Lögreglan rannsakar vettvanginn í morgun. Sjá má kerrur sem hafa verið skildar eftir í öngþveitinu í gærkvöldi.
Lögreglan rannsakar vettvanginn í morgun. Sjá má kerrur sem hafa verið skildar eftir í öngþveitinu í gærkvöldi.
Auglýsing

Búið er að nafn­greina mann­inn sem myrti að minnsta kosti 84 í Nice í gær­kvöldi. Hann hét Mohamed Lahou­aiej Bou­hlel og var 31 árs gam­all Frakki sem átti rætur að rekja til Tún­is. Frá þessu var greint á Sky News fyrir skömmu. 

Mað­ur­inn keyrði vöru­bíl inn í marg­menni við strönd­ina í Nice, en fólkið hafði safn­ast saman til að fagna Bastillu­deg­in­um, þjóð­há­tíð­ar­degi Frakk­lands. Bíll­inn keyrði um tvo kíló­metra inn í mann­hafið á miklum hraða og mað­ur­inn er sagður hafa sveigt bíl­inn fram og til baka til að valda sem mestum skaða. Hann var að lokum skot­inn til bana af lög­regl­unn­i. 

Til við­bótar við þá 84 sem eru látnir eru 18 alvar­lega slas­aðir á spít­ala. Sky News greinir einnig frá því að að minnsta kosti 10 börn séu  á meðal hinna látnu, og að 50 börn séu á spít­ala. 

Auglýsing

Íslensk stjórn­völd hafa sent sam­úð­ar­kveðjur til Frakk­lands. Þá hefur utan­rík­is­ráðu­neytið beint því til Íslend­inga í Nice og aðstand­enda þeirra að Rauði kross­inn veiti sál­rænan stuðn­ing vegna atburð­anna. Bent er á Hjálp­ar­síma Rauða kross­ins, 1717, og að ef hringt er frá útlöndum sé núm­erið +354 5801710. 

Þetta er þriðja mann­­skæða hryðju­verka­árásin sem gerð er í Frakk­landi á und­an­­förnum tæpum tveimur árum. 

Þann 7. jan­úar 2015 var ráð­ist inn í höf­uð­­stöðv­­­ar skop­­­mynda­­­rits­ins Charlie Hebdo. Þar voru tveir lög­­­­­reglu­­­menn og tíu starfs­­­menn blaðs­ins myrt­­­ir. Árás­­­ar­­­menn­irnir voru tveir bræð­­­ur, Said Kou­achi og Cherif Kou­achi. Þeir réð­ust sér­­­stak­­­lega á blað­ið, og ákveðna starfs­­­menn þess, vegna teikn­inga sem það hafði birt af Múhammeð spá­­­manni. Nokkrar árásir í við­­bót sem tengd­ust fylgdu í kjöl­far­ið, meðal ann­­ars við bæna­hús Gyð­inga í Par­ís. Alls lét­ust 17 manns í árás­un­um, sem voru þá þær mann­­skæð­­ustu sem framdar höfðu verið í París frá árinu 1961.

13. nóv­­em­ber 2015 var framin röð hryðju­verka í París og Sain­t-Den­is, þar sem þjóð­­ar­­leik­vangur Frakka, Stade De France, er. Mann­­skæð­asta árásin var í Bataclan-­­leik­hús­inu þar sem skotið var á áhorf­endur á tón­­leikum banda­rísku hljóm­­sveit­­ar­innar Eag­­les of Death Metal. Alls lét­ust 130 manns í árás­unum og hund­ruðir særð­ust. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kjartan Sveinn Guðmundsson
Nýtt ár, ný hugmyndafræði: kynning á veisluhyggju
Kjarninn 17. janúar 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
„Þverpólitísk sátt“ um fjölmiðlafrumvarp í kortunum eftir að Stöð 2 boðaði læstar fréttir
Eftir að Sýn boðaði að fréttum Stöðvar 2 yrði læst virðist hreyfing að komast á frumvarp um styrki til einkarekinna fjölmiðla. Mennta- og menningarmálaráðherra telur að „þverpólitísk sátt“ sé að nást um styrkjakerfi, sem sjálfstæðismenn hafa lagst gegn.
Kjarninn 17. janúar 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins.
Óttast að „tveggja flokka kerfi“ myndist ef flokkar útiloki samstarf við aðra
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Logi Einarsson eru sammála um að kjósendur eigi að hafa skýra sýn á hverskonar ríkisstjórnir flokkar vilji mynda eftir kosningar. Sigmundur vill þó ekki útiloka samvinnu með neinum og kallar Samfylkingu „útilokunarflokk.“
Kjarninn 17. janúar 2021
Frá dómssalnum á miðvikudaginn
Réttað yfir 355 manns í gömlu símaveri
Nokkuð óvenjuleg réttarhöld hófust á Ítalíu síðastliðinn miðvikudag, en í þeim er stór hluti 'Ndrangheta-mafíunnar, valdamestu glæpasamtaka landsins. Sökum mikils fjölda ákærðra og nýrra sóttvarnarreglna þurfti að sérútbúa dómssal í gömlu símaveri.
Kjarninn 17. janúar 2021
Söngflokkurinn Boney M naut mikilla vinsælda víða um heim undir lok áttunda áratugarins.
Boney M og stolnu lögin
Þegar sönghópurinn Boney M sló í gegn seint á áttunda áratug síðustu aldar með lögunum „Brown Girl in the Ring“ og „Rivers of Babylon“ grunaði engan að í kjölfarið fylgdu málaferli sem stæðu í áratugi.
Kjarninn 17. janúar 2021
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None