Panamaskjölin: Umfjöllun á einum stað

Panamaskjölin
Auglýsing

Panama­skjöl­in, gögn frá Mossack Fon­seca sem þýska blað­ið Südd­eutsche Zeit­ung komst yfir og deildi með alþjóð­legum sam­tökum rann­sókn­ar­blaða­manna, ICIJ, Reykja­vík Media og 109 öðrum fjöl­miðlum víðs­vegar um heim, hafa valdið miklum usla hér sem ann­ars stað­ar. Kjarn­inn er einn þeirra fjöl­miðla sem nú vinnur úr skjöl­unum sem varða Ísland ásamt Reykja­vík Medi­a. 

Á fimmtu­dag birt­ust í Kjarn­anum þrjár greinar um umfangs­mikil við­skipti hjón­anna Jóns Ásgeirs Jóhann­es­sonar og Ingi­bjargar Stef­aníu Pálma­dótt­ur. 

Félagið Guru Invest, sem skráð er í eigu Ingi­bjargar Pálma­dótt­ur, og er með heim­il­is­festi í Pana­ma, hefur fjár­magnað fjölda­mörg verk­efni í Bret­landi og á Íslandi eftir hrun. Jón Ásgeir Jóhann­es­son, eig­in­maður henn­ar, var skráður með pró­kúru í félag­inu og teng­ist mörgum verk­efn­anna sem það hefur fjár­magn­að.

Auglýsing

Þá greindi Kjarn­inn frá því að skuld tveggja félaga í eigu fjöl­skyldu Jóns Ásgeirs Jóhann­es­sonar var greidd úr félagi Ingi­bjargar árið 2010. Það voru 2,4 millj­arðar sem greiddir voru upp í 3,3 millj­arða skuld félag­anna.

Þá er eign­ar­hald og fjár­mögnun á Sports Direct á Íslandi að hluta til tengt félagi í Panama í eigu Ingi­bjarg­ar. Félag Jóns Ásgeirs í Panama lán­aði Þú Blá­sól 1,1 milljón evra. Panama­skjölin sýna hvernig fjár­munum hefur verið ráð­stafað frá Panama til Íslands. 

Umfjöllun Kjarn­ans úr Panama­skjöl­unum má finna alla á þess­ari slóð. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent
None