Útlendingaspítali myndi „rústa“ íslensku heilbrigðiskerfi

kári stefánsson
Auglýsing

„Út­lend­inga­spít­al­inn myndi því rústa því sem eftir er af íslensku heil­brigð­is­kerfi og gera end­ur­reisn þess marg­falt erf­ið­ari en ella. Lífi og limum lands­manna steðjar því hætta af Brugada og hug­myndum hans um það hvernig hann geti gert sér fé úr heil­brigð­is­þjón­ustu á Ísland­i.“ Þetta segir Kári Stef­áns­son, for­stjóri Íslenskrar erfða­grein­ing­ar, í aðsendri grein sem birt­ist í Frétta­blað­inu í dag. Þar fjallar Kári um þau áform félags­ins MCPB, sem leitt er af spænska lækn­inum Pedro Bruga­da, að byggja 30 þús­und fer­metra einka­spít­ala í Mos­fellsbæ sem eigi að vera til­bú­inn árið 2020. 

Kári seg­ist vita fyrir víst að Krist­ján Þór Júl­í­us­son heil­brigð­is­ráð­herra sé mjög mót­fall­inn hug­mynd­inni og hvetur hann til að sýna „leiftr­andi festu“ við að koma í veg fyrir að af fram­kvæmd­inni verði. „Ég vil benda honum á að þegar ísbirnir ganga á land og lífi okkar og limum steðjar hætta af þeim leyfum við okkur að skjóta þá. Nú er ég ekki að leggja það til að við gerum hið sama við Brugada heldur að við förum að mann­úð­legri til­lögu Jóns Gnarr um birn­ina og svæfum hann og flytjum upp á Græn­lands­jök­ul."

Áætl­aður kostn­aður við gerð spít­al­ans er 47 til 54 millj­arðar króna, en hann á að vera með 150 sjúkra­her­bergi auk þess sem þar verður hótel með 250 her­bergj­u­m. 

Auglýsing

Stærsta und­ir­skrift­ar­söfnun Íslands­sög­unnar

Kári stóð fyrir und­ir­skrifta­söfnun fyrr á þessu ári þar sem hvatt var til end­ur­reisnar íslensks heil­brigð­is­kerf­is­ins Þar voru stjórn­­völd hvött til þess að verja ell­efu pró­­sent af vergri lands­fram­­leiðslu til heil­brigð­is­­kerf­is­ins árlega, í stað 8,7 pró­­sentum eins og gert er í dag. Alls skrif­uðu 85 þús­und manns undir und­ir­skrifta­söfn­un­ina sem er sú fjöl­menn­asta í Íslands­sög­unn­i. 

Þeir sem standa fyrir bygg­ingu einka­spít­al­ans hafa sagt að hug­myndin sé fyrst og fremst sú að flytja inn erlenda sjúk­linga til með­ferðar á spít­al­an­um. Íslenskir sjúk­lingar geti líka sótt þjón­ustu þar gegn fullri greiðslu en að ekki standi til að taka við íslenskum sjúk­lingum á kostað íslenska heil­brg­iðis­kerf­is­ins.

Lækn­is­fræði­t­úrismi erf­iður bis­ness

Kári virð­ist ekki mjög trúr á þessar skýr­ing­ar. Hann segir það athygl­is­vert að meðal fjár­hags­legra bak­hjarla hug­mynd­ar­innar um útlend­inga­sjúkra­hús í Mos­fellsbæ séu aðilar sem hafa fjár­fest í heil­brigð­is­stofn­unum í þriðja­heim­in­um. „Það kæmi mér því ekki á óvart að þeir vildu reisa sjúkra­hús á Íslandi vegna þess að þeir hefðu náð sér í ástæður til þess að ætla að hér á landi þyrftu menn ekki að upp­fylla eins stíf skil­yrði til þess að fá að reka sjúkra­hús eins og ann­ars staðar í Evr­ópu; þeir kæmust upp með meira hér en ann­ars stað­ar.

Það ber líka að hafa í huga að þótt okkur sé sagt að sjúkra­hús­inu sé fyrst og fremst ætlað að þjóna útlend­ingum þá hefur lækn­is­fræði­t­úrismi reynst erf­iður biss­ness og því ekki bara lík­legt heldur meira en víst að það færi hægt og hægt að draga til sín fé frá heil­brigð­is­kerfi íslensks almenn­ings og leggja af mörkum til þess að búa til stétta­skipt­ingu í heil­brigð­is­þjón­ustu í land­inu sem við erum flest sam­mála um að sé með öllu óþol­andi. Það sem alvar­leg­ast er þó við hug­mynd­ina um útlend­inga­spít­al­ann er að honum er ætlað að ráða þús­und manns til starfa á sama tíma og okkur reyn­ist erfitt að manna þær heil­brigð­is­stofn­anir sem þjón­usta lands­menn.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Brim hagnaðist um 4,7 milljarða í fyrra
Forstjóri Brims segir rekstrarafkomuna hafa verið viðunandi í fyrra.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Verðmiðinn á Gamma lækkar enn
Frá því að tilkynnt var um kaup Kviku á Gamma hefur verðmiðinn lækkað og lækkað. Nú er útlit fyrir að endanlegt kaupverð verði mun lægra en upphaflega var tilkynnt um.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Fimm einstaklingar í sóttkví á Ísafirði og einn í einangrun
Fimm einstaklingar eru í sóttkví og einn í einangrun vegna mögulegrar Covid-19 sýkingar. Allir einstaklingarnir eru staðsettir á Ísafirði.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Vaxandi líkur eru því taldar á að veiran eigi eftir að greinast hér á landi en allra ráða er beitt til að hefta komu hennar.
Vaxandi líkur á að veiran greinist á Íslandi
Daglega bætast við lönd sem tilkynna um tilfelli kórónuveirunnar, COVID-19, þar á meðal nokkur grannríki Íslands. Öllum tiltækum ráðum er beitt til að hefta komu hennar hingað til lands.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Freyja Haraldsdóttir
„Fatlað fólk á ekki bara að vera á hliðarlínunni“
Freyja Haraldsdóttir segir að aðkoma fatlaðs fólks þurfi að vera alls staðar og alltaf þegar kemur að umhverfismálum. Stjórnvöld, samtök um umhverfismál og allir viðbragðsaðilar, þurfi þess vegna að ráða fatlað fólk til starfa.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Kjarasamningar þorra aðildarfélaga BSRB hafa verið lausir frá 1. apríl í fyrra.
Formaður BSRB: Ekkert þokast nær ásættanlegri niðurstöðu
„Það eru mikil vonbrigði að við höfum ekki náð að þokast nær ásættanlegri niðurstöðu. Það er stutt í að verkfallsaðgerðir hefjist og mörg stór mál sem bíða úrlausnar,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Maður með andlitsgrímu á hóteli í Austurríki þar sem kona sem smituð er af kórónuveirunni dvelur.
Dæmi um að fólk smitist aftur af veirunni
Nú, þegar nýja kórónuveiran hefur breiðst út til tæplega fimmtíu landa, er enn margt á huldu um hvernig hún hegðar sér. Um 14% þeirra sem sýktust, náðu heilsu og voru útskrifaðir af sjúkrahúsum í Kína hafa sýkst aftur.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Útilokar ekki vorkosningar á næsta ári
Forsætisráðherra segist ekki útiloka þann möguleika að kosið verði til Alþingis að vori 2021 í staðinn fyrir í lok október en þá lýkur yfirstandandi kjörtímabili.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None