Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokkurinn og fjármála- og efnahagsráðherra, segir að fólk geti alveg gert sér í hugarlund hvort hann styðji Davíð Oddsson í embætti forseta Íslands. Hann vill þó ekki svara því ekki beint þótt hann telji að spurningin svari sér að öllu leyti sjálf. Bjarni trúir því að Davíð geti höfðað langt út fyrir flokkslínur til fólks. Þetta kom fram í viðtali við Bjarna á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun, en þátturinn var í fyrsta sinn í umsjón Páls Magnússonar, fyrrum útvarpsstjóra.
Davíð tilkynnti í sama þætti í morgun að hann ætlaði að bjóða sig fram. Taldi Davíð sér það m.a. til tekna að vera mann sem sundrar ekki fólki, sem sé óhræddur við að taka ákvarðanir, geti brugðist við og láti engan rugla í sér. Þjóðin þekkti hans kosti og galla og því kæmi Davíð henni ekki á óvart.
Bjarni sagðist skilja þau rök að tími manna eins og Davíðs væri liðinn. Hann hafi tekið eftir því að bæði Davíð og Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hafi báðir vísað í óvissutíma en að Guðni Th. Jóhannesson hafi t.d. talað um að ekkert sé að óttast. Þar væru á ferðinni athyglisverðir kontrastar.