Brim hf. kaupir Ögurvík - „Smellpassar við okkar rekstur“

Guðmundur Kristjánsson
Auglýsing

Eig­endur Ögur­víkur hf. og Brim hf. hafa gert sam­komu­lag um að Brim hf. kaupi allt hlutafé í Ögur­vík hf. Þetta stað­festi Guð­mundur Krist­jáns­son, for­stjóri og aðal­eig­andi Brims, í sam­tali við Kjarn­ann. „Þetta smellpassar við rekst­ur­inn hjá okk­ur. Þetta er gam­al­gróið og öfl­ugt fyr­ir­tæki, og við styrkjum okkar mark­aðs­sókn erlendis með þessum kaup­um,“ sagði Guð­mund­ur.

Ögur­vík hf. á og ger­ir frysti­togar­ann Vigra RE-71 út frá Reykja­vík.  Þá hefur Ögur­vík hf., rekið sölu­skrif­stofu fyrir sjáv­ar­af­urðir og ­vél­smiðju sem m.a. fram­leiðir tog­hlera.

Á Vigra RE-71 eru tvær á­hafn­ir, sem skipta með sér veiði­ferð­um, alls 54 manns. Afla­heim­ildir skips­ins á þessu fisk­veiði­ári eru um 10.000 tonn upp úr sjó.

Auglýsing

Brim hf. á og gerir út ­þrjá frysti­tog­ara frá Reykja­vík, Guð­mund í Nesi RE-13, Brim­nes RE-27 og Kleifa­berg RE-70.  Afla­heim­ildir skip­anna ­nema um 24.000 tonnum upp úr sjó. Hjá fyr­ir­tæk­inu vinna um 150 manns til sjó­s og lands.  

Brim hf. hyggst gera Vigra RE-71 áfram út frá Reykja­vík. Hjörtur Gísla­son fram­kvæmda­stjóri Ögur­víkur hf. segir við­skiptin vera fagn­að­ar­efn­i. „Það er okkur eig­end­um Ög­ur­víkur hf. mikið fagn­að­ar­efni að nú þegar við hyggj­umst róa á önnur mið þá skuli öflug útgerð í Reykja­vík taka við Vigra.  Það er okkur mik­ils virði að sem minnst röskun verði á högum sjó­mann­anna en margir þeirra hafa unnið hjá fyr­ir­tæk­inu í ára­tug­i,“ segir Hjört­ur.

Guð­mundur segir útgerð­ina styrkjast, og stærð­ar­hag­kvæmni nást fram. „Brim gerir út ­þrjá frysti­tog­ara frá Reykja­vík  og með­ ­kaup­unum á Vigra styrk­ist rekstur félags­ins. Það hefur sýnt sig að með stærri ein­ingum verða íslensk sjáv­arútvegs­fyr­ir­tæki öfl­ugri. Það á ekki síst við á erlendum mörk­uðum þar sem íslenskur sjáv­ar­út­vegur á í harðri ­sam­keppni um sölu afurð­anna. Það má ekki gleym­ast að þar ræðst afkoma okkar að stórum hluta,“ segir Guð­mund­ur.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Milljónir hektara af regnskógum í Indónesíu og Malasíu hafa verið ruddir síðustu ár til vinnslu pálmaolíu.
Vilja takmarka notkun pálmaolíu í íslenskri framleiðslu
Pálmaolía er þrisvar sinnum verri en jarðefnaeldsneyti þegar kemur að losun gróðurhúsalofttegunda. Notkun hennar sem eldsneyti hefur aukist síðustu ár og hópur þingmanna vill banna hana í lífdísil og takmarka í allri framleiðslu á Íslandi.
Kjarninn 27. október 2020
Óróinn kokkaður upp inni á skrifstofu SA
„Sú hætta er raunverulega fyrir hendi að ungt fólk finni ekkert að gera eftir nám. Við getum þá siglt inn í aðstæður sem eru svipaðar og í sunnanverðri Evrópu þar sem atvinnuleysi ungs fólks er gríðarlegt.“ Þetta segir Þórunn Sveinbjarnardóttir.
Kjarninn 27. október 2020
Lilja Alfreðsdóttir
Fjárfesting í fólki og nýsköpun ræður úrslitum
Kjarninn 27. október 2020
Nær helmingur atvinnulausra er undir 35 ára
Atvinnuleysi yngri aldurshópa er töluvert meira en þeirra eldri, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar og Hagstofu. Munurinn er enn meiri þegar tekið er tillit til atvinnulausra námsmanna.
Kjarninn 27. október 2020
Gunnþór B. Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar.
Samherja-blokkin bætir enn við sig kvóta – heldur nú á 17,5 prósent
Útgerð í eigu Síldarvinnslunnar hefur keypt aðra útgerð sem heldur á 0,36 prósent af heildarkvóta. Við það eykst aflahlutdeild þeirra útgerðarfyrirtækja sem tengjast Samherjasamstæðunni um sama hlutfall.
Kjarninn 26. október 2020
Björn Gunnar Ólafsson
Uppskrift að verðbólgu
Kjarninn 26. október 2020
Flóttafólk mótmælti í mars á síðasta ári.
Flóttafólk lýsir slæmum aðstæðum í búðunum á Ásbrú
Flóttafólk segir Útlendingastofnun hafa skert réttindi sín og frelsi með sóttvarnaaðgerðum. Stofnunin segir þetta misskilning og að sótt­varna­ráð­staf­anir mæl­ist eðli­lega mis­vel fyrir. Hún geri sitt besta til að leiðrétta allan misskilning.
Kjarninn 26. október 2020
Aðalbygging Háskóla Íslands
Sögulegur fjöldi nemenda í HÍ
Skráðum nemendum í Háskóla Íslands fjölgaði um tæplega 2 þúsund á einu ári. Aldrei hafa jafnmargir verið skráðir við skólann frá stofnun hans.
Kjarninn 26. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None