Berglind Svavarsdóttir, Birgir Björn Sigurjónsson, Danielle Pamela Neben, Helga Björk Eiríksdóttir, Hersir Sigurgeirsson, Jón Guðmann Pétursson og Magnús Pétursson eru tilnefnd sem aðalmenn í bankaráð Landsbankans, en aðalfundur bankans fer fram 14. apríl.
Eins og fram hefur komið hyggst núverandi bankaráð Landsbankans hætta, þar sem Tryggvi Pálsson var formaður ráðsins, vegna Borgunar-málsins svokallaða. Bankasýsla ríkisins gerði kröfu um að bankaráðið myndi víkja, og Steinþór Pálsson, forstjóri einnig, en það var hann ekki tilbúinn að gera.
Málið snýst um sölu Landsbankans á 31,2 prósent hlut í Borgun til valinna fjárfesta fyrir 2,2 milljarða króna, en FME telur að lög hafi verið brotin í söluferlinu. Það var lokað og aðeins opið kaupendum.
Bankaráð Landsbankans leggur til að greiddar verði 28,5 milljarðar króna í arð vegna reikningsársins 2015.