Kári afhendir stærstu undirskriftarsöfnun Íslandssögunnar

Kári Stefánsson afhenti forsætisráðherra 85 þúsund undirskriftir um endurreisn heilbrigðiskerfisins í dag. Þetta er stærsta undirskriftarsöfnun Íslandssögunnar. Fulltrúar allra flokka mættu á athöfnina. Stjórnvöld boða aukin útgjöld til heilbrigðismála.

Kári sagði stjórnvöld ekki vera að gera nóg þrátt fyrir áætlanir um aukið fjármagn til heilbrigðismála.
Kári sagði stjórnvöld ekki vera að gera nóg þrátt fyrir áætlanir um aukið fjármagn til heilbrigðismála.
Auglýsing

Kári Stef­áns­son, for­stjóri Íslenskrar erfða­grein­ing­ar, afhenti Sig­urði Inga Jóhanns­syni for­sæt­is­ráð­herra rúm­lega 85 þús­und und­ir­skriftir í dag um end­ur­reisn heil­brigð­is­kerf­is­ins. Þetta er stærsta und­ir­skrift­ar­söfnun Íslands­sög­unnar og hefur staðið yfir í um þrjá mán­uð­i. 

Bændur sætti sig við minna

Full­trúar allra flokka mættu til athafn­ar­innar sem haldin var í hátíð­ar­sal Íslenskrar erfða­grein­ing­ar. Sig­urður Ingi sagði fram­takið eitt af því sem geri það að verkum að Íslend­ingar geti sam­ein­ast sem þjóð, eins og um íþróttir eða menn­ing­ar­líf. Þá byggi þjóðin við býsna gott kerfi, sem gæti ver­ið miklu betra. „Og þangað ætlum við að fara,“ sagði for­sæt­is­ráð­herra. 

Kári sagð­ist geta tekið undir með Sig­urði Inga og sagði hann vera að segja nokkurn vegin það sama og hann sjálfur vildi sagt hafa. 

Auglýsing

„Hann sagði að við værum með ágætis heil­brigð­is­kerfi, af því að hann er bóndi, og bændur hafa alltaf þurft að búa við verri kost en aðr­ir. Þannig að hann sættir sig við þá hluti sem ég mundi ekki sætta mig við," sagði Kári.  

Stjórn­völd sýni fram á fjár­mögnun spít­al­ans í fyrsta sinn

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra mætti líka, ásamt Krist­jáni Þór Júl­í­us­syni heil­brigð­is­ráð­herra. Bjarni und­ir­strik­aði fimm ára áætlun rík­is­stjórn­ar­innar um aukið fjár­magn til heil­brigð­is­mála og ræddi við RÚV meðal ann­ars um fjár­mögnun til bygg­ingar á nýjum spít­ala. Búið væri að bæta kjör og nú þyrfti að bæta aðstæð­ur, öryggi og jafn­ræði. Upp­bygg­ing heilsu­gæsl­unnar væri næst á dag­skrá. 

„Við erum í fyrsta sinn að sýna fram á fjár­mögnun spít­al­ans og það er risa­stórt skref," sagði Bjarn­i. 

Svan­dís Svav­ars­dótt­ir, þing­flokks­for­maður Vinstri grænna, sagði að þjóðin þyrfti að geta treyst því að búa ekki við stjórn­völd sem vega að þeim sátt­mála sem gott heil­brigð­is­kerfi sé. Nauð­syn­legt væri að stefna að gjald­frjálsu heil­brigð­is­kerfi og byrja þar á börnum og öryrkj­u­m.  

Und­ir­skrift­ar­söfn­unin snýst um að hvetja stjórn­völd til þess að verja ell­efu pró­sent af vergri lands­fram­leiðslu til heil­brigð­is­kerf­is­ins. Nú er varið um það bil 8,7 pró­sentum og hefur Kári gagn­rýnt það harð­lega. Það sé mun minna heldur en gengur og ger­ist í lönd­unum í kring um okk­ur.  

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úttekt á séreignarsparnaði var kynnt sem úrræði til að takast á við efnahagslegar afleiðingar faraldursins í fyrsta aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar, sem var kynntur í mars 2020.
Tekjur ríkissjóðs vegna úttektar á sparnaði um tíu milljörðum hærri en áætlað var
Þegar ríkisstjórnin ákvað að heimila fólki að taka út séreignarsparnað sinn til að takast á við kórónuveirufaraldurinn var reiknað með að teknir yrðu út tíu milljarðar króna. Nú stefnir í að milljarðarnir verði 38.
Kjarninn 18. janúar 2022
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Ármann Kr. Ólafsson hefur verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og bæjarstjóri frá árinu 2012.
Ármann ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs í Kópavogi
Ármann Kr. Ólafsson oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri í Kópavogi frá árinu 2012 ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í sveitarstjórnarkosningunum í maí.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None