Ísland stendur sig enn og aftur verst í innleiðingu EES-tilskipana

Innleiðing EES-tilskipana heyrir undir utanríkisráðuneytið. Lilja Alfreðsdóttir er utanríkisráðherra.
Innleiðing EES-tilskipana heyrir undir utanríkisráðuneytið. Lilja Alfreðsdóttir er utanríkisráðherra.
Auglýsing

Ísland stendur sig enn og aftur verst allra þeirra 31 ríkja sem eiga aðild að Evr­ópska efna­hags­svæð­inu (EES) í að inn­leiða til­skip­anir sem ríkin hafa skuld­bundið sig til að inn­leiða í lög innan tíma­marka. Inn­leið­ing­ar­halli Íslands er 1,8 pró­sent. Hin EFTA-­ríkin sem eru aðilar að EES, Liect­hen­stein og Nor­eg­ur, standa sig mun bet­ur. Í Liect­hen­stein er inn­leið­ing­ar­hall­inn 1,2 pró­sent en í Nor­egi eng­inn. Meðal inn­leið­ing­ar­hali í Evr­ópu­sam­bands­ríkjum er 0,7 pró­sent. Þetta kemur fram í nýju frammi­stöðu­mati EES sem Eft­ir­lits­stofnun EFTA (ESA) birti í dag. 

Þar segir að Ísland hafi ekki inn­leitt 16 til­skip­anir innan tíma­marka, og sumar varða þær mik­il­væg rétt­indi almenn­ings. „Þegar EES-­ríki inn­leiðir ekki til­skipun innri mark­að­ar­ins á réttum tíma fá ein­stak­lingar og fyr­ir­tæki ekki notið þeirra rétt­inda sem hún felur í sér. Íslensk fyr­ir­tæki kunna til dæmis að úti­lok­ast frá aðgangi að innri mark­að­inum ef sam­ræmdar tækni­legar reglur eru ekki inn­leidd­ar. Því lengur sem inn­leið­ing dregst, því alvar­legri geta afleið­ing­arnar orð­ið.“

Meðal óinn­leiddra til­skip­ana er til­skip­un um nýjar ráð­staf­anir og aukið eft­ir­lit með fram­leið­endum lyfja til að sporna gegn við­skiptum með fölsuð lyf. Þá má einnig nefna til­skip­un sem felur í sér rétt­indi sjúk­linga til heil­brigð­is­þjón­ustu þvert á landa­mæri. Með henni verður íslenskum sjúk­lingum auð­veldað að nýta sér heil­brigð­is­þjón­ustu innan EES-­svæð­is­ins og fá kostnað við slíka þjón­ustu end­ur­greiddan frá rík­inu.

Auglýsing

Sven Erik Sved­man, for­seti ESA, segir að Ísland verði að gera mun betur til að standa við skuld­bind­ingar sínar varð­andi inn­leið­ingu á lögum og reglum EES-­samn­ings­ins. „nnri mark­að­ur­inn gagn­ast bæði ein­stak­lingum og fyr­ir­tækjum og það er Íslend­ingum í hag að staðið sé betur að þessum mál­um. Inn­leið­ing sam­eig­in­legra reglna á réttum tíma er for­senda þess að innri mark­að­ur­inn virki vel og mik­il­vægt er að ríkin standi við skuld­bind­ingar sínar gagn­vart öðrum ríkjum EES-­svæð­is­ins. Í nýlegri ferð minni til Íslands átti ég góða fundi með stjórn­mála-og emb­ætt­is­mönnum og ég veit því að það er vilji til að bæta þessa frammi­stöðu. ESA hvetur Ísland til að nýta þennan vilja og grípa til aðgerða sem tryggja að það verði ekki eft­ir­bátur ann­arra.“

Til við­bótar við inn­leið­ing­ar­hall­ann bíðu sjö mál gegn Íslandi afgreiðslu EFTA-­dóm­stóls­ins í des­em­ber 2015, en í maí sama ár voru þau þrjú og hafði því fjölgað um fjögur á hálfu ári.

Utan­rík­is­ráðu­neytið sendi frá sér til­kynn­ingu í kjöl­far þess að ESA birti frammi­stöðu­mat­ið. Þar segir að Ísland hafi stöðugt verið að bæta „þessa hlið á fram­kvæmd EES-­samn­ings­ins. Í nóv­em­ber 2014 var hall­inn 2,8 pró­sent og 3,1 pró­sent  í apríl 2014. Þó er ljóst að það þarf að gera betur því miðað er við að inn­leið­ing­ar­halli hjá ríkjum á evr­ópska efna­hags­svæð­inu (EES) sé ekki umfram 1 pró­sent.“

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Magn kókaíns í frárennsli höfuðborgarinnar fjórfaldaðist milli áranna 2016 og 2018. Í sumar hafði verulega dregið úr því miðað við apríl í fyrra.
Mun minna kókaín í skólpinu
Kórónuveirufaraldurinn hefur breytt mynstri fíkniefnanotkunar í Reykjavík, segir doktorsnemi sem hefur í fimm ár rannsakað magn ólöglegra fíkniefna í frárennsli borgarinnar. Magn kókaíns í skólpinu var 60 prósent minna í júní en í apríl í fyrra.
Kjarninn 5. desember 2020
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
Kjarninn 4. desember 2020
Sigurjón Njarðarson
Fullveldið
Kjarninn 4. desember 2020
Haukur Logi Karlsson
Innansveitarkronikan og evrópska réttarríkið
Kjarninn 4. desember 2020
Notkun reyktóbaks og rafrettna ekki tengd við alvarlegri einkenni COVID-19
Niðurstöður nýrrar rannsóknar á Íslandi sýna ekki fram á aukið algengi eða alvarleika COVID-19 sjúkdóms meðal notenda reyktóbaks eða rafrettna en benda til tengsla lungnasjúkdóma við alvarlegri einkenni.
Kjarninn 4. desember 2020
Konur ættu að hafa rétt til þess að hverfa frá störfum sínum eftir 36 vikna meðgöngu að mati Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna.
Læknar ítreka að þeim finnst að konur ættu að geta farið í orlof eftir 36 vikur án skerðinga
Fæðinga- og kvensjúkdómalæknar telja að konur ættu að hafa rétt til að fara í orlof eftir 36 vikna meðgöngu, án þess að orlof eftir fæðingu skerðist. Starfshópur heilbrigðisráðherra um stefnumótun í barneignarþjónustu er einróma á sömu skoðun.
Kjarninn 4. desember 2020
Tólf ný smit – allir í sóttkví
Allir sem greindir voru með kórónuveiruna í gær innanlands voru í sóttkví. Eftir fjölgun smita í síðustu viku hefur þeim fækkað jafnt og þétt síðustu daga.
Kjarninn 4. desember 2020
Ítrustu varúðar gætt við greftrun manneskju sem lést vegna COVID-19 í Indónesíu. Hálf milljón Indónesa hafa greinst með veiruna.
Bóluefnið ekki „töfralausn“ – dauðsföll vegna COVID komin yfir 1,5 milljónir
Brýnt er að allir haldi vöku sinni áfram næstu vikur og mánuði. Bóluefni gegn COVID-19 er væntanlegt en það mun engan veginn útrýma öllum þeim vandamálum sem faraldurinn hefur skapað.
Kjarninn 4. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None