Guðni Th. fagnar framboði Davíðs

Guðni Th. telur ekki að svartnætti sé framundan ef einhver annar en Davíð Oddsson eða Ólafur Ragnar Grímsson verði forseti. Þeirra tími sé liðinn. Hann hefur líka svarað skýrt hver afstaða hans til Icesave-samninga var.

Guðni og Davíð
Auglýsing

Guðni Th. Jóhann­es­son fagnar því að Davíð Odds­son hafi ákveðið að bjóða sig fram til emb­ættis for­seta Íslands. Hann hafi heyrt af fram­boð­inu í gær og því hafi yfir­lýs­ing Dav­íðs ekki komið sér neitt mjög á óvart. Nú taki hann þátt í að móta sög­una, í stað þess að skrifa bara um hana sem sagn­fræð­ing­ur. Ákvörðun Dav­íðs hafi engin áhrif á ákvörðun Guðna að bjóða sig fram til for­seta, en Guðni til­kynnti um ákvörðun sína síð­ast­lið­inn fimmtu­dag. Þetta kom fram í við­tali við Guðna í útvarps­þætt­inum Sprengisandi á Bylgj­unni í dag, sem er í fyrsta sinn í umsjón Páls Magn­ús­son­ar, fyrrum útvarps­stjóra.

Davíð til­kynnti í sama þætti í morgun að hann ætl­aði að bjóða sig fram. Taldi Davíð sér það m.a. til tekna að vera mann sem sundrar ekki fólki, sem sé óhræddur við að taka ákvarð­an­ir, geti brugð­ist við og láti engan rugla í sér. Þjóðin þekkti hans kosti og galla og því kæmi Davíð henni ekki á óvart. Guðni sagði að sú mynd sem Davíð dró upp af sjálfum sér í við­tal­inu væri í sam­ræmi við þá sem sagn­fræð­ingar myndu fall­ast á. Það sé ekki svart­nætti framundan án þess að „vera undir handjaðri Dav­íðs eða Ólafs Ragn­ar­s." Þeirra tími sé að mati Guðna lið­inn, en auð­vitað sé það fólks­ins að ákveða það.

Auglýsing

Guðni seg­ist ekki sam­mála þeim rök­semd­ar­færslum sem Davíð færði fyrir fram­boði sínu. Hún væri sam­hljóma því sem Ólafur Ragnar Gríms­son, for­seti Íslands, hafi fært fyrir fram­boði sínu. Þ.e. að þeir verði að standa vakt­ina því að svo miklir óvissu­tímar séu nákvæm­lega núna.

Svar­aði spurn­ingum um afstöðu til Ices­ave

Í Sprengisandi svar­aði Guðni því skýrt hver afstaða hans væri til Ices­a­ve-­máls­ins. Guðni benti á að þegar það mál reið yfir hafi hann ekki verið í for­seta­fram­boði, heldur sagn­fræð­ingur úti í bæ. Hann hafi ekki komið á ákvörð­unum um málið líkt og sitj­andi for­seti né hafi hann verið for­maður banka­stjórnar Seðla­banka Íslands þegar Ices­a­ve-­samn­ing­arnir urðu að veru­leika, eins og Davíð var. Því hafi staða hans verið allt önnur en þeirra tveggja.

En Guðni sagði skýrt að varð­andi Ices­ave I, hinn svo­kall­aða Svav­ars­samn­ing, þá hafi ein­ungis 64 ein­stak­lingar tekið ákvörðun í því máli. Þeir hafi verið þing­menn þjóð­ar­inn­ar, en Alþingi sam­þykkti þá og inn­leiddi í lög, og Ólafur Ragnar Gríms­son, sem skrif­aði undir lög­in. Samn­ing­unum hafi hins vegar verið hafnað af Bretum og Hol­lend­ingum sem sættu sig ekki við þá að öllu leyti. Í Ices­ave II hafi hann kosið á móti samn­ing­unum en með Ices­ave III, samn­ingnum sem kenndir hafa verið við Lee Buchheit. 

Guðni segir að Ólafur Ragnar hafi verið að mörgu leyti góður for­seti, en að mörgu leyti ekki. Hann hafi farið fram úr sér fyrir banka­hrun í þjónkun við útrás­ina. Það hafi líka mögu­lega verið mis­tök hjá Ólafi Ragn­ars að hafa sam­þykkt Ices­ave I. Þá hafi sú ákvörðun Ólafs Ragn­ars að bjóða sig fram í sjötta sinn verið röng. En á heild­ina hafi Ólafur Ragnar verið far­sæll for­seti.

Guðni segir að for­seta­fram­boð sitt verði háð á jákvæðum og skemmti­legum nót­um. Hann muni aldrei hvetja fólk til að kjósa sig vegna þess að hinir séu svo slæm­ir. „Svo sjáum við hvað set­ur." 

Hann telur ekki óhugs­andi að Ólafur Ragnar dragi fram­boð sitt til bak­a. „Kannski lítur hann svo á að á sjón­ar­sviðið sé kom­inn óskak­andi­dat­inn og því dragi hann sig í hlé."

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Húsnæðisstuðningur skuli fyrst og fremst nýtast þeim sem á þurfa að halda
Ljóst er að staða leigjenda út frá húsnæðisöryggi og byrði húsnæðiskostnaðar er lakari en þeirra sem eiga eigin íbúð. Aðgerða er þörf sem miða m.a. að því að lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá efnaminni leigjendum, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 19. maí 2022
Margar kvartanir byggðar „á misskilningi“
UN Women lýsa yfir þungum áhyggjum af aðstæðum einstaklinga sem hingað hafa leitað að skjóli og eru hluti af búsetuúrræði ÚTL á Ásbrú. Samkvæmt ÚTL hefur aðstaðan verið í stöðugri endurskoðun undanfarna rúma tvo mánuði.
Kjarninn 19. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að vinna þegar maður tapar
Kjarninn 19. maí 2022
Claudia Ashanie Wilson, Eiríkur Rögnvaldsson, Eliza Reid, Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, Gísli Pálsson og Sema Erla Serdaroglu
Kynþáttamörkun
Kjarninn 19. maí 2022
Mestu sóknarfærin í innlendri matvælaframleiðslu liggja í aukinni framleiðslu korns sem og í að auka hlutdeild innlendrar framleiðslu grænmetis.
Vinna þarf áhættugreiningu fyrir atburði sem geta raskað fæðuöryggi landsins
Matvælaráðherra hefur lagt fyrir ríkisstjórn 16 tillögur um aðgerðir til að auka fæðuöryggi Íslands. Nú þegar hefur starfshópur um neyðarbirgðir verið settur á laggirnar en áhersla þarf að vera á öryggi framboðs, þrátt fyrir baktryggingu í neyðarbirgðum.
Kjarninn 19. maí 2022
Kim Kardashian á rauða dregli Met Gala fyrr í þessum mánuði. Skömmu eftir að þessi mynd var tekin skipti hún yfir í endurgerð kjólsins til þess að koma í veg fyrir skemmdir á þeim upprunalega.
„Sögufrægum flíkum ætti enginn að klæðast, nokkurn tímann“
Fyrr í mánuðinum mætti Kim Kardashian á Met Gala í sögufrægum kjól sem var í eigu Marilyn Monroe. Svo mjög voru forverðir óánægðir með uppátækið að ICOM, alþjóðaráð safna, sá ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu.
Kjarninn 18. maí 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir marga hljóta að spyrja hvað LOGOS fékk greitt fyrir minnisblað um Bankasýsluna
Þingmaður Samfylkingar segir að ef mönnum sé alvara um að fara í saumana á sölunni á Íslandsbanka sé það ekki ekki gert með aðkeyptum lögfræðiálitum sem bæta engu við málflutninginn og er komið með forgangi til ákveðinna fjölmiðla til forsíðubirtingar.“
Kjarninn 18. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar.
Þórdís Lóa segir ekki ólíklegt að Viðreisn og Framsókn séu að fara að vinna saman
Oddviti Viðreisnar segir Samfylkingu, Pírata og Viðreisn eiga málefnalega samleið í mikilvægum málaflokkum og að Framsókn virðist standa nærri þeim. Það sé þó ljóst að gamli meirihlutinn sé fallinn og að næstu skref séu að mynda nýjan.
Kjarninn 18. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None