Mikilvægt að Íslendingar nýti landið svo allir geti notið þess

Forsætisráðherra segir það stórt verkefni að allir hafi jan góð tækifæri til að njóta auðæfa Íslands. Sigurður Ingi Jóhannsson flutti hátíðarræðu á Austurvelli í dag.

Sigurður Ingi Jóhannsson flutti hátíðarræðu á Austurvelli í dag.
Sigurður Ingi Jóhannsson flutti hátíðarræðu á Austurvelli í dag.
Auglýsing

Mik­il­vægt er að Íslend­ingar nýti landið sitt þannig að sem flestir geti notið þess. Þetta var inn­tak hátíð­ar­ræðu Sig­urðar Inga Jóhans­son­ar, for­sæt­is­ráð­herra, á Aust­ur­velli í dag. Þar fór fram hátíð­ar­dag­skrá eins og venja er á þjóð­há­tíð­ar­deg­inum 17. júní. Í ár er 72 ára afmæli lýð­veld­is­ins fagn­að.

Sig­urður Ingi sagði í nútím­anum væri hins vegar til fólk sem liti á heim­inn sem sína fóst­ur­jörð. „Landar okkar dreifast nú líka enn meira um jarð­ar­kringl­una en áður. Svo virð­ist sem sífellt fleiri líti á heim­inn allan sem sína fóst­ur­jörð. Og mögu­leikar til starfa og góðrar fram­tíðar liggja að sjálf­sögðu víðar en hér á Íslandi. Það er sú sam­keppni sem blasir við og þeirri sam­keppni eigum við að fagna – en einnig að taka alvar­lega.“

Dag­skráin hófst á því að Ólafur Ragnar Gríms­son, for­seti Íslands, lagði blómsveig að styttu Jóns Sig­urðs­sonar á Aust­ur­velli. Sig­urður Ingi steig í pontu eftir að Karla­kór­inn Fóst­bræður höfðu flutt Lof­söng­inn.

Auglýsing

„Sam­fé­lag er sam­vinnu­verk­efn­i,“ sagði Sig­urður Ingi og minnti á að í góðu sam­fé­lagi þurfi sam­tal á milli kyn­slóða að vera til stað­ar. Þeir sem yngri eru geti lært af þeim eldri og að þeir eldri geti heilmargt lært af þeim yngri. „[…] best nið­ur­staða fæst þegar hver og einn leggur til reynslu sína, hug­myndir og vinn­u.“

Linda Ásgeirs­dóttir í hlut­verki fjall­kon­unnar flutti hluta Söngva helg­aða þjóð­há­tíð­ar­degi Íslands 17. júní 1944 eftir skáld­kon­una Huldu. Að lok­inni dag­skrá á Aust­ur­velli var gengið í Hóla­valla­kirkju­garð þar sem Sóley Tóm­as­dótt­ir, for­seti borg­ar­stjórnar Reykja­vík­ur, lagði blómsveig að leiði Jóns Sig­urðs­son­ar.

Auð­lindir og mannauður virkj­aður

Sig­urður Ingi sagði Ísland vera auð­ugt land og að það væri stórt verk­efni að allir hafi jafn góð tæki­færi til að njóta þess­ara auð­æfa. „Það er því mik­il­vægt þegar við nýtum það sem landið hefur upp á að bjóða að sem flestir njóti með einum eða öðrum hætti. Ísland er auð­ugt land, land sem býr við gnægð auð­linda og mannauð mik­inn. Þann auð eigum við að nýta til að tryggja sem best að á Íslandi þurfi eng­inn að líða skort. Það er stórt verk­efni sem ekki verður leyst í einu vet­fangi, og það verður aðeins leyst þannig að við leggj­umst öll á árar - sam­an.“

Sig­urður Ingi minnt­ist á afrek íslensks íþrótta­fólks á alþjóð­legum vett­vangi. „Það er sann­ar­lega eitt mesta stolt lít­illar þjóðar að eiga svo gott íþrótta­fólk, lista­menn og vís­inda­menn í fremstu röð í heim­in­um. […]Betri hvatn­ingu fyrir litla þjóð sem við ysta haf unir við hátign jökla og bláan sæ, hvatn­ingu til að vinna að enn betri árangri á grunni þess sem þegar er unn­ið, er vart hægt að hugsa sér.“

For­sæt­is­ráð­herra lauk svo ræðu sinni á að fara með síð­asta erindi Vor­manna, ljóðs Guð­munds Guð­munds­son­ar, sem höf­und­ur­inn til­eink­aði Ung­menna­fé­lögum Íslands.

Vor­menn Íslands, vors­ins boð­ar,

vel sé yður, frjálsu menn!

Morgun skóga’ og rósir roð­ar,

rækt og tryggð er græðir senn.

Not­ið, vin­ir, vors­ins stund­ir,

verjið tíma’ og kröftum rétt,

búið sól­skært sumar undir

sér­hvern hug og gróðr­ar­blett!

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None