Guðni Th. fagnar framboði Davíðs

Guðni Th. telur ekki að svartnætti sé framundan ef einhver annar en Davíð Oddsson eða Ólafur Ragnar Grímsson verði forseti. Þeirra tími sé liðinn. Hann hefur líka svarað skýrt hver afstaða hans til Icesave-samninga var.

Guðni og Davíð
Auglýsing

Guðni Th. Jóhann­es­son fagnar því að Davíð Odds­son hafi ákveðið að bjóða sig fram til emb­ættis for­seta Íslands. Hann hafi heyrt af fram­boð­inu í gær og því hafi yfir­lýs­ing Dav­íðs ekki komið sér neitt mjög á óvart. Nú taki hann þátt í að móta sög­una, í stað þess að skrifa bara um hana sem sagn­fræð­ing­ur. Ákvörðun Dav­íðs hafi engin áhrif á ákvörðun Guðna að bjóða sig fram til for­seta, en Guðni til­kynnti um ákvörðun sína síð­ast­lið­inn fimmtu­dag. Þetta kom fram í við­tali við Guðna í útvarps­þætt­inum Sprengisandi á Bylgj­unni í dag, sem er í fyrsta sinn í umsjón Páls Magn­ús­son­ar, fyrrum útvarps­stjóra.

Davíð til­kynnti í sama þætti í morgun að hann ætl­aði að bjóða sig fram. Taldi Davíð sér það m.a. til tekna að vera mann sem sundrar ekki fólki, sem sé óhræddur við að taka ákvarð­an­ir, geti brugð­ist við og láti engan rugla í sér. Þjóðin þekkti hans kosti og galla og því kæmi Davíð henni ekki á óvart. Guðni sagði að sú mynd sem Davíð dró upp af sjálfum sér í við­tal­inu væri í sam­ræmi við þá sem sagn­fræð­ingar myndu fall­ast á. Það sé ekki svart­nætti framundan án þess að „vera undir handjaðri Dav­íðs eða Ólafs Ragn­ar­s." Þeirra tími sé að mati Guðna lið­inn, en auð­vitað sé það fólks­ins að ákveða það.

Auglýsing

Guðni seg­ist ekki sam­mála þeim rök­semd­ar­færslum sem Davíð færði fyrir fram­boði sínu. Hún væri sam­hljóma því sem Ólafur Ragnar Gríms­son, for­seti Íslands, hafi fært fyrir fram­boði sínu. Þ.e. að þeir verði að standa vakt­ina því að svo miklir óvissu­tímar séu nákvæm­lega núna.

Svar­aði spurn­ingum um afstöðu til Ices­ave

Í Sprengisandi svar­aði Guðni því skýrt hver afstaða hans væri til Ices­a­ve-­máls­ins. Guðni benti á að þegar það mál reið yfir hafi hann ekki verið í for­seta­fram­boði, heldur sagn­fræð­ingur úti í bæ. Hann hafi ekki komið á ákvörð­unum um málið líkt og sitj­andi for­seti né hafi hann verið for­maður banka­stjórnar Seðla­banka Íslands þegar Ices­a­ve-­samn­ing­arnir urðu að veru­leika, eins og Davíð var. Því hafi staða hans verið allt önnur en þeirra tveggja.

En Guðni sagði skýrt að varð­andi Ices­ave I, hinn svo­kall­aða Svav­ars­samn­ing, þá hafi ein­ungis 64 ein­stak­lingar tekið ákvörðun í því máli. Þeir hafi verið þing­menn þjóð­ar­inn­ar, en Alþingi sam­þykkti þá og inn­leiddi í lög, og Ólafur Ragnar Gríms­son, sem skrif­aði undir lög­in. Samn­ing­unum hafi hins vegar verið hafnað af Bretum og Hol­lend­ingum sem sættu sig ekki við þá að öllu leyti. Í Ices­ave II hafi hann kosið á móti samn­ing­unum en með Ices­ave III, samn­ingnum sem kenndir hafa verið við Lee Buchheit. 

Guðni segir að Ólafur Ragnar hafi verið að mörgu leyti góður for­seti, en að mörgu leyti ekki. Hann hafi farið fram úr sér fyrir banka­hrun í þjónkun við útrás­ina. Það hafi líka mögu­lega verið mis­tök hjá Ólafi Ragn­ars að hafa sam­þykkt Ices­ave I. Þá hafi sú ákvörðun Ólafs Ragn­ars að bjóða sig fram í sjötta sinn verið röng. En á heild­ina hafi Ólafur Ragnar verið far­sæll for­seti.

Guðni segir að for­seta­fram­boð sitt verði háð á jákvæðum og skemmti­legum nót­um. Hann muni aldrei hvetja fólk til að kjósa sig vegna þess að hinir séu svo slæm­ir. „Svo sjáum við hvað set­ur." 

Hann telur ekki óhugs­andi að Ólafur Ragnar dragi fram­boð sitt til bak­a. „Kannski lítur hann svo á að á sjón­ar­sviðið sé kom­inn óskak­andi­dat­inn og því dragi hann sig í hlé."

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
SFS: Alvarlegar ásakanir og allir verða að fara að lögum
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segja að það sé sjálfsögð krafa að öll fyrirtæki fari að lögum.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Eimskip lækkaði um tæp fimm prósent – Samherji stærsti hluthafinn
Félög í Kauphöllinni þar sem Samherji er stór hluthafi lækkuðu í virði í dag.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Spyr hvort greiðslur lögaðila til stjórnmálaflokka eigi að vera heimilaðar
Formaður Viðreisnar segir að það sé engin tilviljun að ríkisstjórnin hafi beitt sér fyrir milljarða lækkun á veiðigjaldi.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Samherjamálið og afleiðingar þess í erlendum fjölmiðlum
Meintar mútugreiðslur Samherjamanna til áhrifamanna í namibísku stjórnkerfi til þess að fá eftirsóttan kvóta þar í landi og afleiðingar þess hafa ratað í erlenda fjölmiðla.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Disney+ byrjar að streyma
Kjarninn 13. nóvember 2019
Þórður Snær Júlíusson
Íslenska kerfið sem bjó til skipulagða glæpastarfsemi
Kjarninn 13. nóvember 2019
Vill að Kristján Þór stigi til hliðar og að eignir Samherja verði frystar
Þingmaður vill að sjávarútvegsráðherra Íslands víki og að eignir Samherja verði frystar af þar til bærum yfirvöldum. Samherji átti 111 milljarða í eigið fé í lok síðasta árs.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Fannst þetta minna óþægilega á gamaldags nýlenduherra
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að ef það sem kom fram í fréttaskýringaþætti Kveiks í gærkvöldi reynist rétt þá sé þetta mál hið versta og til skammar fyrir Samherja.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None