Davíð segist ekki ætla að þiggja laun sem forseti

Davíð Oddsson gagnrýnir Guðna Th. Jóhannesson fyrir afstöðu sína í Icesave, fyrir afstöðu sína gagnvart stjórnarskrá og fyrir að draga úr hetjudáðinni sem Þorskastríðin hafi verið.

Davíð Oddsson
Auglýsing

Davíð Odds­son, sem býður sig fram til for­seta Íslands, seg­ir að hann muni ekki þiggja laun verði hann kos­inn for­seti. Davíð nýtur eft­ir­launa ­vegna fyrri starfa sinna í stjórn­málum sem hann segir að séu um 40 pró­sent af ­for­seta­laun­um. Honum finnst ekki við hægi að for­seti sé með 2,5 millj­ónir króna á mán­uði, heldur mun nær að hann sé með um eina milljón króna. „Þá finnst mér­ við hæfi að þjóðin fái mig frítt.“ Þetta kom fram í þætt­inum Eyj­unni á Stöð 2.

Í þætt­inum gagn­rýndi Davíð Guðna Th. Jóhann­es­son, sem mælist ­með tæp­lega 70 pró­sent fylgi í könn­unum um hver eigi að vera næsti for­seti, harð­lega ­fyrir ýmsar skoð­anir sín­ar. Davíð sagði að Guðni Th. hafi þau sjón­ar­mið ­gagn­vart stjórn­ar­skránni að hann vilji koll­varpa henni, sem Davíð finnst rang­t. Da­víð sagði einnig að Guðni Th. hefði barist fyrir Ices­a­ve-­samn­ing­unum með söm­u rökum og rík­is­stjórn Jóhönnu Sig­urð­ar­dóttur og þar hafi hann verið á röng­u róli.

Guðni hefur þessi sjón­ar­mið gagn­vart stjórn­ar­skránni, vill koll­varpa henni, sem mér finnst rangt. Guðni barðsit fyrir Ices­ave með söm­u rökum og Jóhönnu­stjórn­in. Hann var á röngu róli bless­aður í þessu máli. Guðn­i Th. hefði meðal ann­ars talað niður Þorska­stríðin sem hetju­dáð „þegar hann var að vinna að því að fá Ices­ave sam­þykkt.“

Auglýsing

Davíð sagði þjóð­ina vita allt um sig, en ekk­ert um Guðn­a T­h., sem hefði sagst vera með nýja sýn á emb­ætti for­seta en ekki útskýrt það ­neitt frek­ar. Davíð sagð­ist hafa útfærðar hug­myndir um að for­set­inn eigi að vera meira heima fyr­ir. Hann vilji fækka ferða­lögum um helm­ing, draga úr öllu prjáli og þiggja ekki laun. Með því myndi spar­ast umtals­verður kostn­aður og þá fjár­muni væri hægt að nota til að bjóða fólki til Bessa­staða.

Björn Ingi Hrafns­son, umsjón­ar­maður Eyj­unn­ar, spurði Dav­íð einnig út í það þegar Davíð var ýtt úr úr Seðla­bank­anum í kjöl­far hruns­ins. Dav­íð ­sagði að ef skýrsla Rann­sókn­ar­nefndar Alþingis sé les­inn þá komi á dag­inn að „það var Seðla­bank­inn einn sem stóð vakt­ina.“ Flestir sem vitni í skýrsl­una hafi hins vegar ekki lesið hana. „Nið­ur­staðan er sú að Seðla­bank­inn sá þetta [hrun­ið] fyr­ir, hann var­aði við og ekki veldur sá sem var­ar.“ Davíð gagn­rýnd­i enn fremur þá sem hafa sagt að hann hafi gert Seðla­banka Íslands tækni­lega gjald­þrota með hinum svoköll­uðu ást­ar­bréfa­við­skiptum við bank­anna. Aðspurð­ur­ ­sagði hann til að mynda að hag­fræð­ing­arnir Gauti Egg­erts­son og Jón Steins­son, ­sem báðir starfa við háskóla í Banda­ríkj­unum sem eru á meðal þeirra virt­ustu í heimi, hafa talað eins og vit­leys­inga þegar þeir sögðu að Seðla­banki Íslands­ hefði orðið tækni­lega gjald­þrota.

Davíð sagði enn fremur að menn sem dæmdir hafa verið í Hæsta­rétti fyrir glæpi hafi haft menn á launum við að koma sök­inni á hrun­in­u ­yfir á sig. Þar vís­aði hann vænt­an­lega í stjórn­endur föllnu bank­anna, en nefnd­i þá þó ekki sér­stak­lega.

Davíð mæld­ist með 17 pró­sent fylgi í síð­ustu skoð­ana­könn­um um fylgi þeirra sem bjóða sig fram til for­seta. Guðni Th. hefur mælst með­ tæp­lega 70 pró­sent fylgi í þremur skoð­ana­könn­unum í röð. 

Það skal tekið fram að Davíð þáði ekki boð Kjarn­ans um að koma í við­tal vegna for­seta­fram­boðs síns. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Anna Dóra Antonsdóttir
Rammaáætlun sem sáttargjörð
Kjarninn 17. maí 2022
Tekjur ríkisins af kolefnisgjaldi aldrei verið jafn miklar og í fyrra
Ríkið hefur milljarðatekjur af losun gróðurhúsalofttegunda, bæði frá uppboðum á losunarheimildum og af kolefnisgjaldi. Féð er ekki eyrnamerkt loftslagsaðgerðum en fjármálaráðherra áætlar að framlög til loftslagsmála nemi yfir 15 milljörðum í ár.
Kjarninn 17. maí 2022
Helga Þórðardóttir varaþingmaður Flokks fólksins.
„Stjórnvöld hafa svikið leigjendur“
Leigjendur eru jaðarsettir og algerlega berskjaldaðir fyrir hentistefnu leigusala, segir varaþingmaður Flokks fólksins. Stjórnvöld verði að koma með beinar aðgerðir sem stöðva brjálsemi óhefts markaðar sem stjórnist af græðgi einstaklinga.
Kjarninn 17. maí 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Ráðherra svarar engu um Samherjamálið þar sem það eigi ekki að lúta „pólitískum afskiptum“
Dómsmálaráðherra segir að embætti sem rannsaki sakamál fái ekki auknar fjárveitingar til að sinna rannsókn tiltekins sakamáls. Á ríkisstjórnarfundi í nóvember 2019 var hugað sérstaklega að fjármögnun rannsóknar héraðssaksóknara á Samherjamálinu.
Kjarninn 17. maí 2022
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri mætti á opinn fund í allsherjar- og menntamálanefnd um fræðslu og menntun lögreglumanna um fjölmenningu og fordóma.
Segir að ekki hafi verið um kynþáttamiðaða löggæslu að ræða
Ríkislögreglustjóri segist harma það að ungur drengur skyldi hafa ítrekað orðið fyrir áreiti við leit lögreglunnar að strokufanga í síðasta mánuði. Þó sé í þessu tilviki ekki um kynþáttamiðaða löggæslu eða afskipti að ræða.
Kjarninn 17. maí 2022
Viðmiðunarverðið á bensínlítra yfir 300 krónur í fyrsta sinn
Hlutur olíufélaga í hverjum seldum bensínlítra er með lægsta móti um þessar mundir þrátt fyrir mjög hátt verð. Það bendir til þess að þau séu ekki að skila hækkunum á heimsmarkaðsverði nema að hluta út í verðlagið.
Kjarninn 17. maí 2022
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram fjármálaáætlun fyrir árin 2023-2027 í mars.
Spyrja hvort framlögð fjármálaáætlun sé í samræmi við stjórnarsáttmála
ASÍ bendir á það í umsögn sinni við fjármálaáætlun að mjög takmarkað svigrúm sé til aukinna útgjalda næstu árin sem þó er fyrirséð að muni aukast mikið. Vilja efla tekjustofna ríkisins, meðal annars með komugjaldi og hækkun fjármagnstekjuskatts.
Kjarninn 17. maí 2022
Guðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður Flokks fólksins.
„Á ekki að skila þessum ólöglega ránsfeng?“
Þingflokksformaður Flokks fólksins segir að álag gangi nærri heilsu fólks sem hefur lent í skerðingum á greiðslum. „Er einhver hissa að kvíði, þunglyndi, streita, svefnleysi sé að hrjá þennan hóp í boði ríkisstjórnarinnar?“ spurði hann á þingi í dag.
Kjarninn 16. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None