Sigurður Ingi segir nú að vistun eigna á aflandseyjum sé óeðlileg

Nýr forsætisráðherra þjóðarinnar segir að síðustu ríkisstjórnum hafi mistekist að ná samtali við þjóðina. Í síðustu viku sagði hann ekkert að því að geyma fé á lágskattarsvæðum. Nú segir hann það óeðlilegt.

Sigurður Ingi Jóhannsson þegar tilkynnt var endanlega um að hann yrði næsti forsætisráðherra íslensku þjóðarinnar.
Sigurður Ingi Jóhannsson þegar tilkynnt var endanlega um að hann yrði næsti forsætisráðherra íslensku þjóðarinnar.
Auglýsing

Sig­urður Ingi Jóhanns­son for­sæt­is­ráð­herra segir í við­tali við Morg­un­blaðið í dag að sú umsýsla að Íslend­ingar skyldu áfram vista eigur sínar á aflandseyjum eftir hrunið sé vissu­lega ekki ólög­leg en óeðli­leg er hún­.[...]Ljóst er að það er lög­­­legt. Þannig er þetta fyrst og síð­ast sið­ferð­is­­­legt álita­efni. Mitt fyrsta verk í for­­sæt­is­ráðu­neyt­inu á föst­u­dag var að láta kanna hvort við gæt­um bannað Íslend­ing­um að vista pen­inga í lág­skatta­­ríkj­­um. Fyrstu svör sér­­­fræð­inga eru þau að vegna m.a. jafn­­ræð­is­­reglu EES-­samn­ings­ins sé það ekki hægt."

Á fimmtu­dag í síð­ustu viku sagði hann hins vegar úr ræðu­stóli Alþingis að ekk­ert væri að því að eiga eignir á lág­skatta­svæðum ef þeir sem slíkar eigi greiði skatta af þeim eign­um. Það væri lög­legt á Íslandi og alþjóð­lega. Það sé hins vegar veru­lega mikið að því þegar menn noti slík félög til að kom­ast hjá greiðslu skatta og til að fela fé. Hann hvatti alla þá sem „orðið hafa fyrir því“ að fela pen­inga eða svíkja undan sköttum að gera hreint fyrir sínum dyr­um.

Í við­tal­inu við Morg­un­blaðið í dag segir Sig­urður Ingi að nú sé brýn­ast að byggja að nýju traust milli stjórn­mála­manna og þjóð­ar. Eftir því sé kall­að. Verk­efnið er vanda­samt en ég mæti því af fullri auð­mýkt." For­sæt­is­ráð­herr­ann segir að rík­is­stjórn hans muni kalla fjöl­marga til sam­ráðs við sig á næstu vikum til að leysa stóru málin sem framundan eru. Meðal þeirra sem kall­aðir verða til eru full­trúar stjórn­ar­and­stöðu. Þetta sé liður í því að end­ur­heimta traust milli almenn­ings og stjórn­mála­manna.

Auglýsing

Traust á stjórn­mála­menn og stofn­anir stjórn­mál­anna hrap­aði í kjöl­far Kast­ljós­s-þáttar fyrir átta dögum þar sem aflandseign íslenskra ráða­manna var opin­beruð. Í könnun sem Félags­vís­inda­stofnun gerði í byrjun síð­ustu viku var spurt hvort umfjöll­unin hefði dregið úr trausti á nokkrum ráð­herrum eða stofn­un­um. 78 pró­sent sögðu að hún hefði dregið úr trausti sínu gagn­vart Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni, þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra,  og 67 pró­sent að hún hefði dregið úr trausti sínu á Bjarna Bene­dikts­syni, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra. 62 pró­sent treystu Ólöfu Nor­dal inn­an­rík­is­ráð­herra síður eftir þátt­inn og 70 pró­sent misstu traust gagn­vart rík­is­stjórn­inni. Traust aðspurðra til Alþingis dróst saman hjá 63 pró­sent lands­manna og traust til stjórn­mála almennt dróst saman um 67 pró­sent. Fylgi stjórn­ar­flokk­anna hríð­féll einnig í flestum könn­unum sem birtar voru í síð­ustu viku og stuðn­ingur við rík­is­stjórn­ina fór niður í 26 pró­sent.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn mynd­uðu engu að síður nýja rík­is­stjórn undir for­sæti Sig­urðar Inga í lok síð­ustu viku, en lof­uðu kosn­ingum í haust. Enn á eftir að nefna dag­setn­ingu í þeim efn­um.

Sig­urður Ingi segir við Morg­un­blaðið að ef til vill hafi síð­ustu rík­is­stjórnum mis­tek­ist að ná sam­tali við þjóð­ina. Ein­hverra hluta vegna höfum við ekki fundið rétta tón­inn. Rík­is­stjórn mín mun því á næst­unni kalla stjórn­ar­and­stöð­una og fleiri til sam­ráðs um ýmis mál sem þarf að leysa, svo sem afnám hafta og hús­næð­is­mál­in, svo ég nefni nokkur stór verk­efnin sem þarf að ljúka, áður en kosið verður í haust. Að nokkrir mán­uðir líði uns kosið sé er ágætur tími. Við þurfum að gefa lýð­ræð­inu svig­rúm til að und­ir­búa sig, bæði nýjum stjórn­mála­hreyf­ingum og þeim sem fyrir eru."

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
SFS: Alvarlegar ásakanir og allir verða að fara að lögum
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segja að það sé sjálfsögð krafa að öll fyrirtæki fari að lögum.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Eimskip lækkaði um tæp fimm prósent – Samherji stærsti hluthafinn
Félög í Kauphöllinni þar sem Samherji er stór hluthafi lækkuðu í virði í dag.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Spyr hvort greiðslur lögaðila til stjórnmálaflokka eigi að vera heimilaðar
Formaður Viðreisnar segir að það sé engin tilviljun að ríkisstjórnin hafi beitt sér fyrir milljarða lækkun á veiðigjaldi.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Samherjamálið og afleiðingar þess í erlendum fjölmiðlum
Meintar mútugreiðslur Samherjamanna til áhrifamanna í namibísku stjórnkerfi til þess að fá eftirsóttan kvóta þar í landi og afleiðingar þess hafa ratað í erlenda fjölmiðla.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Disney+ byrjar að streyma
Kjarninn 13. nóvember 2019
Þórður Snær Júlíusson
Íslenska kerfið sem bjó til skipulagða glæpastarfsemi
Kjarninn 13. nóvember 2019
Vill að Kristján Þór stigi til hliðar og að eignir Samherja verði frystar
Þingmaður vill að sjávarútvegsráðherra Íslands víki og að eignir Samherja verði frystar af þar til bærum yfirvöldum. Samherji átti 111 milljarða í eigið fé í lok síðasta árs.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Fannst þetta minna óþægilega á gamaldags nýlenduherra
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að ef það sem kom fram í fréttaskýringaþætti Kveiks í gærkvöldi reynist rétt þá sé þetta mál hið versta og til skammar fyrir Samherja.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None