig greitt atkvæði í þeim ­at­kvæða­greiðslum sem farið hafa fram um laga­setn­ingar og –breyt­ingar vegna ­á­ætl­unar um losun fjár­magns­hafta og fram­kvæmd henn­ar. 

Seg­ir ­Sig­mund Davíð mögu­lega hafa verið van­hæfan

Í Frétta­blað­inu þann 23. mars var rætt við Eirík Elís Þor­láks­son, lektor við laga­deild Háskól­ans í Reykja­vík, um mögu­legt van­hæfi ­Sig­mundar Dav­íðs til að koma að losun fjár­magns­hafta vegna hags­muna­tengsla ­sinna. 

Eiríkur sagði þar að Sig­mundur Davíð væri bund­inn af hæf­is­regl­ur ­stjórn­sýslu­réttar þegar hann fer með fram­kvæmd­ar­vald. Ef hann hafi tek­ið á­kvarð­anir um málið sem for­sæt­is­ráð­herra, til dæmis skipað í ráð­gjafa­hóp og eftir atvikum fleiri nefndir sem áttu að vinna að und­ir­bún­ingi laga­setn­ingar um losun hafta, stöð­ug­leika­skatt og fleira, þá kunni það að vera í and­stöðu við ­stjórn­sýslu­lög. Lyk­il­at­riði sé hins vegar að hags­mun­irnir sem um ræði séu slíkir að það valdi van­hæfi til með­ferðar máls­ins.

Í stjórn­sýslu­lögum segir að starfs­maður sé van­hæfur til með­ferðar máls ef hann á sjálfur sér­stakra og veru­legra hags­muna að gæta, vensla­menn hans (maki, ­skyldur eða mægður aðili) eða sjálfs­eign­ar­stofn­anir eða fyr­ir­tæki sem hann er í fyr­ir­svari fyr­ir.

Gjaldtaka vegna fiskeldis dugar ekki fyrir kostnaði við bætta stjórnsýslu og eftirlit
Þeir fjármunir sem rekstraraðilar fiskeldis eiga að greiða fyrir afnot af hafsvæðum í íslenskri lögsögu á næsta ári eru minni en það sem ríkissjóður ætlar að setja í bætta stjórnsýslu og eftirlit með fiskeldi.
Kjarninn 19. september 2019
Seðlabanki Bandaríkjanna lækkar vexti og segir óvissu í heimsbúskapnum
Þetta er önnur lækkunin á skömmum tíma, en þar áður höfðu vextir ekki lækkað í áratug.
Kjarninn 18. september 2019
Innlendar eignir nú 72 prósent af eignum lífeyrissjóða
Lífeyrissjóðir landsmanna hafa stækkaðir mikið í eignum talið, á undanförnum árum. Innlán sjóðanna nema tæplega 170 milljörðum.
Kjarninn 18. september 2019
Bergþór Ólason orðinn nefndarformaður á ný
Nýr formaður umhverfis- og samgöngunefndar var kjörinn í dag með tveimur atkvæðum.
Kjarninn 18. september 2019
Íslendingar endurvinna minnst á Norðurlöndunum
Magn heimilisúrgangs á hvern íbúa hér á landi hefur aukist með hverju ári frá hruni og náði magnið nýju hámarki árið 2017 með rúmlega 650 kílóum á hvern íbúa. Jafnframt endurvinna Íslendingar minnst af heimilissorpi af öllum Norðurlöndunum.
Kjarninn 18. september 2019
Takmarka þarf notkun á reiðufé í spilakössum til að stöðva peningaþvætti
Í aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti er lagt til að lögum verði breytt þannig að nafnlausir spilarar í spilakössum geti ekki sett háar fjárhæðir í þá, tekið þær síðan út sem vinninga og látið leggja þær inn á sig sem löglega vinninga.
Kjarninn 18. september 2019
Leggj­a enn og aftur fram frum­­varp um refs­ing­ar við tálm­un
Umdeilt tálmunarfrumvarp hefur verið lagt fram á ný á Alþingi.
Kjarninn 18. september 2019
Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None