Kastljós birtir tölvupóstsamskipti við Júlíus Vífil

Kastljós
Auglýsing

Það er ekki rétt að Júl­íus Víf­ill Ingv­ars­son, fyrr­ver­andi borg­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks­ins, hafi leið­rétt nokkuð af umfjöllun Kast­ljóss um mál­efni hans og fjöl­skyldu hans í gær, eins og hann heldur fram í Morg­un­blað­inu í dag. Hann kaus þvert á móti að svara engum spurn­ing­um. Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu frá rit­stjórn Kast­ljóss í dag. Kast­ljós hefur einnig birt tölvu­póst­sam­skipti sín við Júl­íus Víf­il. 

Í Morg­un­blað­inu í dag segir Júl­íus Víf­ill að honum þyki þáttur Kast­­ljóss í gær hafa verið lág­­punktur í frétta­­flutn­ingi og hann hafi verið „yf­­ir­­fullur af rang­­færsl­u­m.“ Hann seg­ist hafa leið­rétt margt í sím­­tölum við stjórn­­endur þátt­­ar­ins en lít­ill áhugi hafi verið á því að fá „nema eina bjag­aða hlið á mál­in­u.“ Hann útskýrir ekki í hverju þessar rang­­færslur felist. 

Kast­ljós hefur marg­ít­rekað reynt að fá svör og við­brögð Júl­í­usar Víf­ils við því sem til umfjöll­unar var í þætti gær­kvölds­ins. Það hefur verið gert í sím­tölum og með tölvu­pósti. Júl­íusi voru sendar ítar­legar spurn­ingar í kjöl­far sím­tals hans og frétta­manns. Þar voru borin undir hann efn­is­at­riði umfjöll­unar Kast­ljóss í öllum meg­in­at­rið­um, greint frá þeim gögnum sem Kast­ljós hafði aflað, borin undir hann frá­sögn systk­ina hans og óskað við­bragða. Þrátt fyrir ítrek­anir í tölvu­pósti og mörg sím­töl, neit­aði hann að svara nokkru af þeim spurn­ingum eða bregð­ast við þeim efn­is­at­riðum sem undir hann voru bor­in,“ segir í yfir­lýs­ingu Kast­ljós­s. 

Auglýsing

Í póst­inum sem Kast­ljós birt­ir, og var sendur frá Helga Seljan til Júl­í­usar á mánu­dag, er hann spurður ítar­lega út í mál­ið. „Sam­kvæmt frá­sögn systk­ina þinna og syst­ur­sonar munt þú hafa við­ur­kennt fyrir þeim í sím­tölum eftir umfjöllun fjöl­miðla um félag þitt Silwood og banka­reikn­inga þess, að þar væri um að ræða fé sem upp­runið væri í þeim sjóðum sem faðir þinn og móðir áttu erlend­is, og leitað hefur verið að. Getur þú stað­fest þetta? Ef ekki hvað er rangt í þess­ari frá­sögn þeirra?“ er Júl­íus meðal ann­ars spurð­ur. Hann er spurður fjöl­margra spurn­inga og einnig boðið að koma því á fram­færi sem hann vill. Hann svar­aði ekki póst­in­um. 

Póst­inn má lesa í heild sinni hér að neð­an, eins og hann birt­ist á Face­book-­síðu Kast­ljós­s. 

From: Helgi Selj­an 

Sent: mánu­dag­ur, 16. maí 2016 15:03

To: 'Ju­lius Ingv­ars­son'

Cc: Þóra Arn­órs­dóttir

Subject: Vegna umfjöll­unar Kast­ljóss

Sæll Júl­íus,

Eins og ég ræddi við þig áðan er mik­il­vægt að fá frá þér svör og skýr­ingar þínar eftir atvikum á þeim atriðum sem ég nefndi við þig í síð­asta lagi um klukkan 14 á morg­un, þriðju­dag. Með­fylgj­andi eru spurn­ingar sem ég ræddi við þig í sím­tal­inu.

Það væri fínt að fá að heyra frá þér sem fyrst í fram­hald­inu varð­andi það með hvaða hætti þú vilt svara þessu. Þá hvort þú veitir við­tal eða kjósir að gera það með öðrum hætti.

Sam­kvæmt frá­sögn systk­ina þinna og syst­ur­sonar munt þú hafa við­ur­kennt fyrir þeim í sím­tölum eftir umfjöllun fjöl­miðla um félag þitt Silwood og banka­reikn­inga þess, að þar væri um að ræða fé sem upp­runið væri í þeim sjóðum sem faðir þinn og móðir áttu erlend­is, og leitað hefur verið að.

- Getur þú stað­fest þetta? Ef ekki hvað er rangt í þess­ari frá­sögn þeirra?

- Hef­urðu boð­ist til að greiða fjár­mun­ina inn í dán­ar­bú­ið? 

- Um hversu mikið fé er að ræða? 

- Hvers vegna voru sjóðir föður þíns og móður í þinni vörslu? 

- Hvers vegna hafð­irðu ekki gert fjöl­skyld­unni grein fyrir þessu fyrr?

Sam­kvæmt gögnum sem varða stofnun félags­ins Silwood á Panama og upp­setn­ingu þess, barst tæp­lega 2000 doll­ara greiðsla vegna stofn­unar Silwood til Mossack Fon­seca frá úti­búi UBS bank­ans á Jersey, sam­kvæmt þinni beiðni og af þínum reikn­ingi.

- Get­urðu stað­fest þessar upp­lýs­ing­ar? Er eitt­hvað rangt í þeim og þá hvað?

- Hver var til­gangur þessa reikn­ings á Jersey?

- Höfðu sjóðir for­eldra þinna eða föður verið á sama stað?

- Voru fjár­munir úr sjóðum for­eldra þinna á reikn­ingnum á Jersey áður en þú stofn­aðir reikn­ing­inn í Pana­ma?

- Hvers vegna þurft­irðu að leita til Mossack Fon­seca um stofnun félags í Panama til þess að stofna „Trust“ eða sjóð, þegar nákvæm­lega sams­konar þjón­usta er í boði hjá UBS á Jersey?

Sam­kvæmt gögnum sem varða félagið Lindos Alli­ance var félagið stofnað á Tortóla í októ­ber 2001. Sama félag keypti stuttu síðar tæp­lega 20% hlut í tveimur íslenskum félög­um, Ingvari Helga­syni og Bíl­heim­um, fyrir nokkur hund­ruð millj­ónir króna. Sam­kvæmt fund­ar­gerðum og skjölum sem varða hluta­fjár­kaup Lindos Alli­ance í fyr­ir­tækj­unum íslensku, kynntir þú fjár­fest­ingu Lindos fyrir hlut­höfum í íslensku félög­unum tveim­ur, og hafðir umboð til þess að skrifa undir skjöl og fara með hlut þess hér á landi, meðal ann­ars kaup­samn­inga þegar félagið var selt árið 2004.

- Hver var eig­andi Lindos All­li­ance?

- Hvers vegna var félagið sagt í Lúx­em­borg þegar fyrir liggur að það var stofnað og skrá­sett á eynni Tortóla?

- Hvaðan komu fjár­mun­irnir sem Lindos Alli­ance not­aði til við­skipt­anna?

- Þegar Lindos Alli­ance og aðrir hlut­hafar í IH og Bíl­heimum seldu hluti sína til nýrra eig­enda árið 2004 átti Lindos Alli­ance kröfu á íslensku félögin fyrir hátt í 100 millj­ónir króna. Hvernig var þessi krafa Lindos Alli­ance til­kom­inn? 

- Sam­kvæmt frá­sögnum þeirra sem tóku við rekstr­inum eftir að fyr­ir­tækið fór úr hönd­unum fjöl­skyld­unnar árið 2004, var lögð rík áhersla á að þessi krafa Lindos Alli­ance yrði greitt að fullu og gerð upp áður en gengið yrði frá söl­unni; jafn­vel þó fyrir lægi að aðrir kröfu­hafar félag­anna ættu ekki kost á að fá kröfur sínar upp­gerðar að fullu eða á þeim tíma­punkti? Hver er skýr­ingin á þessu?

Systk­ini þín segj­ast hafa fengið veður af því nokkru eftir að fyr­ir­tæki fjöl­skyld­unnar voru seld árið 2004, að stuttu eftir and­lát föður ykkar árið 1999 hafi kauptil­boði fyrir marg­falt hærri upp­hæð en félagið var að lokum selt á, verið hafnað í fyr­ir­tækið (talan 3 millj­arðar króna var nefnd í þessu sam­bandi) Að þetta til­boð hafi ekki verið borið undir stjórn eða aðra hlut­hafa, heldur hafið þið Guð­mundur Ágúst og Helgi Ingv­ars­synir hafn­aði til­boð­inu?

- Get­urðu stað­fest þessa frá­sögn? Er hún röng? Að hvaða leyti?

Annað sem þú vilt koma á fram­færi.

Með kveðju

Helgi Seljan

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None