Manhattan-hagkerfið

Manhattan er suðupottur mannlífs og höfuðvígi fjármála- og menningarlífs heimsins. Það er þriðja stærsta hverfi New York, þegar horft er til mannfjölda en það langasamlega þéttbýlasta.

nyc
Auglýsing

Man­hattan er vel lýst sem suðu­potti mann­lífs. Fjöl­breyti­leik­inn er áþreif­an­legur og mik­il­feng­legar bygg­ing­ar, sem ramma inn einn áhrifa­mest­a ­starfs­vett­vang í ver­öld­inni. Á Man­hatt­an-eyju búa ríf­lega 1,6 millj­ónir manna og svæðið er oft kallað höf­uð­vígi menn­ing­ar- og fjár­mála­lífs heims­ins, hvorki ­meira né minna.

Hjarta kap­ít­al­ism­ans

Stærstu fjár­mála­stofn­anir heims­ins eru með höf­uð­stöðv­ar sínar á Man­hattan og Seðla­bank­inn í New York – stærsta und­ir­stofnun Seðla­banka ­Banda­ríkj­anna – einnig. Oft er talað um fjár­mála­kerfi borg­ar­innar undir nafn­in­u Wall Street, sem er til­tölu­lega lítið stræti í fjár­mála­hverfi borg­ar­inn­ar. Þar í grennd er Kaup­höllin í New York, og má segja að hjartað í þessu sögu­fræga ein­kenni mark­aðs­bú­skaps­ins í heim­inum sé sýni­legt í Charg­ing Bull ­nauts­stytt­unni eftir Art­uro Di Mod­ica. Hún stendur í Bowl­ing Green Park í fjár­mála­hverf­in­u, og er eitt helsta ein­kenni kap­ít­al­ískrar ímyndar Man­hatt­an.

Í lok árs 2014 voru störf í fjár­mála­geir­anum á Man­hatt­an ríf­lega 163 þús­und, sem nam um fimm pró­sent af heild­ar­starfa­fjölda í borg­inn­i, í einka­geir­an­um. Launin voru hins­vegar um 22 pró­sent af heild­ar­launa­greiðsl­u­m, ­með með­al­laun á ári upp á 360 þús­und Banda­ríkja­dali, eða sem nemur um 3,7 millj­ónum króna á mán­uði.

Auglýsing



Söfn, garðar og mann­fjöldi

Í grófum dráttum dreif­ist byggðin á Man­hattan þannig að um 700 ­þús­und manns búa vest­an­verðri eyj­unni, þar af 400 þús­und í efri­hlut­anum (Upp­er West). Aust­an­megin eru um 500 þús­und íbú­ar, þar af um 370 þús­und í efri­hlut­an­um (­Upper East). Á neðsta hluta Man­hattan (Lower Man­hatt­an), eru um 100 þús­und í­bú­ar. Í Harlem, sem til­heyrir Man­hattan hverf­inu, eru íbúar 335 þús­und. Fjölg­un­in hefur mest verið á efri hluta eyj­unn­ar.

Íbú­arnir á eyj­unni eru hins vegar aðeins lít­ill hluti af þeim ­fjölda sem heldur til á eyj­unni. Svæðið er eitt vin­sælasta fsvæði heims­ins fyr­ir­ ­ferða­menn, en sam­tals heim­sækja um 50 millj­ónir manna New York borg á hverju ári, ef inn­lendir og erlendir ferða menn eru tald­ir. Flestir þeirra heim­sækja Man­hatt­an.

Á eyj­unni eru 32 opin­ber söfn, og mörg þeirra eru með­al­ ­sögu­fræg­asta safna heims­ins, eins og nýlista­safnið MoMA. Þá eru einnig ­fjöl­margir opin­berir garðar á eyj­unni, þrátt fyrir að þétt sé byggt. Central Park, inn á miðri eyj­unni, er þeirra lang­sam­lega stærst­ur, en fleiri garðar á eyj­unni njóta einnig mik­illa vin­sælda. High Line Park, Riverside Park­, Morn­ings­ide Park, Bryant Park og Union Squ­are Park, svo ein­hverjir séu nefnd­ir. ­Sam­tals eru 30 garðar á Man­hatt­an, og leggja borg­ar­yf­ir­völd mikla áherslu á að halda þeim við og bjóða upp á aðstöðu til afþrey­ing­ar.

Upp og niður stétt­ar­stig­ann

Man­hattan er ekki síður þekkt fyrir að vera staður mik­illa öfga, en mið­stöð við­skipta og menn­ing­ar. Á eyj­unni býr fólk úr öllum stétt­u­m, þó sífellt sé að verða erf­ið­ara fyrir fólk með lág laun að búa á eyj­unn­i. Hús­næð­is­kostn­aður hefur farið vax­andi, og þá er einnig mikil sam­keppni um hús­næði, enda pláss tak­mark­að. Sam­kvæmt tölum New York borgar voru rúm­lega 60 ­þús­und heim­il­is­lausir í New York borg í fyrra, þar á meðal 23 þús­und börn. ­Stærstur hluti þess hóps heldur sig utan Man­hatt­an, en talið er að um 14 þús­und ­manns dvelji á Man­hattan án þess að eiga heim­ili.

Bryant Park. Á sumrin eru vikulegar útibíósýningar í garðinum, sem hafa notið mikilla vinsælda. Mynd: NYC.

Innan um glæsi­leg háhýsi, hót­el­bygg­ingar og sögu­fræg­ar ­stofn­anir blómstrar mann­líf á kaffi­hús­um, gall­erý­um, veit­inga­stöð­um, versl­un­um og fleiri stöðum þar sem fólk úr öllum áttum kemur sam­an.

Borgin sem aldrei sef­ur, er stundum sagt um New York. Það á svo sann­ar­lega við um mið­punkt hennar á Man­hatt­an. Þrátt fyrir að vera þriðja fjöl­mennasta hverfi borg­ar­inn­ar, á eftir Queens og Brook­lyn (Bronx og Staten Island eru hin sem talin eru til fimm aðal­hverfa borg­ar­inn­ar), þá er til þess horft sem höf­uð­vígis þar sem þræð­irnir liggja til valda­fólks í atvinnu­lífi, stjórn­mál­u­m og menn­ing­ar­lífi. Svæðið hefur birst fólki í gegnum afþrey­ing­ar­iðn­að­inn ára­tugum sam­an, og virð­ist því stundum standa því nærri. 

Atvinnu­leysi mælist um þessar mundir 5,2 pró­sent á Man­hatt­an, litlu meira en lands­með­al­talið.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristrún í formannsframboð: „Samfylkingin þarf að ná virkari tengingu við venjulegt fólk“
Kristrún Frostadóttir ætlar sér að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hún ætlar að leggja áherslu á kjarnamál jafnaðarmanna, jákvæða pólitík, meiri samkennd og minni einstaklingshyggju. „Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Í könnuninni var spurt hvaða verkalýðsleiðtoga fólk treysti helst til að leiða ASÍ. Auk þessara fjögurra var nafn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar á listanum.
Reykvíkingar, háskólamenntaðir og kjósendur Vinstri grænna báru mest traust til Drífu
Drífa Snædal naut mests trausts kjósenda allra flokka nema Sósíalistaflokks Íslands til þess að leiða Alþýðusamband áfram næstu tvö árin, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar sem Gallup var falið að framkvæma.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Húðtóna heyrnartól frá Kardashian
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýr íslenskur „banki“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Sjúklingar þurfa ekki að eiga snjallsíma til að nýta sér þjónustu Uber Health.
Uber haslar sér völl í heilbrigðisþjónustu
Ástralskir læknar geta nú bókað akstur fyrir sjúklinga sína á læknastofur og sjúkrahús hjá farveitunni Uber. Margir hafa lýst yfir efasemdum um að fyrirtækinu sé treystandi fyrir heilbrigðisupplýsingum fólks.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Björk um Katrínu Jakobsdóttur: „Hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið“
Þekktasta tónlistarkona Íslandssögunnar segir að forsætisráðherra hafi gert sig fokreiða árið 2019 með því að draga sig út úr því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum með henni og Gretu Thunberg.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Þorsteinn Víglundsson
Vinnumarkaður í úlfakreppu
Kjarninn 19. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún boðar til fundar– Telur að Samfylkingin geti náð aftur vopnum sínum
Kristrún Frostadóttir mun tilkynna um framboð sitt til formann Samfylkingarinnar á fundi í dag. Þar ætlar hún að segja frá því hvernig hún telur að endurvekja megi „von og trú fólks á að það sé hægt að breyta og reka samfélagið okkar betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None