Guðni Th. fagnar framboði Davíðs

Guðni Th. telur ekki að svartnætti sé framundan ef einhver annar en Davíð Oddsson eða Ólafur Ragnar Grímsson verði forseti. Þeirra tími sé liðinn. Hann hefur líka svarað skýrt hver afstaða hans til Icesave-samninga var.

Guðni og Davíð
Auglýsing

Guðni Th. Jóhann­es­son fagnar því að Davíð Odds­son hafi ákveðið að bjóða sig fram til emb­ættis for­seta Íslands. Hann hafi heyrt af fram­boð­inu í gær og því hafi yfir­lýs­ing Dav­íðs ekki komið sér neitt mjög á óvart. Nú taki hann þátt í að móta sög­una, í stað þess að skrifa bara um hana sem sagn­fræð­ing­ur. Ákvörðun Dav­íðs hafi engin áhrif á ákvörðun Guðna að bjóða sig fram til for­seta, en Guðni til­kynnti um ákvörðun sína síð­ast­lið­inn fimmtu­dag. Þetta kom fram í við­tali við Guðna í útvarps­þætt­inum Sprengisandi á Bylgj­unni í dag, sem er í fyrsta sinn í umsjón Páls Magn­ús­son­ar, fyrrum útvarps­stjóra.

Davíð til­kynnti í sama þætti í morgun að hann ætl­aði að bjóða sig fram. Taldi Davíð sér það m.a. til tekna að vera mann sem sundrar ekki fólki, sem sé óhræddur við að taka ákvarð­an­ir, geti brugð­ist við og láti engan rugla í sér. Þjóðin þekkti hans kosti og galla og því kæmi Davíð henni ekki á óvart. Guðni sagði að sú mynd sem Davíð dró upp af sjálfum sér í við­tal­inu væri í sam­ræmi við þá sem sagn­fræð­ingar myndu fall­ast á. Það sé ekki svart­nætti framundan án þess að „vera undir handjaðri Dav­íðs eða Ólafs Ragn­ar­s." Þeirra tími sé að mati Guðna lið­inn, en auð­vitað sé það fólks­ins að ákveða það.

Auglýsing

Guðni seg­ist ekki sam­mála þeim rök­semd­ar­færslum sem Davíð færði fyrir fram­boði sínu. Hún væri sam­hljóma því sem Ólafur Ragnar Gríms­son, for­seti Íslands, hafi fært fyrir fram­boði sínu. Þ.e. að þeir verði að standa vakt­ina því að svo miklir óvissu­tímar séu nákvæm­lega núna.

Svar­aði spurn­ingum um afstöðu til Ices­ave

Í Sprengisandi svar­aði Guðni því skýrt hver afstaða hans væri til Ices­a­ve-­máls­ins. Guðni benti á að þegar það mál reið yfir hafi hann ekki verið í for­seta­fram­boði, heldur sagn­fræð­ingur úti í bæ. Hann hafi ekki komið á ákvörð­unum um málið líkt og sitj­andi for­seti né hafi hann verið for­maður banka­stjórnar Seðla­banka Íslands þegar Ices­a­ve-­samn­ing­arnir urðu að veru­leika, eins og Davíð var. Því hafi staða hans verið allt önnur en þeirra tveggja.

En Guðni sagði skýrt að varð­andi Ices­ave I, hinn svo­kall­aða Svav­ars­samn­ing, þá hafi ein­ungis 64 ein­stak­lingar tekið ákvörðun í því máli. Þeir hafi verið þing­menn þjóð­ar­inn­ar, en Alþingi sam­þykkti þá og inn­leiddi í lög, og Ólafur Ragnar Gríms­son, sem skrif­aði undir lög­in. Samn­ing­unum hafi hins vegar verið hafnað af Bretum og Hol­lend­ingum sem sættu sig ekki við þá að öllu leyti. Í Ices­ave II hafi hann kosið á móti samn­ing­unum en með Ices­ave III, samn­ingnum sem kenndir hafa verið við Lee Buchheit. 

Guðni segir að Ólafur Ragnar hafi verið að mörgu leyti góður for­seti, en að mörgu leyti ekki. Hann hafi farið fram úr sér fyrir banka­hrun í þjónkun við útrás­ina. Það hafi líka mögu­lega verið mis­tök hjá Ólafi Ragn­ars að hafa sam­þykkt Ices­ave I. Þá hafi sú ákvörðun Ólafs Ragn­ars að bjóða sig fram í sjötta sinn verið röng. En á heild­ina hafi Ólafur Ragnar verið far­sæll for­seti.

Guðni segir að for­seta­fram­boð sitt verði háð á jákvæðum og skemmti­legum nót­um. Hann muni aldrei hvetja fólk til að kjósa sig vegna þess að hinir séu svo slæm­ir. „Svo sjáum við hvað set­ur." 

Hann telur ekki óhugs­andi að Ólafur Ragnar dragi fram­boð sitt til bak­a. „Kannski lítur hann svo á að á sjón­ar­sviðið sé kom­inn óskak­andi­dat­inn og því dragi hann sig í hlé."

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ef eftirspurn verður fyrir hendi er mögulegt að Icelandair bjóði ferðir til Kanarí og Tenerife í sumar.
Kannski flogið til Kanarí í sumar
Icelandair vonast til þess að geta hafið daglegt flug til lykiláfangastaða eftir að landamæri Íslands verða opnuð um miðjan júní. Þá reiknar félagið með að geta boðið flugferðir til Kanarí, Tenerife og annarra áfangastaða á Spáni í sumar.
Kjarninn 27. maí 2020
Um þessar mundir eru fáir á ferli við Brandenborgarhliðið.
Evrópa opnar á ný
Frá og með 15. júní mun stór hluti íbúa Evrópu geta ferðast til annarra landa álfunar. Útgöngubann í Bretlandi líður senn undir lok. Danir í fjarsambandi geta hitt ástvini á ný.
Kjarninn 26. maí 2020
Indriði H. Þorláksson
Veirumolar – Súkkulaði fyrir sykurfíkla
Kjarninn 26. maí 2020
Ferðaþjónustufyrirtæki þurfa að vera búin undir smit meðal viðskiptavina
Öll ferðaþjónustufyrirtæki verða að vera undir það búin að takast á við smit meðal viðskiptavina sinna og þess verður að krefjast að allir aðilar geri viðbragðsáætlanir. Þetta kemur fram í skýrslu um framkvæmd skimunar meðal erlendra ferðamanna.
Kjarninn 26. maí 2020
Þuríður Lilja Rósenbergsdóttir
Velferðarkennsla og jákvæð sálfræði, af hverju?
Kjarninn 26. maí 2020
Sjúkrastofnanir telja „verulega áhættu“ felast í opnun landsins fyrir ferðamennsku
Bæði Landspítali og Sjúkrahúsið á Akureyri telja áhættu felast í opnun landsins með skimunum. Farsóttarnefnd Landspítala telur skimun einkennalausra ferðamanna takmarkað úrræði og að líklegra en ekki sé að einhverjir komi hingað smitaðir.
Kjarninn 26. maí 2020
Bæta þarf aðstöðu sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans, alveg óháð skimun á ferðamönnum.
Veirufræðideildin getur aðeins unnið 500 sýni á dag
Í skýrslu verkefnisstjórnar um undirbúning framkvæmdar vegna sýnatöku og greiningar á COVID-19 meðal farþega sem koma til landsins kemur fram að verkefnið sé framkvæmanlegt en að leysa þurfi úr mörgum verkþáttum áður en hægt verður að hefjast handa.
Kjarninn 26. maí 2020
Fjármálastefna, fjármálaáætlun og fjármálafrumvarp lögð fram samhliða í haust
Viðræður standa yfir milli stjórnar og stjórnarandstöðu hvernig haga skuli þingstörfum á næstunni. Ríkisstjórnin hefur samþykkt frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um breytingar á lögum um opinber fjármál.
Kjarninn 26. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None