Lögreglan rannsakar vettvanginn í morgun. Sjá má kerrur sem hafa verið skildar eftir í öngþveitinu í gærkvöldi.
Lögreglan rannsakar vettvanginn í morgun. Sjá má kerrur sem hafa verið skildar eftir í öngþveitinu í gærkvöldi.
Auglýsing

Búið er að nafn­greina mann­inn sem myrti að minnsta kosti 84 í Nice í gær­kvöldi. Hann hét Mohamed Lahou­aiej Bou­hlel og var 31 árs gam­all Frakki sem átti rætur að rekja til Tún­is. Frá þessu var greint á Sky News fyrir skömmu. 

Mað­ur­inn keyrði vöru­bíl inn í marg­menni við strönd­ina í Nice, en fólkið hafði safn­ast saman til að fagna Bastillu­deg­in­um, þjóð­há­tíð­ar­degi Frakk­lands. Bíll­inn keyrði um tvo kíló­metra inn í mann­hafið á miklum hraða og mað­ur­inn er sagður hafa sveigt bíl­inn fram og til baka til að valda sem mestum skaða. Hann var að lokum skot­inn til bana af lög­regl­unn­i. 

Til við­bótar við þá 84 sem eru látnir eru 18 alvar­lega slas­aðir á spít­ala. Sky News greinir einnig frá því að að minnsta kosti 10 börn séu  á meðal hinna látnu, og að 50 börn séu á spít­ala. 

Auglýsing

Íslensk stjórn­völd hafa sent sam­úð­ar­kveðjur til Frakk­lands. Þá hefur utan­rík­is­ráðu­neytið beint því til Íslend­inga í Nice og aðstand­enda þeirra að Rauði kross­inn veiti sál­rænan stuðn­ing vegna atburð­anna. Bent er á Hjálp­ar­síma Rauða kross­ins, 1717, og að ef hringt er frá útlöndum sé núm­erið +354 5801710. 

Þetta er þriðja mann­­skæða hryðju­verka­árásin sem gerð er í Frakk­landi á und­an­­förnum tæpum tveimur árum. 

Þann 7. jan­úar 2015 var ráð­ist inn í höf­uð­­stöðv­­­ar skop­­­mynda­­­rits­ins Charlie Hebdo. Þar voru tveir lög­­­­­reglu­­­menn og tíu starfs­­­menn blaðs­ins myrt­­­ir. Árás­­­ar­­­menn­irnir voru tveir bræð­­­ur, Said Kou­achi og Cherif Kou­achi. Þeir réð­ust sér­­­stak­­­lega á blað­ið, og ákveðna starfs­­­menn þess, vegna teikn­inga sem það hafði birt af Múhammeð spá­­­manni. Nokkrar árásir í við­­bót sem tengd­ust fylgdu í kjöl­far­ið, meðal ann­­ars við bæna­hús Gyð­inga í Par­ís. Alls lét­ust 17 manns í árás­un­um, sem voru þá þær mann­­skæð­­ustu sem framdar höfðu verið í París frá árinu 1961.

13. nóv­­em­ber 2015 var framin röð hryðju­verka í París og Sain­t-Den­is, þar sem þjóð­­ar­­leik­vangur Frakka, Stade De France, er. Mann­­skæð­asta árásin var í Bataclan-­­leik­hús­inu þar sem skotið var á áhorf­endur á tón­­leikum banda­rísku hljóm­­sveit­­ar­innar Eag­­les of Death Metal. Alls lét­ust 130 manns í árás­unum og hund­ruðir særð­ust. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinunn Olína vill verða útvarpsstjóri
Magnús Geir Þórðarson tók nýverið við hlutverki Þjóðleikhússtjóra og því bíður það stjórnar RÚV að ráða nýjan útvarpsstjóra.
Kjarninn 6. desember 2019
Nýtt fjölmiðlafrumvarp komið fram – Endurgreiðsluhlutfall lækkað í 18 prósent
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur birt nýtt frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla. Endurgreiðsluhlutfall verður lækkað en frekar. Það átti upphaflega að vera 25 prósent en verður 18 prósent.
Kjarninn 6. desember 2019
Sýknað og refsing milduð í Glitnismáli
Löng málsmeðferð leiddi til þess að refsing var skilorðsbundin. Tveir af fimm áfrýjuðu fyrri niðurstöðu til Landsréttar.
Kjarninn 6. desember 2019
Nú sé kominn tími til að bregðast við
Ný skýrsla Umhverfisstofnunar Evrópu er komin út.
Kjarninn 6. desember 2019
Bjarki Þór Grönfeldt
Rauði múrinn gliðnar
Kjarninn 6. desember 2019
Jón Atli Benediktsson
Jón Atli sækist eftir því að vera áfram rektor HÍ
Embætti rektors hefur verið auglýst laust til umsóknar fyrir tímabilið 1. júlí 2020 til 30. júní 2025.
Kjarninn 6. desember 2019
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Jafnréttismiðuð fyrirtæki greiði lægra tryggingagjald
Þingmenn úr þremur flokkum hafa lagt til að fyrirtæki með jafnara kynjahlutfall í stjórnunarstöðum greiði lægra tryggingagjald. Markmiðið er að fjölga konum í stjórnunarstöðum og þar með draga úr óleiðréttum launamun kynjanna.
Kjarninn 6. desember 2019
Hafa aldrei lánað meira til húsnæðiskaupa en í október
Tvö met voru sett í útlánum lífeyrissjóða til sjóðsfélaga sinna í október 2019. Í fyrsta lagi lánuðu þeir 26 prósent meira en þeir höfðu gert í fyrri metmánuði og í öðru lági voru útlánin 45 prósent fleiri en nokkru sinni áður innan mánaðar.
Kjarninn 6. desember 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None