Ólafur Ragnar segist hafa misskilið spurningu á CNN

Forseti Íslands segist hafa litið svo á að hann hafi verið spurður um sína eigin fjölskyldu og Dorrit konu sína í viðtali á CNN, þar sem hann fullyrti engin tengsl við aflandsfélög.

Ólafur Ragnar
Auglýsing

Ólafur Ragnar Gríms­son, for­seti Íslands, seg­ist hafa mis­skilið spurn­ingu frétta­manns á CNN um það hvort upp­lýs­ingar ættu eftir að koma fram sem tengdu hann, eig­in­konu eða fjöl­skyldu við aflands­fé­lög. Þetta kom fram á blaða­manna­fundi sem for­set­inn hélt á Bessa­stöðum í dag. 

„Þegar ég er spurður um mína fjöl­skyldu þá skil ég spurn­ing­una; fjöl­skylda mín á Íslandi og Dor­rit. Þannig að ég var engan hátt að svara fyrir for­eldra Dor­ritar eða aðra ætt­menn henn­ar,“ sagði Ólafur Ragn­ar, að því er kemur fram á RÚV

Ólafur Ragnar sagði á fund­inum að hann teldi ekki að frétta­flutn­ingur af honum og Dor­rit Moussai­eff, konu hans, og fjöl­skyldu henn­ar, hafi skaðað orð­spor hans. Engin ástæða sé til að draga fram­boð hans til for­seta til baka vegna þess­arar umræðu, vegna þess að hann telji efn­is­at­riði máls­ins alveg skýr. 

Auglýsing

Fjöl­miðlar eins og Guar­di­an, Le Monde og Südd­eutsche Zeit­ung hafa greint frá tengslum Dor­ritar við aflands­fé­lög og banka­reikn­inga hjá HSBC í Svis­s. 

Í fréttum mið­l­anna segir m.a. að Moussa­i­eff-­­fjöl­­skyld­an, þar á meðal systur Dor­­rit­­ar, þæ Tamara og Shar­on, hafi átt reikn­inga með allt að 80 milljón dala inn­­­stæðum í HSBC bank­­anum í Sviss á árunum 2006 og 2007. Þar kemur þó sér­­stak­­lega fram að Dor­­rit virð­ist ekki sjálf koma að flestum reikn­ing­un­­um. Auk þess sýni upp­­lýs­ing­­arnar að Dor­­rit hafi átt hlut á móti fjöl­­skyldu sinni í  Jaywick Properties Inc, sem skráð er til heim­ilis á Bresku Jóm­frú­­areyj­unum og félag­inu Moussa­i­eff Sharon Trust. Sér­­stak­­lega er tekið fram að gögnin sýni ekki fram á að for­­seta­frúin hafi gert neitt ólög­­leg­t. 

Kjarn­inn greindi einnig frá því fyrir skömmu að félag í eigu fjöl­­­skyldu Dor­­­rit­ar átti félag ­skráð á Bresku Jóm­frú­­­areyj­unum frá árinu 1999 til árs­ins 2005. Félag­ið, sem heitir Lasca Fin­ance Limited, er að finna í  gögnum frá­ panamísku lög­­­fræð­i­­­stof­unni Mossack Fon­­­seca. Árið 2005 seld­i ­fjöl­­­skyld­u­­­fyr­ir­tækið Moussa­i­eff Jewell­ers Ltd. tíu pró­­­senta hlut sinn í Lasca F­in­ance til hinna tveggja eig­enda þess. Þeir voru S. Moussa­i­eff og „Mr­s." Moussa­i­eff. Þetta sýndu gögn sem Kjarn­inn og Reykja­vík Grapevine eru með undir hönd­­um. 

Ólafur Ragnar segir hins veg­ar, líkt og Dor­rit gerði í yfir­lýs­ingu í vik­unni, að hún hafi aldrei átt reikn­inga hjá HSBC. „Þó að for­eldrar hennar hafi gert það enda hafa for­eldrar hennar stundað við­skipti og versl­un­ar­rekstur í Sviss í ára­tugi. Þannig að hún hefur aldrei tengst þessum sviss­neska banka, gagn­stætt því sem menn hafa verið að full­yrða í þessum miðlum hér­.“ 

Hann segir Dor­rit ekki hafa neina teng­ingu við fyr­ir­tækið Jaywick og ekk­ert vitað um það, heldur hafi það verið „al­farið mál­efni for­eldra henn­ar.“ 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eftirlaun ráðherra og þingmanna kostuðu ríkissjóð 876 milljónir króna í fyrra
Umdeild eftirlaunalög ráðamanna frá árinu 2003 voru felld úr gildi 2009. Fjöldi ráðamanna fær þó enn greitt á grundvelli laganna, eða alls 257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar.
Kjarninn 18. janúar 2022
Úttekt á séreignarsparnaði var kynnt sem úrræði til að takast á við efnahagslegar afleiðingar faraldursins í fyrsta aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar, sem var kynntur í mars 2020.
Tekjur ríkissjóðs vegna úttektar á sparnaði um tíu milljörðum hærri en áætlað var
Þegar ríkisstjórnin ákvað að heimila fólki að taka út séreignarsparnað sinn til að takast á við kórónuveirufaraldurinn var reiknað með að teknir yrðu út tíu milljarðar króna. Nú stefnir í að milljarðarnir verði 38.
Kjarninn 18. janúar 2022
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None