Queens-hagkerfið

Queens var eitt sinn heimavöllur hvítra í New York. Árið 1950 voru 96,5 prósent íbúa hvítir. Árið 2013 fór hlutafallið í fyrsta skipti niður fyrir 50 prósent. Hverfið iðar af fjölbreyttu mannlífi og einkamarkaður hefur blómstrað þar undanfarin ár.

Queens
Auglýsing

Eins og les­endur hafa séð í umfjöll­unum um Harlem-hag­kerfið og Brook­lyn-hag­kefið, þá eru hverfi New York-­borgar um margt ólík inn­byrðis og hver með sína sér­stöðu. Suðu­pottur fjöl­breyti­leik­ans er einna aug­ljósastur á Man­hatt­an, þar sem búa 1,6 millj­ónir manna. Svæðið heim­sækja um 50 millj­ón­ir ­manna á ári, bæði inn­lendir og erlendir ferða­menn.

Stórt og mikið hverfi

Queens er ekki jafn ofar­lega í huga ferða­manna og Man­hatt­an, en líkt og með önnur hverfi borg­ar­innar er þar sjálf­stætt efna­hags­líf, saga og ­menn­ing sem teygir sig meira en 300 ár aftur í tím­ann, sé horft til þess tíma þegar það var orðið rót­gróið sjálf­stætt hverfi. Queens er næst stærsta hverfi New York borgar á eftir Brook­lyn, með 2,3 millj­ónir íbúa. Borgin í heild telur um 8,4 millj­ónir íbúa.

Í hverf­inu hefur menn­ing­ar­starf New York borgar verið í önd­veg­i frá því á sjö­unda ára­tug síð­ustu ald­ar, þegar borgin mark­aði sér stefnu um að Queens yrði það hverfi í borg­inni, sem legði mesta áherslu á menn­ingu af öllum hverfum borg­ar­inn­ar. Það má deila um, hvaða hverfi er mest ein­kenn­and­i ­fyrir fjöl­breytt menn­ing­ar­líf í New York – þar sem þau iða öll af ­menn­ing­ar­legum ein­kennum – en Queens er sann­ar­lega í far­ar­broddi. Söfn, stór og smá, ein­kenna hverfa­lífið og úti­mark­aðir eru víða, þar sem mat­ar­menn­ing og tíska, með áber­andi lita­dýrð, setja mark sitt á umhverf­ið.

AuglýsingStór­kost­legt safn

Hið stór­kost­lega Queens Museum, þar sem kraftar New York ­borgar skella saman í frá­bær­lega útfærðum sýn­ingum um sam­tíð og for­tíð, er eitt helsta djásn borg­ar­inn­ar. Það heim­sækja meira en fjórar millj­ónir manna árlega. Það er til marks um fjöl­breyti­leik­ann í safn­inu, að það spegl­ar ­mann­rétt­inda­bar­áttu Banda­ríkj­anna og New York borg­ar, og er síðan reglu­lega með­ s­mærri sýn­ingar þar sem stefnur og straumar í hönnun og afþr­ey­ingu fá mik­ið ­rými. Í apríl er til að mynda sýn­ing um áhrif rokk­ara í The Ramo­nes á tísku- og tón­list­ar­heim­inn, og upp­hafs­stef pönks­ins. 

Til­efnið er 40 ára afmæli fyrst­u ­plötu sveit­ar­inn­ar. Sýn­ingin nefn­ist Hey! Ho! Lets Go og fjallar ekki síst um ­plötu­umslögin og myndir sem hafa fylgt þeim, en þær þykja áhrifa­miklar í list­fræði­legu til­liti.

Sam­gönguæð

Það sem helst ein­kennir Queens-hag­kerfið eru meðal ann­ars stórir og miklir vinnu­staðir sem tengj­ast sam­göng­um, smá­sölu, menn­ingu og list­um. Bæði JFK flug­völl­ur­inn og La Guar­dia flug­völl­ur­inn eru í Queens, og því má segja að ­sam­göngu­æðin til New York liggi um Queens. Þar lendir fólk, og tekur svo oft­ar en ekki stöð­una niður til Man­hatt­an. Þjón­ustu­störf eru uppi­staðan í hverf­in­u, en líkt og með Brook­lyn, þá hefur hverfið mikið reynt að fá til sín frum­kvöðla og fjár­festa. Ekki síst þá sem flýja ört hækk­andi hús­næð­is­verð á Man­hatt­an. Þá eru líka rót­grónar lista­stofn­anir í Queens, meðal ann­ars Astoria Studi­os ­kvik­mynda­ver­ið. 

Einka­geir­inn ber uppi atvinnu­líf­ið, en ekk­ert hverfi í New York er með hærra hlut­fall starfa úr einka­geir­anum en Queens. Sam­tals eru þau um 440 ­þús­und, sé mið tekið af stöðu mála eins og hún var í lok árs 2014. Til sam­an­burðar eru störf á vinnu­mark­aði á Íslandi um 190 þús­und.

Atvinnu­leysi var lengi vel böl í hverf­inu, en það hef­ur breyst á und­an­förnum árum. Það mælist nú innan við sex pró­sent, en á lands­vís­u er atvinnu­leysið tæp­lega 5 pró­sent.

Ekki bara hvítir lengur

Eitt sinn var Queens frægt fyrir að vera heima­völlur hvítra í New York. Árið 1950 voru 96,5 pró­sent íbúa hverf­is­ins hvít­ir, og svartir átt­u þar erfitt upp­drátt­ar, svo ekki sé meira sagt. Þeir mættu miklu mót­læti og órétti, ekki síst á vinnu­mark­aði. Óhætt er að segja þetta hafi breyst mik­ið. Árið 2013 var fyrsta árið þar sem hvítir voru ekki í meiri­hluta í hverf­inu. Þá ­töldur 49,7 pró­sent til hvítra. Næst stærsti hóp­ur­inn var síðan fólk frá Asíu, 28 pró­sent, en af þeim eru Ind­verjar fjöl­menn­ast­ir.

Kyn­þættir í Queens

2013

 1990

 1970

 1950

Hvítir

49.7%

 57.9%

 85.3%

 96.5%

—Ekki spænsku­mæl­andi

26.7%

 48.0%

  -

  -

Svartir

20.9%

 21.7%

 13.0%

 3.3%

Spænsku­mæl­and­i/­Suð­ur­-Am­er­íka

28.0%

 19.5%

 7.7%

  - 

Fólk frá Asíu

25.2%

 12.2%

 1.1%  

-

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristrún Frostadóttir tilkynnti um formannsframboð sitt í Iðnó í dag.
Kristrún í formannsframboð: „Samfylkingin þarf að ná virkari tengingu við venjulegt fólk“
Kristrún Frostadóttir ætlar sér að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hún ætlar að leggja áherslu á kjarnamál jafnaðarmanna, jákvæða pólitík, meiri samkennd og minni einstaklingshyggju. „Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Í könnuninni var spurt hvaða verkalýðsleiðtoga fólk treysti helst til að leiða ASÍ. Auk þessara fjögurra var nafn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar á listanum.
Reykvíkingar, háskólamenntaðir og kjósendur Vinstri grænna báru mest traust til Drífu
Drífa Snædal naut mests trausts kjósenda allra flokka nema Sósíalistaflokks Íslands til þess að leiða Alþýðusamband áfram næstu tvö árin, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar sem Gallup var falið að framkvæma.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Húðtóna heyrnartól frá Kardashian
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýr íslenskur „banki“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Sjúklingar þurfa ekki að eiga snjallsíma til að nýta sér þjónustu Uber Health.
Uber haslar sér völl í heilbrigðisþjónustu
Ástralskir læknar geta nú bókað akstur fyrir sjúklinga sína á læknastofur og sjúkrahús hjá farveitunni Uber. Margir hafa lýst yfir efasemdum um að fyrirtækinu sé treystandi fyrir heilbrigðisupplýsingum fólks.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Björk um Katrínu Jakobsdóttur: „Hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið“
Þekktasta tónlistarkona Íslandssögunnar segir að forsætisráðherra hafi gert sig fokreiða árið 2019 með því að draga sig út úr því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum með henni og Gretu Thunberg.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Þorsteinn Víglundsson
Vinnumarkaður í úlfakreppu
Kjarninn 19. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún boðar til fundar– Telur að Samfylkingin geti náð aftur vopnum sínum
Kristrún Frostadóttir mun tilkynna um framboð sitt til formann Samfylkingarinnar á fundi í dag. Þar ætlar hún að segja frá því hvernig hún telur að endurvekja megi „von og trú fólks á að það sé hægt að breyta og reka samfélagið okkar betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None