Lögreglan rannsakar vettvanginn í morgun. Sjá má kerrur sem hafa verið skildar eftir í öngþveitinu í gærkvöldi.
Lögreglan rannsakar vettvanginn í morgun. Sjá má kerrur sem hafa verið skildar eftir í öngþveitinu í gærkvöldi.
Auglýsing

Búið er að nafn­greina mann­inn sem myrti að minnsta kosti 84 í Nice í gær­kvöldi. Hann hét Mohamed Lahou­aiej Bou­hlel og var 31 árs gam­all Frakki sem átti rætur að rekja til Tún­is. Frá þessu var greint á Sky News fyrir skömmu. 

Mað­ur­inn keyrði vöru­bíl inn í marg­menni við strönd­ina í Nice, en fólkið hafði safn­ast saman til að fagna Bastillu­deg­in­um, þjóð­há­tíð­ar­degi Frakk­lands. Bíll­inn keyrði um tvo kíló­metra inn í mann­hafið á miklum hraða og mað­ur­inn er sagður hafa sveigt bíl­inn fram og til baka til að valda sem mestum skaða. Hann var að lokum skot­inn til bana af lög­regl­unn­i. 

Til við­bótar við þá 84 sem eru látnir eru 18 alvar­lega slas­aðir á spít­ala. Sky News greinir einnig frá því að að minnsta kosti 10 börn séu  á meðal hinna látnu, og að 50 börn séu á spít­ala. 

Auglýsing

Íslensk stjórn­völd hafa sent sam­úð­ar­kveðjur til Frakk­lands. Þá hefur utan­rík­is­ráðu­neytið beint því til Íslend­inga í Nice og aðstand­enda þeirra að Rauði kross­inn veiti sál­rænan stuðn­ing vegna atburð­anna. Bent er á Hjálp­ar­síma Rauða kross­ins, 1717, og að ef hringt er frá útlöndum sé núm­erið +354 5801710. 

Þetta er þriðja mann­­skæða hryðju­verka­árásin sem gerð er í Frakk­landi á und­an­­förnum tæpum tveimur árum. 

Þann 7. jan­úar 2015 var ráð­ist inn í höf­uð­­stöðv­­­ar skop­­­mynda­­­rits­ins Charlie Hebdo. Þar voru tveir lög­­­­­reglu­­­menn og tíu starfs­­­menn blaðs­ins myrt­­­ir. Árás­­­ar­­­menn­irnir voru tveir bræð­­­ur, Said Kou­achi og Cherif Kou­achi. Þeir réð­ust sér­­­stak­­­lega á blað­ið, og ákveðna starfs­­­menn þess, vegna teikn­inga sem það hafði birt af Múhammeð spá­­­manni. Nokkrar árásir í við­­bót sem tengd­ust fylgdu í kjöl­far­ið, meðal ann­­ars við bæna­hús Gyð­inga í Par­ís. Alls lét­ust 17 manns í árás­un­um, sem voru þá þær mann­­skæð­­ustu sem framdar höfðu verið í París frá árinu 1961.

13. nóv­­em­ber 2015 var framin röð hryðju­verka í París og Sain­t-Den­is, þar sem þjóð­­ar­­leik­vangur Frakka, Stade De France, er. Mann­­skæð­asta árásin var í Bataclan-­­leik­hús­inu þar sem skotið var á áhorf­endur á tón­­leikum banda­rísku hljóm­­sveit­­ar­innar Eag­­les of Death Metal. Alls lét­ust 130 manns í árás­unum og hund­ruðir særð­ust. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None