„Óþarfi hjá Eygló að gera lítið úr þeim árangri sem hefur náðst“

Fjármálaráðherra kannast ekki við átök eða slagsmál Sjálfstæðisflokksins við félagsmálaráðherra um framlög til velferðarmála. Hann segir óþarfi hjá ráðherra að gera lítið úr þeim árangri sem hafi náðst. Aldrei hafi meira fé farið í almannatryggingakerfið.

bjarni-benediktsson_21269776202_o.jpg
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra kann­ast ekki við að hafa staðið í átök­um, eða jafn­vel slags­mál­um, við Eygló Harð­ar­dóttur félags­mála­ráð­herra um fram­lög til vel­ferð­ar­mála. Aldrei hafi meira fé verið varið í almanna­trygg­inga­kerfið en nú. Eygló var harð­orð í garð Sjálf­stæð­is­flokks­ins í vik­unni þar sem hún sagði átökin hafa verið mikil milli flokk­anna og jafn­vel slags­mál. 

„Ég kann­ast ekki við neitt slíkt,“ segir Bjarni við Kjarn­ann. „Eins og gengur vilja allir ráð­herrar að jafn­aði auka við sína mála­flokka en á end­anum er það sam­komu­lags­mál innan rík­is­stjórnar hvernig svig­rúm­inu er skipt hverju sinni. Það má þvert á það sem Eygló segir frekar halda því fram að for­gangs­raðað hafi verið í þágu hennar mála­flokka.“

Auglýsing

Óþarfi hjá Eygló að gera lítið úr árangrinum

Bjarni segir það óþarfi hjá Eygló að gera lítið úr þeim árangri sem hafi náð­st, til dæmis í hús­næð­is­mál­um, í hennar ráð­herra­tíð. 

Við höfum auk þess stór­aukið fram­lög til almanna­trygg­inga, þótt vissu­lega séu enn margir sem eiga erfitt með að ná endum sam­an.  Það breytir því ekki að við höfum náð árangri,“ segir Bjarni. „Því er ekki að leyna að við höfum á sama tíma þurft að taka til í rík­is­fjár­mál­unum og erum að stór­lækka skuld­ir.  Við höfum t.d. end­ur­greitt öll AGS lánin og njótum góðs af þessum áherslum með betra láns­hæfi rík­is­ins í dag.“

Vig­dís ósam­mála Eygló

Vig­­dís Hauks­dótt­ir, for­­maður fjár­­laga­­nefnd­ar, tók ekki undir ummæli Eyglóar í Kjarn­anum í vik­unni„Ég tala bara fyrir mig, en sam­­starfið við flokk­inn í fjár­­laga­­nefnd hefur verið afar gott og aldrei borið neinn skugga á,“ sagði Vig­dís. „Ég kann­­ast ekki við þessar yfir­­lýs­ingar Eyglóar út frá mínu sjón­­­ar­horni, en ég veit auð­vitað ekki hvað ger­ist við rík­­is­­stjórn­­­ar­­borð­ið.“ Guð­laugur Þór Þórð­ars­son, vara­for­maður nefnd­ar­inn­ar, hafði sagt ummæli Eyglóar „ansi bil­leg.“ 

Gagn­rýndi Bjarna harð­lega

Eygló sagð­ist hafa undir höndum tölur sem sýndu fram á að vaxta­bætur hafi rýrnað mikið síðan rík­is­stjórnin tók til valda. Þær hafi lækkað um 25 pró­sent á síð­asta ári og þeim sem fengu þær fækk­uðu um 21 pró­sent. Þá hafi þeim einnig fækkað sem fengu greiddar barna­bæt­ur.

Bjarni segir við þessu að það standi ekki til að draga úr barna­bótum og vaxta­bót­um, heldur hald­ist fram­lögin óbreytt að raun­virði. Þó sé til skoð­unar að áform um auk­inn stuðn­ing við fyrstu kaup sem eftir atvikum gætu falið í sér að fram­lög til vaxta­bóta yrðu smám saman látin fjara út. Þar vísar Bjarni í fjár­mála­á­ætlun sína. Eygló sagði að sú fjár­mála­á­ætlun boði einmitt enn frek­ari lækkun á barna- og vaxta­bót­um. Þá hafi ríkið aldrei varið meiru til almanna­trygg­inga­kerf­is­ins en gert er á þessu ári. Það á við hvort sem litið er til hlut­falls af lands­fram­leiðslu eða sem hlut­falls af frum­gjöld­um. Nú fara um 27 millj­arðar til almanna­trygg­inga á ári umfram það sem átti við þegar rík­is­stjórnin tók við völd­um.

Tók undir með Bjarna 2014

Eygló sagði reyndar slíkt hið sama í fréttum í des­em­ber 2014 þegar Öryrkja­banda­lag Ísland gagn­rýndi fram­lög rík­is­ins í almanna­trygg­inga­kerf­ið. Þar sagði Eygló

„Það hafa komið ábend­ingar og í fjöl­miðl­um. Við höfum lagt áherslu á það að aldrei hafi farið meiri fjár­munir í gegnum almanna­trygg­inga­kerfið en á þessu ári. Og við aukum enn frekar í á næsta ári".

Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None