„Óþarfi hjá Eygló að gera lítið úr þeim árangri sem hefur náðst“

Fjármálaráðherra kannast ekki við átök eða slagsmál Sjálfstæðisflokksins við félagsmálaráðherra um framlög til velferðarmála. Hann segir óþarfi hjá ráðherra að gera lítið úr þeim árangri sem hafi náðst. Aldrei hafi meira fé farið í almannatryggingakerfið.

bjarni-benediktsson_21269776202_o.jpg
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra kann­ast ekki við að hafa staðið í átök­um, eða jafn­vel slags­mál­um, við Eygló Harð­ar­dóttur félags­mála­ráð­herra um fram­lög til vel­ferð­ar­mála. Aldrei hafi meira fé verið varið í almanna­trygg­inga­kerfið en nú. Eygló var harð­orð í garð Sjálf­stæð­is­flokks­ins í vik­unni þar sem hún sagði átökin hafa verið mikil milli flokk­anna og jafn­vel slags­mál. 

„Ég kann­ast ekki við neitt slíkt,“ segir Bjarni við Kjarn­ann. „Eins og gengur vilja allir ráð­herrar að jafn­aði auka við sína mála­flokka en á end­anum er það sam­komu­lags­mál innan rík­is­stjórnar hvernig svig­rúm­inu er skipt hverju sinni. Það má þvert á það sem Eygló segir frekar halda því fram að for­gangs­raðað hafi verið í þágu hennar mála­flokka.“

Auglýsing

Óþarfi hjá Eygló að gera lítið úr árangrinum

Bjarni segir það óþarfi hjá Eygló að gera lítið úr þeim árangri sem hafi náð­st, til dæmis í hús­næð­is­mál­um, í hennar ráð­herra­tíð. 

Við höfum auk þess stór­aukið fram­lög til almanna­trygg­inga, þótt vissu­lega séu enn margir sem eiga erfitt með að ná endum sam­an.  Það breytir því ekki að við höfum náð árangri,“ segir Bjarni. „Því er ekki að leyna að við höfum á sama tíma þurft að taka til í rík­is­fjár­mál­unum og erum að stór­lækka skuld­ir.  Við höfum t.d. end­ur­greitt öll AGS lánin og njótum góðs af þessum áherslum með betra láns­hæfi rík­is­ins í dag.“

Vig­dís ósam­mála Eygló

Vig­­dís Hauks­dótt­ir, for­­maður fjár­­laga­­nefnd­ar, tók ekki undir ummæli Eyglóar í Kjarn­anum í vik­unni„Ég tala bara fyrir mig, en sam­­starfið við flokk­inn í fjár­­laga­­nefnd hefur verið afar gott og aldrei borið neinn skugga á,“ sagði Vig­dís. „Ég kann­­ast ekki við þessar yfir­­lýs­ingar Eyglóar út frá mínu sjón­­­ar­horni, en ég veit auð­vitað ekki hvað ger­ist við rík­­is­­stjórn­­­ar­­borð­ið.“ Guð­laugur Þór Þórð­ars­son, vara­for­maður nefnd­ar­inn­ar, hafði sagt ummæli Eyglóar „ansi bil­leg.“ 

Gagn­rýndi Bjarna harð­lega

Eygló sagð­ist hafa undir höndum tölur sem sýndu fram á að vaxta­bætur hafi rýrnað mikið síðan rík­is­stjórnin tók til valda. Þær hafi lækkað um 25 pró­sent á síð­asta ári og þeim sem fengu þær fækk­uðu um 21 pró­sent. Þá hafi þeim einnig fækkað sem fengu greiddar barna­bæt­ur.

Bjarni segir við þessu að það standi ekki til að draga úr barna­bótum og vaxta­bót­um, heldur hald­ist fram­lögin óbreytt að raun­virði. Þó sé til skoð­unar að áform um auk­inn stuðn­ing við fyrstu kaup sem eftir atvikum gætu falið í sér að fram­lög til vaxta­bóta yrðu smám saman látin fjara út. Þar vísar Bjarni í fjár­mála­á­ætlun sína. Eygló sagði að sú fjár­mála­á­ætlun boði einmitt enn frek­ari lækkun á barna- og vaxta­bót­um. Þá hafi ríkið aldrei varið meiru til almanna­trygg­inga­kerf­is­ins en gert er á þessu ári. Það á við hvort sem litið er til hlut­falls af lands­fram­leiðslu eða sem hlut­falls af frum­gjöld­um. Nú fara um 27 millj­arðar til almanna­trygg­inga á ári umfram það sem átti við þegar rík­is­stjórnin tók við völd­um.

Tók undir með Bjarna 2014

Eygló sagði reyndar slíkt hið sama í fréttum í des­em­ber 2014 þegar Öryrkja­banda­lag Ísland gagn­rýndi fram­lög rík­is­ins í almanna­trygg­inga­kerf­ið. Þar sagði Eygló

„Það hafa komið ábend­ingar og í fjöl­miðl­um. Við höfum lagt áherslu á það að aldrei hafi farið meiri fjár­munir í gegnum almanna­trygg­inga­kerfið en á þessu ári. Og við aukum enn frekar í á næsta ári".

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Aukning í byggingu dýrra íbúða átti sinn þátt í aukinni fjármunamyndun.
Fjármunamyndun í húsnæði ekki hærri síðan árið 2007
Alls jókst fjármunamyndun í íbúðarhúsnæði um 167 milljarða króna á árinu 2019 þrátt fyrir að dregið hafi verulega úr hækkun húsnæðisverðs. Nýjar íbúðir á markaði, margar hverjar í dýrari kantinum, og hagstæðari skilyrði til niðurgreiðslu lána skiptu máli.
Kjarninn 29. febrúar 2020
Eigið fé Landsvirkjunar aukist um 34 milljarða á þremur árum
Samanlagt eigið fé þriggja stærstu ríkisfyrirtækjanna nemur nú um 700,7 milljörðum króna.
Kjarninn 28. febrúar 2020
EVE Fanfest frestað vegna COVID-19 veirunnar
Hátíðin hefur verið lykilatburður í markaðsstarfi CCP undanfarin ár.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Stefán Jón Hafstein
Elliðaárdalur: Góð tillaga
Kjarninn 28. febrúar 2020
Þórður Snær og Magnús Halldórsson
Þórður Snær og Magnús tilnefndir til Blaðamannaverðlauna Íslands
Dómnefnd Blaðamannaverðlauna hefur ákveðið tilnefningar sínar í öllum fjórum flokkum verðlaunanna en þau verða afhent eftir viku.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Fyrsta tilfelli COVID-19 kórónuveiru greinist á Íslandi
Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýju kórónuveirunni, COVID-19.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Skipa sérstakan stýrihóp um samfélagsleg og hagræn viðbrögð við Covid-19 veirunni
Stýrihópurinn mun leggja mat á stöðuna og nauðsynleg samfélagsleg og efnahagsleg viðbrögð á hverjum tíma.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Landsvirkjun hagnaðist um 13,6 milljarða króna í fyrra
Lágt álverð á heimsmarkaði, sem tryggir minni tekjur af raforkusölu til stærsta viðskiptavinar Landsvirkjunar, og stöðvum á kerskála Rio Tinto í Straumsvík, drógu úr hagnaði Landsvirkjunar í fyrra. Eigið fé ríkisfyrirtækisins er um 271 milljarður króna.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None