Ólafur Ragnar segist hafa misskilið spurningu á CNN

Forseti Íslands segist hafa litið svo á að hann hafi verið spurður um sína eigin fjölskyldu og Dorrit konu sína í viðtali á CNN, þar sem hann fullyrti engin tengsl við aflandsfélög.

Ólafur Ragnar
Auglýsing

Ólafur Ragnar Gríms­son, for­seti Íslands, seg­ist hafa mis­skilið spurn­ingu frétta­manns á CNN um það hvort upp­lýs­ingar ættu eftir að koma fram sem tengdu hann, eig­in­konu eða fjöl­skyldu við aflands­fé­lög. Þetta kom fram á blaða­manna­fundi sem for­set­inn hélt á Bessa­stöðum í dag. 

„Þegar ég er spurður um mína fjöl­skyldu þá skil ég spurn­ing­una; fjöl­skylda mín á Íslandi og Dor­rit. Þannig að ég var engan hátt að svara fyrir for­eldra Dor­ritar eða aðra ætt­menn henn­ar,“ sagði Ólafur Ragn­ar, að því er kemur fram á RÚV

Ólafur Ragnar sagði á fund­inum að hann teldi ekki að frétta­flutn­ingur af honum og Dor­rit Moussai­eff, konu hans, og fjöl­skyldu henn­ar, hafi skaðað orð­spor hans. Engin ástæða sé til að draga fram­boð hans til for­seta til baka vegna þess­arar umræðu, vegna þess að hann telji efn­is­at­riði máls­ins alveg skýr. 

Auglýsing

Fjöl­miðlar eins og Guar­di­an, Le Monde og Südd­eutsche Zeit­ung hafa greint frá tengslum Dor­ritar við aflands­fé­lög og banka­reikn­inga hjá HSBC í Svis­s. 

Í fréttum mið­l­anna segir m.a. að Moussa­i­eff-­­fjöl­­skyld­an, þar á meðal systur Dor­­rit­­ar, þæ Tamara og Shar­on, hafi átt reikn­inga með allt að 80 milljón dala inn­­­stæðum í HSBC bank­­anum í Sviss á árunum 2006 og 2007. Þar kemur þó sér­­stak­­lega fram að Dor­­rit virð­ist ekki sjálf koma að flestum reikn­ing­un­­um. Auk þess sýni upp­­lýs­ing­­arnar að Dor­­rit hafi átt hlut á móti fjöl­­skyldu sinni í  Jaywick Properties Inc, sem skráð er til heim­ilis á Bresku Jóm­frú­­areyj­unum og félag­inu Moussa­i­eff Sharon Trust. Sér­­stak­­lega er tekið fram að gögnin sýni ekki fram á að for­­seta­frúin hafi gert neitt ólög­­leg­t. 

Kjarn­inn greindi einnig frá því fyrir skömmu að félag í eigu fjöl­­­skyldu Dor­­­rit­ar átti félag ­skráð á Bresku Jóm­frú­­­areyj­unum frá árinu 1999 til árs­ins 2005. Félag­ið, sem heitir Lasca Fin­ance Limited, er að finna í  gögnum frá­ panamísku lög­­­fræð­i­­­stof­unni Mossack Fon­­­seca. Árið 2005 seld­i ­fjöl­­­skyld­u­­­fyr­ir­tækið Moussa­i­eff Jewell­ers Ltd. tíu pró­­­senta hlut sinn í Lasca F­in­ance til hinna tveggja eig­enda þess. Þeir voru S. Moussa­i­eff og „Mr­s." Moussa­i­eff. Þetta sýndu gögn sem Kjarn­inn og Reykja­vík Grapevine eru með undir hönd­­um. 

Ólafur Ragnar segir hins veg­ar, líkt og Dor­rit gerði í yfir­lýs­ingu í vik­unni, að hún hafi aldrei átt reikn­inga hjá HSBC. „Þó að for­eldrar hennar hafi gert það enda hafa for­eldrar hennar stundað við­skipti og versl­un­ar­rekstur í Sviss í ára­tugi. Þannig að hún hefur aldrei tengst þessum sviss­neska banka, gagn­stætt því sem menn hafa verið að full­yrða í þessum miðlum hér­.“ 

Hann segir Dor­rit ekki hafa neina teng­ingu við fyr­ir­tækið Jaywick og ekk­ert vitað um það, heldur hafi það verið „al­farið mál­efni for­eldra henn­ar.“ 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None