Meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara felldi nýjan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga í atkvæðagreiðslu sem stóð dagana 2. til 9. júní. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar var eftirfarandi, eins og þær birtast á vef Kennarasambands Íslands:
| Á kjörskrá: | 4.453 | |
| Atkvæði greiddu: | 2.932 | (65,84%) | 
| Já: | 741 | (25,27%) | 
| Nei: | 2.118 | (72,24%) | 
| Auðir: | 73 | (2,49%) | 
Auglýsing
  Samkvæmt samningnum sem undirritaður var 30. maí síðastliðinn, og nú hefur verið felldur, áttu laun grunnskólakennara að hækka um 9,5 prósent á næstu þremur árum. Þá átti að taka upp að nýju greiðslur til kennara sem sinna gæslu í frímínútum.
 
				
 
              
          
 
              
          



