Queens-hagkerfið

Queens var eitt sinn heimavöllur hvítra í New York. Árið 1950 voru 96,5 prósent íbúa hvítir. Árið 2013 fór hlutafallið í fyrsta skipti niður fyrir 50 prósent. Hverfið iðar af fjölbreyttu mannlífi og einkamarkaður hefur blómstrað þar undanfarin ár.

Queens
Auglýsing

Eins og les­endur hafa séð í umfjöll­unum um Harlem-hag­kerfið og Brook­lyn-hag­kefið, þá eru hverfi New York-­borgar um margt ólík inn­byrðis og hver með sína sér­stöðu. Suðu­pottur fjöl­breyti­leik­ans er einna aug­ljósastur á Man­hatt­an, þar sem búa 1,6 millj­ónir manna. Svæðið heim­sækja um 50 millj­ón­ir ­manna á ári, bæði inn­lendir og erlendir ferða­menn.

Stórt og mikið hverfi

Queens er ekki jafn ofar­lega í huga ferða­manna og Man­hatt­an, en líkt og með önnur hverfi borg­ar­innar er þar sjálf­stætt efna­hags­líf, saga og ­menn­ing sem teygir sig meira en 300 ár aftur í tím­ann, sé horft til þess tíma þegar það var orðið rót­gróið sjálf­stætt hverfi. Queens er næst stærsta hverfi New York borgar á eftir Brook­lyn, með 2,3 millj­ónir íbúa. Borgin í heild telur um 8,4 millj­ónir íbúa.

Í hverf­inu hefur menn­ing­ar­starf New York borgar verið í önd­veg­i frá því á sjö­unda ára­tug síð­ustu ald­ar, þegar borgin mark­aði sér stefnu um að Queens yrði það hverfi í borg­inni, sem legði mesta áherslu á menn­ingu af öllum hverfum borg­ar­inn­ar. Það má deila um, hvaða hverfi er mest ein­kenn­and­i ­fyrir fjöl­breytt menn­ing­ar­líf í New York – þar sem þau iða öll af ­menn­ing­ar­legum ein­kennum – en Queens er sann­ar­lega í far­ar­broddi. Söfn, stór og smá, ein­kenna hverfa­lífið og úti­mark­aðir eru víða, þar sem mat­ar­menn­ing og tíska, með áber­andi lita­dýrð, setja mark sitt á umhverf­ið.

AuglýsingStór­kost­legt safn

Hið stór­kost­lega Queens Museum, þar sem kraftar New York ­borgar skella saman í frá­bær­lega útfærðum sýn­ingum um sam­tíð og for­tíð, er eitt helsta djásn borg­ar­inn­ar. Það heim­sækja meira en fjórar millj­ónir manna árlega. Það er til marks um fjöl­breyti­leik­ann í safn­inu, að það spegl­ar ­mann­rétt­inda­bar­áttu Banda­ríkj­anna og New York borg­ar, og er síðan reglu­lega með­ s­mærri sýn­ingar þar sem stefnur og straumar í hönnun og afþr­ey­ingu fá mik­ið ­rými. Í apríl er til að mynda sýn­ing um áhrif rokk­ara í The Ramo­nes á tísku- og tón­list­ar­heim­inn, og upp­hafs­stef pönks­ins. 

Til­efnið er 40 ára afmæli fyrst­u ­plötu sveit­ar­inn­ar. Sýn­ingin nefn­ist Hey! Ho! Lets Go og fjallar ekki síst um ­plötu­umslögin og myndir sem hafa fylgt þeim, en þær þykja áhrifa­miklar í list­fræði­legu til­liti.

Sam­gönguæð

Það sem helst ein­kennir Queens-hag­kerfið eru meðal ann­ars stórir og miklir vinnu­staðir sem tengj­ast sam­göng­um, smá­sölu, menn­ingu og list­um. Bæði JFK flug­völl­ur­inn og La Guar­dia flug­völl­ur­inn eru í Queens, og því má segja að ­sam­göngu­æðin til New York liggi um Queens. Þar lendir fólk, og tekur svo oft­ar en ekki stöð­una niður til Man­hatt­an. Þjón­ustu­störf eru uppi­staðan í hverf­in­u, en líkt og með Brook­lyn, þá hefur hverfið mikið reynt að fá til sín frum­kvöðla og fjár­festa. Ekki síst þá sem flýja ört hækk­andi hús­næð­is­verð á Man­hatt­an. Þá eru líka rót­grónar lista­stofn­anir í Queens, meðal ann­ars Astoria Studi­os ­kvik­mynda­ver­ið. 

Einka­geir­inn ber uppi atvinnu­líf­ið, en ekk­ert hverfi í New York er með hærra hlut­fall starfa úr einka­geir­anum en Queens. Sam­tals eru þau um 440 ­þús­und, sé mið tekið af stöðu mála eins og hún var í lok árs 2014. Til sam­an­burðar eru störf á vinnu­mark­aði á Íslandi um 190 þús­und.

Atvinnu­leysi var lengi vel böl í hverf­inu, en það hef­ur breyst á und­an­förnum árum. Það mælist nú innan við sex pró­sent, en á lands­vís­u er atvinnu­leysið tæp­lega 5 pró­sent.

Ekki bara hvítir lengur

Eitt sinn var Queens frægt fyrir að vera heima­völlur hvítra í New York. Árið 1950 voru 96,5 pró­sent íbúa hverf­is­ins hvít­ir, og svartir átt­u þar erfitt upp­drátt­ar, svo ekki sé meira sagt. Þeir mættu miklu mót­læti og órétti, ekki síst á vinnu­mark­aði. Óhætt er að segja þetta hafi breyst mik­ið. Árið 2013 var fyrsta árið þar sem hvítir voru ekki í meiri­hluta í hverf­inu. Þá ­töldur 49,7 pró­sent til hvítra. Næst stærsti hóp­ur­inn var síðan fólk frá Asíu, 28 pró­sent, en af þeim eru Ind­verjar fjöl­menn­ast­ir.

Kyn­þættir í Queens

2013

 1990

 1970

 1950

Hvítir

49.7%

 57.9%

 85.3%

 96.5%

—Ekki spænsku­mæl­andi

26.7%

 48.0%

  -

  -

Svartir

20.9%

 21.7%

 13.0%

 3.3%

Spænsku­mæl­and­i/­Suð­ur­-Am­er­íka

28.0%

 19.5%

 7.7%

  - 

Fólk frá Asíu

25.2%

 12.2%

 1.1%  

-

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jair Bolsonaro hefur verið forseti Braslilíu frá árinu 2019.
Bolsonaro ásakaður um glæpi gegn mannkyni vegna viðbragða sinna við COVID-19
Rekja má dauða um 300 þúsund Brasilíumanna til stefnu forsetans í faraldrinum. Ríkisstjórnin hunsaði yfir 100 tölvupósta frá Pfizer, leyfði veirunni að breiðast út meðal frumbyggja og forsetinn hvatti til fjöldasamkoma er sjúkrahúsin voru að fyllast.
Kjarninn 20. október 2021
Heilt yfir myndi stöðugildum presta fækka um 10,7, samkvæmt þeirri tillögu sem liggur fyrir kirkjuþingi.
Lagt til að prestum landsbyggðar verði fækkað í hagræðingaraðgerðum
Í hagræðingartillögum sem liggja fyrir kirkjuþingi er gengið út frá því að prestum á landsbyggðinni fækki um tíu, en að stöðugildum fjölgi hins vegar um 3,5 í prestaköllum á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 20. október 2021
Hrafn Magnússon
Slæmur viðsnúningur í lífeyriskerfinu
Kjarninn 20. október 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Aukin samskipti Íslands við Kína: Skjól eða gildra?
Kjarninn 20. október 2021
Nýtt deiliskipulag fyrir reitinn í Sigtúni var samþykkt árið 2015. Síðan þá hefur ekkert hreyfst á svæðinu.
Vonast til að uppbygging á Blómavalsreit geti hafist snemma á næsta ári
Framkvæmdastjóri Íslandshótela vonast til þess að hægt verði að hefjast handa við uppbyggingu á svokölluðum Blómavalsreit bak við Grand Hótel snemma á næsta ári. Þar stendur til að byggja 109 íbúðir í sex fjölbýlishúsum, auk viðbyggingar við hótelið.
Kjarninn 20. október 2021
Allir stóru bankarnir búnir að hækka íbúðalánavexti og heimilin borga meira
Rúmlega helmingur allra sem eru með íbúðalán á Íslandi eru með óverðtryggð lán. Stór hluti þeirra lána er á breytilegum vöxtum og afborganir þeirra hafa hækkað í takti við stýrivaxtahækkanir Seðlabankans undanfarna mánuði.
Kjarninn 20. október 2021
Myndir af kjörgögnum sem starfsmaður Hótels Borgarness birti á Instagram.
Fólk gekk inn og út úr talningarsal á meðan yfirkjörstjórn „brá sér frá“
Á öryggismyndavélum, sem vakta tvo innganga þar sem kjörgögn Norðvesturkjördæmis voru varðveitt í sal í Hótel Borgarnesi, sést hótelstarfsfólk ganga inn og út frá klukkan 7:30 til 11:46 sunnudagsmorguninn 26. september.
Kjarninn 20. október 2021
Kolbeinn Marteinsson
Af hverju skipulag skiptir máli
Kjarninn 20. október 2021
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None