Ekki ákært í Pace-málinu - Hannes Smárason var með prokúru

Reykjavík Media hefur birt gögn sem sýna að Hannes Smárason var með prókúru í Pace. Héraðssaksóknari hefur ákveðið að ákæra ekki í málinu eftir margra ára rannsókn.

Pálmi, jón Ásgeir Hannes
Auglýsing

Hér­aðs­sak­sókn­ari hefur ákveðið að ákæra ekki í svoköll­uðu Pace-­máli. Þetta hefur Kjarn­inn fengið stað­fest hjá emb­ætt­in­u. Rann­­sókn á mál­inu, sem snýst um þriggja millj­­arða króna lán­veit­ingu frá íslenska fjár­­­fest­inga­­fé­lag­inu Fons, þá í eig­u ­at­hafna­­mann­anna Pálma Har­alds­­sonar og Jóhann­esar Krist­ins­­son­­ar, til­ ­panamska fé­lags­ins Pace Associ­ates í apríl 2007 hefur staðið yfir árum sam­­an. Sam­­kvæmt frétta­­flutn­ingi DV og RÚV árið 2010 runnu millj­­arð­­arnir þrír að end­ingu í vasa Pálma og athafna­­mann­anna Jóns Ásgeirs Jóhann­es­­sonar og Hann­esar Smára­­son­­ar. Þeir hafa ætið neitað því.

Upp­lýs­ingar um Pace Associ­ates Corp. er að finna í Panama­skjöl­un­um. Reykja­vik Media hefur birt frétt þar sem fram kemur að Hannes hafi verið með pró­kúru í félag­inu þegar það fékk þriggja millj­arða króna lán frá Fons eign­ar­halds­fé­lagi árið 2007. Pace fékk einnig 50 millj­óna evra lán frá Lands­bank­anum gegn veði í hluta­bréfum í félag­inu sjálfu, sam­kvæmt frétt­inni. Í skjöl­unum kemur hins vegar ekki fram hverjir end­an­legir eig­endur Pace voru.

Fjöl­miðlaum­­fjöll­un ­fyrir sex árum síðan

Félagið Pace var mikið til umfjöll­unar í íslenskum ­fjöl­miðlum árið 2010. Þá fjall­aði DV um það í tengsl­um við þriggja millj­­arða króna lán­veit­ingu fjár­­­fest­inga­­fé­lags­ins ­Fons, þá í eigu athafna­­mann­anna Pálma Har­alds­­sonar og Jóhann­esar Krist­ins­­son­­ar, til Pace Associ­ates í apríl 2007.

Auglýsing

RÚV sagði fréttir af því árið 2010 að pen­ing­­arnir sem lán­aðir voru til Pace hafi á end­­anum runnið í vasa Pálma, Jóns Ásgeirs Jóhann­es­­sonar og Hann­esar Smára­­son­­ar. Lána­við­­skipt­in ­fóru fram í gegnum Lands­­banka Íslands í Lúx­em­­borg, en sá banki var í miklu­m við­­skiptum við lög­­fræð­i­­stof­una Mossack Fon­­seca í Panama um stofn­un aflands­­fé­laga. Í frétt­inni sagði að lána­­samn­ing­­ur­inn hafi verið útbú­inn sex ­dögum eftir að milli­­­færsla fjár­­hæð­­ar­innar átti sér stað og um hafi verið að ræða svo­­kallað kúlu­lán þar sem öll fjár­­hæðin var á gjald­daga þremur árum eft­ir ­gerð lána­­samn­ings­ins. Í frétt­inni var enn fremur sagt frá því að sama dag og ­gengið var frá lána­­samn­ingn­um, þremur árum fyrir gjaldaga, hafi lánið í heild verið afskrifað í bók­haldi Fons.

Höfð­uðu meið­yrða­­mál og unnu

Jón Ásgeir og Pálmi höfð­uðu meið­yrða­­mál gegn frétta­­mann­inum sem sagði frétt­ina og unnu þau á end­­anum fyrir Hæsta­rétti. Frétta­­mað­­ur­inn, Svavar Hall­­dór­s­­son, sagði í Face­­book-­­stöð­u­­upp­­­færslu í kjöl­far dóms í mál­inu sem Jón Ásgeir höfð­að­i: Fréttin er sönn, til eru ­gögn fyrir öllum efn­is­at­riðum umræddrar við­­skiptafléttu og málið er til­ ­rann­­sóknar á fleiri en einum stað í kerf­inu (eins og stað­­fest er í yfir­­lýs­ing­u ­Sér­­staks sak­­sókn­­ara). Sá hluti frétt­­ar­innar sem fjall­aði um hvernig yfir­­völd ­töldu raun­veru­­lega í pott­inn búið, byggð­ist hins vegar á trún­­að­­ar­­upp­­lýs­ing­um frá heim­ild­­ar­­mönnum sem ekki geta komið fram. Þeirra trún­­aði mun ég ekki bregðast! Jóni Ásgeiri tókst engan vegin að sýna fram á að neitt rangt við frétt­ina – enda er þetta allt rétt."

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eyrún Magnúsdóttir
Af fréttum og klósettpappír – má lýðræðið bíða?
Kjarninn 7. apríl 2020
Klikkið
Klikkið
Klikkið – Viðtal við Héðinn Unnsteinsson
Kjarninn 7. apríl 2020
Snjólaug Ólafsdóttir
Hvað getum við lært af COVID-19 um sjálfbærni og loftslagslausnir?
Kjarninn 7. apríl 2020
Dagur án dauðsfalls af völdum COVID-19
Samkvæmt opinberum tölum hafa ríflega 83.600 manns greinst með veiruna í Kína og að minnsta kosti 3.330 hafa látist úr sjúkdómnum sem hún veldur.
Kjarninn 7. apríl 2020
Sigþrúður Guðmundsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins
Aukin hætta á heimilisofbeldi við aðstæður eins og nú eru
Tvö andlát kvenna undanfarna rúma viku má sennilega rekja til ofbeldis inni á heimilum. Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins minnti þjóðina á að úrræði fyrir bæði gerendur og þolendur eru í boði, á daglegum upplýsingafundi almannavarna.
Kjarninn 7. apríl 2020
Aðeins eitt jákvætt sýni hjá Íslenskri erfðagreiningu
Í dag er 1.021 einstaklingur með virkt COVID-19 smit en í gær voru þeir 1.096. Alls hafa 559 náð bata.
Kjarninn 7. apríl 2020
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Landsvirkjun hnýtir í heimildarmenn Morgunblaðsins
Landsvirkjun hefur sent út yfirlýsingu vegna fréttar Morgunblaðsins í dag, en í fréttinni var meðal annars haft eftir heimildum innan úr Rio Tinto að þar væri í athugun að höfða mál gegn Landsvirkjun vegna vörusvika tengdum sölu upprunavottorða.
Kjarninn 7. apríl 2020
Keflavíkurflugvöllur
Fjórir milljarðar úr ríkissjóði í Isavia
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur ákveðið að auka við hlutafé Isavia ohf. um 4 milljarða króna með því skilyrði að félagið ráðist í innviðaverkefni á Keflavíkurflugvelli strax á þessu ári.
Kjarninn 7. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None