Kári afhendir stærstu undirskriftarsöfnun Íslandssögunnar

Kári Stefánsson afhenti forsætisráðherra 85 þúsund undirskriftir um endurreisn heilbrigðiskerfisins í dag. Þetta er stærsta undirskriftarsöfnun Íslandssögunnar. Fulltrúar allra flokka mættu á athöfnina. Stjórnvöld boða aukin útgjöld til heilbrigðismála.

Kári sagði stjórnvöld ekki vera að gera nóg þrátt fyrir áætlanir um aukið fjármagn til heilbrigðismála.
Kári sagði stjórnvöld ekki vera að gera nóg þrátt fyrir áætlanir um aukið fjármagn til heilbrigðismála.
Auglýsing

Kári Stef­áns­son, for­stjóri Íslenskrar erfða­grein­ing­ar, afhenti Sig­urði Inga Jóhanns­syni for­sæt­is­ráð­herra rúm­lega 85 þús­und und­ir­skriftir í dag um end­ur­reisn heil­brigð­is­kerf­is­ins. Þetta er stærsta und­ir­skrift­ar­söfnun Íslands­sög­unnar og hefur staðið yfir í um þrjá mán­uð­i. 

Bændur sætti sig við minna

Full­trúar allra flokka mættu til athafn­ar­innar sem haldin var í hátíð­ar­sal Íslenskrar erfða­grein­ing­ar. Sig­urður Ingi sagði fram­takið eitt af því sem geri það að verkum að Íslend­ingar geti sam­ein­ast sem þjóð, eins og um íþróttir eða menn­ing­ar­líf. Þá byggi þjóðin við býsna gott kerfi, sem gæti ver­ið miklu betra. „Og þangað ætlum við að fara,“ sagði for­sæt­is­ráð­herra. 

Kári sagð­ist geta tekið undir með Sig­urði Inga og sagði hann vera að segja nokkurn vegin það sama og hann sjálfur vildi sagt hafa. 

Auglýsing

„Hann sagði að við værum með ágætis heil­brigð­is­kerfi, af því að hann er bóndi, og bændur hafa alltaf þurft að búa við verri kost en aðr­ir. Þannig að hann sættir sig við þá hluti sem ég mundi ekki sætta mig við," sagði Kári.  

Stjórn­völd sýni fram á fjár­mögnun spít­al­ans í fyrsta sinn

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra mætti líka, ásamt Krist­jáni Þór Júl­í­us­syni heil­brigð­is­ráð­herra. Bjarni und­ir­strik­aði fimm ára áætlun rík­is­stjórn­ar­innar um aukið fjár­magn til heil­brigð­is­mála og ræddi við RÚV meðal ann­ars um fjár­mögnun til bygg­ingar á nýjum spít­ala. Búið væri að bæta kjör og nú þyrfti að bæta aðstæð­ur, öryggi og jafn­ræði. Upp­bygg­ing heilsu­gæsl­unnar væri næst á dag­skrá. 

„Við erum í fyrsta sinn að sýna fram á fjár­mögnun spít­al­ans og það er risa­stórt skref," sagði Bjarn­i. 

Svan­dís Svav­ars­dótt­ir, þing­flokks­for­maður Vinstri grænna, sagði að þjóðin þyrfti að geta treyst því að búa ekki við stjórn­völd sem vega að þeim sátt­mála sem gott heil­brigð­is­kerfi sé. Nauð­syn­legt væri að stefna að gjald­frjálsu heil­brigð­is­kerfi og byrja þar á börnum og öryrkj­u­m.  

Und­ir­skrift­ar­söfn­unin snýst um að hvetja stjórn­völd til þess að verja ell­efu pró­sent af vergri lands­fram­leiðslu til heil­brigð­is­kerf­is­ins. Nú er varið um það bil 8,7 pró­sentum og hefur Kári gagn­rýnt það harð­lega. Það sé mun minna heldur en gengur og ger­ist í lönd­unum í kring um okk­ur.  

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None