Kári afhendir stærstu undirskriftarsöfnun Íslandssögunnar

Kári Stefánsson afhenti forsætisráðherra 85 þúsund undirskriftir um endurreisn heilbrigðiskerfisins í dag. Þetta er stærsta undirskriftarsöfnun Íslandssögunnar. Fulltrúar allra flokka mættu á athöfnina. Stjórnvöld boða aukin útgjöld til heilbrigðismála.

Kári sagði stjórnvöld ekki vera að gera nóg þrátt fyrir áætlanir um aukið fjármagn til heilbrigðismála.
Kári sagði stjórnvöld ekki vera að gera nóg þrátt fyrir áætlanir um aukið fjármagn til heilbrigðismála.
Auglýsing

Kári Stef­áns­son, for­stjóri Íslenskrar erfða­grein­ing­ar, afhenti Sig­urði Inga Jóhanns­syni for­sæt­is­ráð­herra rúm­lega 85 þús­und und­ir­skriftir í dag um end­ur­reisn heil­brigð­is­kerf­is­ins. Þetta er stærsta und­ir­skrift­ar­söfnun Íslands­sög­unnar og hefur staðið yfir í um þrjá mán­uð­i. 

Bændur sætti sig við minna

Full­trúar allra flokka mættu til athafn­ar­innar sem haldin var í hátíð­ar­sal Íslenskrar erfða­grein­ing­ar. Sig­urður Ingi sagði fram­takið eitt af því sem geri það að verkum að Íslend­ingar geti sam­ein­ast sem þjóð, eins og um íþróttir eða menn­ing­ar­líf. Þá byggi þjóðin við býsna gott kerfi, sem gæti ver­ið miklu betra. „Og þangað ætlum við að fara,“ sagði for­sæt­is­ráð­herra. 

Kári sagð­ist geta tekið undir með Sig­urði Inga og sagði hann vera að segja nokkurn vegin það sama og hann sjálfur vildi sagt hafa. 

Auglýsing

„Hann sagði að við værum með ágætis heil­brigð­is­kerfi, af því að hann er bóndi, og bændur hafa alltaf þurft að búa við verri kost en aðr­ir. Þannig að hann sættir sig við þá hluti sem ég mundi ekki sætta mig við," sagði Kári.  

Stjórn­völd sýni fram á fjár­mögnun spít­al­ans í fyrsta sinn

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra mætti líka, ásamt Krist­jáni Þór Júl­í­us­syni heil­brigð­is­ráð­herra. Bjarni und­ir­strik­aði fimm ára áætlun rík­is­stjórn­ar­innar um aukið fjár­magn til heil­brigð­is­mála og ræddi við RÚV meðal ann­ars um fjár­mögnun til bygg­ingar á nýjum spít­ala. Búið væri að bæta kjör og nú þyrfti að bæta aðstæð­ur, öryggi og jafn­ræði. Upp­bygg­ing heilsu­gæsl­unnar væri næst á dag­skrá. 

„Við erum í fyrsta sinn að sýna fram á fjár­mögnun spít­al­ans og það er risa­stórt skref," sagði Bjarn­i. 

Svan­dís Svav­ars­dótt­ir, þing­flokks­for­maður Vinstri grænna, sagði að þjóðin þyrfti að geta treyst því að búa ekki við stjórn­völd sem vega að þeim sátt­mála sem gott heil­brigð­is­kerfi sé. Nauð­syn­legt væri að stefna að gjald­frjálsu heil­brigð­is­kerfi og byrja þar á börnum og öryrkj­u­m.  

Und­ir­skrift­ar­söfn­unin snýst um að hvetja stjórn­völd til þess að verja ell­efu pró­sent af vergri lands­fram­leiðslu til heil­brigð­is­kerf­is­ins. Nú er varið um það bil 8,7 pró­sentum og hefur Kári gagn­rýnt það harð­lega. Það sé mun minna heldur en gengur og ger­ist í lönd­unum í kring um okk­ur.  

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sacky Shanghala var dómsmálaráðherra Namibíu þar til á miðvikudag, þegar hann sagði af sér vegna Samherjamálsins.
Bankareikningar mútuþega í Samherjamálinu í Namibíu frystir
Yfirvöld í Namibíu eru búin að frysta bankareikninga í eigu tveggja lykilmanna í Samherja-málinu. Annar þeirra var dómsmálaráðherra landsins og hinn er tengdasonur fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Mikið velti á áhættudreifingu lífeyrissjóðanna
Breytt aldurssamsetning þjóða og áhrif hennar á lífeyrissjóðakerfið eru á meðal þess sem fjallað er um í nýrri skýrslu framtíðarnefndar forsætisráðherra. Að mati nefndarinnar er mikilvægt að íslenskum lífeyrissjóðum takist vel til í áhættudreifingu.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Gefa út bókina „Ekkert að fela“ um Samherjamálið á morgun
Teymið sem vann Kveiks-þáttinn um Samherja og viðskiptahætti fyrirtækisins í Afríku hefur skrifað bók um málið. Hún kemur út á morgun.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Talnastuð
Safnað fyrir jólaspilaverkefninu í ár á Karolína fund.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Jósep Ó.Blöndal
Uppsagnir – A la Sopranos
Kjarninn 17. nóvember 2019
Flosi Þorgeirsson
Maður er nefndur Jack Parsons
Kjarninn 17. nóvember 2019
Fræða ferðamenn um góða sjúkdómsstöðu íslenskra búfjárstofna
Landbúnaðarráðherra telur mikilvægt að ferðamenn fái fræðslu um góða sjúk­dóma­stöðu íslenskra búfjár­stofna og hversu við­kvæmir þeir eru fyrir nýju smit­i. Því verða sett upp veggspjöld með þeim upplýsingum á helstu komustöðum til landsins.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
Sjávarútvegsráðherra boðaður á fund atvinnuveganefndar
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur óskað eftir því að sjávarútvegsráðherra komi fyrir atvinnuveganefnd og ræði meðal annars afleiðingar Samherjamálsins á önnur íslensk fyrirtæki og greinina í heild sinni.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None