Ari Edwald biður alla velvirðingar á klaufalegu orðalagi sínu

Ari Edwald
Auglýsing

Ari Edwald, for­stjóri Mjólk­ur­sam­söl­unnar (MS), biður alla vel­virð­ingar á klaufa­legu orða­lagi sínu þegar hann sagði að neyt­endur myndu á end­anum borga 480 millj­óna króna sekt sem Sam­keppn­is­eft­ir­litið lagði á fyr­ir­tækið í síð­ustu viku. Þetta kemur fram í frétta­til­kynn­ingu frá Ara. 

Þar segir einnig: „Neyt­endur munu ekki bera mögu­lega sekt­ar­greiðslu MS. Umræða um sekt er heldur ekki tíma­bær þar sem mál­inu er ekki lokið og fer nú til áfrýj­un­ar­nefndar sam­keppn­is­mála. MS gerir sér sterkar vonir um að end­an­leg nið­ur­staða í þessu máli muni ekki fela í sér við­ur­lög fyrir MS. Stjórn­endur MS hafa alltaf lagt ríka áherslu á að starfa í sam­ræmi við lög og regl­ur. MS hefur enda aldrei sætt nið­ur­stöðu um að hafa brotið sam­keppn­is­regl­ur, hvorki af hálfu stjórn­valda né dóm­stóla.“

Ari segir að það séu hags­munir MS og bænda að sem mest magn af mjólk sé unnið og selt á mark­aði og að vöru­þróun fleiri fyr­ir­tækja skili árangri. „ Ákvarð­anir um verð á helstu mjólk­ur­vörum í heild­sölu og lág­marks­verð til bænda eru teknar af opin­berri verð­lags­nefnd. Þar á meðal eru verð­á­kvarð­anir á öllum hrá­efnum sem seld eru sam­keppn­is­að­ilum MS og öðrum mat­væla­fram­leið­end­um. Við ákvarð­ana­töku styðst verð­lags­nefnd meðal ann­ars við kostn­að­ar­þróun í rekstri kúa­búa og afurða­stöðva. MS hefur því ekki nokkra hags­muni eða getu til að mis­nota þá stöðu sem félagið er í.“

Auglýsing

Þá bendir Ari á að skýrsla Hag­fræði­stofn­unar Háskóla Íslands sem kom út í fyrr hafi sýnt að sú umgjörð sem mjólk­ur­fram­leiðsla á Íslandi hefur búið við á und­an­förnum árum hafi leitt til mik­illar hag­ræð­ingar í grein­inni sem hafi skila neyt­endum millj­örðum króna í lækk­uðu vöru­verði. Í sömu skýrslu kom einnig fram að neyt­endur á Íslandi borga rúm­lega níu millj­örðum krónum meira á ári fyrir mjólk­ur­vörur en ef þær væru fluttar inn frá öðrum löndum í stað þess að vera fram­leiddar á Ísland­i. 

Til­kynnt var um það í síð­ustu viku að MS hefði verið sektuð um 480 millj­­ónir króna af Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu fyrir alvar­­leg brot á sam­keppn­is­lög­­um. Fyr­ir­tækið er sagt hafa mis­­notað mark­aðs­ráð­andi stöðu sína með því að selja keppi­­nautum hrá­­mjólk til fram­­leiðslu á mjólk­­ur­vörum á óeðli­­lega háu verði á sama tíma og MS og aðilar tengdir fyr­ir­tæk­inu fengu hrá­efnið undir kostn­að­­ar­verði. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Líneik Anna Sævarsdóttir alþingismaður.
Líneik Anna vill leiða Framsókn í Norðausturkjördæmi
Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður býður sig fram til þess að leiða lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Þórunn Egilsdóttir sem hefur leitt Framsókn í kjördæminu tilkynnti í síðustu viku að hún myndi hætta á þingi.
Kjarninn 18. janúar 2021
Árni Finnsson
Af hverju skilar Ísland auðu?
Kjarninn 18. janúar 2021
Enn er óvíst hvort að Trump lætur verða af því að veita sjálfum sér fyrirfram náðun.
Trump ætlar út með hvelli – vill náða hundrað til viðbótar
Á síðasta heila dag Donalds Trump í Hvíta húsinu á morgun er hann sagður stefna á að náða um 100 manns, m.a. hvítflibbaglæpamenn og þekkta rappara. Hvort hann veiti sér og sínum fyrirfram náðun er enn óvíst.
Kjarninn 18. janúar 2021
Kórónuveirufaraldurinn leiddi af sér gríðarlega aukningu á atvinnuleysi.
Um ellefu þúsund manns hafa verið atvinnulaus í hálft ár eða lengur
26.437 manns eru atvinnulaus að öllu leyti eða hluta. Langtímaatvinnuleysi hefur stóraukist og þeir sem hafa verið án atvinnu í eitt ár eða lengur eru nú 156 prósent fleiri en fyrir ári.
Kjarninn 17. janúar 2021
Kjartan Sveinn Guðmundsson
Nýtt ár, ný hugmyndafræði: kynning á veisluhyggju
Kjarninn 17. janúar 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
„Þverpólitísk sátt“ um fjölmiðlafrumvarp í kortunum eftir að Stöð 2 boðaði læstar fréttir
Eftir að Sýn boðaði að fréttum Stöðvar 2 yrði læst virðist hreyfing að komast á frumvarp um styrki til einkarekinna fjölmiðla. Mennta- og menningarmálaráðherra telur að „þverpólitísk sátt“ sé að nást um styrkjakerfi, sem sjálfstæðismenn hafa lagst gegn.
Kjarninn 17. janúar 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins.
Óttast að „tveggja flokka kerfi“ myndist ef flokkar útiloki samstarf við aðra
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Logi Einarsson eru sammála um að kjósendur eigi að hafa skýra sýn á hverskonar ríkisstjórnir flokkar vilji mynda eftir kosningar. Sigmundur vill þó ekki útiloka samvinnu með neinum og kallar Samfylkingu „útilokunarflokk.“
Kjarninn 17. janúar 2021
Frá dómsalnum á miðvikudaginn
Réttað yfir 355 manns í gömlu símaveri
Nokkuð óvenjuleg réttarhöld hófust á Ítalíu síðastliðinn miðvikudag, en í þeim er stór hluti 'Ndrangheta-mafíunnar, valdamestu glæpasamtaka landsins. Sökum mikils fjölda ákærðra og nýrra sóttvarnarreglna þurfti að sérútbúa dómsal í gömlu símaveri.
Kjarninn 17. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None