Óvissa um reit Íslandsbanka við Kirkjusand

Tekin hefur verið ákvörðun um að færa höfuðstöðvarnar í Norðurturninn í Kópavogi. Ekki er vitað hvað verður gert við gamla húsnæðið en myglusveppur fannst í því fyrr á árinu.

Höfuðstöðvar Íslandsbanka við Kirkjusand í Reykjavík
Auglýsing

Óvissa er um hvað verður um húsið sem hýsir nú höf­uð­stöðvar Íslands­banka við Kirkju­sand. Myglu­sveppur fannst í bygg­ing­ar­efnum en Kjarn­inn greindi frá þessu í mars. Rann­sóknir hafa staðið yfir á hús­næð­inu síðan þá og sam­kvæmt frétta­til­kynn­ingu sem bank­inn sendi frá sér um helg­ina kemur fram að fylgst sé vel með loft­gæðum í hús­inu en ljóst sé að fara þurfi í tölu­verðar end­ur­bætur á hús­næð­inu. Unnið sé með verk­fræði­stof­unni EFLU að rann­sóknum ásamt finnska ráð­gjafa­fyr­ir­tæk­inu Vahanen. 

Íslands­banki hafði stefnt að því að stækka aðal­höf­uð­stöðvar sínar á Kirkju­sandi með við­bygg­ingu við suð­ur­vest­ur­enda þeirrar bygg­ingar sem fyrir er. Sam­hliða ætl­aði bank­inn sér að sam­eina starf­semi höf­uð­stöðva sinna, sem nú eru á fjórum stöð­um, á einn stað á Kirkju­sandi. Við­bygg­ingin átti að vera um sjö þús­und fer­metrar og áætl­anir gerðu ráð fyrir að fram­kvæmdir við hana myndu hefj­ast í lok síð­asta árs.

Edda Her­manns­dótt­ir, sam­skipta­full­trúi Íslands­banka, segir að ekki hafi verið tekin nein ákvörðun um Kirkju­sands­húsið enn­þá. Það verði skoðað á næst­unni hversu miklar end­ur­bæt­urnar verða. Einnig sé í skoðun hver fram­tíð reits­ins við Kirkju­sand verð­ur. 

Auglýsing

Á stefnufundi starfs­manna Íslands­banka sem fór fram á laug­ar­dag­inn var til­kynnt að höf­uð­stöðvar Íslands­banka muni á haust­mán­uðum flytj­ast í Norð­ur­turn­inn í Kópa­vogi frá Kirkju­sandi þar sem höf­uð­stöðvar bank­ans hafa verið und­an­farin 20 ár. 

Í til­kynn­ing­unni seg­ir:

„Með þess­ari breyt­ingu verður starf­semi höf­uð­stöðva, sem í dag fer fram á fjórum stöð­um, sam­einuð undir einu þaki þar sem 650 starfs­menn munu starfa. Mikil hag­kvæmni fylgir sam­ein­ing­unni en sam­an­lagður fer­metra­fjöldi höf­uð­stöðva­starf­semi fer úr 13.900 í 8.600 fer­metra í Norð­ur­turn­in­um.

Um hríð hefur legið fyrir að sam­eina starf­semi bank­ans í nýjum höf­uð­stöðv­um. Íslands­banki mun áfram vera leið­andi í staf­rænni þjón­ustu og eru nýjar og fram­sæknar höf­uð­stöðvar liður í efla þróun bank­ans og sókn á mark­aði. Nýtt útibú bank­ans mun jafn­framt opna á 1. hæð Norð­ur­turns­ins í nóv­em­ber en sú vinna hefur staðið yfir und­an­farna mán­uð­i.“

Birna Ein­ars­dótt­ir, banka­stjóri Íslands­banka, segir að þau hafi beðið lengi eftir að geta sam­einað alla höf­uð­stöðva­starf­semi bank­ans  á einum stað. Vegna aðstæðna á Kirkju­sandi hafi þau flýtt þessum áformum og sjái mikil tæki­færi í hinum nýja höf­uð­stöðv­um. Bank­inn vilji vera fram­sýnn í starf­semi sinni og þau muni nú, undir einu þaki, geta boðið starfs­fólki og við­skipta­vinum upp á enn betri þjón­ustu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Vilhjálmsson
Sprautur, siður og réttur
Kjarninn 26. febrúar 2021
Símon Sigvaldason
Dómsmálaráðherra gerir tillögu um að skipa Símon Sigvaldason í Landsrétt
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vill að Símon Sigvaldason verði skipaður í eina lausa stöðu við Landsrétt. Það þýðir að Jón Finnbjörnsson, sem er í leyfi og sótti um endurskipun, fær hana ekki.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum.
Býst við að Viaplay hækki verðið þegar íþróttapakkinn stækkar
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum býst við því að Viaplay hækki verðið á áskriftum sínum þegar íþróttapakkinn þeirra stækkar. „Annað væri bara skaðleg undirverðlagning,“ sagði Magnús í nýjum þætti af Tæknivarpinu.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Sambærilegum smáhýsum hefur þegar verið komið upp í Gufunesi.
Smáhýsi fyrir heimilislausa í Laugardalnum þokast nær
Áform um smáhýsi fyrir heimilislausa á borgarlandi milli Suðurlandsbrautar og Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafa verið samþykkt í skipulags- og samgönguráði. Íþróttafélög, fasteignafélagið Reitir og fleiri lögðust gegn þessari staðsetningu smáhýsanna.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Einkaneysla Íslendinga dróst lítið saman, þrátt fyrir samkomutakmarkanir
Minni samdráttur í fyrra en áður var áætlað
Landsframleiðsla dróst saman um 6,6 prósent í fyrra samkvæmt nýútgefnum þjóðhagsreikningum Hagstofu. Þetta er nokkuð minni samdráttur en Seðlabankinn og Íslandsbankinn höfðu áætlað.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Einn hefur skráð sig sem hagsmunavörð
Þrátt fyrir að lög sem kveða á um skráningu hagsmunavarða hafi tekið gildi í byrjun árs hefur einungis einn skráð sig hjá hinu opinbera. Vinna við sérstakt vefsvæði, þar sem upplýsingar um skráða hagsmunaverði verða aðgengilegar, er á lokastigi.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Maggi Ragg um framtíð sjónvarps á Íslandi
Kjarninn 26. febrúar 2021
Ursula von der Leyen, framkvæmdastjóri Evrópusambandsins.
Samræmd bólusetningavottorð innan ESB gætu litið dagsins ljós eftir þrjá mánuði
Framkvæmdastjóri Evrópusambandsins sagði eftir fund leiðtoga þess í gær að það myndi taka „að minnsta kosti“ þrjá mánuði að þróa tæknilega útfærslu samræmdra bólusetningavottorða.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None