Finnur kannast ekki við að Hauck & Aufhäuser hafi verið leppur

Frétt Morgunblaðsins dag­inn eftir að S-hóp­ur­inn gekk frá kaup­unum á Bún­að­ar­bank­an­um árið 2003. Þar sjást Ólafur Ólafsson og Finnur Ingólfsson, sem skrifuðu undir kaupin fyrir hönd S-hópsins, keyra á brott.
Frétt Morgunblaðsins dag­inn eftir að S-hóp­ur­inn gekk frá kaup­unum á Bún­að­ar­bank­an­um árið 2003. Þar sjást Ólafur Ólafsson og Finnur Ingólfsson, sem skrifuðu undir kaupin fyrir hönd S-hópsins, keyra á brott.
Auglýsing

Finnur Ingólfsson, sem var forstjóri VÍS árið 2003 og leiddi kaup S-hópsins á Búnaðarbankanum með Ólafi Ólafssyni, segir að sér sé „algjörlega ókunnugt um“ að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser hafi verið leppur í kaupunum á bankanum. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Finnur var varaformaður Framsóknarflokksins, ráðherra og seðlabankastjóri áður en hann snéri sér að viðskiptum og tók þátt í kaupum á bankanum af ríkinu.

Aðkoma þýska bankans að kaupunum hefur verið tortryggð nánast frá því að gengið var frá kaupum S-hópsins á kjölfestuhlut í Búnaðarbankanum í byrjun árs 2003. Hauck & Aufhäuser var enda einungis kynntur til sögunnar sem meðfjárfestir örfáum dögum áður en kaupsamningurinn var undirritaður en áður hafði verið gefið sterklega í skyn við framkvæmdanefnd um einkavæðingu að franski stórbankinn Societe General væri sú erlenda fjármálastofnun sem væri að fjárfesta með hinum aðilum S-hópsins. Aðkoma erlends banka var lykilatriði í því að réttlæta sölu á Búnaðarbankanum til hópsins. Tveimur árum eftir að gengið var frá sölunni hafði Hauck & Aufhäuser selt allt hlutaféð sem bankinn var skráður fyrir til annarra meðlima S-hópsins.

Auglýsing

Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, sendi stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd óvænt bréf í síðustu viku þar sem hann lagði til að rannsóknarnefnd yrði skipuð um aðkomu þýska bankans að kaupunum. Hann hefði nýjar upplýsingar sem varpað gætu ljósi á raunverulegu aðkomu Hauck & Aufhäuser að þeim. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd virðist ætla að verða við þeirri beiðni Tryggva, sem sjálfur hefur boðist til að starfa með nefndinni, og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur sagt að hann sé samþykkur rannsókn.

Finnur spyr Fréttablaðið hvort því þyki líklegt að alþjóðlegur banki standi í því að vera leppur fyrir annan aðila? Hann sagði það vera sér algjörlega ókunnugt og hann viti ekki til þess að það hafi verið. „Enda ef þú leitar í gögnum Ríkisendurskoðunar sem skoðaði þetta mál, þá getur þú séð að það er staðfesting þar frá KPMG endurskoðunarfyrirtækinu frá árinu 2006 um að bankinn er skráður eigandi og hefur fært þetta í bækur sínar og það er líka þar yfirlýsing frá stjórnendum þessa banka um að þeir séu eigendur að þessum bréfum í Eglu[ráðandi aðila í S-hópnum].“

Í blaðinu er einnig rætt við Guðmund Hjaltason, fyrrum forstjóra Eglu. Hauck & Aufhäuser veitti umboð til að fara með hlut sinn í Búnaðarbankanum á meðan að á meintu eignarhaldi þýska bankans stóð. Hann sagðist heldur ekki vita til þess að þýski bankinn hafi verið leppur fyrir aðra. „Ég þekki það ekki og ég þekki engan sem þekkir það, svo ég viti til.“


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None