Umboðsmaður Alþingis segir ekki tilefni til frumkvæðisathugunar

Umboðsmaður Alþingis ætlar ekki að hefja frumkvæðisathugun á aðkomu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar á afnámi gjaldeyrishafta og uppgjöri slitabúa föllnu bankanna. Þetta kom fram á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun.

Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir embættið hafa takmarkaða möguleika til að stunda frumkvæðisathuganir vegna fjárskorts og álags á starfsmönnum.
Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir embættið hafa takmarkaða möguleika til að stunda frumkvæðisathuganir vegna fjárskorts og álags á starfsmönnum.
Auglýsing

Tryggvi Gunn­ars­son, umboðs­maður Alþing­is, segir ekki til­efni til að hefja frum­kvæð­is­at­hug­un á aðkomu Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, á afnámi gjald­eyr­is­hafta og upp­gjöri slita­búa föllnu bank­anna. Þetta kom fram á fundi umboðs­manns með stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd í morgun og Vísir greinir frá. 

Á fund­inum sagði Tryggvi að hæf­is­reglur stjórn­sýslu­laga eigi aðeins við um stjórn­valds­á­kvarð­anir sem snertu rétt­indi borg­ar­anna. Eina van­hæf­is­reglan sem gilti um þing­menn væru að þeir mættu ekki greiða at­­kvæði um fjár­­út­­lát til þeirra sjálfra. Hlut­verk hæf­is­regla væri fyrst og fremst ætlað að vernda rétt­indi þeirra sem ákvarð­anir beindust að, er fram kemur í frétt Vís­is. 

Þá sagð­ist umboðs­maður ekki getað séð að um samn­inga hafi verið að ræða milli ríkis og kröfu­hafa í tengslum við upp­gjör slita­bú­anna og eða að stjórn­völd hafi tekið ákvarð­anir um greiðslur til ein­staka kröfu­hafa. Wintris, félag eig­in­konu Sig­mundar Dav­íðs, er einn kröfu­hafa í slita­bú­in. 

Auglýsing

Að mati Tryggva gæti hins vegar verið ástæða til að ganga lengra við hags­muna­skrán­ingu en nú er gert.  

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Óskar Guðmundsson
Hugmynd að nýju launakerfi öryrkja
Kjarninn 29. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None