Lögreglan rannsakar vettvanginn í morgun. Sjá má kerrur sem hafa verið skildar eftir í öngþveitinu í gærkvöldi.
Lögreglan rannsakar vettvanginn í morgun. Sjá má kerrur sem hafa verið skildar eftir í öngþveitinu í gærkvöldi.
Auglýsing

Búið er að nafn­greina mann­inn sem myrti að minnsta kosti 84 í Nice í gær­kvöldi. Hann hét Mohamed Lahou­aiej Bou­hlel og var 31 árs gam­all Frakki sem átti rætur að rekja til Tún­is. Frá þessu var greint á Sky News fyrir skömmu. 

Mað­ur­inn keyrði vöru­bíl inn í marg­menni við strönd­ina í Nice, en fólkið hafði safn­ast saman til að fagna Bastillu­deg­in­um, þjóð­há­tíð­ar­degi Frakk­lands. Bíll­inn keyrði um tvo kíló­metra inn í mann­hafið á miklum hraða og mað­ur­inn er sagður hafa sveigt bíl­inn fram og til baka til að valda sem mestum skaða. Hann var að lokum skot­inn til bana af lög­regl­unn­i. 

Til við­bótar við þá 84 sem eru látnir eru 18 alvar­lega slas­aðir á spít­ala. Sky News greinir einnig frá því að að minnsta kosti 10 börn séu  á meðal hinna látnu, og að 50 börn séu á spít­ala. 

Auglýsing

Íslensk stjórn­völd hafa sent sam­úð­ar­kveðjur til Frakk­lands. Þá hefur utan­rík­is­ráðu­neytið beint því til Íslend­inga í Nice og aðstand­enda þeirra að Rauði kross­inn veiti sál­rænan stuðn­ing vegna atburð­anna. Bent er á Hjálp­ar­síma Rauða kross­ins, 1717, og að ef hringt er frá útlöndum sé núm­erið +354 5801710. 

Þetta er þriðja mann­­skæða hryðju­verka­árásin sem gerð er í Frakk­landi á und­an­­förnum tæpum tveimur árum. 

Þann 7. jan­úar 2015 var ráð­ist inn í höf­uð­­stöðv­­­ar skop­­­mynda­­­rits­ins Charlie Hebdo. Þar voru tveir lög­­­­­reglu­­­menn og tíu starfs­­­menn blaðs­ins myrt­­­ir. Árás­­­ar­­­menn­irnir voru tveir bræð­­­ur, Said Kou­achi og Cherif Kou­achi. Þeir réð­ust sér­­­stak­­­lega á blað­ið, og ákveðna starfs­­­menn þess, vegna teikn­inga sem það hafði birt af Múhammeð spá­­­manni. Nokkrar árásir í við­­bót sem tengd­ust fylgdu í kjöl­far­ið, meðal ann­­ars við bæna­hús Gyð­inga í Par­ís. Alls lét­ust 17 manns í árás­un­um, sem voru þá þær mann­­skæð­­ustu sem framdar höfðu verið í París frá árinu 1961.

13. nóv­­em­ber 2015 var framin röð hryðju­verka í París og Sain­t-Den­is, þar sem þjóð­­ar­­leik­vangur Frakka, Stade De France, er. Mann­­skæð­asta árásin var í Bataclan-­­leik­hús­inu þar sem skotið var á áhorf­endur á tón­­leikum banda­rísku hljóm­­sveit­­ar­innar Eag­­les of Death Metal. Alls lét­ust 130 manns í árás­unum og hund­ruðir særð­ust. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eggert Þór Kristófersson er forstjóri Festi.
Festi ætlar að greiða út 657 milljóna króna arðinn í september
Festi hagnaðist um 525 milljónir króna á síðasta ársfjórðungi þrátt fyrir þær takmarkanir sem voru í gildi vegna COVID-19. Félagið frestaði arðgreiðslu vegna síðasta árs í apríl, en ætlar nú að greiða hana í næsta mánuði.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Útgáfufélag Fréttablaðsins tapaði 212 milljónum í fyrra
Rekstrartekjur útgáfélagsins sem á Fréttblaðið, Hringbraut, DV og tengda miðla drógust saman á síðasta ári og tap varð á rekstrinum.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Trump sagði öruggt að opna bandaríska skóla því börn væru „næstum ónæm“ fyrir COVID-19.
Trump fer enn og aftur á svig við skilmála samfélagsmiðla
Donald Trump sagði í símaviðtali við Fox and Friends í gær að börn væru „næstum ónæm“ fyrir kórónuveirunni. Facebook-færslu frá forsetanum með ummælunum var eytt og Twitter frysti aðgang tengdan forsetanum.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórólfur Matthíasson
Af sykurpúðum
Kjarninn 6. ágúst 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Tækifærið er núna
Hópsýkingar munu halda áfram að koma upp hér á landi. „Við verðum að vera undir það búin að horfa upp á þetta næstu mánuði alla vega,“ segir sóttvarnalæknir. Landlæknir sagði að núna væri tækifærið til að kveða niður það smit sem hér er í gangi.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason og Alma Möller.
„Þannig mun okkur takast að koma okkur út úr þessu COVID-fári“
Sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað þar sem hann leggur til að landamæraskimun verði haldið áfram með sama hætti og verið hefur. Hann ítrekar mikilvægi persónulegra sóttvarna, skimunar og að beita einangrun og sóttkví.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Fordæma aðgerðir Icelandair í kjaraviðræðum
Norræna flutningamannasambandið sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem það fordæmir aðgerðir Icelandair í nýlegum kjarasamningaviðræðum. Samtökin segja þrýsting á stéttarfélög í formi hótana ekki leysa rekstrarvandann sem upp er kominn vegna COVID-19.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Rannsóknir hafa sýnt, án nokkurs vafa, að andlitsgrímur geta komið í veg fyrir COVID-19-smit á milli einstaklinga. Grímurnar gera þó mest gagn við ákveðnar aðstæður og þær þarf að nota á réttan hátt.
„Stutta svarið er já“ – grímur geta komið í veg fyrir smit
Rannsóknir hafa sýnt, án nokkurs vafa, að andlitsgrímur geta komið í veg fyrir COVID-19-smit á milli einstaklinga. Þetta skrifar Jón Magnús Jóhannesson, deildarlæknir á Landspítala, í nýju svari á Vísindavefnum.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None