Seðlabankinn spáir meiri hagvexti og hærri verðbólgu

Seðlabankinn gerir ráð fyrir meiri hagvexti en áður, en jafnframt hærri verðbólgu.

Már Guðmundsson
Auglýsing

Seðla­bank­inn gerir ráð fyrir meiri hag­vexti á þessu ári og því næsta en áður, en jafn­framt er spáð meiri verð­bólgu. Þetta kemur fram í nýjum Pen­inga­mál­um, sem komu út sam­hliða vaxta­á­kvörðun Seðla­bank­ans í morg­un. 

Hag­vöxtur er tal­inn hafa verið fjögur pró­sent á Íslandi í fyrra, sam­kvæmt bráða­birgða­tölum frá Hag­stof­unni, og búist er við því að í ár verði hann 4,5 pró­sent. Það er vegna mik­ils vaxtar í inn­lendri eft­ir­spurn og einnig kröft­ugs útflutn­ings­vaxt­ar. 

Seðla­bank­inn spáir því jafn­framt að hag­vöxt­ur­inn verði meiri en áður var talið á næsta ári, eða fjögur pró­sent í stað 3,4 pró­senta. Ef þetta gengur eftir verður það þriðja árið í röð sem hag­vöxtur á Íslandi er um og yfir fjögur pró­sent. „Svo mik­ill hag­vöxtur er langt umfram lang­tíma­hag­vaxt­ar­getu þjóð­ar­bús­ins og óhjá­kvæmi­legt að nokkuð hægi á hag­vexti á næstu árum að öðru óbreytt­u.“ 

Auglýsing

Atvinnu­þátt­taka orðin eins og 2007

Seðla­bank­inn talar einnig um þann mikla kraft sem sé á inn­lendum vinnu­mark­aði og birt­ist meðal ann­ars í fjölgun starfa og vax­andi atvinnu­þátt­töku. Atvinnu­þátt­taka á Íslandi er komin í 83 pró­sent, þegar tekið er til­lit til árs­tíða­sveiflna, sem er svipað og þegar mest var fyrir kreppu, í byrjun árs­ins 2007. Seðla­bank­inn segir að atvinnu­leysi sé því orðið minna nú en ætla megi að sam­ræm­ist verð­stöð­ug­leika. 

Sam­kvæmt spánni heldur atvinnu­leysi áfram að minnka og verð­ur­ 3,3% að með­al­tali í ár. Það er um ½ pró­sentu minna atvinnu­leysi en ­spáð var í febr­úar og end­ur­speglar horfur á þrótt­meiri efna­hags­um­svif­um en þá var gert ráð fyr­ir. Af sömu ástæðum er talið að fram­leiðslu­spenn­an verði heldur meiri í ár en þá var spáð,“ segir í Pen­inga­mál­um. Gert er ráð fyrir því að spennan taki að minnka á næsta ári og atvinnu­leysi muni þok­ast upp á ný. 

Verð­bólgu­horfur versna 

Verð­bólga hefur nú verið undir mark­miði Seðla­bank­ans í meira en tvö ár, en hún var 1,6 pró­sent í apríl síð­ast­liðn­um. Að mestu leyti er lág verð­bólga vegna inn­fluttrar verð­hjöðn­unar og hærra gengis krón­unn­ar. Þar munar mjög miklu um lágt verð á olíu. Seðla­bank­inn gerir ráð fyrir því að verð­bólgan muni aukast þegar líður á árið og verði komin í þrjú pró­sent undir lok þess. „Hins vegar eru horfur á meiri verð­bólgu á seinni hluta næsta árs og framan af árinu 2018 en spáð var í febr­úar sem skýrist fyrst og fremst af því að efna­hags­um­svif eru nú talin vaxa hraðar og að fram­leiðslu­spenna verði því meiri.“ 

Launa­hækk­anir eru áfram helsta ástæðan fyrir vax­andi verð­bólgu­þrýst­ingi, bæði beint og óbeint. Seðla­bank­inn spáir því nú að verð­bólga nái hámarki í 4,5 pró­sentum á seinni hluta næsta árs, en hjaðni á ný niður fyrir þrjú pró­sent um mitt ár 2019. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Markaðsvirði veðsettra hlutabréfa í Kauphöll Íslands 183 milljarðar króna
Tölur um veðsetningu hlutabréfa benda til þess að veðköll hafi verið framkvæmd á síðasta ári þegar markaðurinn tók dýfu. Hann jafnaði sig hins vegar þegar leið á árið og markaðsvirði veðsettra hlutabréfa hefur hlutfallslega ekki verið lægra frá júlí 2018.
Kjarninn 25. janúar 2021
Þórólfur Guðnason og Alma Möller.
„Hvar varst þú um helgina? Er það eitthvað sem við erum stolt af?“
Þrátt fyrir að vel gangi innanlands í baráttunni gegn kórónuveirunni telur sóttvarnalæknir ekki ástæðu til að slaka frekar á aðgerðum. Ekki megi gleyma að smit á landamærum hafa einnig áhrif innanlands.
Kjarninn 25. janúar 2021
Tíu staðreyndir um sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka
Til stendur að selja allt að 35 prósent hlut í ríkisbanka í sumar. Upphaf þessa ferils má rekja til bankahrunsins. Hér er allt sem þú þarft að vita um ætlaða bankasölu, álitamál henni tengt og þá sögu sem leiddi til þeirrar stöðu sem nú er uppi.
Kjarninn 25. janúar 2021
Seðlabankinn telur enn mikilvægt að hafa samráðsvettvang á borð við þann sem greiðsluráð bankans er.
Hlutverk svokallaðs greiðsluráðs Seðlabankans til skoðunar
Seðlabankinn skoðar nú hlutverk greiðsluráðs bankans sem sett var á fót með ákvörðun Más Guðmundssonar fyrrverandi seðlabankastjóra í upphafi árs 2019. Ráðið hefur einungis komið einu sinni saman til fundar.
Kjarninn 25. janúar 2021
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
Yellen sýnir á spilin
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna, vill þrepaskiptara skattkerfi og auka fjárútlát ríkissjóðs til að aðstoða launþega í kreppunni. Hún er líka harðorð í garð efnahagsstefnu kínverskra stjórnvalda og vill takmarka notkun rafmynta.
Kjarninn 24. janúar 2021
Magga Stína syngur Megas ... á vínyl
Til stendur að gefa út tónleika Möggu Stínu í Eldborg, þar sem hún syngur lög Megasar, út á tvöfaldri vínylplötu. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Dögg Sverrisdóttir
Bætum kynfræðsluna en látum lestrargetu drengja eiga sig
Kjarninn 24. janúar 2021
Ný útlán banka til fyrirtækja umfram uppgreiðslur voru um átta milljarðar í fyrra
Ný útlán til atvinnufyrirtækja landsins á nýliðnu ári voru innan við tíu prósent þess sem þau voru árið 2019 og 1/27 af því sem þau voru árið 2018.
Kjarninn 24. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None