Dorrit Moussaieff segist aldrei hafa rætt fjármál fjölskyldu sinnar við eiginmann sinn Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslands,. Hún segir þau vera einkamál foreldra hennar.
Þá segist hún eiga heimili á Bretlandseyjum, þar sem hún hafi veitt skattayfirvöldum viðhlítandi upplýsingar.
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá forsetafrúnni, sem skrifstofa forseta sendi til mbl.is. Þar segir að um sé að ræða viðbrögð við vangaveltum og ónákvæmum yfirlýsingum og fullyrðingum í fjölmiðlum.
Dorrit hefur tengst minnst fimm bankareikningum í Sviss í gegnum fjölskyldu sína og að minnsta kosti tveim aflandsfélögum. Þetta kemur fram í gögnum sem uppljóstrarar létu Le Monde, Süddeutshe Zeitung og ICJ fá og kallast Swiss Leaks og Panama Papers. Greint frá þessu í frétt á heimasíðu Reykjavik Media 2. maí. Auk þess birtist fréttin víða annarsstaðar í heimspressunni, meðal annars á vef The Guardian og á vef Suddeutche Zeitung.