Spurt um formlega aðkomu forsætisráðherra að samningum við kröfuhafa

Lögð hefur verið fram fyrirspurn á Alþingi um aðkomu Sigmundar Davíð Gunnlaugssonar að samningum við kröfuhafa, hvaða upplýsingar hann hafi fengið og að hvaða stjórnsýsluákvörðunum hann kom.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur sagt af sér sem forsætisráðherra. Máli hans er hins vegar fjarri því að vera lokið.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur sagt af sér sem forsætisráðherra. Máli hans er hins vegar fjarri því að vera lokið.
Auglýsing

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar, hefur lagt fram fyrirspurn til Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, um aðkomu ýmissa aðila að samningum við kröfuhafa og að meðferð slitabúa föllnu bankanna. Þar spyr hann meðal annars um formlega aðkomu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, að þeim samningum sem gerðir voru við kröfuhafa, hvaða trúnaðarupplýsingar hann hafi fengið vegna málsins og með hvaða skilmálum Sigmundur Davíð hafi fengið þær upplýsingar. Þá er einnig spurt að hvaða stjórnsýsluákvörðunum Sigmundur Davíð kom og á hvaða tíma, hver bein aðkoma beinna undirmanna hans og hvernig þeir eru bundnir trúnaði eða látnir fylgja reglum um innherjaskráningu.

Í fyrirspurninni er líka spurt um aðkomu ráðherranefndar um efnahagsmál að samningum við kröfuhafa, en Sigmundur Davíð sat í henni ásamt Bjarna. Árni Páll vill fá að vita hvaða ákvarðanir voru teknar á fundum hennar og hvað af því sem nefndin ræddi snéri að samningum við kröfuhafa. Sömu spurningar eru tilgreindar vegna stýrihóps um afnám hafta og spurt er hvort Sigmundur Davíð, sem átti ekki sæti í stýrihópnum, hafi setið einhverja fundi hans.

Árni Páll spyr líka almennt um hvaða reglur hafi gilt um þá sem komu að samningum við kröfuhafa og meðferð slitabúa föllnu bankanna, greint eftir hópum og reglum. Hann vill einnig fá að vita hvernig þess var gætt að þeir sem komu að  málinu af háldu stjórnvalda væri ekki fjárhagslega tengdir eða hagsmunatengdir kröfuhöfum, bæði sjálfir og í gegnum maka eða venslamenn.

Hægt er að lesa fyrirspurnina í held sinni hér.

Ekki bundinn af innherjareglum

Kjarninn greindi frá því 23. mars að Sigmundur Davíð hafi ekki verið bundinn af innherjareglum sem staðfestar voru af Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, 7. október 2014 og tóku gildi 1. nóvember 2014. Þetta staðfesti fjármála- og efnahagsráðuneytið í svari við fyrirspurn Kjarnans.  Fyrirspurnin var send í kjölfar þess að opinberað var að Sigmundur Davíð og eiginkona hans hefðu átt aflandsfélagið Wintris sem á kröfur upp á 523 milljónir króna í bú bankanna. Félagið, sem á eignir upp á rúmlega milljarð króna, er skráð til heimilis á Bresku Jómfrúareyjunum.

Auglýsing

Reglurnar voru settar vegna vinnu við losun hafta. Bjarni sjálfur, aðstoðarmenn hans, ráðuneytisstjóri fjármála- og efnahagsráðuneytisins, skrifstofurstjórar þess og aðrir starfsmenn sem komu að vinnunni um losun hafta féllu hins vegar undir reglurnar. Þær náðu einnig til allra þeirra sérfræðinga sem unnu að áætlun um losun hafta, meðal annars í framkvæmdahópi stjórnvalda, sem undirrituðu trúnaðaryfirlýsingu vegna starfa sinna. Brot gegn viðkomandi reglum gat þýtt að sá sem framdi það brot ætti yfir höfði sér fangelsisvist.

Þær innherjaupplýsingar sem um var að ræða, og bannað var að miðla til annarra eða hagnýta sér, eru til dæmis efni fyrirhugaðra lagafrumvarpa og vitneskja um aðgerðir stjórnvalda í efnahagsmálum.

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, lagði fram fyrirspurnina.Ástæða þess að umræddar innherjareglur voru settar var sú að þeir sem störfuðu að áætlanagerð um losun hafta bjuggu yfir mjög verðmætum upplýsingum sem gætu nýst á markaði til að hagnast verulega. Í trúnaðaryfirlýsingu sem allir sem unnu með haftahópnum voru látnir skrifa undir kom fram hversu viðkvæmar upplýsingarnar voru og hversu mikilvægt það var fyrir sérfræðinganna að halda trúnað um þær. Brot gegn þeim trúnaði, eða einhvers konar misnotkun á upplýsingunum gat talist saknæmt athæfi, og viðkomandi gat í kjölfarið verið ákærður.

Kom að málinu á ýmsum stigum

Yfirstjórn haftalosunaráætlunarinnar var í höndum stýrinefndar um losun fjármagnshafta. Bjarni Benediktsson leiddi þá nefnd. Auk þess sátu í henni Már Guðmundsson seðlabankastjóri, ráðuneytisstjórar forsætis- og fjármála- og efnahagsráðuneyta og Benedikt Árnason, efnahagsráðgjafi forsætisráðherra. Sigmundur Davíð sat því ekki í þeirri nefnd þótt að sérlegur ráðgjafi hans, Benedikt Árnason, hafi gert það.

En hann sat hins vegar, líkt og áður sagði, í ráðherranefnd um efnahagsmál ásamt Bjarna Benediktssyni. Þegar Seðlabanki Íslands hafði komist að þeirri niðurstöðu að veita ætti slitabúum föllnu bankanna undanþágur frá fjármagnshöftum til að klára nauðasamninga sína, sem gerðist 28. október 2015, var fjallað um málið í ráðherranefndinni. Þá var einnig fjallað um málið í ríkisstjórn Íslands. Sigmundur Davíð sat báða þá fundi.

Sigmundur Davíð hefur einnig greitt atkvæði í þeim atkvæðagreiðslum sem farið hafa fram um lagasetningar og –breytingar vegna áætlunar um losun fjármagnshafta og framkvæmd hennar. 

Segir Sigmund Davíð mögulega hafa verið vanhæfan

Í Fréttablaðinu þann 23. mars var rætt við Eirík Elís Þorláksson, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, um mögulegt vanhæfi Sigmundar Davíðs til að koma að losun fjármagnshafta vegna hagsmunatengsla sinna. 

Eiríkur sagði þar að Sigmundur Davíð væri bundinn af hæfisreglur stjórnsýsluréttar þegar hann fer með framkvæmdarvald. Ef hann hafi tekið ákvarðanir um málið sem forsætisráðherra, til dæmis skipað í ráðgjafahóp og eftir atvikum fleiri nefndir sem áttu að vinna að undirbúningi lagasetningar um losun hafta, stöðugleikaskatt og fleira, þá kunni það að vera í andstöðu við stjórnsýslulög. Lykilatriði sé hins vegar að hagsmunirnir sem um ræði séu slíkir að það valdi vanhæfi til meðferðar málsins.

Í stjórnsýslulögum segir að starfsmaður sé vanhæfur til meðferðar máls ef hann á sjálfur sérstakra og verulegra hagsmuna að gæta, venslamenn hans (maki, skyldur eða mægður aðili) eða sjálfseignarstofnanir eða fyrirtæki sem hann er í fyrirsvari fyrir.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var bólusett í Laugardalshöllinni í gær. Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Páll Magnússon er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Nefnd búin að afgreiða fjölmiðlastyrki og umsóknarfrestur verður til loka maímánaðar
Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar hefur skilað áliti um stuðningskerfi til fjölmiðla. Þar er lagt til að þrengja skilyrði fyrir stuðningi úr ríkissjóði og gildistími laganna er færður í eitt ár.
Kjarninn 7. maí 2021
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, og verk Libiu og Ólafs áður en það var tekið niður af gafli Hafnarborgar.
Bæjarstjóri hafnar því að hafa gerst sek um ritskoðun þegar listaverk var fjarlægt
Fulltrúar minnihlutans í Hafnarfirðii segja fjarlægingu listaverks Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar af gafli Hafnarborgar síðastliðinn sunnudag „alvarlega aðför að tjáningarfrelsi“ og vilja að bæjaryfirvöld biðji tvíeykið afsökunar.
Kjarninn 7. maí 2021
Svæðið fyrir og eftir að Rio Tinto hafði farið yfir það með stórvirkum vinnuvélum.
Hluthafar Rio Tinto hafna starfskjarastefnu sem ofurlaun forstjórans fyrrverandi byggðu á
Fyrstu viðbrögð Rio Tinto og forstjóra þess, þegar upp komst að fyrirtækið hefði eyðilagt 46 þúsund ára gamla steinhella, voru að segjast ekki hafa vitað að þeir væru heilagir í hugum frumbyggjanna. Þessar afsakanir voru hluthöfum ekki að skapi.
Kjarninn 6. maí 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Telur ásakanir um meint brot Samherja ekki hafa skaðað orðspor íslenskra fyrirtækja
Fjármála- og efnahagsráðherra segist aldrei hafa fengið símtal, ábendingu eða umkvörtun frá nokkrum einasta aðila sem heldur því fram að ásakanir um lögbrot Samherja séu að valda einhverjum verulegum vandræðum fyrir íslenskan útflutning.
Kjarninn 6. maí 2021
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.
Landsbankinn hagnaðist um 7,6 milljarða króna á þremur mánuðum
Hlutdeild Landsbanka Íslands á íbúðalánamarkaði hefur stóraukist milli ára og er nú 26,8 prósent. Hún hefur aldrei verið hærri. Eigið fé bankans er nú 261,4 milljarðar króna.
Kjarninn 6. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None