Óvissa um reit Íslandsbanka við Kirkjusand

Tekin hefur verið ákvörðun um að færa höfuðstöðvarnar í Norðurturninn í Kópavogi. Ekki er vitað hvað verður gert við gamla húsnæðið en myglusveppur fannst í því fyrr á árinu.

Höfuðstöðvar Íslandsbanka við Kirkjusand í Reykjavík
Auglýsing

Óvissa er um hvað verður um húsið sem hýsir nú höf­uð­stöðvar Íslands­banka við Kirkju­sand. Myglu­sveppur fannst í bygg­ing­ar­efnum en Kjarn­inn greindi frá þessu í mars. Rann­sóknir hafa staðið yfir á hús­næð­inu síðan þá og sam­kvæmt frétta­til­kynn­ingu sem bank­inn sendi frá sér um helg­ina kemur fram að fylgst sé vel með loft­gæðum í hús­inu en ljóst sé að fara þurfi í tölu­verðar end­ur­bætur á hús­næð­inu. Unnið sé með verk­fræði­stof­unni EFLU að rann­sóknum ásamt finnska ráð­gjafa­fyr­ir­tæk­inu Vahanen. 

Íslands­banki hafði stefnt að því að stækka aðal­höf­uð­stöðvar sínar á Kirkju­sandi með við­bygg­ingu við suð­ur­vest­ur­enda þeirrar bygg­ingar sem fyrir er. Sam­hliða ætl­aði bank­inn sér að sam­eina starf­semi höf­uð­stöðva sinna, sem nú eru á fjórum stöð­um, á einn stað á Kirkju­sandi. Við­bygg­ingin átti að vera um sjö þús­und fer­metrar og áætl­anir gerðu ráð fyrir að fram­kvæmdir við hana myndu hefj­ast í lok síð­asta árs.

Edda Her­manns­dótt­ir, sam­skipta­full­trúi Íslands­banka, segir að ekki hafi verið tekin nein ákvörðun um Kirkju­sands­húsið enn­þá. Það verði skoðað á næst­unni hversu miklar end­ur­bæt­urnar verða. Einnig sé í skoðun hver fram­tíð reits­ins við Kirkju­sand verð­ur. 

Auglýsing

Á stefnufundi starfs­manna Íslands­banka sem fór fram á laug­ar­dag­inn var til­kynnt að höf­uð­stöðvar Íslands­banka muni á haust­mán­uðum flytj­ast í Norð­ur­turn­inn í Kópa­vogi frá Kirkju­sandi þar sem höf­uð­stöðvar bank­ans hafa verið und­an­farin 20 ár. 

Í til­kynn­ing­unni seg­ir:

„Með þess­ari breyt­ingu verður starf­semi höf­uð­stöðva, sem í dag fer fram á fjórum stöð­um, sam­einuð undir einu þaki þar sem 650 starfs­menn munu starfa. Mikil hag­kvæmni fylgir sam­ein­ing­unni en sam­an­lagður fer­metra­fjöldi höf­uð­stöðva­starf­semi fer úr 13.900 í 8.600 fer­metra í Norð­ur­turn­in­um.

Um hríð hefur legið fyrir að sam­eina starf­semi bank­ans í nýjum höf­uð­stöðv­um. Íslands­banki mun áfram vera leið­andi í staf­rænni þjón­ustu og eru nýjar og fram­sæknar höf­uð­stöðvar liður í efla þróun bank­ans og sókn á mark­aði. Nýtt útibú bank­ans mun jafn­framt opna á 1. hæð Norð­ur­turns­ins í nóv­em­ber en sú vinna hefur staðið yfir und­an­farna mán­uð­i.“

Birna Ein­ars­dótt­ir, banka­stjóri Íslands­banka, segir að þau hafi beðið lengi eftir að geta sam­einað alla höf­uð­stöðva­starf­semi bank­ans  á einum stað. Vegna aðstæðna á Kirkju­sandi hafi þau flýtt þessum áformum og sjái mikil tæki­færi í hinum nýja höf­uð­stöðv­um. Bank­inn vilji vera fram­sýnn í starf­semi sinni og þau muni nú, undir einu þaki, geta boðið starfs­fólki og við­skipta­vinum upp á enn betri þjón­ustu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristrún í formannsframboð: „Samfylkingin þarf að ná virkari tengingu við venjulegt fólk“
Kristrún Frostadóttir ætlar sér að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hún ætlar að leggja áherslu á kjarnamál jafnaðarmanna, jákvæða pólitík, meiri samkennd og minni einstaklingshyggju. „Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Í könnuninni var spurt hvaða verkalýðsleiðtoga fólk treysti helst til að leiða ASÍ. Auk þessara fjögurra var nafn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar á listanum.
Reykvíkingar, háskólamenntaðir og kjósendur Vinstri grænna báru mest traust til Drífu
Drífa Snædal naut mests trausts kjósenda allra flokka nema Sósíalistaflokks Íslands til þess að leiða Alþýðusamband áfram næstu tvö árin, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar sem Gallup var falið að framkvæma.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Húðtóna heyrnartól frá Kardashian
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýr íslenskur „banki“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Sjúklingar þurfa ekki að eiga snjallsíma til að nýta sér þjónustu Uber Health.
Uber haslar sér völl í heilbrigðisþjónustu
Ástralskir læknar geta nú bókað akstur fyrir sjúklinga sína á læknastofur og sjúkrahús hjá farveitunni Uber. Margir hafa lýst yfir efasemdum um að fyrirtækinu sé treystandi fyrir heilbrigðisupplýsingum fólks.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Björk um Katrínu Jakobsdóttur: „Hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið“
Þekktasta tónlistarkona Íslandssögunnar segir að forsætisráðherra hafi gert sig fokreiða árið 2019 með því að draga sig út úr því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum með henni og Gretu Thunberg.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Þorsteinn Víglundsson
Vinnumarkaður í úlfakreppu
Kjarninn 19. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún boðar til fundar– Telur að Samfylkingin geti náð aftur vopnum sínum
Kristrún Frostadóttir mun tilkynna um framboð sitt til formann Samfylkingarinnar á fundi í dag. Þar ætlar hún að segja frá því hvernig hún telur að endurvekja megi „von og trú fólks á að það sé hægt að breyta og reka samfélagið okkar betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None