Ari Edwald biður alla velvirðingar á klaufalegu orðalagi sínu

Ari Edwald
Auglýsing

Ari Edwald, for­stjóri Mjólk­ur­sam­söl­unnar (MS), biður alla vel­virð­ingar á klaufa­legu orða­lagi sínu þegar hann sagði að neyt­endur myndu á end­anum borga 480 millj­óna króna sekt sem Sam­keppn­is­eft­ir­litið lagði á fyr­ir­tækið í síð­ustu viku. Þetta kemur fram í frétta­til­kynn­ingu frá Ara. 

Þar segir einnig: „Neyt­endur munu ekki bera mögu­lega sekt­ar­greiðslu MS. Umræða um sekt er heldur ekki tíma­bær þar sem mál­inu er ekki lokið og fer nú til áfrýj­un­ar­nefndar sam­keppn­is­mála. MS gerir sér sterkar vonir um að end­an­leg nið­ur­staða í þessu máli muni ekki fela í sér við­ur­lög fyrir MS. Stjórn­endur MS hafa alltaf lagt ríka áherslu á að starfa í sam­ræmi við lög og regl­ur. MS hefur enda aldrei sætt nið­ur­stöðu um að hafa brotið sam­keppn­is­regl­ur, hvorki af hálfu stjórn­valda né dóm­stóla.“

Ari segir að það séu hags­munir MS og bænda að sem mest magn af mjólk sé unnið og selt á mark­aði og að vöru­þróun fleiri fyr­ir­tækja skili árangri. „ Ákvarð­anir um verð á helstu mjólk­ur­vörum í heild­sölu og lág­marks­verð til bænda eru teknar af opin­berri verð­lags­nefnd. Þar á meðal eru verð­á­kvarð­anir á öllum hrá­efnum sem seld eru sam­keppn­is­að­ilum MS og öðrum mat­væla­fram­leið­end­um. Við ákvarð­ana­töku styðst verð­lags­nefnd meðal ann­ars við kostn­að­ar­þróun í rekstri kúa­búa og afurða­stöðva. MS hefur því ekki nokkra hags­muni eða getu til að mis­nota þá stöðu sem félagið er í.“

Auglýsing

Þá bendir Ari á að skýrsla Hag­fræði­stofn­unar Háskóla Íslands sem kom út í fyrr hafi sýnt að sú umgjörð sem mjólk­ur­fram­leiðsla á Íslandi hefur búið við á und­an­förnum árum hafi leitt til mik­illar hag­ræð­ingar í grein­inni sem hafi skila neyt­endum millj­örðum króna í lækk­uðu vöru­verði. Í sömu skýrslu kom einnig fram að neyt­endur á Íslandi borga rúm­lega níu millj­örðum krónum meira á ári fyrir mjólk­ur­vörur en ef þær væru fluttar inn frá öðrum löndum í stað þess að vera fram­leiddar á Ísland­i. 

Til­kynnt var um það í síð­ustu viku að MS hefði verið sektuð um 480 millj­­ónir króna af Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu fyrir alvar­­leg brot á sam­keppn­is­lög­­um. Fyr­ir­tækið er sagt hafa mis­­notað mark­aðs­ráð­andi stöðu sína með því að selja keppi­­nautum hrá­­mjólk til fram­­leiðslu á mjólk­­ur­vörum á óeðli­­lega háu verði á sama tíma og MS og aðilar tengdir fyr­ir­tæk­inu fengu hrá­efnið undir kostn­að­­ar­verði. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tilgangur minnisblaðsins „að ýja að því að það séu öryrkjarnir sem frekastir eru á fleti“
Öryrkjabandalag Íslands segir fjármálaráðherra fara með villandi tölur í minnisblaði sínu.
Kjarninn 28. október 2020
Árni Stefán Árnason
Dýravernd – hallærisleg vanþekking lögmanns – talað gegn stjórnarskrá
Kjarninn 28. október 2020
Frá mótmælum á Austurvelli í fyrra.
Meirihluti vill tillögur Stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá
Meirihluti er hlynntur því að tillögur Stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Maskínu. Um það bil 2/3 kjósenda VG segjast hlynnt því, en minnihluti kjósenda hinna ríkisstjórnarflokkanna.
Kjarninn 28. október 2020
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Sjónvarpstekjur Símans hafa aukist um nær allan hagnað félagsins á árinu 2020
Færri ferðamenn skila minni tekjum af reikiþjónustu. Tekjur vegna sjónvarpsþjónustu hafa hins vegar vaxið um 14 prósent milli ára og starfsmönnum fækkað um 50 frá áramótum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýju uppgjöri Símans.
Kjarninn 28. október 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni segir kökumyndband Öryrkjabandalagsins vera misheppnað
Fjármála- og efnahagsráðherra segir það rangt að öryrkjar fái sífellt minni sneið af efnahagskökunni sem íslenskt samfélag baki. ÖBÍ segir ríkisstjórnina hafa ákveðið að auka fátækt sinna skjólstæðinga.
Kjarninn 28. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Útlit fyrir að sóttvarnalæknir leggi til hertar aðgerðir
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er ekki ánægður með stöðu faraldursins og ætlar að skila minnisblaði með tillögum að breyttum sóttvarnaraðgerðum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra fljótlega.
Kjarninn 28. október 2020
Alls segjast um 40 prósent kjósenda að þeir myndu kjósa stjórnarflokkanna þrjá.
Samfylking stækkar, Sjálfstæðisflokkur tapar og Vinstri græn ekki verið minni frá 2016
Fylgi Vinstri grænna heldur áfram að dala og mælist nú tæplega helmingur af því sem flokkurinn fékk í síðustu kosningum. Flokkur forsætisráðherra yrði minnsti flokkurinn á þingi ef kosið yrði í dag.
Kjarninn 28. október 2020
Neytendastofa er með aðsetur í Borgartúni.
Unnið að því að leggja niður Neytendastofu
Stjórnvöld sjá fyrir sér að hugsanlega verði hægt að færa öll verkefni frá Neytendastofu á næsta ári og leggja stofnunina niður, með mögulegum sparnaði fyrir ríkissjóð. Stofnunin tók til starfa árið 2005 og fær tæpar 240 milljónir úr ríkissjóði í ár.
Kjarninn 28. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None