Íslendingar eiga rúmlega þúsund milljarða erlendis

Íslendingar eiga 1.068 milljarða króna í fjármunaeign í öðrum löndum. Þar af eru um 32 milljarðar króna á Bresku Jómfrúareyjunum. Íslenskir ráðherrar áttu, eða eiga, félög í löndum sem teljast sem lágskattasvæði.

Íslendingar eiga umtalsverðar eignir
Íslendingar eiga umtalsverðar eignir
Auglýsing

Íslend­ingar eiga rúm­lega eitt þús­und millj­arða króna í er­lendri fjár­muna­eign. Stærsti hluti þeirra eigna er í félögum sem skráð eru til heim­ilis í Hollandi, Bret­landi og Lúx­em­borg. Íslend­ingar eiga lík­a ­tölu­verðar eignir í þekktum lág­skatta­svæðum á borð við Bresku Jóm­frú­ar­eyj­arn­ar. Þar eiga Íslend­ingar tæpa 32 millj­arða króna.  Stærsti hluti fjár­muna­eigna Íslend­inga erlend­is er vegna fjár­mála- og vátrygg­inga­starf­sem­i,eða 572 millj­arðar króna. Þetta kemur fram í nýj­ustu tölum Seðla­banka Íslands um beina fjár­fest­ingu sem birt­ar voru 9. mars síð­ast­lið­inn. Um er að ræða end­ur­skoð­aðar tölur sem sýna stöð­una eins og hún var í lok árs 2014.

Skrán­ingu á erlendri fjár­muna­eign Íslend­inga var breytt fyr­ir­ nokkrum árum síð­an. Nú eru gefnar upp­lýs­ingar um eign í færri löndum en áður en ­flokk­ur­inn „óflokk­að“ hefur stækk­að. Áður var hægt að sjá til að mynda hver bein fjár­muna­eign Íslend­inga er á Cayman-eyj­um, Mön, Jersey, Guernsey og Má­ri­tí­us. Það er ekki hægt leng­ur. Alls eru eiga Íslend­ing­ar „óflokk­að­ar“ eignir upp á 97 millj­arða króna.

fjár­muna­eign

Create your own infograp­hics

Íslenskir ráð­herrar með eignir í aflands­fé­lögum

Eignir Íslend­inga erlend­is, sér­stak­lega í þekkt­u­m skatta­skjól­um, hafa verið mikið í umræð­unni síð­ustu daga í kjöl­far þess að það var opin­berað að eig­in­kona Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar for­sæt­is­ráð­herra ætti umtals­verðar eignir utan Íslands. Hún upp­lýsti um eign­ar­hald sitt á fé­lag­inu Wintris fyrir rúmum tveimur vikum síðar að eigin sögn til að slá að slúð­ur­sögur um það. Dag­inn eftir greindi Kjarn­inn frá því að félagið sé skráð til heim­ilis á Bresku Jóm­frú­areyj­unum og sama dag kom einnig fram að eig­in­kona ­for­sæt­is­ráð­herra væri stór kröfu­hafi í bú föllnu bank­anna. Kröfur hennar nema alls um 523 millj­ónum króna. Þær eignir sem eig­in­kona for­sæt­is­ráð­herra á inni í fé­lag­inu, sem eru að mesta erlend verð­bréf, eru metnar á um 1,2 millj­arða króna.

Auglýsing

Í vik­unni var svo greint frá því að Bjarni Bene­dikts­son, ­for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, hefði um tíma átt félagið Falson & Co, sem skráð hafi verið á Seychelles-eyj­um. Bjarn­i ­sagði í kjöl­farið að hann hafi átt þriðj­ungs­hlut í félag­inu vegna fast­eigna­við­skipta í Dubai, og hafi talið að félagið hefði verið skráð í Lúx­em­borg. Við­skiptin hafi átt sér stað fyrir tíu árum og félagið hafi ver­ið komið í afskrán­ing­ar­ferli áður en að reglur um hags­muna­skrán­ingu þing­manna tóku ­gildi. Félagið hafi enn­fremur aldrei haft tekj­ur, ekk­ert skuld­að, ekki tek­ið lán og ekki átt neinar aðrar eign­ir.

Jóhannes Kr. Kristjánsson stýrir fjölmiðlafyrirtækinu Reykjavík Media, sem vinnur að birtingu frétta um eignir Íslendinga í erlendum skattaskjólum.Ólöf Nor­dal, vara­for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og inn­an­rík­is­ráð­herra, tengd­ist líka aflands­fé­lagi sem stofnað var utan um fjár­fest­ingar eig­in­manns henn­ar. Félagið hafi hins vegar aldrei verið nýtt og eftir því sem hún kemst næst hafi það verið lagt niður árið 2008. Það félag, Dooley Securities S.A. var skráð á Bresku Jóm­frú­areyj­un­um.

Ástæða þess að þessar upp­lýs­ingar hafa komið fram í dags­ljósið á und­an­förnum vikum eru þær að Reykja­vík Media, fjöl­miðla­fyr­ir­tæki Jó­hann­esar Kr. Krist­jáns­son­ar, alþjóð­legu rann­sókn­ar­blaða­manna­sam­tökin ICIJ og ýmsir erlendir fjöl­miðlar hafa verið að vinna að umfjöllun um eignir Íslend­inga í skatta­skjólum mán­uðum sam­an. Ýmsir aðrir hafa komið að vinnu hóps­ins, með­al­ ann­ars frétta­skýr­inga­þátt­ur­inn Kast­ljós á RÚV. Sér­stakur Kast­ljós-þáttur um ­málið verður sýndur á RÚV á sunnu­dags­kvöldið og í kjöl­farið munu ýmsir erlend­ir ­fjöl­miðla fjalla ítar­lega um mál­ið. Á meðal þeirra eru þýska dag­blaðið Südd­eutsche Zeit­ung.

Lág­skatta­svæði og tví­sköttun

Á lista fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins er að finna lista ­yfir þau lönd og svæði sem telj­ast lág­skatta­svæði. Til þess að kom­ast á þann lista þarf tekju­skattur af hagn­aði félags, sjóðs eða ­stofn­un­ar, sem um ræð­ir, að vera lægri en tveir þriðju hlutar af þeim ­tekju­skatti sem hefði verið lagður á félag­ið, sjóð­inn eða stofn­un­ina hefði hún­ verið heim­il­is­föst á Íslandi.

Bresku Jóm­frú­ar­eyj­arnar og Seychelles-eyjar eru á þeim lista. Þar er einnig að finna nokkur Evr­ópu­lönd á borð við And­orra, Mónakó og Liect­hen­stein. Lönd eins og Kýpur og Lúx­em­borg, sem hafa verið mikið í umræð­unni sem skatta­skjól und­an­farna daga, eru ekki á list­an­um. Í gildi er tví­skött­un­ar­samn­ingur milli Íslands og beggja þeirra landa, auk fjölda ann­arra. Slíkir samn­ingar eru gerðir til að kom­ast hjá tví­sköttun og til að koma í veg fyrir und­an­skot frá skatt­lagn­ingu á tekj­ur. Samn­ingur Íslands og Kýpur var gerður árið 2014. Á því ári jókst skráð fjár­muna­eign Íslend­inga í land­inu úr 8,4 millj­örðum króna í 20,4 millj­arða króna.

Ein­stak­lingar og fyr­ir­tæki eiga hund­ruð millj­arða

Af þeim 1.068 millj­örð­u­m króna sem Íslend­ingar áttu erlendis í lok árs 2014 var þorr­inn í eigu íslenskra líf­eyr­is­sjóða. Í árs­lok 2014 áttu þeir 689 millj­arða króna erlend­is. Hluti þeirra eigna falla undir skil­grein­ing­una bein fjár­muna­eign erlend­is.  Það þýðir að íslensk fyr­ir­tæki og ein­stak­lingar eigi nokkur hund­ruð millj­arða króna í erlendum eign­um.

Eignir Íslend­inga er­lendis hafa lækkað umstals­vert á und­an­förnum árum. Í árs­lok 2012 voru þær ­mest­ar, tæp­lega 1.600 millj­arðar króna. Vert að að hafa í huga að falland­i ­gengi krónu eftir banka­hrun hafði mikil áhrif á virði þeirra eigna á þeim tíma. Þ.e. fall krón­unnar jók virði eign­anna mik­ið.

Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona Sigmundar Davíðs, opinberaði í stöðuuppfærslu á Facebook fyrir rúmum tveimur vikum að hún ætti aflandsfélag. Félagið heldur á eignum upp á um 1,2 milljarða króna.Ein ástæða þess að bein fjár­muna­eign hefur verið að lækka und­an­farin ár gæti verið sú að Íslend­ing­ar hafi í auknum mæli fært fé heim til Íslands í gegnum fjár­fest­inga­leið ­Seðla­banka Íslands. Alls kom um einn millj­arður evra inn til lands­ins í fjár­fest­ingar í gegnum þá leið, en síð­asta útboð hennar var í febr­úar 2015, og ­fékkst fyrir það fé 206 millj­arðar króna. Opin­bert gengi Seðla­banka Íslands á evr­unni gerir ráð fyrir að evr­urnar sem komu inn í landið séu ríf­lega 157 millj­arða króna virði, og nemur mis­mun­ur­inn á afslætt­inum sem fjár­festar feng­u ­með þátt­töku sinni í fjár­fest­inga­leið­inni, 48,7 millj­örðum króna, miðað við ­gengið í febr­úar síð­ast­liðn­um. Seðla­bank­inn hefur aldrei viljað upp­lýsa um hverjir það eru sem hafi fengið þennan afslátt af íslenskum eign­um, með­al­ ann­ars end­ur­skipu­lögðum fyr­ir­tækjum og fast­eign­um.

Önn­ur á­stæða þess að upp­hæðin sem Íslend­ingar eiga erlendis hefur dreg­ist saman get­ur verið sú að virði eign­anna hafi ein­fald­lega lækk­að.

Útlend­ing­ar eiga þús­und millj­arða á Íslandi

Bein fjár­muna­eign erlendra að­ila á Íslandi var mjög svipuð því sem Íslend­ingar áttu erlend­is, eða um eitt ­þús­und millj­arðar króna í lok árs 2014. Hún jókst milli ára úr 851 millj­arð­i króna. Sú eign er að lang­mestu leyti í Lúx­em­borg, eða um 936 millj­arðar króna. Auk þess eiga aðilar í Hollandi skráðar eignir á Íslandi upp á 131 millj­arð króna. Vert er að taka fram að fjár­muna­eign Banda­rískra aðila á Íslandi er ­nei­kvæð upp á 330 millj­arða króna og hefur það eði­lega áhrif á heild­ar­um­fang ­eigna erlendra aðila á Íslandi.

Stærstur hluti þeirra eigna eru vegna fram­leiðslu (219 millj­arðar króna), heild­sölu og versl­un­ar, sam­göngu og geymslu­svæða og rekst­ur­s veit­inga- og gisti­staða (377 millj­arðar króna) og fjár­mála- og vá­trygg­inga­starf­semi (304 millj­arðar króna). Mestur var vöxt­ur­inn í fjár­fest­ing­u er­lendra aðila í fjár­mála­starf­semi á árinu 2014, en hann jókst um 46 millj­arða króna á milli ára. Þá vekur auk­inn eign erlendra aðila í fast­eignum og fast­eigna­tengdri þjón­ustu á und­an­förnum árum athygli. Á tveimur árum, frá lok­um árs 2012, jókst hún úr 22,4 millj­örðum króna í 33,6 millj­arða króna, eða um 50 ­pró­sent.

Skipu­lagt af stóru bönk­unum

En hvernig vill það til að Íslend­ingar eru með öll þessi ­miklum fjár­muna­tengsl við alþjóð­legar fjár­mála­mið­stöðvar eins og Lúx­em­borg og eiga tug­millj­arða eignir í félögum sem skráð eru til heim­ilis á aflandseyj­u­m ­sem flokk­ast sem lág­skatta­svæði?

Á útrás­ar­ár­unum var ­lenska að geyma eign­ar­hald fyr­ir­tækja, og pen­inga, á fram­andi slóð­um. Útibú eða dótt­ur­fé­lög íslensku bank­anna settu upp allskyns félög fyrir við­skipta­vini sína í Lúx­em­borg, Hollandi, á Kýp­ur, Mön og eyj­unum Jersey og Guernsey þar sem ­banka­leynd var, og er, rík.

Auk þess var mikið um það að stofnuð væru félög á Bresku Jóm­frú­areyj­unum fyrir við­skipta­vini þeirra, nánar til­tekið á Tortóla-eyju. Félögin skiptu hund­ruðum og lang­flest þeirra voru stofnuð í Kaup­þingi í Lúx­em­borg, sem hélt sér­stakar kynn­ingar fyrir við­skipta­vini sína til að sýna fram á hag­ræðið sem fékkst af því að geyma t.d. ávinn­ing af hluta­bréfa­sölu í aflands­fé­lög­unum og greiða sér síðan arð úr þeim. Þannig komust þeir aðilar sem áttu þessi félög meðal ann­ars hjá því að greiða skatta á Ís­landi.

Stofnun félaga á Tortóla-eyju hófst um miðjan tíunda ára­tug­inn þegar íslensk fjár­mála­fyr­ir­tæki ­fóru að bjóða stórum við­skipta­vinum sínum að láta sölu­hagnað af hluta­bréfa­við­skiptum renna í slík félög. Á þeim tíma voru skatta­lög á Ísland­i þannig að greiddur var tíu pró­sent skattur af slíkum sölu­hagn­aði upp að 3,2 millj­ónum króna. Allur annar hagn­aður umfram þá upp­hæð var skatt­lagður eins og hverjar aðrar tekj­ur, sem á þeim tíma þýddi 45 pró­sent skatt­ur. Ari Matth­í­as­son, sem nú gegnir stöðu þjóð­leiks­hús­stjóra, sat einu sinni fund þar sem stofnun slíkra félaga var kynnt. Hann greindi frá þeirri upp­lifun í Silfri Egils árið 2009. Lögum um skatt­lagn­ingu fjár­magnstekna var hins veg­ar breytt um ald­ar­mótin og eftir þá breyt­ingu var allur sölu­hagn­aður af hluta­bréfum skatt­lagður um tíu pró­sent. Við það varð íslenskt skattaum­hverf­i afar sam­keppn­is­hæft og skatta­hag­ræðið af því að geyma eignir inni í þessum ­fé­lögum hvarf. Frá þeim tíma voru ný félög því aðal­lega stofnuð til að fela raun­veru­legt eign­ar­hald eða til að dylja tekjur eða eignir sem eitt­hvað ­at­huga­vert var við hvernig mynd­uð­ust.

Erfitt að nálg­ast upp­lýs­ingar úr skatta­skjólum

Á mál­þingi um skatta­skjól, ­sem upp­lýs­inga­skrif­stofan Norð­ur­lönd í fókus og Kjarn­inn í sam­starfi við Al­þjóða­mála­stofnun Háskóla Íslands héldu í októ­ber 2013, sagði Bryn­dís Krist­jáns­dóttir skatt­rann­sókn­ar­stjóri að erfitt væri að nálg­ast upp­lýs­ingar um skatta­skjól víða um heim. Í gildi væru samn­ingar milli Norð­ur­land­anna og tug­i skatta­skjóla um upp­lýs­inga­skipti. Frá Bresku Jóm­frú­areyj­unum væri til dæm­is­ hvorki veittar ban­ka­upp­lýs­ingar né fjár­hags­upp­lýs­ingar þeirra félaga sem þar eru skráð. Ekki væri lög­bundið að halda bók­hald né að gefa út árs­reikn­inga í þessum lönd­um.

Þótt ­banka­reikn­ing­ar, eða verð­bréf í þeirra eigu, séu skráð á félög á stöðum eins og Bresku Jóm­frú­areyj­un­um, þá eru fjár­mun­irnir þó ekki raun­veru­lega geymdir þar. Í til­felli Ís­lend­inga er, líkt og áður sagði, oft­ast um að ræða banka­reikn­inga eða félög ­sem stofnuð voru af gömlu íslensku bönk­unum í Lúx­em­borg. Fjár­mun­irnir sjálfir voru, og eru, síðan geymdir þar þótt þeir séu skráðir til heim­ilis á meira fram­andi slóð­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Óskar Guðmundsson
Hugmynd að nýju launakerfi öryrkja
Kjarninn 29. júní 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None