Sjálfstæðisflokkur og Píratar með meirihluta

Sjálfstæðisflokkur og Píratar eru stærstu flokkar landsins með 28,2% og 25,8% fylgi samkvæmt nýrri könnun. VG mælast með tæplega 19% fylgi.

Þriggja manna þingflokkur Pírata myndi stækka verulega miðað við allar kannanir, jafnvel þótt fylgið hafi dalað undanfarið.
Þriggja manna þingflokkur Pírata myndi stækka verulega miðað við allar kannanir, jafnvel þótt fylgið hafi dalað undanfarið.
Auglýsing

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn mælist stærsti flokkur lands­ins með 28,2% fylgi í nýrri könnun sem Félags­vís­inda­stofnun Háskóla Íslands hefur gert, og sagt er frá í Morg­un­blað­inu í dag. Píratar mæl­ast með 25,8% fylgi. Staða þess­ara tveggja flokka hefur breyst tals­vert frá því um ára­mót, en þá mæld­ust Píratar með 35,3% en Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn 25,2%. 

Stuðn­ingur við Vinstri-græn eykst og er 18,9%. 8,9% segj­ast styðja Sam­fylk­ing­una og 8,2% Fram­sókn­ar­flokk­inn. Björt fram­tíð mælist með 4,4% og næði því ekki inn manni og Við­reisn, sem verður form­lega stofnuð í næstu viku, 3,5%. Dögun og Alþýðu­fylk­ingin eru mæld í könn­un­inni og fengju 0,9% og 0,5%, og 0,7% segj­ast myndu kjósa annan flokk. 

„Hreyf­ingin virð­ist helst á milli núver­andi stjórn­ar­and­stöðu­flokka og að hluta til frá Fram­sókn. Lengi lá straumur til Pírata en nú fær­ist fylgið að hluta til VG. Sam­fylk­ing virð­ist ekk­ert taka til sín frá Píröt­u­m,“ segir Birgir Guð­munds­son, stjórn­mála­fræð­ingur við Háskól­ann á Akur­eyri, við Morg­un­blaðið í dag. Hann segir ekki koma á óvart að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn mælist svona lágt, en segir að hugs­an­lega sé auk­inn stuðn­ingur við VG til marks um það að flokk­ur­inn hafi hreina ásýnd í aflandsum­ræð­unni. „Kjós­endur Sjálf­stæð­is­flokks eru ekki jafn við­kvæmir fyrir þeirri umræð­u.“ 

Auglýsing

Tæp­lega tíu pró­sent svar­enda í könnun Félags­vís­inda­stofn­unar voru óákveðnir eða vildu ekki svara, 1,1% sögð­ust ekki ætla að kjósa og 5,6% sögð­ust ætla að skila auðu í kosn­ing­um. 

Svipuð staða í könnun 365 

Sjálf­­stæð­is­­flokk­­ur­inn og Píratar mæl­d­ust líka mest fylgi í könnun 365 miðla frá því í síð­ustu viku. Sjálf­­stæð­is­­flokkur mæld­ist með örlítið meira fylgi, 31,3 pró­­sent, en Píratar með 30,3 pró­­sent. Vinstri græn mæl­d­ust með 19,8 pró­­senta fylgi. Sam­­fylk­ingin mæld­ist með 7,4 pró­­sent og Fram­­sókn­­ar­­flokkur með 6,5 pró­­sent. Björt fram­­tíð mæld­ist með 3,1 pró­­sent. 

Það helsta hingað til: Ríkisforstjórarnir og þingmennirnir á háu laununum
Kjarninn tók saman helstu fréttamál íslensks samfélags á fyrstu mánuðum ársins 2019. Eitt það fyrirferðamesta hefur snúist um miklar launahækkanir sem æðstu embættismenn og ríkisforstjórar hafa fengið á undanförnum árum.
Kjarninn 22. apríl 2019
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Framtíðarstörfin í framtíðarumhverfinu
Kjarninn 22. apríl 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson
Af íslenskum stjórnmálum um páska 2019
Kjarninn 22. apríl 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
„Auðvitað einungis mannlegur“
Skýrsla Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál hefur heldur betur hrist upp í fólki og segist umhverfis- og auðlindaráðherrann hafa fundið fyrir vonleysi í kjölfar útgáfu hennar. Þó hugsi hann fremur í lausnum og hvernig eigi að útfæra þær.
Kjarninn 22. apríl 2019
Þröstur Ólafsson
Og allir komu þeir aftur og enginn ...
Kjarninn 22. apríl 2019
Neftóbakssala heldur áfram að aukast
Neftóbakssala jókst í fyrra um 19 prósent og voru tæplega 45 tonn af neftóbaki seld árið 2018. Neftóbaksneysla er að aukast hjá fólki á þrítugsaldri sem og konum. Sala á vindlum og sígarettum dróst hins vegar saman um tíu prósent.
Kjarninn 21. apríl 2019
Karolina Fund: Eitraður úrgangur
Karolina Fund-verkefni vikunnar er ljóðasafn Bjarna Bernharðs 1975 – 1988.
Kjarninn 21. apríl 2019
Árni Már Jensson
Ljósið í samúðargáfunni
Kjarninn 21. apríl 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None