87% fjármagns til þriggja sprotafyrirtækja

Fólksflutningur
Auglýsing

Plain Vanilla, CCP Games og Verne Global fengu um 87 pró­sent af fjár­magni, sem rann til íslenskra sprota­fyr­ir­tækja, sem skoðað var í nýrri skýrslu um sprotaum­hverfi í Evr­ópu. Tólf fyr­ir­tæki skiptu með sér 13 pró­sent­um. Skýrslan var unnin á vegum Evr­ópu­ráðs­ins og Startup Europe sem miðar að því að styðja sprota­fyr­ir­tæki víðs­vegar um Evr­ópu til frek­ari vaxt­ar. Skýrslan var unnin af Mind the Bridge – sam­tökum í þágu sprota­starfs sem sér­hæfa sig í að tengja tækni­sprota og stór­fyr­ir­tæki. Norð­ur­skaut­ið, frétta­síða um nýsköpun á Íslandi, aðstoð­aði við gagna­öfl­un­ina. 

Íslensk fyr­ir­tæki hafa safnað yfir 26 millj­örðum króna

Á síð­ast­liðnum fimm árum hafa fimmtán fyr­ir­tæki á Íslandi náð að verða vaxta­fyr­ir­tæki (e. scaleup), það er fyr­ir­tæki í vexti sem búin eru að ná lág­marks fjár­mögnun upp á milljón doll­ara. Íslensk fyr­ir­tæki hafa sam­tals safnað 200 millj­ónum doll­ara í fjár­mögnun eða rúm­lega 26 millj­örðum króna. 

Skýrsl­unni er ætlað að varpa ljósi á stöðu fram­taks­fjár­fest­inga á Íslandi og bera saman við önnur lönd í Evr­ópu. Þar kemur í ljós að Ísland, ásamt hinum Norð­ur­lönd­un­um, stendur fram­ar­lega þegar kemur að fjölda fyr­ir­tækja sem fengið hafa stærri fram­taks­fjár­fest­ing­ar. 

Auglýsing

Auð­veld­ara fyrir stóru fyr­ir­tækin að afla fjár

Guðbjörg Rist JónsdóttirGuð­björg Rist Jóns­dótt­ir, for­svars­maður rann­sókn­ar­innar hjá Norð­ur­skauti, segir að það beri að hafa í huga að skýrslan nái ein­ungis til upp­lýs­inga­fyr­ir­tækja og því vanti til dæmis ORF líf­tækni sem hefur verið að fá háar upp­hæð­ir. 

Hún segir að það hafi verið talað um það að ef fyr­ir­tækjum hafi tek­ist að afla fjár á annað borð þá sé auð­veld­ara að bæta ofan á. Hugs­an­lega vanti milli­fjár­fest­ingar en það séu til­tölu­lega fá fyr­ir­tæki sem ná að útvega sér fjár­magn. Hún segir að dreif­ingin sé betri í öðrum löndum og að ekki sé eins afger­andi munur ann­ars stað­ar. Hún bætir við að hugs­an­lega sé hægt að skýra þennan mun með smæð lands­ins. 

Einnig ber að taka það fram að skýrslan fjallar ein­ungis um fyr­ir­tæki sem náð hafa að lág­marki milljón doll­ur­um, eða um 125 millj­ónum króna, í fjár­mögnun frá fram­taks­fjár­fest­um.

Fram­taks­fjár­magn hlut­falls­lega hæst á Íslandi

Í skýrsl­unni kemur fram að það eru fleiri fyr­ir­tæki á Íslandi sem náð hafa lág­marks­fjár­mögnun til að kall­ast vaxta­fyr­ir­tæki, miðað við höfða­tölu en ann­ars staðar í Evr­ópu. Hlut­fall fram­taks­fjár­magns af lands­fram­leiðslu á Íslandi er það hæsta á Norð­ur­lönd­un­um, sam­kvæmt útreikn­ingum MtB.

Kjarn­inn hefur fjallað um fjár­fest­ingar í þessum þremur stærstu fyr­ir­tækj­um Plain Vanilla, CCP Games og Verne Global.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Plata sem undirstrikar tengsl hugleiðslu og bænar
Hugarró er fyrsta sólóplata Margrétar Árnadóttur söngkonu og söngkennara. Hún safnar fyrir útgáfu hennar á Karolina Fund.
Kjarninn 5. desember 2020
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar
Svíar búast við að bólusetja fimmtung þjóðarinnar á næsta ársfjórðungi
Þrátt fyrir að íslenska ríkisstjórnin, sem fær bóluefni frá Svíþjóð, voni að hjarðónæmi gegn COVID-19 náist á fyrsta ársfjórðungi 2021, búast sænsk yfirvöld ekki við því að bólusetja nema fimmtung af þjóðinni gegn veirunni á sama tíma.
Kjarninn 5. desember 2020
Óðinn Jónsson
Níræða Ríkisútvarpið
Kjarninn 5. desember 2020
Af þeim 2.333 íbúðum sem byggingaraðilarnir hyggjast reisa eru 1.368 á höfuðborgarsvæðinu og 965 á landsbyggðinni.
78 aðilar vilja byggja 2.333 íbúðir
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir áhyggjur af því að kröfur hlutdeildarlána kæmu í veg fyrir að sótt yrði um þau og hagkvæmt húsnæði byggt, virðast hafa verið óþarfar.
Kjarninn 5. desember 2020
Rannsókn á undanskotum vegna fjárfestingarleiðarinnar stutt á veg komin
Mál tengt einstaklingi sem grunaður er um að hafa skotið undan fjármagnstekjum með því að nýta sér fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands fór frá skattrannsóknarstjóra til héraðssaksóknara í maí. Þar er rannsókn þess stutt á veg komin.
Kjarninn 5. desember 2020
Verksmiðjutogarinn Heinaste er búinn að fara í slipp og heitir nú Tutungeni.
Árs kyrrsetningu lokið og togari seldur en andvirðinu haldið eftir í Namibíu
Samherji sagði frá því í vikunni að togarinn Heinaste væri laus úr vörslu namibískra yfirvalda og hefði verið seldur í þokkabót. Ekki fylgdi þó fréttatilkynningu fyrirtækisins að söluandvirðinu yrði haldið sem tryggingu á bankareikningi í Namibíu.
Kjarninn 5. desember 2020
Magn kókaíns í frárennsli höfuðborgarinnar fjórfaldaðist milli áranna 2016 og 2018. Í sumar hafði verulega dregið úr því miðað við apríl í fyrra.
Mun minna kókaín í skólpinu í kórónuveirufaraldri
Kórónuveirufaraldurinn hefur breytt mynstri fíkniefnanotkunar í Reykjavík, segir doktorsnemi sem hefur í fimm ár rannsakað magn ólöglegra fíkniefna í frárennsli borgarinnar. Magn kókaíns í skólpinu var 60 prósent minna í júní en í apríl í fyrra.
Kjarninn 5. desember 2020
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
Kjarninn 4. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None