Útlendingaspítali myndi „rústa“ íslensku heilbrigðiskerfi

kári stefánsson
Auglýsing

„Út­lend­inga­spít­al­inn myndi því rústa því sem eftir er af íslensku heil­brigð­is­kerfi og gera end­ur­reisn þess marg­falt erf­ið­ari en ella. Lífi og limum lands­manna steðjar því hætta af Brugada og hug­myndum hans um það hvernig hann geti gert sér fé úr heil­brigð­is­þjón­ustu á Ísland­i.“ Þetta segir Kári Stef­áns­son, for­stjóri Íslenskrar erfða­grein­ing­ar, í aðsendri grein sem birt­ist í Frétta­blað­inu í dag. Þar fjallar Kári um þau áform félags­ins MCPB, sem leitt er af spænska lækn­inum Pedro Bruga­da, að byggja 30 þús­und fer­metra einka­spít­ala í Mos­fellsbæ sem eigi að vera til­bú­inn árið 2020. 

Kári seg­ist vita fyrir víst að Krist­ján Þór Júl­í­us­son heil­brigð­is­ráð­herra sé mjög mót­fall­inn hug­mynd­inni og hvetur hann til að sýna „leiftr­andi festu“ við að koma í veg fyrir að af fram­kvæmd­inni verði. „Ég vil benda honum á að þegar ísbirnir ganga á land og lífi okkar og limum steðjar hætta af þeim leyfum við okkur að skjóta þá. Nú er ég ekki að leggja það til að við gerum hið sama við Brugada heldur að við förum að mann­úð­legri til­lögu Jóns Gnarr um birn­ina og svæfum hann og flytjum upp á Græn­lands­jök­ul."

Áætl­aður kostn­aður við gerð spít­al­ans er 47 til 54 millj­arðar króna, en hann á að vera með 150 sjúkra­her­bergi auk þess sem þar verður hótel með 250 her­bergj­u­m. 

Auglýsing

Stærsta und­ir­skrift­ar­söfnun Íslands­sög­unnar

Kári stóð fyrir und­ir­skrifta­söfnun fyrr á þessu ári þar sem hvatt var til end­ur­reisnar íslensks heil­brigð­is­kerf­is­ins Þar voru stjórn­­völd hvött til þess að verja ell­efu pró­­sent af vergri lands­fram­­leiðslu til heil­brigð­is­­kerf­is­ins árlega, í stað 8,7 pró­­sentum eins og gert er í dag. Alls skrif­uðu 85 þús­und manns undir und­ir­skrifta­söfn­un­ina sem er sú fjöl­menn­asta í Íslands­sög­unn­i. 

Þeir sem standa fyrir bygg­ingu einka­spít­al­ans hafa sagt að hug­myndin sé fyrst og fremst sú að flytja inn erlenda sjúk­linga til með­ferðar á spít­al­an­um. Íslenskir sjúk­lingar geti líka sótt þjón­ustu þar gegn fullri greiðslu en að ekki standi til að taka við íslenskum sjúk­lingum á kostað íslenska heil­brg­iðis­kerf­is­ins.

Lækn­is­fræði­t­úrismi erf­iður bis­ness

Kári virð­ist ekki mjög trúr á þessar skýr­ing­ar. Hann segir það athygl­is­vert að meðal fjár­hags­legra bak­hjarla hug­mynd­ar­innar um útlend­inga­sjúkra­hús í Mos­fellsbæ séu aðilar sem hafa fjár­fest í heil­brigð­is­stofn­unum í þriðja­heim­in­um. „Það kæmi mér því ekki á óvart að þeir vildu reisa sjúkra­hús á Íslandi vegna þess að þeir hefðu náð sér í ástæður til þess að ætla að hér á landi þyrftu menn ekki að upp­fylla eins stíf skil­yrði til þess að fá að reka sjúkra­hús eins og ann­ars staðar í Evr­ópu; þeir kæmust upp með meira hér en ann­ars stað­ar.

Það ber líka að hafa í huga að þótt okkur sé sagt að sjúkra­hús­inu sé fyrst og fremst ætlað að þjóna útlend­ingum þá hefur lækn­is­fræði­t­úrismi reynst erf­iður biss­ness og því ekki bara lík­legt heldur meira en víst að það færi hægt og hægt að draga til sín fé frá heil­brigð­is­kerfi íslensks almenn­ings og leggja af mörkum til þess að búa til stétta­skipt­ingu í heil­brigð­is­þjón­ustu í land­inu sem við erum flest sam­mála um að sé með öllu óþol­andi. Það sem alvar­leg­ast er þó við hug­mynd­ina um útlend­inga­spít­al­ann er að honum er ætlað að ráða þús­und manns til starfa á sama tíma og okkur reyn­ist erfitt að manna þær heil­brigð­is­stofn­anir sem þjón­usta lands­menn.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair búið að ná samkomulagi við Boeing, og alla hina kröfuhafana
Icelandair Group er búið að ná samkomulagi við alla kröfuhafa sína. Félagið fær að falla frá kaupum á fjórum Boeing vélum sem það hafði skuldbundið sig til að kaupa.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Biden velur Harris sem varaforsetaefni
Demókrataflokkurinn hefur valið varaforsetaefni sitt fyrir komandi forsetakosningar. Hún er svört kona sem er líka af asísku bergi brotin og heitir Kamala Harris.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórður Snær Júlíusson
Stríðsrekstur fyrirtækis gegn nafngreindu fólki og gagnrýnum fjölmiðlum
Kjarninn 11. ágúst 2020
Höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins í Efstaleiti.
Félag fréttamanna gagnrýnir myndband Samherja harðlega
Stjórn Félags fréttamanna, stéttarfélag fréttafólks á Ríkisútvarpinu, segir ómaklega veist að Helga Seljan fréttamanni í myndbandi sem Samherji birti í dag. Áhyggjuefni sé að reynt sé að gera fréttamann tortryggilegan í stað þess að svara spurningum.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Víðir Reynisson á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Víðir: Getum ekki sest í hægindastólinn og slakað á
Þrátt fyrir að útlit sé fyrir að árangur sé að nást af hertum sóttvarnaaðgerðum innanlands og tilslakanir séu framundan er ekki kominn til að hætta að huga að smitvörnum. Sá tími kemur ekki á meðan að veiran er til staðar, segir Víðir Reynisson.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Þórólfur segir útlit fyrir að við séum að ná tökum á stöðunni
Sóttvarnalæknir segir að lítill fjöldi nýsmita allra síðustu daga bendi til þess að faraldurinn hér innanlands sé að verða viðráðanlegur. Hann lagði til tilslakanir innanlands og reifaði valkosti um aðgerðir á landamærum í minnisblaði til ráðherra.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Helgi Seljan var borin þungum sökum í myndbandi Samherja
RÚV og Helgi Seljan hafna ásökunum Samherja
„Ný viðmið í árásum stórfyrirtækis á fjölmiðla og einstaka fréttamenn,“ segir í yfirlýsingu frá Helga Seljan og Þóru Arnórsdóttur sem þau sendu frá sér vegna myndbands Samherja. Myndbandið var birt á YouTube rás Samherja fyrr í dag.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Logi Einarsson
Vöndum okkur
Kjarninn 11. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None