Netflix stærsti fjárfestirinn í heimildarmynd um Guðmundar- og Geirfinnsmálið

guðmundar og geirfinnsmálið
Auglýsing

Efn­isveitan Net­flix er stærsti ein­staki fjár­mögn­ung­ar­að­ili heim­ild­ar­myndar um Guð­mund­ar- og Geir­finns­málið sem Sagafilm vinnur nú að og til stendur að frum­sýna á fyrstu mán­uðum næsta árs. Myndin er sú fyrsta sem Net­flix fjár­festir í á fram­leiðslu­stigi hér­lendis en heild­ar­kostn­aður við mynd­ina nemur um 100 millj­ónum króna. Auk Sagafilm og Net­flix koma BBC og RÚV að verk­efn­inu, en myndin mun heita „Out of Thin Air“ og mun Ólafur Arn­alds semja tón­list­ina í henni. Alls munu um 20 manns koma að gerð verk­efn­is­ins. Frá þessu er greint í Morg­un­blað­inu í dag. 

Net­flix hefur verið að færa sig hratt upp á skaftið sem fram­leið­andi myndefn­is, bæði leik­ins og heim­ild­ar­mynda. Ein vin­sælasta heim­ild­ar­mynda­þátta­röð sem efn­isveitan hefur fram­leitt er Mak­ing A Murderer, sem fjallar um mann að nafni Steven Avery og ungan frænda hans sem dæmdir voru fyrir morð en halda stað­fast­lega fram sak­leysi sínu og berj­ast fyrir því að fá sak­fell­ingu sinni hnekkt. Íslenska myndin mun verða svipað upp­byggð og þeir hættir í þeim skiln­ingi að hún byggir að mestu á gömlu myndefni og við­tölum við þá sem tengj­ast mál­inu eða þekkja það vel. 

Í Guð­mund­ar- og Geir­finns­mál­unum voru sex ung­menni dæmd til þungrar fang­els­is­vistar fyrir að hafa orðið tveimur mönnum að bana. Lík mann­anna hafa aldrei fund­ist og byggð­ist dóm­ur­inn því á öðrum sönn­un­ar­gögn­um, meðal ann­ars játn­ingum sem síðar voru dregnar til baka og haldið var fram að hefðu verið fengnar fram með pynt­ing­um, meðal ann­ars með því að láta hina grun­uðu sitja í ein­angr­un­ar­vist í óhof­lega langan tima. Sex­­menn­ing­­arnir voru öll dæmd í Hæsta­rétti árið 1980. Sævar Ciesi­elski var dæmdur í sautján ára fang­elsi og Krist­ján Viðar Við­ars­son í sextán ára, Tryggvi Rúnar Leifs­son var dæmdur í þrettán ára fang­elsi og Guð­jón Skarp­héð­ins­son í tíu ára fang­elsi. Erla Bolla­dóttir var dæmd í þriggja ára fang­elsi og Albert Klahn Skafta­son í árs fang­elsi. 

Auglýsing

End­ur­upp­töku­nefnd mælti í fyrra með því að mál Sæv­­ars Cies­i­elskis, Tryggva Rún­­­ars Leifs­­son­­ar, Alberts Klahns Skafta­­sonar og Guð­jóns Skarp­héð­ins­­sonar verði tekin upp á nýjan leik. Hún mælti hvorki með né gegn því að taka upp mál Erlu Bolla­dóttur aftur og Krist­ján Viðar Við­­ar­s­­son fór ekki fram á end­­ur­­upp­­­töku máls síns. Búist er við nið­ur­stöðu end­ur­upp­töku­nefndar í haust og von­ast heim­ild­ar­gerð­ar­menn­irnir eftir því að hún liggi fyrir áður en að vinnslu við gerð mynd­ar­innar ljúki. 

Vend­ingar urðu í Guð­mund­ar- og Geir­finns­mál­inu um miðjan júní síð­ast­lið­inn þegar tveir menn voru hand­teknir og færðir til skýrslu­töku vegna þess. Þeim var sleppt að lok­inni yfir­heyrslu en nýr vitn­is­burður liggur nú fyrir í mál­in­u. Báðir menn­irnir hafa komið við sögu lög­­­reglu áður og afplánað refs­ing­­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Borghildur Sölvey Sturludóttir
Af ást til skipulagsmála
Kjarninn 26. maí 2020
Hin flókna leið Icelandair að framhaldslífi
Þótt hluthafafundur Icelandair hafi samþykkt að leyfa félaginu að halda hlutafjárútboð eru mörg ljón í veginum að því markmiði að tryggja því rekstrarhæfi til framtíðar. Margt hefur verið gert á skömmum tíma til að gera stöðu Icelandair betri.
Kjarninn 26. maí 2020
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Does trust provide the key to changed environmental behaviour?
Kjarninn 25. maí 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
„Þurfum að fara varlega í vindorkuna rétt eins og annað“
Umhverfis- og auðlindaráðherra sagði á þingi í dag að Íslendingar þyrftu að skoða vindorku út frá þeim þáttum er snúa að náttúru og náttúruvernd.
Kjarninn 25. maí 2020
Þríeykið: Þórólfur, Alma og Víðir.
Takk fyrir ykkur
„Í dag er stór dagur,“ sagði sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þar átti hann við enn eitt skrefið í afléttingu takmarkana. Í hugum landsmanna var dagurinn þó ekki síst stór því fundurinn var sá síðasti – í bili að minnsta kosti.
Kjarninn 25. maí 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Um Alaskaarðinn og íslenska arfinn
Kjarninn 25. maí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Mjög áhugavert að skoða hugmyndir um þrepaskiptan erfðafjárskatt“
Forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að áhugavert væri að skoða hugmyndir um þrepaskiptan erfðafjárskatt en hún var meðal annars spurð út í fram­sal hluta­bréfa­eigna aðaleigenda Samherja til afkomendanna.
Kjarninn 25. maí 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís þakkar þríeykinu fyrir sitt framlag
Heilbrigðisráðherra þakkaði Ölmu, Þórólfi og Víði á síðasta upplýsingafundi almannavarna í dag. Hún minnti einnig á að baráttunni væri enn ekki lokið.
Kjarninn 25. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None