Nýr skilningur á stærstu eldgosum Íslandssögunnar

Um það bil 1,5 kílómetra löng gossprunga opnaðist norðaustan Bárðarbungu í Holuhrauni. Nýja hraunið þekur nær 85 ferkílómetra.
Um það bil 1,5 kílómetra löng gossprunga opnaðist norðaustan Bárðarbungu í Holuhrauni. Nýja hraunið þekur nær 85 ferkílómetra.
Auglýsing

Rann­sóknir á sigi öskj­unnar í Bárð­ar­bungu í aðdrag­anda og á meðan Holu­hrauns­gos stóð varpa nýju ljósi á orsakir stærstu hraun­gosa Íslands­sög­unn­ar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í grein hóps vís­inda­manna í tíma­rit­inu Sci­ence sem kom út í gær.

Eld­gosið í Holu­hrauni er að stærsta sem orðið hefur á Íslandi í tvær aldir og þarf, sam­kvæmt til­kynn­ingu á vef Jarð­vís­inda­stofn­unar Háskóla Íslands að leita aftur til Skaft­ár­elda til að finna stærra eld­gos. Öskju­sigið í Bárð­ar­bungu er það fyrsta sem hægt hefur verið að mæla nákvæm­lega á meðan því stóð vegna þess að vís­inda­menn höfðu komið fyrir fjölda mæli­tækja í og við öskj­una.

Auglýsing

Nið­ur­stöður rann­sókn­ar­innar sýna að hraunið sem kom upp í Holu­hrauni kom úr kviku­hólfi undir Bárð­ar­bungu. Jarð­skjálfta­hrina 16. ágúst 2014 bendir til þess að kvika hafi brot­ist úr kviku­hólf­inu og myndað kviku­gang ofar í jarð­skorp­unni til norð­aust­urs. Nokkrum dögum síðar hófst öskju­sigið í Bárð­ar­bungu þegar þrýst­ingur í kviku­hólf­inu hafði fallið veru­lega.

Í tvær vikur braut kvikan í kviku­gang­inum sér leið upp á yfir­borðið og kom upp í Holu­hrauni 31. ágúst. Leiðin var 48 kíló­metra löng úr kviku­hólf­inu undir Bárð­ar­bungu og réðst öskju­sigið aðal­lega af eig­in­leikum þessa kviku­gangs og þunga „þaks­ins“ ofan á kviku­hólf­inu. Hægt og rólega dró úr hraun­rennsli á yfir­borð­inu vegna þess að þrýsimun­ur­inn milli Bárð­ar­bungu og Holu­hrauns minnk­aði.

Sig öskjunnar í Bárðarbungu. Á mynd A er merkt stærð ísfylltrar öskju Bárðarbungu í október 2014. Á mynd B sést gossprungan norðan Vatnajökuls og hraunflæðið til austurs. Á mynd C sérst þverskurður Bárðarbungu og kvikugangsins til norðausturs þar sem kvikan braut sér leið á yfirborðið í Holuhrauni. (Mynd: Science)

Þessi atburða­rás er, að mati vís­inda­mann­anna, talin varpa nýju ljósi á orsakir stærstu hraun­gosa í Íslands­sög­unni; Rekja megi stærstu eld­gosin til öskju­sigs í meg­in­eld­stöðvum á Íslandi sam­fara gliðn­un­ar­hrin­um, þe. þegar jarð­skorpuflekar eru á hreyf­ingu.

Und­an­farna mán­uði hefur jarð­skjálfta­virkni auk­ist jafnt og þétt í Bárð­ar­bungu. Óvíst er hvort það sé und­an­fari frek­ari eldsum­brota í þess­ari víð­fem­ustu meg­in­eld­stöð á Íslandi en nið­ur­stöður rann­sókn­ar­innar sem birt er í Sci­ence ætti að gefa vís­inda­mönnum betri skiln­ing á virkni eld­stöðv­ar­inn­ar.

Við sigið í öskju Bárð­ar­bungu mynd­að­ist djúp lægð á ísbreið­unni yfir öskj­unni. Sú lægð hefur grynnkað um átta metra á ári síðan í umbrot­unum vet­ur­inn 2014-2015, vegna inn­flæðis íss og snjó­söfn­un­ar. Sam­kvæmt sam­an­tekt frá fundi vís­inda­manna­ráðs almanna­varna í lok júní eu lík­leg­ustu skýr­ingar á sjálfta­virkn­inni og aflögun öskj­unar inn­flæði kviku í kviku­hólfið undir öskj­unni, sama kviku­hólf og spýtti kviku í Holu­hrauns­gosi. Þetta sé eðli­leg hegðun eld­stöðva í kjöl­far eld­goss.

Skaft­ár­eldar árið 1783-1784 eru meðal stærstu eld­gosa í Íslands­sög­unni. Í því eld­gosi urðu Laka­gígar til, eftir fjall­inu Laka sem er í næsta nágrenni. Þá opn­að­ist gíga­röð vestan Vatna­jök­uls. Vís­inda­menn telja nú að þar hafi orðið svipuð atburða­rás og í eld­gos­inu í Holu­hrauni. Öskju­sig hafi orðið í Grím­svötnum um leið og kvika úr kviku­hólf­inu undir Grím­svötnum hafi brotið sér leið á yfir­borðið vestan jök­uls­ins.

Skaft­ár­eldar eru taldir hafa verið orsök einna mestu þjóð­fé­lags­breyt­inga í Íslands­sög­unni. Sökum eld­goss­ins; ösku­falls og gosmóðu urðu miklar hörm­ungar á Íslandi sem einu nafni eru kölluð Móðu­harð­ind­in. Margir flúðu upp­skeru­brest og eymd á Íslandi hvort sem var erlendis eða inn­an­lands. Eld­gosið hafði einnig áhrif á veð­ur­far ann­ar­staðar á norð­ur­hveli jarð­ar. Þess vegna er til dæmis talið að Skaft­ár­eldar hafi verið ein orsök þess að upp­skeru­brestur varð á meg­in­landi Evr­ópu í aðdrag­anda frönsku bylt­ing­ar­inn­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Snædal
Dánaraðstoð eða líknardráp
Kjarninn 28. september 2020
Alma Möller, landlæknir.
Fólk sem fékk COVID hefur fengið lungnabólgu löngu síðar
Dæmi eru um að fólk sem fékk COVID-19 í vetur hafi fengið lungnabólgu mörgum vikum síðar. Það er mat bæði landlæknis og sóttvarnalæknis að þó að ónæmi fyrir kórónuveirunni sé til staðar hjá þessum hópi verði hann að fara varlega.
Kjarninn 28. september 2020
Jón Steindór Valdimarsson
Hálfur björgunarhringur dugar skammt
Kjarninn 28. september 2020
Drífa Snædal
Vitræn umræða um efnahagsmál: Átta atriði sem Samtök atvinnulífsins mættu hafa í huga
Kjarninn 28. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Þetta er alls ekki búið“
„Við megum ekki slaka á,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Þetta er alls ekki búið.“ Varúðarráðstafanir séu „klárlega“ komnar til að vera í einhverja mánuði í viðbót.
Kjarninn 28. september 2020
Störukeppni á vinnumarkaði
Samtök atvinnulífsins hafa boðað atkvæðagreiðslu um hvort segja eigi upp Lífskjarasamningnum. Verkalýðshreyfingin telur að forsendur samningsins standi og trúir því ekki að samstaða sé um það á meðal atvinnurekenda að leggja í stríð á vinnumarkaði.
Kjarninn 28. september 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Viljum við búa í samfélagi með mjög miklu lögreglueftirliti?
„Ég er ekki nú sérstaklega spenntur fyrir því að hér sé lögreglan að banka á dyr og kanna hvort að fólk sé í sóttkví eða ekki. Mér finnst það ekki spennandi veruleiki,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra.
Kjarninn 28. september 2020
Lykilatriðin úr afhjúpun New York Times á skattamálum Trumps
Honum gengur illa í rekstri, en er virkilega góður í sniðganga skattgreiðslur. New York Times hefur komist yfir skattskýrslur Bandaríkjaforseta á 18 ára tímabili, sem forsetinn hefur reynt að halda leyndum. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None