„Þaulskipulögð alvarleg brot“

Framkvæmdastjóri Kú-mjólkurbús segir það koma á óvart hversu grímulaus lögbrot MS hafi verið að fremja. Búvörusamningurinn hljóti að vera í uppnámi.

Kú
Auglýsing

„Það sem kemur mér á óvart er þetta eru þaul­skipu­lögð alvar­leg brot,“ segir Ólafur Magn­ús­son, fram­kvæmda­stjóri og einn eig­enda Kú-­mjólk­ur­bús ehf., um 480 millj­óna króna sekt sem Sam­keppn­is­eft­ir­litið hefur gert MS að greiða vegna brota gegn sam­keppn­is­lög­um. 

Fyr­ir­tækið er sagt hafa mis­­notað mark­aðs­ráð­andi stöðu sína með því að selja keppi­­nautum hrá­­mjólk til fram­­leiðslu á mjólk­­ur­vörum á óeðli­­lega háu verði á sama tíma og MS og aðilar tengdir fyr­ir­tæk­inu fengu hrá­efnið undir kostn­að­­ar­verði.

Sam­keppn­is­eft­ir­litið sektaði MS upp­­haf­­lega fyrir umrædd brot í sept­­em­ber 2014. Þá var sektin 370 millj­­ónir króna. 

Auglýsing

Áfrýj­un­­­ar­­­nefnd sam­keppn­is­­­mála komst að þeirri nið­­­ur­­­stöðu í des­em­ber 2014 að fella yrði úrskurð­inn úr gildi, vegna þess að MS upp­­­lýsti ekki eft­ir­litið um samn­ing á milli fyr­ir­tæk­is­ins og Kaup­­­fé­lags Skag­­­firð­inga, sem á hlut í MS og er einn þeirra aðila sem fékk hrá­­­mjólk á lægra verð­i. MS lagði samn­ing­inn ekki fram fyrr en við mál­­­flutn­ing fyrir áfrýj­un­­­ar­­­nefnd­inni, þrátt fyrir að Sam­keppn­is­eft­ir­litið hefði ítrekað beðið um skýr­ingar og gögn frá fyr­ir­tæk­inu.

Ólafur Magn­ús­son segir „ein­beittan brota­vilja“ hafa ráðið ferð­inni hjá MS sem hafi beinst gegn neyt­endum og keppi­nautum á mark­aði. „Ég trúi ekki öðru en að búvöru­samn­ing­ur­inn sé nú algjör­lega strand, og hann í raun kom­inn á byrj­un­ar­reit. Það er ekki hægt að afgreiða laga­breyt­ing­ar, sem gera hann full­gild­an, eins þessi alvar­legu lög­brot MS sýna glögg­lega,“ segir Ólaf­ur, og ítrekar að búvöru­samn­ing­arnir séu í upp­námi. 

Búvöru­­samn­ing­­arnir eru samn­ing­ar rík­­is­ins við bændur. Þeir snúa bæði að land­­bún­­að­­ar­lögum og starfs­skil­yrðum við fram­­leiðslu græn­­met­is, kinda­kjöts og naut­­gripa­af­­urða. Nýj­­ustu samn­ing­­arnir eiga að gilda í tíu ár, til 2026, en mög­u­­leiki er gef­inn fyrir end­­ur­­skoðun á samn­ings­­tím­an­um, árin 2019 og 2023. Full­­trúar ríkis og bænda und­ir­­rit­uðu samn­ing­ana 19. febr­­ú­ar á þessu ári, en laga­breyt­ing­ar, sem þarf að ná fram til að samn­ing­arnir geti form­lega tekið gildi, hafa ekki verið afgreiddar á Alþingi.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Eitt smit á Austurlandi í 3. bylgju – til álita kemur að slaka á aðgerðum á landsbyggðinni
„Í ljósi þess að mjög fá smit eru nú að greinast utan höfuðborgarsvæðisins þá kæmi til álita að mínu mati að beita minna takmarkandi aðgerðum á þeim svæðum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Aðeins eitt smit greindist á Austurlandi í 3. bylgju.
Kjarninn 1. desember 2020
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra.
Þeir sem brjóta niður traust á dómstólum ættu ekki að gegna trúnaðarstörfum fyrir hönd almennings
Gagnsæi, samtök gegn spillingu, telja að þeir sem bera ábyrgð á því að brjóta niður traust á dómstólum ættu ekki að koma að frekari trúnaðarstörfum fyrir hönd almennings.
Kjarninn 1. desember 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Dómsmálaráðherra: „Þessi niðurstaða veldur vissulega vonbrigðum“
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi niðurstöðu Landsréttarmálsins á ríkisstjórnarfundi og sagði hana í kjölfarið valda sér vonbrigðum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir bent á mjög alvarlega annmarka.
Kjarninn 1. desember 2020
Kjartan Briem nýr framkvæmdastjóri Isavia ANS
Isavia ANS ehf. er dótturfélag Isaiva ohf. og annast rekstur og uppbygginu flugleiðsöguþjónustu.
Kjarninn 1. desember 2020
Áfram munu fjöldamörk miðast við tíu manns - að minnsta kosti í viku í viðbót.
Óbreyttar sóttvarnaaðgerðir í viku í viðbót
Ákveðið hefur verið að framlengja gildandi sóttvarnaráðstafanir til 9. desember. Til stóð að gera tilslakanir en vegna þróunar faraldursins síðustu daga var ákveðið að halda gildandi aðgerðum áfram.
Kjarninn 1. desember 2020
„Í þrjú ár hafa þau þrjóskast við og tekið flokkshollustu og valdastóla fram yfir hagsmuni þjóðarinnar“
Píratar hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna niðurstöðu yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu.
Kjarninn 1. desember 2020
Yfirdeild MDE kvað upp niðurstöðu í málinu í morgun.
Íslenska ríkið tapaði málinu fyrir yfirdeildinni
Yfirdeild Mannréttindadómstól Evrópu staðfesti í dag fyrri dóm réttarins í Landsréttarmálinu.
Kjarninn 1. desember 2020
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Rithöfundaspjall: Sagnaheimur og „neðanmittisvesen“
Kjarninn 1. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None