Forstjórar ríkisfyrirtækja gætu átt von á ríflegri launahækkun

Steinþór Pálsson og Hörður Arnarson
Auglýsing

Verði frum­varp Bjarna Bene­dikts­sonar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, um breyt­ingar á kjara­ráði að veru­leika eru allar líkur á því að laun for­stjóra fyr­ir­tækja í eigu rík­is­ins muni hækka umtals­vert, eða ekki skerð­ast líkt og þau hefðu ann­ars gert. 

Frum­varpið mun að mestu vinda ofan af breyt­ingum á lögum um kjara­ráð sem tóku gildi sum­arið 2009 og gerðu það að verkum að rík­is­for­stjórar máttu ekki vera með hærri grunn­laun en for­sæt­is­ráð­herra. Þessar breyt­ingar munu nær örugg­lega hafa áhrif til hækk­unar á launum banka­stjóra Lands­bank­ans og for­stjóra Lands­virkj­un­ar, miðað við fyrri yfir­lýs­ingar stjórna þeirra fyr­ir­tækja. Og lík­ast til koma í veg fyrir að laun banka­stjóra Íslands­banka lækki um tugi pró­senta.

Engin með hærri laun en Jóhanna

Lögum um kjara­ráð var breytt í ágúst 2009. Þá ákvað rík­­is­­stjórn­ Jó­hönnu Sig­­urð­­ar­dótt­­ur, í kjöl­far hruns­ins og þeirra aðhalds­­að­­gerða sem ­rík­­is­­sjóður þurfti að grípa til, að kjara­ráð myndi einnig „ákveða laun og starfs­­kjör fram­­kvæmda­­stjóra hluta­­fé­laga og ann­­ars konar félaga, einka­rétt­­ar­eð­l­is, sem eru að meiri hluta í eigu rík­­is­ins og félaga sem eru að ­meiri hluta í eigu félaga sem undir þessa máls­­grein falla.“

Auglýsing

Sam­­kvæmt lög­­unum á kjara­ráð að gæta þess að „ákveða laun og ­starfs­­kjör fram­­kvæmda­­stjóra hluta­­fé­laga og ann­­ars konar félaga, einka­rétt­­ar­eð­l­is, sem eru að meiri hluta í eigu rík­­is­ins og félaga sem eru að ­meiri hluta í eigu félaga sem undir þessa máls­­grein falla.“

Meg­in­reglan er sú að föst laun allra for­stjóra fyr­ir­tækja í eigu rík­is­ins þurfi að vera lægri en laun for­sæt­is­ráð­herra, sem eru tæp­lega 1,5 millj­ónir króna á mán­uði í dag.

Bitn­aði á Stein­þóri og Herði

Þetta launa­þak bitn­aði lengst af helst á tveimur for­stjórum rík­is­fyr­ir­tækja, Stein­þóri Páls­syni, banka­stjóra Lands­bank­ans, og Herði Arn­ar­syni, for­stjóra Lands­virkj­un­ar.

Bæði Stein­þór og banka­ráð Lands­­bank­ans hafa ítrekað óskað eftir því að laun hans verði hækkuð sökum þess að Lands­­bank­inn sé svo stór banki og ábyrgð banka­­stjór­ans svo mikil að annað sé ekki til­­hlýð­i­­legt. Banka­ráð hefur meðal ann­­ars sent bréf til kjara­ráðs þar sem stóð að Stein­þór hefði náð „fram­úr­skar­andi árangri í stjórnun og rekstri ­bank­ans.“ Hann vinni á bil­inu 100-120 klukku­­stundir á mán­uði til við­­bótar við hefð­bundna dag­vinnu. Auk þess hefur banka­ráðið kraf­ist þess að kjara­ráð ákveð­i ­sér­­staka leið­rétt­ingu á launum Stein­þórs frá og með 1. júní 2010. Lands­­bank­inn hef­ur lagt til hliðar fé til að greiða Stein­þóri fyrir slíka aft­­ur­­virka hækkun ef ske kynni að til hennar myndi koma. Af því hefur ekki orð­ið.

Miðað við fyrri vilja banka­ráðs Lands­bank­ans virð­ist ljóst að það myndi hækka laun Stein­þórs veru­lega hefði það tæki­færi til. Þó er vert að taka fram að sam­setn­ing banka­ráðs­ins breytt­ist veru­lega í voru í kjöl­far þess að fyrrum banka­ráðs­menn sögðu af sér vegna Borg­un­ar­máls­ins svo­kall­aða.

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, sagðist fyrr á þessu ári vera að íhuga stöðu sína vegna yfirtöku ríkisins á bankanum og þeirrar launalækkunar sem hún sá fram á vegna þessa. Þegar kjara­ráð úrskurð­aði fyrst um laun for­stjóra Lands­virkj­unar þá lækk­uðu laun hans um 33 pró­sent frá því sem ráðn­ing­ar­samn­ingur Harðar Arn­ar­sonar hafði gert ráð fyr­ir. Hörðum gagn­rýndi ákvörðun ráðs­ins harka­lega á þeim tíma. Í bréfi sem hann sendi til kjara­ráðs í febr­úar 2010 sagði hann ákvörð­un­ina ýmist illa eða alls ekki rök­studda. Ekki yrði séð við hverja kjara­ráð mið­aði þegar laun for­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins væru ákveð­in, en Hörður taldi eðli­legt að miðað væri við laun for­stjóra ann­arra orku­fyr­ir­tækja. Stjórn Lands­virkj­unar hefur tekið undir gangrýni Harð­ar. Á árs­fundi fyr­ir­tæk­is­ins árið 2013 sagði þáver­andi for­maður stjórnar þess, Bryn­dís Hlöðvers­dótt­ir, í ávarpi sínu að ákvörð­unin um að fella laun for­stjór­ans undir kjara­ráð hefði verið „und­ar­leg“. Með þessu hefði ein mik­il­væg­asta ákvörðun stjórnar fyr­ir­tæk­is­ins verið tekin úr höndum hennar og sett í opin­bera nefnd. Hún kall­aði eftir því að Alþingi myndi taka ákvörð­un­ina til end­ur­skoð­un­ar.

Stjórn­endur Lyfju og Íslands­banka sleppa við kjara­skerð­ingu

Þegar íslenska ríkið samdi við kröfu­hafa föllnu bank­anna um upp­gjör á slita­búum þeirra þá tók ríkið yfir ýmsar eign­ir. Á meðal þeirra var allt hlutafé í Íslands­banka og Lyfju. Kjarn­inn greindi frá því í febr­úar að fyrir lægi að launa­­kjör bæði Birnu Ein­­ar­s­dótt­­ur, banka­­stjóra Íslands­­­banka, og Sig­­ur­­björns Gunn­­ar­s­­son­­ar, fram­­kvæmda­­stjóra Lyfju, myndu falla undir kjara­ráð í nán­­ustu fram­­tíð að óbreyttu.

Birna var með 3,8 millj­ónir króna á mán­uði árið 2015 og ljóst að miðað við gild­andi lög um kjara­ráð þá þyrftu laun hennar að lækka umtals­vert. Til sam­an­burðar voru laun Stein­þórs Páls­son­ar, með fastri yfir­borg­un, 1,64 millj­ónir króna á mán­uði í fyrra. Birna sá því fram á að verða af um 26 millj­ónum króna á ári í launa­tekjum ef laun hennar yrðu færð á sama stað og laun Stein­þórs. Verði frum­varp Bjarna að veru­leika munu laun hennar hins vegar ekk­ert lækka, nema að stjórn Íslands­banka ákveði að svo verði.

Þótt mán­að­ar­laun Birnu séu 130 pró­sent hærri en laun Stein­þórs kemst hvor­ugt þeirra með tærnar þar sem hæst­laun­að­asti banka­stjór­inn er með hæl­anna. Sá heitir Hösk­uldur Ólafs­son og stýrir Arion banka. Mán­að­ar­laun hans í fyrra voru 4,7 millj­ónir króna en auk þess fékk hann 7,2 millj­ónir króna í árang­urstengdar greiðslur á því ári.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None