Sigurður Ingi segir nú að vistun eigna á aflandseyjum sé óeðlileg

Nýr forsætisráðherra þjóðarinnar segir að síðustu ríkisstjórnum hafi mistekist að ná samtali við þjóðina. Í síðustu viku sagði hann ekkert að því að geyma fé á lágskattarsvæðum. Nú segir hann það óeðlilegt.

Sigurður Ingi Jóhannsson þegar tilkynnt var endanlega um að hann yrði næsti forsætisráðherra íslensku þjóðarinnar.
Sigurður Ingi Jóhannsson þegar tilkynnt var endanlega um að hann yrði næsti forsætisráðherra íslensku þjóðarinnar.
Auglýsing

Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra segir í viðtali við Morgunblaðið í dag að sú umsýsla að Íslendingar skyldu áfram vista eigur sínar á aflandseyjum eftir hrunið sé vissulega ekki ólögleg en óeðlileg er hún.[...]Ljóst er að það er lög­legt. Þannig er þetta fyrst og síðast siðferðis­legt álita­efni. Mitt fyrsta verk í for­sæt­is­ráðuneyt­inu á föstu­dag var að láta kanna hvort við gæt­um bannað Íslend­ing­um að vista pen­inga í lág­skatta­ríkj­um. Fyrstu svör sér­fræðinga eru þau að vegna m.a. jafn­ræðis­reglu EES-samn­ings­ins sé það ekki hægt."

Á fimmtudag í síðustu viku sagði hann hins vegar úr ræðustóli Alþingis að ekkert væri að því að eiga eignir á lágskattasvæðum ef þeir sem slíkar eigi greiði skatta af þeim eignum. Það væri löglegt á Íslandi og alþjóðlega. Það sé hins vegar verulega mikið að því þegar menn noti slík félög til að komast hjá greiðslu skatta og til að fela fé. Hann hvatti alla þá sem „orðið hafa fyrir því“ að fela peninga eða svíkja undan sköttum að gera hreint fyrir sínum dyrum.

Í viðtalinu við Morgunblaðið í dag segir Sigurður Ingi að nú sé brýnast að byggja að nýju traust milli stjórnmálamanna og þjóðar. Eftir því sé kallað. Verkefnið er vandasamt en ég mæti því af fullri auðmýkt." Forsætisráðherrann segir að ríkisstjórn hans muni kalla fjölmarga til samráðs við sig á næstu vikum til að leysa stóru málin sem framundan eru. Meðal þeirra sem kallaðir verða til eru fulltrúar stjórnarandstöðu. Þetta sé liður í því að endurheimta traust milli almennings og stjórnmálamanna.

Auglýsing

Traust á stjórnmálamenn og stofnanir stjórnmálanna hrapaði í kjölfar Kastljóss-þáttar fyrir átta dögum þar sem aflandseign íslenskra ráðamanna var opinberuð. Í könnun sem Félagsvísindastofnun gerði í byrjun síðustu viku var spurt hvort umfjöllunin hefði dregið úr trausti á nokkrum ráðherrum eða stofnunum. 78 prósent sögðu að hún hefði dregið úr trausti sínu gagnvart Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þáverandi forsætisráðherra,  og 67 prósent að hún hefði dregið úr trausti sínu á Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra. 62 prósent treystu Ólöfu Nordal innanríkisráðherra síður eftir þáttinn og 70 prósent misstu traust gagnvart ríkisstjórninni. Traust aðspurðra til Alþingis dróst saman hjá 63 prósent landsmanna og traust til stjórnmála almennt dróst saman um 67 prósent. Fylgi stjórnarflokkanna hríðféll einnig í flestum könnunum sem birtar voru í síðustu viku og stuðningur við ríkisstjórnina fór niður í 26 prósent.

Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn mynduðu engu að síður nýja ríkisstjórn undir forsæti Sigurðar Inga í lok síðustu viku, en lofuðu kosningum í haust. Enn á eftir að nefna dagsetningu í þeim efnum.

Sigurður Ingi segir við Morgunblaðið að ef til vill hafi síðustu ríkisstjórnum mistekist að ná samtali við þjóðina. Einhverra hluta vegna höfum við ekki fundið rétta tóninn. Ríkisstjórn mín mun því á næstunni kalla stjórnarandstöðuna og fleiri til samráðs um ýmis mál sem þarf að leysa, svo sem afnám hafta og húsnæðismálin, svo ég nefni nokkur stór verkefnin sem þarf að ljúka, áður en kosið verður í haust. Að nokkrir mánuðir líði uns kosið sé er ágætur tími. Við þurfum að gefa lýðræðinu svigrúm til að undirbúa sig, bæði nýjum stjórnmálahreyfingum og þeim sem fyrir eru."

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var bólusett í Laugardalshöllinni í gær. Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Páll Magnússon er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Nefnd búin að afgreiða fjölmiðlastyrki og umsóknarfrestur verður til loka maímánaðar
Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar hefur skilað áliti um stuðningskerfi til fjölmiðla. Þar er lagt til að þrengja skilyrði fyrir stuðningi úr ríkissjóði og gildistími laganna er færður í eitt ár.
Kjarninn 7. maí 2021
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, og verk Libiu og Ólafs áður en það var tekið niður af gafli Hafnarborgar.
Bæjarstjóri hafnar því að hafa gerst sek um ritskoðun þegar listaverk var fjarlægt
Fulltrúar minnihlutans í Hafnarfirðii segja fjarlægingu listaverks Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar af gafli Hafnarborgar síðastliðinn sunnudag „alvarlega aðför að tjáningarfrelsi“ og vilja að bæjaryfirvöld biðji tvíeykið afsökunar.
Kjarninn 7. maí 2021
Svæðið fyrir og eftir að Rio Tinto hafði farið yfir það með stórvirkum vinnuvélum.
Hluthafar Rio Tinto hafna starfskjarastefnu sem ofurlaun forstjórans fyrrverandi byggðu á
Fyrstu viðbrögð Rio Tinto og forstjóra þess, þegar upp komst að fyrirtækið hefði eyðilagt 46 þúsund ára gamla steinhella, voru að segjast ekki hafa vitað að þeir væru heilagir í hugum frumbyggjanna. Þessar afsakanir voru hluthöfum ekki að skapi.
Kjarninn 6. maí 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Telur ásakanir um meint brot Samherja ekki hafa skaðað orðspor íslenskra fyrirtækja
Fjármála- og efnahagsráðherra segist aldrei hafa fengið símtal, ábendingu eða umkvörtun frá nokkrum einasta aðila sem heldur því fram að ásakanir um lögbrot Samherja séu að valda einhverjum verulegum vandræðum fyrir íslenskan útflutning.
Kjarninn 6. maí 2021
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.
Landsbankinn hagnaðist um 7,6 milljarða króna á þremur mánuðum
Hlutdeild Landsbanka Íslands á íbúðalánamarkaði hefur stóraukist milli ára og er nú 26,8 prósent. Hún hefur aldrei verið hærri. Eigið fé bankans er nú 261,4 milljarðar króna.
Kjarninn 6. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None