Bjarni leggur fram frumvarp sem umbyltir hlutverki kjararáðs

Bjarni
Auglýsing

Fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­ið, sem stýrt er af Bjarna Bene­dikts­syni, hefur birt drög að frum­varpi til nýrra laga um kjara­ráð og óskað eftir umsögnum um það. Í frum­varpi fel­ast miklar breyt­ingar á hlut­verki kjara­ráðs og mörg hund­ruð opin­berir starfs­menn verða færðir undan ákvörð­unum ráðs­ins og veittur samn­ings­rétt­ur. 

Ákvarð­anir um laun for­stjóra hluta­fé­laga í eigu rík­is­ins, svo sem Lands­virkj­un­ar, Lands­bank­ans, Íslands­banka og Lyfju, verða færðar aftur til stjórnar fyr­ir­tækj­anna verði frum­varpið að lög­um, en þær hafa heyrt undir kjara­ráð frá því skömmu eftir hrun og því hafa grunn­laun for­stjór­anna ekki getað verið hærri en laun for­sæt­is­ráð­herra hverju sinni.

For­stjórar og biskup fá samn­ings­rétt

Bjarni hafði þegar boðað að hann ætl­aði sér að gera breyt­ingar á lögum um kjara­ráð og færa hund­ruði emb­ætt­is­manna undan ákvörð­unum ráðs­ins og veita þeim samn­ings­rétt. 

Auglýsing

Í frum­varp­inu er meðal ann­ars lagt til að það verði ein­göngu verk­efni kjara­ráðs að ákvarða laun og starfs­kjör þjóð­kjör­inna manna, dóm­ara, sak­sókn­ara, allra ráð­herra, ráðu­neyt­is­stjóra og þeirra skrif­stofu­stjóra sem heyra undir ráð­herra sem fer með starfs­manna­mál rík­is­ins og fara með fyr­ir­svar fyrir hönd ráð­herra við gerð kjara­samn­inga, seðla­banka­stjóra og aðstoð­ar­seðla­banka­stjóra og rík­is­sátta­semj­ara. 

Þá er lagt til að kjör skrif­stofu­stjóra í Stjórn­ar­ráði Íslands og sendi­herra verði látin taka mið af kjara­samn­ingum á hefð­bund­inn hátt, þ.e. kjara­samn­ingum Félags háskóla­mennt­aðra starfs­manna Stjórn­ar­ráðs­ins, og að kjör aðstoð­ar­manna ráð­herra taki mið af kjörum skrif­stofu­stjóra.

Lagt er til að sér­stök starfsein­ing, á ábyrgð fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, muni ákveða „nán­ari grunn­launa­flokkun og und­ir­flokkun starfa for­stöðu­manna rík­is­stofn­ana auk for­sendna fyrir greiðslu við­bót­ar­launa þeirra en hlut­að­eig­andi ráð­herra eða stjórn ákvarði und­ir­flokkun og við­bót­ar­laun á grund­velli for­sendna sem ein­ingin setur þar sem Félagi for­stöðu­manna rík­is­stofn­ana yrði gef­inn kostur á að fylgj­ast með og fjalla fyrir hönd félaga sinna um álita­mál sem upp kunna að koma vegna flokk­unar starfa og for­sendna við­bót­ar­launa.“

For­stjórar og fram­kvæmda­stjórar fyr­ir­tækja sem eru í eigu rík­is­ins þurfa ekki lengur að hafa áhyggjur af því að vera of lágt laun­að­ir, verði frum­varpið að lög­um. Það leggur til að ákvarð­anir um laun þeirra verði færðar aftur til stjórna fyr­ir­tækj­anna í stað þess að kjara­ráð ákveði hver laun þeirra séu. Stjórn­irnar eiga þá að semja um laun og starfs­kjör þeirra á grund­velli starfs­kjara­stefnu fyr­ir­tækj­anna og settrar eig­enda­stefnu rík­is­ins. 

Að lokum er lagt til að ákvörðun um kjör bisk­ups, vígslu­bisk­upa, pró­fasta og presta þjóð­kirkj­unnar ráð­ist af samn­ingum innan þjóð­kirkj­unnar en fari ekki eftir ákvörðun kjara­ráðs.

Hörð gagn­rýni

Laun for­­­stöð­u­­­manna nokk­­­urra rík­­­is­­­stofn­ana hækk­­­uðu gíf­­­ur­­­lega mikið eftir að nýr úrskurður kjara­ráðs um kjör þeirra lá fyr­­­ir. Hækk­­­an­­­irnar eru aft­­­ur­­­virkar til allt að 1. des­em­ber 2014 og bæt­­­ast ofan á 7,15 pró­­­sent hækkun sem tók gildi um síð­­­­­ustu mán­að­­­ar­­­mót. Hækk­­­an­­­irnar komu til eftir að for­­­stöð­u­­­menn­irnir sjálfir eða ráðu­­­neyti þeirra ósk­uðu eftir því að launin yrðu hækk­­­uð. 

Launa­hækk­an­irnar hafa verið harð­lega gagn­rýnd­ar. Gylfi Arn­­björns­­son, for­­seti Alþýð­u­­sam­­bands Íslands (ASÍ), kall­aði eftir því í gær að Alþingi verði kallað saman til að færa ákvarð­­anir launa­hækk­­­anir for­­stöð­u­­manna stofn­ana til baka. Slíkt hafi verið gert vegna flug­­um­­ferða­­stjóra og þeir sem heyra undir kjara­ráð eigi ekki að vera stikk­frí. „Ef ekki þá verður rík­­is­­stjórnin að axla ábyrgð á því sem yrði hennar loka­verk­efni að setja hér allt í loft upp.“ 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Snædal
Dánaraðstoð eða líknardráp
Kjarninn 28. september 2020
Alma Möller, landlæknir.
Fólk sem fékk COVID hefur fengið lungnabólgu löngu síðar
Dæmi eru um að fólk sem fékk COVID-19 í vetur hafi fengið lungnabólgu mörgum vikum síðar. Það er mat bæði landlæknis og sóttvarnalæknis að þó að ónæmi fyrir kórónuveirunni sé til staðar hjá þessum hópi verði hann að fara varlega.
Kjarninn 28. september 2020
Jón Steindór Valdimarsson
Hálfur björgunarhringur dugar skammt
Kjarninn 28. september 2020
Drífa Snædal
Vitræn umræða um efnahagsmál: Átta atriði sem Samtök atvinnulífsins mættu hafa í huga
Kjarninn 28. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Þetta er alls ekki búið“
„Við megum ekki slaka á,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Þetta er alls ekki búið.“ Varúðarráðstafanir séu „klárlega“ komnar til að vera í einhverja mánuði í viðbót.
Kjarninn 28. september 2020
Störukeppni á vinnumarkaði
Samtök atvinnulífsins hafa boðað atkvæðagreiðslu um hvort segja eigi upp Lífskjarasamningnum. Verkalýðshreyfingin telur að forsendur samningsins standi og trúir því ekki að samstaða sé um það á meðal atvinnurekenda að leggja í stríð á vinnumarkaði.
Kjarninn 28. september 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Viljum við búa í samfélagi með mjög miklu lögreglueftirliti?
„Ég er ekki nú sérstaklega spenntur fyrir því að hér sé lögreglan að banka á dyr og kanna hvort að fólk sé í sóttkví eða ekki. Mér finnst það ekki spennandi veruleiki,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra.
Kjarninn 28. september 2020
Lykilatriðin úr afhjúpun New York Times á skattamálum Trumps
Honum gengur illa í rekstri, en er virkilega góður í sniðganga skattgreiðslur. New York Times hefur komist yfir skattskýrslur Bandaríkjaforseta á 18 ára tímabili, sem forsetinn hefur reynt að halda leyndum. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None