Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir júní 2016 nam verðmæti vöruútflutnings 56,2 milljörðum króna og verðmæti vöruinnflutnings 68,5 milljörðum króna. Vöruviðskiptin í júní voru því óhagstæð um 12,3 milljarða króna. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands.
Vöruviðskiptin voru þó enn óhagstæðari í maí, en þá voru þau neikvæð um 17,3 milljarða.
Auglýsing
Innflutningur hefur aukist hröðum skrefum að undanförnu, og er greinilegt að aukin neysla almennings er að ýta undir innflutning á vörum til landsins.