Sjálfstæðisflokkur og Píratar með meirihluta

Sjálfstæðisflokkur og Píratar eru stærstu flokkar landsins með 28,2% og 25,8% fylgi samkvæmt nýrri könnun. VG mælast með tæplega 19% fylgi.

Þriggja manna þingflokkur Pírata myndi stækka verulega miðað við allar kannanir, jafnvel þótt fylgið hafi dalað undanfarið.
Þriggja manna þingflokkur Pírata myndi stækka verulega miðað við allar kannanir, jafnvel þótt fylgið hafi dalað undanfarið.
Auglýsing

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn mælist stærsti flokkur lands­ins með 28,2% fylgi í nýrri könnun sem Félags­vís­inda­stofnun Háskóla Íslands hefur gert, og sagt er frá í Morg­un­blað­inu í dag. Píratar mæl­ast með 25,8% fylgi. Staða þess­ara tveggja flokka hefur breyst tals­vert frá því um ára­mót, en þá mæld­ust Píratar með 35,3% en Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn 25,2%. 

Stuðn­ingur við Vinstri-græn eykst og er 18,9%. 8,9% segj­ast styðja Sam­fylk­ing­una og 8,2% Fram­sókn­ar­flokk­inn. Björt fram­tíð mælist með 4,4% og næði því ekki inn manni og Við­reisn, sem verður form­lega stofnuð í næstu viku, 3,5%. Dögun og Alþýðu­fylk­ingin eru mæld í könn­un­inni og fengju 0,9% og 0,5%, og 0,7% segj­ast myndu kjósa annan flokk. 

„Hreyf­ingin virð­ist helst á milli núver­andi stjórn­ar­and­stöðu­flokka og að hluta til frá Fram­sókn. Lengi lá straumur til Pírata en nú fær­ist fylgið að hluta til VG. Sam­fylk­ing virð­ist ekk­ert taka til sín frá Píröt­u­m,“ segir Birgir Guð­munds­son, stjórn­mála­fræð­ingur við Háskól­ann á Akur­eyri, við Morg­un­blaðið í dag. Hann segir ekki koma á óvart að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn mælist svona lágt, en segir að hugs­an­lega sé auk­inn stuðn­ingur við VG til marks um það að flokk­ur­inn hafi hreina ásýnd í aflandsum­ræð­unni. „Kjós­endur Sjálf­stæð­is­flokks eru ekki jafn við­kvæmir fyrir þeirri umræð­u.“ 

Auglýsing

Tæp­lega tíu pró­sent svar­enda í könnun Félags­vís­inda­stofn­unar voru óákveðnir eða vildu ekki svara, 1,1% sögð­ust ekki ætla að kjósa og 5,6% sögð­ust ætla að skila auðu í kosn­ing­um. 

Svipuð staða í könnun 365 

Sjálf­­stæð­is­­flokk­­ur­inn og Píratar mæl­d­ust líka mest fylgi í könnun 365 miðla frá því í síð­ustu viku. Sjálf­­stæð­is­­flokkur mæld­ist með örlítið meira fylgi, 31,3 pró­­sent, en Píratar með 30,3 pró­­sent. Vinstri græn mæl­d­ust með 19,8 pró­­senta fylgi. Sam­­fylk­ingin mæld­ist með 7,4 pró­­sent og Fram­­sókn­­ar­­flokkur með 6,5 pró­­sent. Björt fram­­tíð mæld­ist með 3,1 pró­­sent. 

Tillagan um breytingu á skilyrðum fyrir stjórn FME kemur frá fjármálaráðuneytinu
Starfshópur fjallaði um hæfisskilyrði þeirra sem geta tekið sæti í stjórn Fjármálaeftirlitsins.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Trump styður Sádi-Arabíu og olían hríðfellur
Eftir að Donald Trump lýsti yfir stuðningi við Sádí-Arabíu vegna morðsins á Jamal Khashoggi hrundi verðið á hráolíu.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Raunverð fasteigna hækkað um 1,3 prósent undanfarið ár
Að teknu tilliti til verðbólgu hefur fasteignaverð lítið sem ekkert hækkað í eitt ár.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Til lítils að fjölga leikskólarýmum ef leikskólarnir standa ómannaðir
Sjálfstæðismenn telja áætlanir meirihlutans í borginni ekki ganga upp.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Baldur Blöndal
Gleymdur tími
Kjarninn 20. nóvember 2018
Bláa lónið
Grímur kaupir hlut Horns II í Bláa lóninu
Breyting hefur orðið á eignarhaldi í Bláa Lóninu en samningur hefur verið gerður um kaup Kólfs ehf., eignarhaldsfélags í meirihlutaeigu Gríms Sæmundsen, á hlut Horns II í Hvatningu hf. en Hvatning heldur á um 40% hlut í Bláa Lóninu hf..
Kjarninn 20. nóvember 2018
Heimavellir voru skráðir á markað fyrr á þessu ári.
Heimavellir ákveða að selja fleiri fasteignir
Í skráningarlýsingu Heimavalla frá því í vor kom fram að félagið ætlaði að selja fasteignir fyrir tíu milljarða fyrir árslok 2020. Nú hefur það ákveðið að selja eignir fyrir 17 milljarða á tímabilinu.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Vandræði á Facebook
Gengið hefur brösulega fyrir notendur samfélagsmiðilsins Facebook að skoða efni á síðunni síðan í hádeginu í dag.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Meira úr sama flokkiInnlent
None