Sigurður Ingi segir nú að vistun eigna á aflandseyjum sé óeðlileg

Nýr forsætisráðherra þjóðarinnar segir að síðustu ríkisstjórnum hafi mistekist að ná samtali við þjóðina. Í síðustu viku sagði hann ekkert að því að geyma fé á lágskattarsvæðum. Nú segir hann það óeðlilegt.

Sigurður Ingi Jóhannsson þegar tilkynnt var endanlega um að hann yrði næsti forsætisráðherra íslensku þjóðarinnar.
Sigurður Ingi Jóhannsson þegar tilkynnt var endanlega um að hann yrði næsti forsætisráðherra íslensku þjóðarinnar.
Auglýsing

Sig­urður Ingi Jóhanns­son for­sæt­is­ráð­herra segir í við­tali við Morg­un­blaðið í dag að sú umsýsla að Íslend­ingar skyldu áfram vista eigur sínar á aflandseyjum eftir hrunið sé vissu­lega ekki ólög­leg en óeðli­leg er hún­.[...]Ljóst er að það er lög­­­legt. Þannig er þetta fyrst og síð­ast sið­ferð­is­­­legt álita­efni. Mitt fyrsta verk í for­­sæt­is­ráðu­neyt­inu á föst­u­dag var að láta kanna hvort við gæt­um bannað Íslend­ing­um að vista pen­inga í lág­skatta­­ríkj­­um. Fyrstu svör sér­­­fræð­inga eru þau að vegna m.a. jafn­­ræð­is­­reglu EES-­samn­ings­ins sé það ekki hægt."

Á fimmtu­dag í síð­ustu viku sagði hann hins vegar úr ræðu­stóli Alþingis að ekk­ert væri að því að eiga eignir á lág­skatta­svæðum ef þeir sem slíkar eigi greiði skatta af þeim eign­um. Það væri lög­legt á Íslandi og alþjóð­lega. Það sé hins vegar veru­lega mikið að því þegar menn noti slík félög til að kom­ast hjá greiðslu skatta og til að fela fé. Hann hvatti alla þá sem „orðið hafa fyrir því“ að fela pen­inga eða svíkja undan sköttum að gera hreint fyrir sínum dyr­um.

Í við­tal­inu við Morg­un­blaðið í dag segir Sig­urður Ingi að nú sé brýn­ast að byggja að nýju traust milli stjórn­mála­manna og þjóð­ar. Eftir því sé kall­að. Verk­efnið er vanda­samt en ég mæti því af fullri auð­mýkt." For­sæt­is­ráð­herr­ann segir að rík­is­stjórn hans muni kalla fjöl­marga til sam­ráðs við sig á næstu vikum til að leysa stóru málin sem framundan eru. Meðal þeirra sem kall­aðir verða til eru full­trúar stjórn­ar­and­stöðu. Þetta sé liður í því að end­ur­heimta traust milli almenn­ings og stjórn­mála­manna.

Auglýsing

Traust á stjórn­mála­menn og stofn­anir stjórn­mál­anna hrap­aði í kjöl­far Kast­ljós­s-þáttar fyrir átta dögum þar sem aflandseign íslenskra ráða­manna var opin­beruð. Í könnun sem Félags­vís­inda­stofnun gerði í byrjun síð­ustu viku var spurt hvort umfjöll­unin hefði dregið úr trausti á nokkrum ráð­herrum eða stofn­un­um. 78 pró­sent sögðu að hún hefði dregið úr trausti sínu gagn­vart Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni, þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra,  og 67 pró­sent að hún hefði dregið úr trausti sínu á Bjarna Bene­dikts­syni, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra. 62 pró­sent treystu Ólöfu Nor­dal inn­an­rík­is­ráð­herra síður eftir þátt­inn og 70 pró­sent misstu traust gagn­vart rík­is­stjórn­inni. Traust aðspurðra til Alþingis dróst saman hjá 63 pró­sent lands­manna og traust til stjórn­mála almennt dróst saman um 67 pró­sent. Fylgi stjórn­ar­flokk­anna hríð­féll einnig í flestum könn­unum sem birtar voru í síð­ustu viku og stuðn­ingur við rík­is­stjórn­ina fór niður í 26 pró­sent.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn mynd­uðu engu að síður nýja rík­is­stjórn undir for­sæti Sig­urðar Inga í lok síð­ustu viku, en lof­uðu kosn­ingum í haust. Enn á eftir að nefna dag­setn­ingu í þeim efn­um.

Sig­urður Ingi segir við Morg­un­blaðið að ef til vill hafi síð­ustu rík­is­stjórnum mis­tek­ist að ná sam­tali við þjóð­ina. Ein­hverra hluta vegna höfum við ekki fundið rétta tón­inn. Rík­is­stjórn mín mun því á næst­unni kalla stjórn­ar­and­stöð­una og fleiri til sam­ráðs um ýmis mál sem þarf að leysa, svo sem afnám hafta og hús­næð­is­mál­in, svo ég nefni nokkur stór verk­efnin sem þarf að ljúka, áður en kosið verður í haust. Að nokkrir mán­uðir líði uns kosið sé er ágætur tími. Við þurfum að gefa lýð­ræð­inu svig­rúm til að und­ir­búa sig, bæði nýjum stjórn­mála­hreyf­ingum og þeim sem fyrir eru."

Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Rannveig Sigurðardóttir og Unnur Gunnarsdóttir
Unnur og Rannveig skipaðar varaseðlabankastjórar
Núverandi aðstoðarseðlabankastjóri og forstjóri Fjármálaeftirlitsins hafa nú verið formlega fluttar í starf varaseðlabankastjóra af forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra. Þær hefja störf í janúar á næsta ári.
Kjarninn 19. september 2019
Nonnabiti lokar eftir 27 ár
„Allt á baconbát?“ hefur heyrst í síðasta sinn í Hafnarstrætinu. Nonnabita hefur verið lokað og svangir næturlífsfarar verða að finna sér nýjan stað til að takast á við svengdina í framtíðinni.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Andri Thorsson., þingmaður Samfylkingarinnar.
Ekki hægt að stilla saman strengi með Miðflokki
Þingmaður Samfylkingar segir að sameiginlegir strengir séu milli hans flokks, Pírata og Viðreisnar. Það sé hins vegar ekki hægt að stilla saman strengi með Miðflokknum vegna þess að engir sameiginlegir strengir séu til staðar.
Kjarninn 19. september 2019
Seðlabankann skorti þekkingu á hættumerkjum við peningaþvætti
Mikil áhætta á peningaþvætti fylgdi fjármagnshöftum á Íslandi og þeim leiðum sem valdar voru til að losa um þau. Seðlabanki Íslands þarf að grípa til margháttaðra aðgerða til að draga úr þeirri áhættu, nú nokkrum árum eftir að höftum var að mestu aflétt.
Kjarninn 19. september 2019
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og ein af flutningsmönnum tillögunnar.
Vilja gera jarðakaup leyfisskyld
Þingmenn Framsóknarflokksins leggja til að jarðakaup verði gerð leyfisskyld hér á landi í nýrri þingsályktunartillögu. Markmið tillögunnar er að tryggja eignarhald landsmanna á jörðum á Íslandi og skapa þannig tækifæri til heilsársbúsetu í dreifbýli.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None