Flestir vilja að nýr Landsspítali rísi á Vífilsstöðum

landspítali lsh kvennadeild
Auglýsing

Um 50 pró­sent lands­manna vilja að nýr Lands­spít­ali rísi á Víf­ils­stöðum í Garða­bæ. 39,6 pró­sent vilja að hann rísi við Hring­braut, þar sem spít­al­inn stendur nú. Þetta kemur fram í könnun sem Gallup vann fyrir Við­skipta­blaðið og birt er í því í dag. Aðrir mögu­leik­ar, eins og Keldna­holt eða Foss­vog­ur, eru mun óvin­sælli og 7,5 pró­sent vilja að spít­al­inn rísi á öðrum stað en ofan­greindum fjór­um. Unnið er að því að reisa nýja spít­al­ann við Hring­braut.

Ekki er mik­ill munur á afstöðu fólks til þess hvort nýr spít­ali rísi við Hring­braut eða á Víf­ils­stöðum þegar hún er skoðuð út frá aldri, tekjum kyni eða mennt­um. Eldra fólk er þó eilítið hlynnt­ara upp­bygg­ingu á Víf­ils­stöðum en stuð­ingur við upp­bygg­ingu við Hring­braut er meiri hjá yngsta ald­urs­hópn­um.

Mik­ill munur er hins vegar á afstöðu fólks þegar hún er greind eftir því hvaða stjórn­mála­flokka það myndi kjósa. Þar kemur í ljós að stuðn­ings­menn Sjálf­stæð­is­flokks (62 pró­sent) og Fram­sókn­ar­flokks (73 pró­sent) eru þeir sem vilja helst sjá nýjan spít­ala rísa á Víf­ils­stöð­um. Mestur stuðn­ingur við Hring­braut­ar­lausn­ina er hins­vegar hjá stuðn­ings­mönnum Sam­fylk­ingar (75 pró­sent) og Vinstri grænna (64 pró­sent). Píratar eru nokkuð skiptir í afstöðu sinni. Um 45 pró­sent þeirra vilja Víf­ils­staði en 45 pró­sent vilja Hring­braut.

Auglýsing

 Spurt var „Hvar vilt þú að nýr Land­spít­ali rísi“ og voru svar­mögu­leik­arnir „Á Víf­ils­stöð­um“ og „Við Hring­braut“ birtir svar­endum í til­vilj­un­ar­kenndri röð. Alls voru svar­endur 867 tals­ins og af þeim tóku 669 afstöð­u. 

Alveg öruggt að spít­al­inn verður við Hring­braut

Sitj­andi rík­is­stjórn vinnur að upp­bygg­ingu nýs Lands­spít­ala við Hring­braut. Sig­­mundur Davíð Gunn­laugs­­son, þáver­andi for­­sæt­is­ráð­herra, varp­aði því sprengju inn í stjórn­ar­starf rík­is­stjórnar sinnar í síð­asta mán­uði þegar hann  opin­ber­aði þann vilja sinn í gær að byggja nýjan Lands­­spít­­ala við Víf­ils­­stað­i. Sig­­mundur skrif­aði þá grein á vef­­síðu sína þar sem hann lýsti yfir þeim vilja sín­um. Í Morg­un­­blað­inu dag­inn áður hafði verið rætt við bæj­­­ar­­stjór­ann í Garðabæ um mög­u­­leik­ann á upp­­­bygg­ingu Land­­spít­­ala við Víf­ils­­staði. Bæj­­­ar­yf­­ir­völd þar segj­­ast reið­u­­búin í sam­­starf um bygg­ingu nýs spít­­ala þar, og hægt sé að liðka fyrir mál­inu á ýmsan hátt. 

Sig­mundur Davíð ræddi hvorki við Krist­ján Þór Júl­í­us­­son heil­brigð­is­ráð­herra né stjórn­­endur Lands­­spít­­al­ans áður en að hann varp­aði fram þess­ari hug­mynd sinn­i. Krist­ján Þór sagði í kjöl­farið í við­tali við Rás 2 að vinn­u­brögð Fram­­sókn­­ar­­flokks­ins vegna upp­­­bygg­ingu nýs Lands­­spít­­ala væru ekki boð­­leg. Alveg öruggt væri að Land­­spít­­al­inn muni verða við Hring­braut, þar sem ­upp­­­bygg­ing hans stendur nú yfir. Alþingi hafi tekið þá ákvörðun með lögum árið 2010, sem síðan var aftur stað­­fest í lögum árið 2013.  

Í við­tal­inu sagði heil­brigð­is­ráð­herra að hann hefði fyrst heyrt af hug­­myndum Sig­­mundar Dav­­íðs Gunn­laugs­­son­ar ­for­­sæt­is­ráð­herra um stað­­setn­ingu Lands­­spít­­al­ans á Víf­il­­stöðum í Garðabæ á föst­u­dag í fjöl­mið­l­­um. „Fjár­­­mála­ráð­herra og for­­mað­­ur­ ­Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins heyrði það söm­u­­leiðis í fyrsta skipti á föst­u­dag­inn. Þetta eru ekki vinn­u­brögð til fyr­ir­­myndar bara svo það sé sagt það er ein­fald­­lega mín ­skoð­un.“ 

Sig­mundur Davíð sagði af sér sem for­sæt­is­ráð­herra í síð­ustu viku vegna aflands­fé­laga­hneyksl­is­ins og ný rík­is­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks, undir for­sæti Sig­urðar Inga Jóhanns­sonar tók við. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
SFS: Alvarlegar ásakanir og allir verða að fara að lögum
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segja að það sé sjálfsögð krafa að öll fyrirtæki fari að lögum.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Eimskip lækkaði um tæp fimm prósent – Samherji stærsti hluthafinn
Félög í Kauphöllinni þar sem Samherji er stór hluthafi lækkuðu í virði í dag.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Spyr hvort greiðslur lögaðila til stjórnmálaflokka eigi að vera heimilaðar
Formaður Viðreisnar segir að það sé engin tilviljun að ríkisstjórnin hafi beitt sér fyrir milljarða lækkun á veiðigjaldi.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Samherjamálið og afleiðingar þess í erlendum fjölmiðlum
Meintar mútugreiðslur Samherjamanna til áhrifamanna í namibísku stjórnkerfi til þess að fá eftirsóttan kvóta þar í landi og afleiðingar þess hafa ratað í erlenda fjölmiðla.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Disney+ byrjar að streyma
Kjarninn 13. nóvember 2019
Þórður Snær Júlíusson
Íslenska kerfið sem bjó til skipulagða glæpastarfsemi
Kjarninn 13. nóvember 2019
Vill að Kristján Þór stigi til hliðar og að eignir Samherja verði frystar
Þingmaður vill að sjávarútvegsráðherra Íslands víki og að eignir Samherja verði frystar af þar til bærum yfirvöldum. Samherji átti 111 milljarða í eigið fé í lok síðasta árs.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Fannst þetta minna óþægilega á gamaldags nýlenduherra
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að ef það sem kom fram í fréttaskýringaþætti Kveiks í gærkvöldi reynist rétt þá sé þetta mál hið versta og til skammar fyrir Samherja.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None