Magnús Ingi býður sig fram til forseta

Magnús Ingi
Auglýsing

Veit­inga­mað­ur­inn Magnús Ingi Magn­ús­son, sem rekur Sjáv­ar­bar­inn og Texas­borg­ara út á Granda, hef­ur ákveðið að gefa kost á sér til emb­ætt­is for­­seta Íslands. Þetta kemur fram í frétta­til­kynn­ingu frá hon­um.

Magnús er fædd­ur árið 1960. Hann hef­ur rekið sitt eigið fyr­ir­tæki um ára­bil. Magnús er kvænt­­ur Ana­lisu Montecello.

Magnús gekk í Hót­­el- og veit­inga­­skól­ann, vann svo á milli­­landa­­skip­um og kláraði kokk­a­nám á Hótel Sögu.

Auglýsing

Eft­ir það vann hann á veit­inga­hús­um í Reykja­vík, sem skóla­bryti og kenn­­ari að Laug­um í Þing­eyj­­ar­­sýslu og var þar kokk­ur yfir sum­ar­tím­ann. Magnús Ingi hefur víð­tæka reynslu af einka­rekstri. 



Hann seg­ist í frétta­til­kynn­ingu ekki vera tengdur neinum stjórn­mála­flokki, og vilja beita sér fyrir jafn­rétti, trú­frelsi og sam­stöð­u. 



Til­kynn­ing hans fer hér að neð­an.

„Ég fædd­ist árið 1960 og hlaut heil­brigt og gott upp­eldi á venju­legu heim­ili.

Ég bý að góðri menntun og ­reynslu frá Íslandi, hef rekið mitt eigið fyr­ir­tæki í langan tíma og verið í sam­bandi við fjöld­ann allan af góðu fólki í gegnum tíð­ina.

Ég er kvæntur til tíu ára Ana­lisa Montecello frá Fil­ipps­eyj­um.

Ég er trú­aður krist­inn ­maður og ber virð­ingu fyrir öllum trú­ar­brögð­um. Eig­in­kona mín er kaþ­ólskrar ­trú­ar.

Ég er ekki tengdur nein­um ­stjórn­mála­flokki og hef kosið eftir sann­fær­ingu hverju sinni.

Ég vil jafn­rétti kvenna og karla og vil vinna að jafn­rétti fyrir alla.

Ég vil að við tökum vel á móti öllu erlendu fólki sem hingað kemur og að við komum fram við það af virð­ingu.

Ég er fylgj­andi öfl­ug­u vel­ferð­ar­kerfi og vil efla heil­brigð­is­kerf­ið. Ég er hlynntur einka­væð­ing­u ­sam­hliða rík­is­reknu heil­brigð­is­kerfi.

Ég er fylgj­andi öfl­ug­u ­mennta­kerfi með áherslu á sköpun og frum­kvæði þar sem allir hafa jöfn tæki­færi á öllum sviðum sam­fé­lags okk­ar.

Ég er fylgj­andi skýrum ­leik­reglum sem gera okkur kleift að veita bæði ein­stak­lingum og fyr­ir­tækj­u­m ­at­hafna­frelsi innan skýrs ramma. Ég tel slíkt athafna­frelsi og sköp­un­ar­gleð­i vera for­sendu fram­fara í okkar sam­fé­lagi. 

Ég er með­mæltur því að ­virkja auð­lindir þjóð­ar­inn­ar. Við verðum að kom­ast að sam­komu­lagi um hvaða orku­lindir á að virkja og hverjar á að vernda. Þetta sam­komu­lag verður að vinna af heil­indum og með víð­tækri fram­tíð­ar­sýn.

Ég hef ekki áhuga á inn­göngu Íslands í Evr­ópu­sam­bandið en er hlynntur þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um hvort taka eigi upp við­ræður við sam­band­ið.

Ég er fylgj­andi skýrum ­leik­reglum og vil að Bessa­staðir séu vett­vangur umræðu og far­vegur fyrir vilja ­þjóð­ar­inn­ar. Ég tel því mik­il­vægt að fá nið­ur­stöðu í stjórn­ar­skrár­mál­in.

Ég á ekki pen­inga á aflandseyjum og skatta­skjól­um.

Ég tala og skil ensku, dönsku, sænsku og norsku.

Áhuga­mál mín eru mat­ur, ­ferða­lög inn­an­lands og erlend­is, mynd­list, tón­list, mót­or­hjóla­ferðir og ­sam­neyti við góða vini og vina­hópa.

Ég er stoltur af minn­i ­fer­il­skrá. Mér hefur auðn­ast að fram­kvæma margt og hef starfað með góðu fólki hér heima og erlend­is.

Ég hef starfað mikið úti á landi, t.d. í Mun­að­ar­nesi í Borg­ar­firði, Laug­ar­gerð­is­skóla á Snæ­fells­nesi og Laugum í Þing­eyj­ar­sýslu.

Svo hef ég ferð­ast mikið um landið allt og tekið upp þætti í Eld­húsi meist­ar­anna á ÍNN og kynn­st ­skemmti­legu fólki.

Ég er mat­reiðslu­meist­ari og veit­inga­mað­ur. Sautján ára fór ég í Hót­el- og veit­inga­skól­ann að læra til­ mat­reiðslu­manns. Vann á milli­landa­skipum áður en ég fór að læra kokk­inn á Hót­el ­Sögu. Eftir það vann ég á veit­inga­húsum í Reykja­vík, sem skóla­bryti og kenn­ari að Laugum í Þing­eyj­ar­sýslu og kokkur á sumrin þar. Fór til Þránd­heims í Nor­eg­i og vann á Royal Gar­den-hót­el­inu. Stofn­aði eigin veit­inga­rekstur árið 1988 og rak veit­inga­húsið Árberg í Ármúla, veit­inga­húsið Mun­að­ar­nes í Borg­ar­firð­i, Hótel Eld­borg á Snæ­fells­nesi og mötu­neyti hjá rík­is­stofn­un­um. Starf­aði á skemmti­ferða­skip­inu Black Watch og rak veit­inga­húsið Sjanghæ við Lauga­veg. ­Síð­ustu árin hef ég svo rekið Sjáv­ar­bar­inn og Texas­borg­ara úti á Granda og ­veislu­þjón­ust­una Mína menn sam­hliða því. Árum saman hef ég haldið úti þátt­un­um Eld­hús meist­ar­anna á sjón­varps­stöð­inni ÍNN, þar sem mottóið er afþrey­ing, ­skemmtun og fróð­leik­ur. Þar tek ég menn tali sem eru tengdir mat alls­staðar að af land­inu og eru þætt­irnir orðnir um 300 tals­ins.

Ég hyggst fjár­magna mitt fram­boð sjálfur en tek á móti fram­lögum ef ein­hverjir vilja styrkja mig ­sam­kvæmt þeim reglum sem um það gilda.

Með­mæla­listar liggja frammi á Texas­borg­ur­um. Ég býð öllum sem skrifa undir Texa­s-ost­borg­ara með­ frönskum fyrir við­vik­ið. Allir eru vel­komnir og ég hvet lands­byggð­ar­fólk sér­stak­lega til að koma við á Texas­borg­urum þegar það á leið í bæinn. Skil­yrði fyr­ir­ und­ir­skrift á með­mæla­lista er að vera íslenskur rík­is­borg­ari og hafa gild skil­ríki með­ferð­is.

Virð­ing­ar­fyllst,

Magnús Ingi Magn­ús­son.“


Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None