Brim hf. kaupir Ögurvík - „Smellpassar við okkar rekstur“

Guðmundur Kristjánsson
Auglýsing

Eig­endur Ögur­víkur hf. og Brim hf. hafa gert sam­komu­lag um að Brim hf. kaupi allt hlutafé í Ögur­vík hf. Þetta stað­festi Guð­mundur Krist­jáns­son, for­stjóri og aðal­eig­andi Brims, í sam­tali við Kjarn­ann. „Þetta smellpassar við rekst­ur­inn hjá okk­ur. Þetta er gam­al­gróið og öfl­ugt fyr­ir­tæki, og við styrkjum okkar mark­aðs­sókn erlendis með þessum kaup­um,“ sagði Guð­mund­ur.

Ögur­vík hf. á og ger­ir frysti­togar­ann Vigra RE-71 út frá Reykja­vík.  Þá hefur Ögur­vík hf., rekið sölu­skrif­stofu fyrir sjáv­ar­af­urðir og ­vél­smiðju sem m.a. fram­leiðir tog­hlera.

Á Vigra RE-71 eru tvær á­hafn­ir, sem skipta með sér veiði­ferð­um, alls 54 manns. Afla­heim­ildir skips­ins á þessu fisk­veiði­ári eru um 10.000 tonn upp úr sjó.

Auglýsing

Brim hf. á og gerir út ­þrjá frysti­tog­ara frá Reykja­vík, Guð­mund í Nesi RE-13, Brim­nes RE-27 og Kleifa­berg RE-70.  Afla­heim­ildir skip­anna ­nema um 24.000 tonnum upp úr sjó. Hjá fyr­ir­tæk­inu vinna um 150 manns til sjó­s og lands.  

Brim hf. hyggst gera Vigra RE-71 áfram út frá Reykja­vík. Hjörtur Gísla­son fram­kvæmda­stjóri Ögur­víkur hf. segir við­skiptin vera fagn­að­ar­efn­i. „Það er okkur eig­end­um Ög­ur­víkur hf. mikið fagn­að­ar­efni að nú þegar við hyggj­umst róa á önnur mið þá skuli öflug útgerð í Reykja­vík taka við Vigra.  Það er okkur mik­ils virði að sem minnst röskun verði á högum sjó­mann­anna en margir þeirra hafa unnið hjá fyr­ir­tæk­inu í ára­tug­i,“ segir Hjört­ur.

Guð­mundur segir útgerð­ina styrkjast, og stærð­ar­hag­kvæmni nást fram. „Brim gerir út ­þrjá frysti­tog­ara frá Reykja­vík  og með­ ­kaup­unum á Vigra styrk­ist rekstur félags­ins. Það hefur sýnt sig að með stærri ein­ingum verða íslensk sjáv­arútvegs­fyr­ir­tæki öfl­ugri. Það á ekki síst við á erlendum mörk­uðum þar sem íslenskur sjáv­ar­út­vegur á í harðri ­sam­keppni um sölu afurð­anna. Það má ekki gleym­ast að þar ræðst afkoma okkar að stórum hluta,“ segir Guð­mund­ur.

Meira úr sama flokkiInnlent
None