Sjálfstæðisflokkur og Píratar með meirihluta

Sjálfstæðisflokkur og Píratar eru stærstu flokkar landsins með 28,2% og 25,8% fylgi samkvæmt nýrri könnun. VG mælast með tæplega 19% fylgi.

Þriggja manna þingflokkur Pírata myndi stækka verulega miðað við allar kannanir, jafnvel þótt fylgið hafi dalað undanfarið.
Þriggja manna þingflokkur Pírata myndi stækka verulega miðað við allar kannanir, jafnvel þótt fylgið hafi dalað undanfarið.
Auglýsing

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn mælist stærsti flokkur lands­ins með 28,2% fylgi í nýrri könnun sem Félags­vís­inda­stofnun Háskóla Íslands hefur gert, og sagt er frá í Morg­un­blað­inu í dag. Píratar mæl­ast með 25,8% fylgi. Staða þess­ara tveggja flokka hefur breyst tals­vert frá því um ára­mót, en þá mæld­ust Píratar með 35,3% en Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn 25,2%. 

Stuðn­ingur við Vinstri-græn eykst og er 18,9%. 8,9% segj­ast styðja Sam­fylk­ing­una og 8,2% Fram­sókn­ar­flokk­inn. Björt fram­tíð mælist með 4,4% og næði því ekki inn manni og Við­reisn, sem verður form­lega stofnuð í næstu viku, 3,5%. Dögun og Alþýðu­fylk­ingin eru mæld í könn­un­inni og fengju 0,9% og 0,5%, og 0,7% segj­ast myndu kjósa annan flokk. 

„Hreyf­ingin virð­ist helst á milli núver­andi stjórn­ar­and­stöðu­flokka og að hluta til frá Fram­sókn. Lengi lá straumur til Pírata en nú fær­ist fylgið að hluta til VG. Sam­fylk­ing virð­ist ekk­ert taka til sín frá Píröt­u­m,“ segir Birgir Guð­munds­son, stjórn­mála­fræð­ingur við Háskól­ann á Akur­eyri, við Morg­un­blaðið í dag. Hann segir ekki koma á óvart að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn mælist svona lágt, en segir að hugs­an­lega sé auk­inn stuðn­ingur við VG til marks um það að flokk­ur­inn hafi hreina ásýnd í aflandsum­ræð­unni. „Kjós­endur Sjálf­stæð­is­flokks eru ekki jafn við­kvæmir fyrir þeirri umræð­u.“ 

Auglýsing

Tæp­lega tíu pró­sent svar­enda í könnun Félags­vís­inda­stofn­unar voru óákveðnir eða vildu ekki svara, 1,1% sögð­ust ekki ætla að kjósa og 5,6% sögð­ust ætla að skila auðu í kosn­ing­um. 

Svipuð staða í könnun 365 

Sjálf­­stæð­is­­flokk­­ur­inn og Píratar mæl­d­ust líka mest fylgi í könnun 365 miðla frá því í síð­ustu viku. Sjálf­­stæð­is­­flokkur mæld­ist með örlítið meira fylgi, 31,3 pró­­sent, en Píratar með 30,3 pró­­sent. Vinstri græn mæl­d­ust með 19,8 pró­­senta fylgi. Sam­­fylk­ingin mæld­ist með 7,4 pró­­sent og Fram­­sókn­­ar­­flokkur með 6,5 pró­­sent. Björt fram­­tíð mæld­ist með 3,1 pró­­sent. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristrún í formannsframboð: „Samfylkingin þarf að ná virkari tengingu við venjulegt fólk“
Kristrún Frostadóttir ætlar sér að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hún ætlar að leggja áherslu á kjarnamál jafnaðarmanna, jákvæða pólitík, meiri samkennd og minni einstaklingshyggju. „Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Í könnuninni var spurt hvaða verkalýðsleiðtoga fólk treysti helst til að leiða ASÍ. Auk þessara fjögurra var nafn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar á listanum.
Reykvíkingar, háskólamenntaðir og kjósendur Vinstri grænna báru mest traust til Drífu
Drífa Snædal naut mests trausts kjósenda allra flokka nema Sósíalistaflokks Íslands til þess að leiða Alþýðusamband áfram næstu tvö árin, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar sem Gallup var falið að framkvæma.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Húðtóna heyrnartól frá Kardashian
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýr íslenskur „banki“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Sjúklingar þurfa ekki að eiga snjallsíma til að nýta sér þjónustu Uber Health.
Uber haslar sér völl í heilbrigðisþjónustu
Ástralskir læknar geta nú bókað akstur fyrir sjúklinga sína á læknastofur og sjúkrahús hjá farveitunni Uber. Margir hafa lýst yfir efasemdum um að fyrirtækinu sé treystandi fyrir heilbrigðisupplýsingum fólks.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Björk um Katrínu Jakobsdóttur: „Hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið“
Þekktasta tónlistarkona Íslandssögunnar segir að forsætisráðherra hafi gert sig fokreiða árið 2019 með því að draga sig út úr því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum með henni og Gretu Thunberg.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Þorsteinn Víglundsson
Vinnumarkaður í úlfakreppu
Kjarninn 19. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún boðar til fundar– Telur að Samfylkingin geti náð aftur vopnum sínum
Kristrún Frostadóttir mun tilkynna um framboð sitt til formann Samfylkingarinnar á fundi í dag. Þar ætlar hún að segja frá því hvernig hún telur að endurvekja megi „von og trú fólks á að það sé hægt að breyta og reka samfélagið okkar betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None