Olían
Auglýsing

Verðið á hrá­ol­íu­t­unn­inni á Banda­ríkja­mark­aði er nú komið í tæpa 50 Banda­ríkja­dali, eftir tölu­verðar hækk­anir að und­an­förnu. Eins og ávallt er erfitt að segja til um hverjar eru nákvæm­lega ástæður fyrir miklu­m verð­sveiflum á olíu, á ein­staka við­skipta­dög­um, en sam­kvæmt skrifum Wall Street Jo­urnal telja grein­endur að horfur á mörk­uðum séu betri nú en fyrir hálfu ári, þar sem olíu­fram­leiðslu­ríki hafa dregið úr fram­leiðslu. Á það meðal ann­ars við um Bras­ilíu og Venes­ú­ela, sem glíma við mik­inn vanda vegna víð­tækra efna­hags­erf­ið­leika. Sér­stak­lega er staðan erfið í Venes­ú­ela, en þar hafa ­stjórn­völd lýst yfir 60 daga neyð­ar­á­standi. Þá hefur vax­andi órói í Nígeríu einnig haft nei­kvæð áhrif á olíu­fram­leiðslu þar í landi, meðal ann­ars vegna verk­falla.

Miklar sveiflur

Verðið á mörk­uðum í dag, 48,16 Banda­ríkja­dalir á tunn­una þegar þetta er skrif­að, er það hæsta sem hefur sést á mörk­uðum í sjö mán­uði. Fyrir um 20 mán­uðum var verð­ið í 110 Banda­ríkja­döl­um, en var komið niður í 26 Banda­ríkja­dali, eftir mikla rús­sí­ban­areið á mörk­uð­um, tæp­lega ári seinna. Þetta leiddi til mik­illa efna­hags­erf­ið­leika víða, sér­stak­lega hjá ríkjum sem eru mjög háðar olíu og ol­íu­tengdum iðn­aði, eins og fjallað var um frétta­skýr­ingum á vef Kjarn­ans.

Auglýsing


Hvað ger­ist hér á landi?

Pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­banka Íslands hefur nefnt það, þeg­ar hún hefur rök­stutt vaxta­á­kvarð­anir sín­ar, að eitt af því sem hefur komið í veg ­fyrir að spár bank­ans hafi ræst, um að verð­bólgan færi á flug, er að olíu­verð hafi lækkað hratt og leitt til lægra verðs á inn­fluttum vör­um. Verð­bólgan ­mælist nú 1,6 pró­sent, og hefur hald­ist undir 2,5 pró­sent verð­bólgu­mark­miði Seðla­bank­ans í meira en tvö ár. Meg­in­vext­ir, svo­nefnd­ir, eru 5,75 pró­sent.

Haldi olíu­verðið áfram að hækka, gæti það haft áhrif á verð inn­fluttar vöru, þó tíma muni taka fyrir slíka þróun að koma fram í verð­bólgu­mæl­ing­um. Fleiri þættir hafa vita­skuld áhrif, og má þar ekki síst nefna gengi krón­unn­ar. ­Evran kostar í dag um 140 krónur og Banda­ríkja­dalur 124 krón­ur, sam­kvæmt op­in­beru gengi Seðla­bank­ans. Krónan hefur styrkst nokk­uð, und­an­farna mán­uði, gagn­vart þessum tveimur helstu við­skipta­myntum heims­ins.

Gert ráð fyrir meiri verð­bólgu

Seðla­bank­inn gerir ráð fyrir að verð­bólga taki að aukast á næstu miss­erum, og eru það ekki síst launa­hækk­anir fyr­ir­tækja, sam­kvæmt kjara­samn­ing­um, sem munu þrýsta verð­lagi upp. Spár bank­ans hafa þó ekki ræst, og erfitt getur verið að sjá fyrir hvernig mál þró­ast. Fyr­ir­hugað afnám hafta ­getur til dæmis verið áhrifa­valdur í þessum efn­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Úthlutar 400 milljónum til einkarekinna fjölmiðla
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur undirritað reglugerð um stuðning við einkarekna fjölmiðla.
Kjarninn 6. júlí 2020
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júní
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júnímánuði, en flutti 553 þúsund farþega í sama mánuði í fyrra. Mun minni samdráttur hefur orðið í fraktflutningum hjá félaginu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín: Ég vonast til þess að við finnum lausn á þessu máli
Forsætisráðherrann hefur tjáð sig um þá ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar að hætta að skima fyrir COVID-19 sjúkdómnum.
Kjarninn 6. júlí 2020
Veirufræðideildin ekki í stakk búin til að taka við fyrr en í lok ágúst
Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, segist vonast til þess að Kára Stefánssyni snúist hugur varðandi aðkomu Íslenskrar erfðagreinar að landamæraskimunum. Deildin sé ekki tilbúin til að taka verkefnið að sér strax.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kári Stefánsson
Íslensk erfðagreining mun hætta öllum samskiptum við sóttvarnalækni og landlækni
„Okkar skoðun er sú að öll framkoma þín og heilbrigðismálaráðherra gagnvart ÍE í þessu máli hafi markast af virðingarleysi fyrir okkur,“ segir í opnu bréfi Kára Stefánssonar til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kjarnafæði og Norðlenska renna saman í eitt eftir tveggja ára viðræður
Norðlenska og Kjarnafæði hafa náð samkomulagi um samruna félaganna tveggja. Hátt í 400 manns vinna hjá þessum fyrirtækjum í dag. Samruninn er háður samþykki Samkeppniseftirlitsins og um 500 bænda, sem eiga Norðlenska í sameiningu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Björn Bjarnason afhendir hér Guðlaugi Þór Þórðarsyni skýrsluna.
Norðurlöndin ættu að móta sameiginlega stefnu gagnvart auknum áhuga Kína
Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra hefur skilað af sér skýrslu um öryggis- og utanríkismál til utanríkisráðherra Norðurlandanna. Þar leggur hann til 14 tillögur um norrænt samstarf til framtíðar.
Kjarninn 6. júlí 2020
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Ferðaþjónustufyrirtæki axli þegar í stað ábyrgð á brotum gegn erlendu starfsfólki
ASÍ kallar eftir því að loforð Lífskjarasamninganna um lagalegar heimildir til refsinga vegna brota á kjarasamningum verði uppfyllt, enda sé ólíðandi að slík brot, sem séu hreinn og klár þjófnaður, viðgangist refsilaust.
Kjarninn 6. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None