Forystufólk stjórnarandstöðunnar birtir upplýsingar úr skattskýrslum

Forystufólk stjórnarandstöðuflokkanna ætla öll að birta upplýsingar úr skattskýrslum sínum. Auk félagsmálaráðherra hafa formenn Samfylkingar og VG birt nú þegar. Bjarni Benediktsson segist ætla að meta þörfina á frekari birtingu gagna um fjármál sín.

Árni Páll og Katrín hafa nú þegar birt upplýsingarnar. Óttarr og Birgitta ætla að gera það á næstu dögum.
Árni Páll og Katrín hafa nú þegar birt upplýsingarnar. Óttarr og Birgitta ætla að gera það á næstu dögum.
Auglýsing

Þau Árni Páll Árna­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar, Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri grænna, og Eygló Harð­ar­dótt­ir, félags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra Fram­sókn­ar­flokks­ins, hafa öll birt upp­lýs­ingar úr skatt­fram­tölum sín­um. Eygló skráir sínar upp­lýs­ingar í hags­muna­skrán­ingu á vef ráðu­neyt­is­ins, Árni Páll birti á heima­síðu sinni og Katrín skráði sínar upp­lýs­ingar í hags­muna­skrán­ingu á vef Vinstri grænna. 

Ótt­arr Proppé, for­maður Bjartrar fram­tíð­ar, og Birgitta Jóns­dótt­ir, þing­flokks­for­maður Pírata, segj­ast í sam­tali við Kjarn­ann ætla að birta sínar upp­lýs­ingar á næstu dög­um. 

Ill­ugi Gunn­ars­son, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, birti afrit af skatt­fram­tali sínu og eig­in­konu sinnar á Face­book-­síðu sinni í októ­ber í fyrra. Fram­tölin voru fyrir árin 2012 og 2013 og voru birt vegna frétta Stund­ar­innar af tengslum Ill­uga við fyr­ir­tækið Orka Energy. 

Auglýsing

Sig­mundur sagði kröf­una um birt­ingu sjálf­sagða 

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, sagði í við­tali við Ísland í dag fyrir tíu dögum síðan að það gæti vel verið að það sé tíma­bært fyrir þau hjónin að opna bók­hald sitt upp á gátt: „Í þessu til­viki held ég að það sé orðið að sjálf­sagðri kröfu að hún geri grein fyrir þessu,“ sagði hann. Þá ættu líka aðrir að gera slíkt hið sama. 

Ekki víst hvort Bjarni birti

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra var spurður af Árna Páli á Alþingi í morgun hvort stæði til hjá honum að birta upp­lýs­ingar úr sínum skatt­fram­töl­um. Bjarni svar­aði því til að hann ætl­aði að meta þörf­ina á frek­ari upp­lýs­inga­gjöf og það yrði bara að koma í ljós hvernig það yrði gert. Vilji þing­menn gera breyt­ingar á reglum um hags­muna­skrán­ingu ættu þær að vera gerðar á þverpóli­tískum vett­vangi á þing­inu.  

Ragn­heiður Rík­harðs­dótt­ir, þing­flokks­for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sagði við RÚV í gær að það væri eðli­legt að þeir ráð­herrar sem tengj­ast aflands­fé­lögum birti upp­lýs­ingar úr skatt­skýrslum sín­um. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meiri áhugi virðist vera á íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins.
Fleiri kaupa utan Reykjavíkur
Talið er að vaxtalækkanir Seðlabankans hafi komið í veg fyrir mikla niðursveiflu á íbúðamarkaðnum, sem tekið hefur við sér að nokkru leyti á síðustu mánuðum. Fleiri kjósa þó að kaupa íbúð utan höfuðborgarsvæðisins heldur en innan þess.
Kjarninn 12. júlí 2020
Trump stígur í vænginn við Færeyinga
Bandaríkjamenn hafa mikinn áhuga á aukinni samvinnu við Færeyinga. Þótt í orði kveðnu snúist sá áhugi ekki um hernaðarsamvinnu dylst engum hvað að baki býr.
Kjarninn 12. júlí 2020
Fé á leið til slátrunar.
Bændum á Íslandi heimilt að aflífa dýr utan sláturhúsa með ýmsum aðferðum
Yrði sláturhús á Íslandi óstarfhæft vegna hópsmits yrði fyrsti kosturinn sá að senda dýr til slátrunar í annað sláturhús. Ef aflífa þarf dýr utan sláturhúsa mega bændur beita til þess ýmsum aðferðum, m.a. gösun, höfuðhöggi og pinnabyssu.
Kjarninn 12. júlí 2020
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
„Þegar dætrum mínum var ógnað, náðu þeir mér“
Þegar Guðrún Jónsdóttir gekk inn í Kvennaathvarfið árið 1988 til að taka sína fyrstu vakt mætti henni kasólétt kona með glóðarauga. Hún hafði gengið inn í heim sem hafði fram til þessa verið henni gjörsamlega hulinn. „Ég grét í heilan sólarhring.“
Kjarninn 11. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None