87% fjármagns til þriggja sprotafyrirtækja

Fólksflutningur
Auglýsing

Plain Vanilla, CCP Games og Verne Global fengu um 87 pró­sent af fjár­magni, sem rann til íslenskra sprota­fyr­ir­tækja, sem skoðað var í nýrri skýrslu um sprotaum­hverfi í Evr­ópu. Tólf fyr­ir­tæki skiptu með sér 13 pró­sent­um. Skýrslan var unnin á vegum Evr­ópu­ráðs­ins og Startup Europe sem miðar að því að styðja sprota­fyr­ir­tæki víðs­vegar um Evr­ópu til frek­ari vaxt­ar. Skýrslan var unnin af Mind the Bridge – sam­tökum í þágu sprota­starfs sem sér­hæfa sig í að tengja tækni­sprota og stór­fyr­ir­tæki. Norð­ur­skaut­ið, frétta­síða um nýsköpun á Íslandi, aðstoð­aði við gagna­öfl­un­ina. 

Íslensk fyr­ir­tæki hafa safnað yfir 26 millj­örðum króna

Á síð­ast­liðnum fimm árum hafa fimmtán fyr­ir­tæki á Íslandi náð að verða vaxta­fyr­ir­tæki (e. scaleup), það er fyr­ir­tæki í vexti sem búin eru að ná lág­marks fjár­mögnun upp á milljón doll­ara. Íslensk fyr­ir­tæki hafa sam­tals safnað 200 millj­ónum doll­ara í fjár­mögnun eða rúm­lega 26 millj­örðum króna. 

Skýrsl­unni er ætlað að varpa ljósi á stöðu fram­taks­fjár­fest­inga á Íslandi og bera saman við önnur lönd í Evr­ópu. Þar kemur í ljós að Ísland, ásamt hinum Norð­ur­lönd­un­um, stendur fram­ar­lega þegar kemur að fjölda fyr­ir­tækja sem fengið hafa stærri fram­taks­fjár­fest­ing­ar. 

Auglýsing

Auð­veld­ara fyrir stóru fyr­ir­tækin að afla fjár

Guðbjörg Rist JónsdóttirGuð­björg Rist Jóns­dótt­ir, for­svars­maður rann­sókn­ar­innar hjá Norð­ur­skauti, segir að það beri að hafa í huga að skýrslan nái ein­ungis til upp­lýs­inga­fyr­ir­tækja og því vanti til dæmis ORF líf­tækni sem hefur verið að fá háar upp­hæð­ir. 

Hún segir að það hafi verið talað um það að ef fyr­ir­tækjum hafi tek­ist að afla fjár á annað borð þá sé auð­veld­ara að bæta ofan á. Hugs­an­lega vanti milli­fjár­fest­ingar en það séu til­tölu­lega fá fyr­ir­tæki sem ná að útvega sér fjár­magn. Hún segir að dreif­ingin sé betri í öðrum löndum og að ekki sé eins afger­andi munur ann­ars stað­ar. Hún bætir við að hugs­an­lega sé hægt að skýra þennan mun með smæð lands­ins. 

Einnig ber að taka það fram að skýrslan fjallar ein­ungis um fyr­ir­tæki sem náð hafa að lág­marki milljón doll­ur­um, eða um 125 millj­ónum króna, í fjár­mögnun frá fram­taks­fjár­fest­um.

Fram­taks­fjár­magn hlut­falls­lega hæst á Íslandi

Í skýrsl­unni kemur fram að það eru fleiri fyr­ir­tæki á Íslandi sem náð hafa lág­marks­fjár­mögnun til að kall­ast vaxta­fyr­ir­tæki, miðað við höfða­tölu en ann­ars staðar í Evr­ópu. Hlut­fall fram­taks­fjár­magns af lands­fram­leiðslu á Íslandi er það hæsta á Norð­ur­lönd­un­um, sam­kvæmt útreikn­ingum MtB.

Kjarn­inn hefur fjallað um fjár­fest­ingar í þessum þremur stærstu fyr­ir­tækj­um Plain Vanilla, CCP Games og Verne Global.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Anna Marsibil Clausen, ritstjóri hlaðvarpa hjá RÚV.
„Rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár“
Svokölluð fylgivörp, hlaðvörp um sjónvarpsefni, eru rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár að mati ritstjóra hlaðvarpa hjá RÚV.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None